Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 48
UM 2.500 manns hafa lifibrauð sitt af því að spila knattspyrnu á Eng- landi. Opinberlega er enginn þeirra samkynhneigður og í sögu enskrar knattspyrnu hefur aðeins einn leik- maður komið út úr skápnum. Aðra sýn á þetta má þó sjá í leik- riti sem frumsýnt verður hinn 7. ágúst – Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole. Leik- ritið fjallar um samband Cole og Williams Gallas, sem fór til Arsenal í skiptum fyrir Cole. Við sögu koma einnig samherjar þeirra, menn á borð við Thierry Henry, Claude Makelele, Frank Lampard og Jose Mourinho. Leikstjóri og höfundur er Heiðar Sumarliðason sem tekur þó fram að verkið sé að mestu leyti skáldskapur fléttaður við raun- veruleikann. | 41 Ástarsaga úr enska boltanum Morgunblaðið/Sverrir Leikarar Hilmar Guðjónsson leikur Gallas og Hilmir Jensson Cole. FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 193. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Öllum sagt upp  Starfsfólki í rækjuvinnslu Ramma hf. á Siglufirði var í gær tilkynnt að félagið ætlaði að hætta vinnslu frá lokum októbermánaðar nk. Ljóst er því að 31 starfsmaður missir vinn- una. Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri rækjuvinnslunnar, harmar uppsagnirnar en segir þær óumflýjanlegar. » 2 Mikil samgöngubót  Hafþór Guðmundsson, sveitar- stjóri Djúpavogshrepps, fagnar fyr- irhuguðum vegi yfir Öxi sem hann segir að muni skipta bæjarfélagið gífurlega miklu máli. Hafþór telur jafnframt að eðlilegt framhald sé að Axarvegur verði gerður að hluta þjóðvegar 1. » Forsíða Dregur úr spillingu  Úr niðurstöðum rannsóknar á baráttu gegn spillingu má lesa að hjá mörgum Afríkuríkjum hafi verið tekið á málunum af mikilli festu, á árunum 1996-2006. Þrátt fyrir batn- andi ástand í sumum löndum hefur hins vegar lítið þokast almennt í heiminum við að bæta stjórnarfar. Ástandið er einna best á Íslandi, í Finnlandi og Danmörku. »12 SKOÐANIR» Forystugreinar: Landbúnaður á nýrri öld | Er það skrýtið? Staksteinar: Gömul og þreytt pólitík Ljósvakinn: Sól, sól, skín á mig! Viðhorf: Nauðgaði óvart UMRÆÐAN» Gildir lögmál skortsins við stjórn … Á að kæla köldu svæðin? Lífeyrissjóðirnir og eignarétturinn Á grænni grein alla daga Ferðaþjónusta og fornleifar Anders Holmgren: Ávallt viðbúinn Brúm fjölgar í Danmörku Verðbólgan komin undir 4% VIÐSKIPTI» 1  )7# - ( ) 8    "  /  / / / / /   /  / / / / /  / / + 95 #  / / / / / / / /  / :;<<=>? #@A><?.8#BC.: 9=.=:=:;<<=>? :D.#99>E.= .;>#99>E.= #F.#99>E.= #6?##. G>=.9? H=B=.#9@HA. #:> A6>= 8A.8?#6(#?@=<= Heitast 20 °C | Kaldast 7 °C  Hæg austlæg eða breytileg átt, yfirleitt léttskýjað inn til lands- ins. Sums staðar þoku- loft eða súld út við sjóinn. »10 Fríða Björk Ingv- arsdóttir var sér- deilis hrifin af leik hljómsveitarinnar Andromedu4 í fyrra- kvöld. » 42 TÓNLIST» Heiðríkur bræðingur FÓLK» Elton John lærir á þvottavél. » 45 Austfirsku þunga- rokkararnir í Tröss- um gefa út sína fyrstu plötu, Amen, og spjalla við Morg- unblaðið. » 40 TÓNLIST» Trassar taka sig loksins á FÓLK» Brad Pitt er steinaldar- maður. » 47 TÓNLIST» Hljómleikar Toto ollu vonbrigðum. » 43 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Hildur Sif Helgadóttir látin 2. Þagði yfir martröðinni í tæp … 3. Lögregla ræðir við nána vini … 4. West Ham hótað frekari refsingum AUKIN umferð hefur veruleg áhrif á loftgæði og með aukinni umhverf- isvitund fer eftirspurn eftir um- hverfisvænni bílum sífellt vaxandi. Kol- efnisjöfnun er á allra vörum um þessar mundir, en er kemur að spurning- unni um það hve vistvænn bíll sé skiptir útblástur koldíoxíðs og nituroxíðs, aldur og eldsneytiseyðsla ekki minna máli. Lausleg könnun hjá íslenskum bílaumboðum leiðir líka í ljós að ís- lenskum neytendum virðast standa ýmsir vistvænni kostir til boða, en hjá tíu umboðum var að finna eina eða fleiri tegund bifreiða með lágu, eða tiltölulega lágu útblástursgildi koldíoxíðs. Og þó að dísilbílar séu al- gengasti kosturinn fer tvinnbílum líka fjölgandi, auk þess sem Saab býður upp á bíl sem gengur fyrir líf- rænt ræktuðu etanóli. | 20 Vistvænni bílar víða Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is VEÐURFAR í Evrópu hefur verið með miklum ólíkindum í sumar. Stórflóð hafa verið í Englandi og í Norður-Evrópu, víða hefur gengið á með þrumuveðri og í Suðaustur- Evrópu var hitabylgja fyrr í sumar. Þorleifur Örn Arnarsson leik- stjóri er búsettur í Berlín og segir miklar sviptingar hafa verið í veðr- inu þar nú í sumar. „Grunnveðrið er molluhiti sem er reglulega brotinn upp með þrumuveðri – það kom margoft fyrir bara í júní. Og þetta eru miklir stormar, þannig að vatnið flæðir um göturnar og bílar fjúka um koll. Svo, hálftíma seinna, eru engin ummerki um að nokkuð hafi gerst,“ segir Þorleifur sem segist sakna íslenska fjallaloftsins. Betra á Íslandi en í London Þóra Kristín Þórsdóttir er nemi í Lundúnaborg, en eins og kunnugt er hefur rignt mikið á Bretlands- eyjum síðustu vikur. „Já, ég veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta – sko, ég fór til Íslands um síð- ustu helgi, og það voru eiginlega bestu dagar sumarsins, svona veð- urfarslega séð,“ segir Þóra og skell- ir upp úr, spurð um veðrið í London. Hún segir að Lundúnabúar hafi vissulega séð til sólar í sumar, sér í lagi í vor, en undanfarið hafi sólin helst sést á milli skúra. „Það er bara verst að maður getur ekki vanið sig á það eins og Bretarnir að fara ekki út úr húsi nema með regnhlíf, maður er búinn að vera meira og minna gegndrepa í allt sumar,“ sagði Þóra að lokum. Hrönn Jónsdóttir hjúkrunarfræð- ingur er búsett á Jótlandi og segir að það sé „ekta íslenskt veður“ í Danmörku í sumar – það kom meira að segja haglél nú í vikunni. „Veðrið hérna í Danmörku er dálítið flatt – svona eins og landslagið – svo það getur verið mjög lengi sama veðrið. Veðurfræðingarnir eru búnir að spá því að það geti jafnvel rignt í sex til átta vikur í viðbót,“ segir Hrönn, sem er búin að panta sér flug til suð- rænni slóða um leið og hún kemst í sumarfrí. Hvar er sumarið? Íslendingar búsettir á meginlandi Evrópu, í Bretlandi og á Norðurlöndum eru orðnir langþreyttir á rigningunni Í HNOTSKURN »Sólin sést aðeins í örskammastund á milli skúranna. »Víða í Evrópu eru íbúarnirorðnir gáttaðir á þrumuveðri og öllu sólarleysinu. »Bretar fara helst ekki úr húsinema með regnhlíf. AP Vatnsveður Blautt er það þegar hlífa þarf regnhlífunum við vatni. MIKIÐ gekk á þegar fimmtán keppendur tóku þátt í kappróðri á straumvatnskajökum á vegum Kayak- klúbbs Reykjavíkur í Tungufljóti um liðna helgi. Tveir ræðarar voru ræstir út í hvert sinn og þurftu að leysa tvær þrautir á leið sinni niður fljótið. Við þrautirnar var hvað mestur hamagangur enda einna auðveldast að komast fram úr keppinautum á þeim kafla. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er brautin síður en svo auðveld viðureignar og allmargir lentu í kröpp- um dansi á leiðinni. Kappróður á straumvatnskajökum í Tungufljóti Átök í og við fljótið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.