Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 23 Ganga í fjöllum í Alicante Express-ferðir munu í haust bjóða upp á gönguferðir um fjallahéruð Alicante. Gengið verður í fjóra daga, en aldrei lengur en í fimm til sex tíma á dag. Miðað er við að göngu- fólk sé í þokkalegu gönguformi og er ferðinni í senn ætlað að vera fræð- andi og heilsusamleg, en fararstjóri verður Ingibjörg Þórhallsdóttir. Verð á mann í tvíbýli er 86.900 kr. og í einbýli 104.900 kr., með fullu fæði. Flogið á ný til Lúxemborgar Iceland Express hefur flug til Lúxemborgar tvisvar í viku í haust og verður staðurinn þar með fjór- tándi áfangastaður félagsins. Flug- tíminn er um þrjár og hálf klukku- stund og frá Lúxemborg eru möguleikar á tengiflugi til allra átta. Beinar flugsamgöngur milli Kefla- víkur og Lúxemborgar hafa legið niðri frá ársbyrjun 2000. Aukaflug til Billund Iceland Express hefur ákveðið að bæta við aukaferðum til Billund í júlí og ágúst til að anna eftirspurn og mun félagið svo halda uppi vikulegu flugi þangað í vetur. Í Billund og ná- grenni er m.a. að finna Legoland og Ljónagarðinn. Boltaferðir til Bretlands ÍT-ferðir ætla að leggja áherslu á boltaferðir til Manchester og Liver- pool í beinu flugi Icelandair á kom- andi keppnistímabili. Ferðirnar inni- halda flug, gistingu og miða á leik auk skatta. Akstur til og frá flugvelli er ekki innifalinn, en er settur upp fyrir hópa, sem í eru a.m.k. tuttugu manns. Fararstjóri verður í sumum ferðum, en þegar hópur telur færri en tuttugu manns eru menn á eigin vegum. ÍT-ferðir selja almennt ekki miða eingöngu á leiki. Ganga á Grænlandi Trex-Hópferðamiðstöðin í sam- vinnu við Ferðafélag Íslands efnir til gönguferðar á slóðum norrænnar byggðar á Grænlandi 20.-27. júlí nk. undir leiðsögn Jóns Viðar Sigurðs- sonar. Í ferðinni gefst kostur á að kynnast náttúrufari Suður Græn- lands og sögu norrænnar byggðar. Flogið er til Narsarsuaq og haldið þaðan til Igaliko þar sem gangan hefst. Frá Igaliko er gengið til Qa- qortoq þar sem siglt er inn Eiríks- fjörð til Brattahlíðar og skoðaður bær Eiríks rauða. Ferðin er fyrir vana göngumenn, sem þurfa að bera allan búnað og mat með sér. Gist er 3 nætur í tjöldum og 4 í svefnpoka- plássum á farfuglaheimilum. Verð ferðar er 108.000 kr. www.expressferdir.is www.trex.is www.itferdir.is Í SUMAR mun Slysavarnafélagið Landsbjörg manna 4-5 sveitir sjálf- boðaliða á hálendinu sem verða til taks allan sólarhringinn alla vikuna. Sveitunum er ætlað að vera við- bragðseiningar sem geta brugðist við skakkaföllum sem fólk getur lent í á hálendinu enda engin vanþörf á þar sem borið hefur á alvarlegum slysum og jafnvel dauðsföllum sl. 3 ár. Sveit- irnar vinna einnig að slysavörnum á hálendinu en mikið af þeim slysum sem verða á hálendinu má rekja til vanþekkingar og vanbúnaðar. Verkefnið verður sett á laggirnar í annað sinn í sumar og verða við- bragðseiningarnar til taks á hálend- inu fram til 12. ágúst. Hálendinu hefur verið skipt niður í fjögur svæði; Kjalveg og nágrenni, Sprengisandsleið, Fjallabaksleiðir og svæðið norðan Vatnajökuls og verður ein viðbragðseining staðsett á hverju svæði nema að Fjallabaki en þar verða tvær sveitir til taks. Á hverju ári hefur verið mikið um slys á hálendinu sem oft er hægt að rekja til vanbúnaðar og vanþekkingar ferðamanna. Mikið hefur verið um aðstoð við ökumenn, fyrstu hjálp og ábendingar til ferðafólks um vanbún- að þess til að takast á við íslenska há- lendið. Sl. 3 ár hafa ferðamenn látist á há- lendinu og er vonast til að með því að stytta viðbragðstíma með staðsetn- ingu viðbragðseininganna megi hefja leit fyrr en áður. Björgunarsveitir landsins hafa stutt verkefnið með því að útvega búnað og mannskap í viku í senn og ná má sambandi við sveit- irnar með því að hringja í Neyðarlín- una, 112 sem hefur upplýsingar um staðsetningu björgunarsveitanna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Viðbragð Slysavarnarfélagið Landsbjörg eru samtök sjálfboðaliða og mun félagið halda úti fjórum viðbragðssveitum á hálendinu í sumar. Til taks allan sólarhringinn vítt og breitt AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.