Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 19 Aðaltíðindi dagsins – stundin sem allir hafa beðið eftir: Friðrik V tekur formlega til starfa núna seinni part- inn. Ekkert grín, húsið er tilbúið. Endurbótunum sem fóru fram fyrir augum bæjarbúa í miðju gilinu (og hægðu stundum á umferðinni) er lokið. Hin aldargamla Böggla- geymsla verður hér eftir veitinga- staðurinn Friðrik V. Nýir tímar, breyttir tímar.    Í Gilinu verða líka athyglisverðir tónleikar í kvöld. Dúettinn Saga nú- tímabúskapar eða The Story of Modern Farming mun þá leika en hann er skipaður Jessicu Sligter, sem syngur og leikur á hljómborð, og Louisu Jensen altsaxófónleikara. Það fylgir sögunni að fjölbreyttur og nýstárlegur flutningur dúettsins nái tökum á áheyrendum og hafa er- lendur gagnrýnendur keppst við að lofa þær.    Annars hafa ýmsar fréttir af at- vinnumálum verið ofarlega á baugi þessa vikuna. Í fyrsta lagi að fleiri íbúar telja auðveldara að fá vinnu við hæfi en áður. Í könnun Capacent Gallup á málinu kemur fram að 47,3% segja mjög eða frekar auðvelt að finna vinnu, en voru 40,8% fyrir ári síðan. Svo virðist sem yngra fólk telji auðveldara að fá vinnu við hæfi en áður. Aftur á móti telja um 42% bæjarbúa enn frekar eða mjög erfitt að finna vinnu við hæfi.    Einnig var haldinn stofnfundur Fjölsmiðju á Akureyri í vikunni. Hún mun styðja við ungt fólk sem flosnað hefur upp úr vinnu eða námi. Fjölsmiðjan byggist á fyrirmynd úr Kópavogi, þar sem Þorbjörn Jens- son handboltajaxl hefur stýrt svip- aðri starfsemi með myndarskap. Fjölsmiðjan verður vinnusetur ungmenna á aldrinum 16-24 ára sem eru atvinnulaus vegna reynsluleysis, menntunarskorts, félagslegra og/ eða andlegra vandamála og felst starfsemi hennar einkum í fram- leiðslu vara, faglegri verkþjálfun og ýmiss konar þjónustu.    Og það var slegið met í Gler- árdalshringnum um daginn. 72 fóru í gönguna: 45 karlar, 26 konur og einn hundur. 49 göngumenn ásamt hund- inum kláruðu allan hringinn. Í til- kynningu frá hópnum sagði að það hefði verið þoka í fjöllunum neðan til en „þegar gengið var upp úr henni tók við sól og mikið blíðviðri á öllum tindum leiðarinnar“.    Merkið inn laugardag á dagatalið. Milli kl. 11 og 15 verður nefnilega útimarkaður á Ráðhústorgi. Kjörið tækifæri til að kaupa kræsilegt dót, nú eða selja það ef maður er svo heppinn að ná plássi.    En maður vikunnar, jafnvel mán- aðarins er Margeir Steingrímsson. Hann á bæði heiður og hrós skilið. Margeir er íbúi á dvalarheimilinu Hlíð og færði Öldrunarheimilum Ak- ureyrar þrjár milljónir króna að gjöf. Með gjöfinni höfðinglegu sýndi Margeir velvilja sinn í garð Öldr- unarheimila Akureyrar og mun féð nýtast vel til að bæta aðbúnað á heimilunum. AKUREYRI Hjálmar Stefán Brynjólfsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Endurnýjuð Gamla bögglageymslan í Kaupvangsstræti verður veitinga- staðurinn Friðrik V frá og með deginum í dag. Hreiðar Karlsson segir aðíþróttaandinn bregðist ekki: Knattspyrnufólki er flest til baga svo fáum auðnast að skilja það. Og andinn er slíkur á Skipaskaga, – þar skora menn – án þess að vilja það. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort þetta sé ekki eitthvað fyrir karlalandsliðið: Jafnan er rýrt það sem liðið úr býtum ber, bæði er kerfið gloppótt og sóknin veik. Strákarnir okkar ættu að tileinka sér ómeðvituð spörk - fyrir næsta leik. Hjálmar Freysteinsson yrkir af sama tilefni: Vitlausara og verra spark er varla hægt að finna, en að hitta óvart mark andstæðinga sinna. Rúnar Kristjánsson yrkir um dánartilkynningar í útvarpinu: Dauðinn kemur – fólkið fer, flytur í æðra stifti. Vængbrotnir þá verða hér vinir í hvert eitt skipti. En þó að tregans þunga stund þvingi hugsun bjarta. Á þó von um endurfund inni í hverju hjarta. Hann kveður góða vinkonu sína: Sérhver á farmiða í síðustu ferð, sífellt úr hlaði er ekið. Eilífðar smáblóm af einstakri gerð er nú úr heiminum tekið. Lítt var á baslinu í lífinu hlé, lifði hún samt ekki geðill. En nú er hún farin og farmiðinn sé fullgildur alvíddarseðill. Erlendur Hansen á Sauðárkróki yrkir um samgönguráðherra: Ýmsir ráfa um eyðisand eykur það á vandann. Möller hefur lítið land og litla hjálp að handan. VÍSNAHORNIÐ Af marki og Skipaskaga pebl@mbl.is fisk! Er þetta hafandi yfir börnum? Hvað eiga þau að borða? Greinilega ekki fisk og ekki kjöt. Eiga þau að nærast á grænmeti eingöngu? Jafnvel Vík- verja sem er græn- metisaðdáandi er bara nóg boðið. Auðvitað á maður að borða fisk og mikið af fiski, feit- um fiski eins og laxi og lúðu. Og hafa grænmeti með. Einnig á maður að borða kjöt, lambakjöt, grillaðar kótelettur, rifjasteik og hamborgara, en sleppa déskotans sælgæti alla daga og öllu þessu svakalega íslenska gosþambi. Þar er hættan fyrir krakkana en ekki fisk- og kjöt- neysla. x x x Víkverji komst að því um daginnað hann er forríkur. Á tíu ár- um sem hann hefur ekki reykt pakka af sígarettum daglega hefur hann rakað saman á þriðju milljón króna. Það kostar nefnilega yfir 200 þúsund kall árlega að reykja pakka á dag. Víkverji hefur ekki enn ákveðið hvernig hann ráðstafar þessum peningum öllum. Það hlýt- ur að finnast smuga einhvers stað- ar. Víkverja finnstgrænmeti gott eins og mörgum öðr- um og þarf ekki að undra; grænmeti er bráðhollt. Nýlega var Víkverji í grænmet- isinnkaupum og fór þá að söngla Grænmet- isvísur úr hinu sí- vinsæla leikriti Thor- björns Egners, Dýrunum í Hálsa- skógi. Þar er hamrað á ágæti þess að borða grænmeti en þegar nánar er að gáð, er of- stækið gagnvart kjöt- neyslu og fleiru meira en hægt er að láta bjóða sér. Enn fremur geta Grænmetisvísur verið særandi í garð þeirra barna sem eru í þéttara lagi og svo að lokum er jafnvel fiskneysla fordæmd í þessum vísum. Tökum dæmi: „Þeir sem bara borða kjöt og bjúgu alla daga, þeir feitir verða og flón af því og fá svo illt í maga.“ Er þetta nú boðlegt? Ef þú ert ekki spengileg- ur, þá ertu feitur og flón í þokka- bót? Hverskonar innræting er þetta? Er á vanlíðan feitra barna bætandi að segja að þau séu flón? Síðan segir: „Sá er fá vill fisk og kjöt, hann frændur sína étur og maginn sýkist, molnar tönn …“ Já, það er nefnilega það. Maginn sýk- ist og tennur molna af því að borða       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is            Ljósmyndari: Davíð Eldur Baldursson Nafn myndar: Karmelluárás Verðlaun fyrir mynd vikunnar eru: 50 fríar 10 x 15 myndir << 1.verðlaun Kodak EasyShare Z712 IS 2.verðlaun Kodak EasyShare V610 3.verðlaun Samsung Digimax i6 PMP Heimsferðir bjóða frá- bært tilboð á síðustu sætunum til Fuertevent- ura í júlí. Höfum fengið örfá viðbótarherbergi á hinu vinsæla Hotel Barceló Jandia Mar sem við bjóðum á frábæru verði. Frábær gisting. Aðstaða og allur aðbún- aður á hótelinu er mjög góður. Skelltu þér til Fuerteventura og njóttu lífsins í sumarfríinu við frábæran aðbúnað. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessu verði! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Fuerteventura í júlí frá kr. 59.990 Ótrúlegt tilboð - aðeins örfá herbergi Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með "allt innifalið" í viku á Jandia Mar, 17. júlí. Brottfar- ir 24. og 31. júlí kr. 5.000 aukalega. Munið Mastercard ferðaávísunina Sértilboð á Jandia Mar - „allt innifalið“ Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.