Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 37
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan er opin
frá kl. 9-16.30. Boccia kl. 10.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 9.30
boccia. Kl. 13.30 hjólreiðahópur. Kl. 10-
16 púttvöllurinn.
Félag eldri borgara Kópavogi, ferða-
nefnd | Hálendisferð FEBK í Veiðivötn
og virkjanir verður farin fimmtudaginn
26. júlí. Brottför frá Gjábakka kl. 8 og
frá Gullsmára kl. 8.15. Skráningarlistar
og ítarlegar ferðalýsingar eru í fé-
lagsmiðstöðvunum Gullsmára, s.
564 5260, og Gjábakka, s. 554 3400.
Skráið ykkur sem fyrst.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan er opin og heitt á könnunni
og heimabakað meðlæti til kl. 16. Há-
degisverður kl. 11.40. Allir velkomnir að
líta við, kíkja í blöðin, taka í spil eða
spjalla.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Kl. 10
handavinna og ganga, kl. 11.40 hádeg-
ismatur, kl. 13 handavinna.
Félagstarfið Langahlíð 3 | Handverks-
og bókastofa opin. Kl. 10 boccia, karla-
hópur. Kl. 13.30 boccia, kvennahópur.
Kl. 14.30 kaffiveitingar. Kl. 17 sum-
arfagnaður, söngur og dans með Þor-
valdi Halldórssyni. Grillað á staðnum.
Upplýsingar í síma 552 4161.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og
dagblöðin, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi,
kl. 12 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56-58 | Hádegisverður kl.
11.30. Félagsvist kl. 13.30, góð verðlaun
og gott með kaffinu, allir velkomnir.
Fótaaðgerðir, s. 588 2320. Hársnyrt-
ing, s. 517 3305/849 8029.
Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9-12 aðstoð við böðun.
Kl. 9.15-15.30 handavinna. Kl. 9-10
boccia, Sigurrós (júní). Kl. 11.45-12.45
hádegisverður. Kl. 13-14 leikfimi, Janick
(júní – ágúst). Kl. 14.30-15.45 kaffiveit-
ingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg-
unstund kl. 9.30, handavinnustofan
opin, brids kl. 13-16.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan er opin
frá kl. 17-22. Sr. Jóna Lísa Þorsteins-
dóttir er til viðtals í kirkjunni og eftir
samkomulagi í síma 858 7282. Kvöld-
bænir kl. 20. Allir velkomnir.
Áskirkja | Velkomin í síðustu gönguna
inn í dalinn frá Áskirkju í þessum júl-
ímánuði kl. 14. Andakt og kaffisopi.
Háteigskirkja | Taizé-messur. Lág-
stemmdir söngvar, bænir og Guðs orð
lesið alla fimmtudaga kl. 20.
Laugarneskirkja | Kl. 21: AA-fundur í
safnaðarheimilinu.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrðar-
og fyrirbænastund er hvert fimmtu-
dagskvöld í Vídalínskirkju kl. 21. Prest-
ar og djákni taka við bænarefnum.
Boðið er upp á kaffi í lok stundar.
Morgunblaðið/Golli
Pútt Eldri borgarar í golfklúbbnum
Nesi á púttvelli Rafveitunnar.
Brúðkaup | Gefin voru saman 7.
júlí sl. í Safnkirkju Árbæjar af sr.
Ragnhildi Jónsdóttur Anitha
Sanstedt og Thorsteinn Magn-
usson. Þau eru búsett í Svíþjóð.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 12. júlí, 193. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er. (I.Kor. 12, 7)
Við rætur Heklu stendur bær-inn Leirubakki. Þar er í boðiýmiss konar þjónusta fyrirferðamenn og fyrr á árinu
var þar opnuð Heklusýning.
Valgerður Brynjólfsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Leirubakka: „Við höfum
leitast við að byggja hér upp menning-
ar- og þjónustumiðstöð fyrir bæði inn-
lenda og erlenda ferðamenn, en Leir-
ubakki er í leið þeirra sem ætla í
Landmannalaugar og upp á Sprengi-
sandsleið,“ segir Valgerður en hún og
eiginmaður hennar keyptu Leirubakka
fyrir tveimur árum og hafa unnið þar
að endurbótum, meðal annars bætt
gistiaðstöðuna og opnað veitingastað í
hinu nýja Heklusetri.
Margmiðlunarsýning um Heklu
„Árni Páll Jóhannsson er aðalhönn-
uður Heklusýningarinnar en Ari
Trausti Guðmundsson útbjó fræðilega
hluta sýningarinnar. Margmiðlunarfyr-
irtækið Gagarín var fengið til sam-
starfs og er útkoman glæsileg marg-
miðlunarsýning sem leiðir gesti í
gegnum bæði sögu og jarðfræði Heklu,
og sýnir allar hliðar þessa merkilega
fjalls.“
Valgerður segir mikinn fjölda leggja
leið sína að Heklu, og fer ferðamönnum
fjölgandi, enda uppsveitir Rangárvalla-
sýslu dásamlegt svæði: „Fyrir utan að
heimsækja Laugarnar, eða Veiðivötn,
eru ótalmargar fallegar gönguleiðir og
stígar í landi Leirubakka. Gaman er að
skoða byggðaminjar á svæðinu og njóta
útiverunnar í þeirri miklu veðursæld
sem hér er, en aðstæður valda því að
hér verður oft mun hlýrra en við
strendur landsins.“
Fjölbreyttar reiðleiðir
Á Leirubakka er einnig starfrækt
hestaleiga: „Boðið er upp á skemmri og
lengri hestaferðir með leiðsögn. Svæð-
ið hefur mikla sérstöðu að því leyti að
það býður upp á mikla fjölbreytni í
hestamennsku. Hægt er að gista hér í
nokkrar nætur og fara í reiðtúr á hverj-
um degi án þess að þurfa nokkurn tíma
að heimskækja sama staðinn tvisvar,“
segir Valgerður.
Finna má nánari upplýsingar um
Heklusýninguna og aðra þjónustu á
Leirubakka á slóðinni www.leiru-
bakki.is.
Ferðalög | Margmiðlunarsýning og þjónusta á Leirubakka í Landsveit
Upplifun við Heklurætur
Valgerður
Brynjólfsdóttir
fæddist á Bíldudal
1956. Hún lauk
stúdentsprófi frá
öldungadeild MH,
BA-prófi frá HÍ
1993 og meist-
araprófi í íslensk-
um bókmenntum
frá sama skóla 2002. Valgerður starf-
aði við Stofnun Árna Magnússonar frá
árinu 1993 og rak ásamt eiginmanni
sínum útgáfufyritækið Fjölni. Frá
2005 hefur hún verið framkvæmda-
stjóri Leirubakka. Valgerður er gift
Anders Hansen, bónda og fram-
kvæmdastjóra á Leirubakka, og eiga
þau þrjú börn.
MILLJARÐAFJÁRFESTIRINN Warren Buffet svalar þorstanum í matarhléi á Allen og
Co.-ráðstefnunni í Sun Valley. Coca Cola-drykkurinn var upprunalega fundinn upp sem
tilraunalyf seint á nítjándu öld. Viðskiptaséníið Asa Griggs Candler uppgötvaði drykk-
inn, og með snilldarlegum markaðsbrögðum tókst honum að gera kókið að vinsælasta
gosdrykk jarðkringlunnar.
Kók líka fyrir milljónamæringa
Reuters
Tónlist
Deiglan | The Story of Modern
Farming: Jessica Sligter á hljóm-
borð, flautu og gítar, Louise Jensen
á altsax og Hilmar Jensson gesta-
leikari á gítar. Tónleikarnir hefjast kl.
21.30.
Hallgrímskirkja | Douglas A Brotc-
hie, organisti Háteigskirkju, leikur á
hádegistónleikum 12. júlí kl. 12. Á
efnisskránni eru verk eftir Dietrich
Buxtehude, Olivier Messiaen og Jón
Nordal.
Skálholtskirkja | Kl. 20. Kamm-
ertónleikar með verkum eftir aust-
urrísku tónskáldin Klaus Ager, Hel-
mut Neumann, Pál P. Pálsson og
Werner Schulze. Flytjendur: Graffe-
strengjakvartettinn, Ingibjörg Guð-
jónsdóttir sópran, Einar Jóhann-
esson klarinett, Sigurður Hall-
dórsson selló og Jörg Sondermann
orgel. Ókeypis aðgangur.
Útivist og íþróttir
Skógræktarfélag Íslands | Sjötta
skógarganga skógræktarfélaganna í
sumar er fimmtudaginn 12. júlí kl.
20. Upphaf göngunnar er við Rann-
sóknastöðina á Mógilsá. Nánari upp-
lýsingar á heimasíðu Skógrækt-
arfélags Íslands, www.skog.is.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira lesendum sín-
um að kostnaðarlausu.
Tilkynningar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka daga
og þriggja daga fyrirvara fyrir
sunnudags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynningum og/
eða nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer.
Fólk getur hringt í síma 569-1100
eða sent á netfangið ritstjorn-
@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
FRÉTTIR
FYRSTA sumarferð Alþjóða-
hússins á árinu verður í kvöld,
fimmtudagskvöldið 12. júlí.
Í fréttatilkynningu segir að
farið verði í hvalaskoðun frá
Reykjavíkurhöfn. Búast má
við því að sjá lunda og höfr-
unga og smáhveli á borð við
hnísu eða hrefnu. Ferðin kost-
ar kr. 1.000 fyrir manninn.
Mæting er kl. 19.15 við Al-
þjóðahúsið, Hverfisgötu 18.
Allir eru velkomnir, en
nauðsynlegt er að skrá þátt-
töku í síma 530-9300 eða með
því að senda póst á info-
@ahus.is.
Sumarferðirnar verða viku-
lega fram í miðjan ágúst.
Allar nánari upplýsingar
fást á vefsíðu Alþjóðahússins,
www.ahus.is.
Hvalaskoðun Alþjóðahússins
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi ályktun frá
Drífanda stéttarfélagi í Vest-
mannaeyjum vegna kvótaskerð-
ingar:
„Stjórn Drífanda stéttarfélags
lýsir yfir áhyggjum vegna mik-
illar kvótaskerðingar á þorski og
takmarkana á loðnuveiðum.
Skorar stjórnin á kvótaeigendur
í Vestmannaeyjum að sýna sam-
félagslega ábyrgð undir þessum
kringumstæðum og tryggja
næga atvinnu fyrir fiskvinnslu-
fólk í Eyjum á næstu misserum
þar sem nægur kvóti er til staðar
til þess, þrátt fyrir skerðingar.
Jafnframt skorar stjórnin á
ríkisstjórnina að grípa til að-
gerða nú þegar til að létta höggið
er byggðarlagið verður fyrir. Það
er hægt að gera með því að
minnka okrið á far- og farm-
gjöldum með ríkisferjunni Herj-
ólfi og lækka þau eða fella niður,
auk þess að setja nú þegar aukið
fé í rannsóknir á framtíðarsam-
göngumöguleikum Vestmanna-
eyja. Byggja þarf strax upp auk-
ið rannsóknar- og fræðastarf,
hefja tilflutning á störfum til
Eyja auk þess að skapa ný störf á
vegum ríkisins. Ríkisstjórnin
þarf að grípa til þessara aðgerða
strax þar sem áhrifanna af kvóta-
skerðingunni gætir nú þegar.“
Fiskvinnslufólki verði
tryggð atvinna
Í TILEFNI Evrópuársins 2007,
árs jafnra tækifæra, hefur verið
efnt til ljósmyndasamkeppni
meðal allra vinnuskóla landsins.
Þema keppninnar er fjölbreyti-
leiki og eru nemendur hvattir til
að fanga hann í myndefni sínum.
Í fréttatilkynningu segir að
árið sé ætlað til að berjast gegn
hvers konar mismunun í sam-
félaginu og fagna því að við er-
um ólík. Markmið ársins er að
samfélagið verði umburðarlynd-
ara og víðsýnna þar sem fólk
nýtur jafnra tækifæra. Skapa
þarf jöfn tækifæri fyrir alla ef
samfélagið á að dafna og ein leið
til þess er að líta á fjölbreytni
sem kost. Framtíð landsins er
unga fólkið og því mikilvægt að
virkja það í átaki ársins og fá
það til að nýta þann sköp-
unarkraft sem það býr yfir.
Keppnin er tvískipt og er
hægt að senda inn myndir í
hópakeppnina og einstaklings-
keppnina. Seinna í sumar verða
verðlaunamyndirnar prentaðar
á póstkort sem dreift verður
víðs vegar um land auk þriggja
annarra mynda. Keppnin stend-
ur yfir dagana 9.–24. júlí og
verða úrslit kunngjörð hinn 19.
ágúst nk. á reif-hátíð í Norræna
húsinu þar sem afrakstur
keppninnar verður sýndur.
Ljósmyndasamkeppnin er
samstarfsverkefni félagsmála-
ráðuneytisins, Reif 2007, Vinnu-
skóla Reykjavíkur, Fjölmenn-
ingarsetursins, Hans Petersen
og Farsímalagersins.
Ljósmyndasam-
keppni meðal allra
vinnuskóla landsins
Álftanesárin 1957-1963
VARÐANDI grein mína „Álftanesárin 1957-1963“ sem birtist í
Morgunblaðinu 10. júní síðastliðinn vil ég koma eftirfarandi á fram-
færi: Jón Oddsson (1857-1895) var fyrri maður Mörtu Níelsdóttur
(1858-1941) afasystur minnar, en foreldrar Jóns Oddssonar voru
Oddur Sigurðsson (1829-1893) og Halla Jónsdóttir (1830-1923).
Leifur Sveinsson.
LEIÐRÉTT