Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 15
ÞAÐ er ekki oft sem Íslendingum gefst færi á að hlýða
á flutning armenskra sönglaga og voru því margir sam-
ankomnir í Siglufjarðarkirkju þetta kvöld, enda um
mikilsvirta listamenn að ræða sem báðir hafa unnið til
fjölda verðlauna. Tónleikarnir fóru rólega af stað með
léttum og liprum þjóðlögum í fíngerðum útsetningum
Komitas (1869-1935). Þau voru fyrir margar sakir for-
vitnileg og mörg mjög falleg í einfaldleika sínum, en
mikil rödd Súsönnu Martirosyan féll betur að róm-
antísku sönglögunum sem á eftir fylgdu, þar sem stærð
hennar, dramatík og hljómfegurð fengu að njóta sín til
fulls. Susanna býr yfir gífurlegu valdi á dýnamík, og
sætti næstum furðu hversu ótrúleg fylling var í rödd-
inni á allraveikustu tónunum. Samspil hennar og
Armens Babakhanians var með besta móti, innlifunin
mikil og leikur hans prýðilegur í alla staði. Í lokin fengu
þau til liðs við sig tenórinn Hlöðver Sigurðsson og sam-
an sungu þau Susanna armenskt dægurlag og „Sólset-
ursljóð“ eftir sr. Bjarna Þorsteinsson. Hlöðver er
greinilega í miklum vexti sem söngvari og var rödd
hans bæði mjúk og tær og tónmyndunin skýr. Þess ber
að geta að þau Susanna og Armen komu líka fram í
Neskirkju með blandað prógramm, óperuaríur og
píanóprógramm, þar sem Armen lék Beethoven og
Myndir af sýningu eftir Mussorgsky sem hann er hvað
þekktastur fyrir, einnig Evrópufrumfluttu þau nýjan
sönglagahring eftir landa sinn John Sarkissian.
Glæsileiki
og stærð
TÓNLIST
Hljómleikar
Þjóðlagahátíð á Siglufirði – Armensk sönglög. Flytjendur: Sus-
anna Martirosyan sópran og Armen Babakhanian píanó. Gest-
ur: Hlöðver Sigurðsson tenór. Siglufjarðarðarkirkja, fimmtu-
daginn 5. júlí kl. 20.
Ólöf Helga Einarsdóttir
SÖFN eru margskonar, náttúrufræðisöfn, mann-
fræðisöfn, sögusöfn, eldfjallasöfn, bókasöfn, söfn sem
varðveita muni úr lífi sögufrægra einstaklinga, lista-
söfn, söfn einstaklinga og svo mætti áfram telja. Á okk-
ar tímum hafa lista-
menn gjarnan velt
fyrir sér innri bygg-
ingu og eiginleikum
safna, leikið sér með
staðsetningu, helgi
og merkingu list-
muna innan og utan
ramma safnsins.
Duchamp var ef til
vill fyrstur til þess að
benda á helgi lista-
safnins með því að staðsetja klósettskál innan veggja
þess og skilgreina hlutinn þannig sem listaverk. Belg-
íski listamaðurinn Marcel Broodthaers hefur verið
mörgum eftirförum innblástur hvað varðar listræna
vinnu með hugtakið safn, list hans var einstök blanda af
nítjándu aldar rómantík og 20. aldar spurningum um
eðli listarinnar og listaverka. Andi listar hans gengur
meðal annars aftur í list Unnars Arnar J. Auðarsonar
sem nú sýnir í Safni við Laugaveg.
Unnar Örn hefur í list sinni jafnan velt fyrir sér ekki
einungis eðli listaverka heldur ekki síst vistfræði list-
arinnar sem slíkrar, vistfræði sem byggist á sam-
skiptum safna og sýningarstaða, listamanns og áhorf-
enda. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu
sýndi hann nýverið einkasafn sitt af ljósmyndum úr
tölvunni, Viðspyrnusafnið þar sem ef til vill er verið að
sporna við gleymsku?
Unnar Örn hefur byggt viðbót við Safn, tímabundna
yfirbyggingu á svölum sem vísa út í bakgarð. Bygg-
ingin hefur yfirbragð gróðurhúss, plexígler á tré-
ramma, og á veggjum og í lofti hanga líkt og plöntur
póstkort í glærum plastmöppum. Póstur sem safninu
berst breytir yfirbragði viðbyggingarinnar, sem Unnar
nefnir arkíf, með tímanum en sýningin stendur fram í
október. Veður og vindar geta mögulega haft áhrif á ar-
kífið. Póstkortin láta ekki mikið uppi, fáein skrifuð
nokkuð ólæsilega en flest aðeins myndir, fuglar, mynd-
ir af bókasafni, gróðurhúsum, óræðar vísanir í önnur
söfn og arkíf. Innra líf arkífsins er þannig nokkuð óað-
gengilegt en yfirborð þess býr yfir fínlegri fegurð. Hér
mæta gamlar rómantískar hugmyndir um safn sem
fjársjóðskistu og „wunderkammer“ vangaveltum sam-
tímans um hlutverk safna og óhjákvæmilegum for-
gengileika allra hluta. Arkífið nær að skapa rými til að
láta hugann reika á nítjándu aldar hraða, en með um-
ferðarhávaða 20. aldarinnar í bakgrunni.
Safn í Safni
MYNDLIST
Safn við Laugaveg
Unnar Örn J. Auðarson sýnir. Stendur til 20. október. Opið mið.
til sun. frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis.
Hrörnunarvirkið
Ragna Sigurðardóttir
Vistfræði listarinnar Af
sýningu sem nú er í Safni.
Eftir Rögnu Sigurðardóttur
ragnahoh@gmail.com
Listamaðurinn er fæddur 1929 enaldurinn hefur augljóslega engináhrif á hann. Í allri hógværðsegist hann húðlatur, en verk
hans tala öðru máli. Á síðasta ári hlaut
Magnús heiðursorðu íslenskrar Sjónlistar
og er sýningin í i8 fyrsta sýning hans hér á
landi síðan.
Daginn áður en ég hitti Magnús að máli
þar sem hann var að leggja síðustu hönd á
sýninguna í i8 hafði ég séð skúlptúra eftir
hann í einu óvenjulegasta en um leið fal-
legasta safni hérlendis, nýstækkuðu Safna-
safni Níelsar Hafsteins á Svalbarðsströnd
við Eyjafjörð.
Veðjað um ljótan fót
RS: Ég sá svo fínar tær hjá honum
Níelsi í gær.
Magnús: Já, það eru svona hlutfeldi sem
ég kalla, svona multiple. Í sextán eintökum
sem ég gerði fyrst fyrir sýningu í Lista-
safni Kópavogs fyrir nokkrum árum, þetta
var hluti af henni. Hann Níels Hafstein er
með þessa góðu stefnu á Safnasafninu,
sem mér finnst, hann er bæði með alþýðu-
listina og svo yngri list, hann nær þarna
inn fólki sem kannski aldrei fer á listsýn-
ingar. Hann leiðir það gegnum alþýðu-
listina, svona stykki fyrir stykki, og síðan
er eins og nútímalistin opnist fyrirhafn-
arlaust fyrir því þegar þessi tengsl eru
sköpuð á þennan hátt. Þetta segir Níels
mér.
Sýning Magnúsar í i8 ber titilinn Minn-
ing Þórarins Nefjólfssonar og hér eru líka
tær. Stórir skúlptúrar í formi bleikra
plasttáa á gólfi, tær mynda hring á vegg
og á öðrum vegg má sjá nokkur sett af
tám. Myndband á tveimur veggjum sýnir
Magnús með iljar á andlitinu, milli lifandi
táa segir munnur hans söguna af Þórarni.
RS: Segðu mér, hver var Þórarinn Nefj-
ólfsson?
MP: Þórarinn Nefjólfsson er persóna úr
Íslendingasögunum, frá honum segir í Þór-
arins þætti Nefjólfssonar. Hann var góður
siglingamaður og var hjá Ólafi helga Nor-
egskonungi. Hann langaði mjög að vera við
hirð konungs. Þannig var að konungur
bauð honum einhvern tíma í veislu, sem
stóð í nokkra daga, og svaf Þórarinn þá í
sal ásamt fleirum eins og þá tíðkaðist, m.a.
kóngi. Einn morguninn vaknaði kóngur og
sá að Þórarinn hafði stungið annarri löpp-
inni útundan sænginni. Hann horfði mikið
á þetta og lengi. Sagði síðan að hann hefði
séð sjón sem sér þætti athyglisverð. Hann
hefði séð fót svo ljótan að annar svo ljótur
myndi ekki finnast. Þá vaknar Þórarinn og
það verður þarna til veðmál. Kóngurinn
veðjar og Þórarinn segist munu taka veð-
málinu og finna annan fót enn ljótari. Síð-
an stingur Þórarinn hinum fætinum út-
undan sænginni og þar vantaði stórutána.
„Hér vantar eina tá og er því þessi fótur
enn ljótari,“ sagði Þórarinn, „ og hef ég
unnið veðmálið.“ Þá segir kóngurinn, sem
náttúrlega réði, „Ne-ei, á hinum fætinum
eru fimm ljótar tær en á þessum bara fjór-
ar, svo ég hef unnið veðmálið.“
En það er sagt frá Þórarni Nefjólfssyni
á mörgum stöðum, og ekki er það alltaf
sagan um tærnar.
Afþreyingargildi sagnaarfsins
RS: Eru þá kannski tærnar sem eru fyr-
ir norðan ímynd táarinnar sem vantaði á
Þórarin?
MP: Nei, þegar ég gerði þær tær var ég
ekkert að hugsa um Þórarin. Þá var ég
bara að gera stórutá, úr blikki, en þessar
eru úr plasti. En allt er þetta í anda plast-
leikfanganna sem ég þekki úr æsku. Þegar
ég var strákur þá voru til þessi blikk-
leikföng sem var þrýst inn í mót og sett
saman með lítilli tungu.
RS: Þú talar um leikföng, finnst þér að
fólk eigi að geta skemmt sér svolítið við að
skoða sýninguna?
MP: Já, mér finnst það. Mér finnst þetta
svolítið hlægilegt. Og þessi saga um Þór-
arin hefur alltaf setið í mér.
RS: Þú hefur oft vitnað í Íslendingasög-
urnar í verkum þínum. Finnst þér þær
vera lifandi í samfélaginu í dag?
MP: Ég veit það ekki. En ég vona það.
Þetta er kannski einhver óskhyggja hjá
mér. Ég vil gjarnan vekja ungt fólk til
meðvitundar um þetta, það ætti auðvitað
að lesa þetta. Þegar ég var yngri og minna
var um afþreyingu las maður þessar sögur
sér til skemmtunar eins og barnasögur.
Listlíki eða súperkitsch
RS: Nú fjallar sagan um ljótleika og
tærnar sem þú sýnir eru mjög sérstakar í
útliti. Má kannski lesa úr sýningunni ein-
hverjar vangaveltur um fagurfræði sam-
tímans?
MP: Ekki beint úr sögunni sjálfri, en
kannski úr útfærslunni. Frá mér séð er
þetta mjög djúp fagurfræðileg stúdía. Ég
hef lengi verið í því að búa til kitsch. Það
hefur verið kallað listlíki, sem er ágætt orð
en mér finnst kitsch ná merkingunni bet-
ur. Þegar kitsch er komið á eitthvað það
stig að maður getur búið til súperkitch,
sem ég hef ég reynt en veit ekki hvort mér
hefur tekist, - en þegar maður er kominn
með súperkitsch, þá er kitschið orðið list.
RS: Þegar þú talar um kitsch dettur
mér Claes Oldenburg í hug, gerði hann
nokkurn tíma stórutá?
MP: Ég veit nú ekki hvort hann gerði
nokkurn tíma tá. Hann stækkaði upp hluti,
eitt af því fyrsta var risastór múrskeið. En
það er þetta með hendur og fætur, þetta
eru hálfgerðar klisjur. Ég hef alltaf haft
gaman af því að vinna með klisjur. En það
er ekki nóg að gera risafót, það verður að
vera eitthvað meira.
Þegar blaðamaður kveður Magnús innan
um bleiku tærnar, með sögu Þórarins í
eyrunum, verður ekki hjá brosi komist.
Kímni listamannsins svífur yfir vötnum á
sýningu hans eins og yfir honum sjálfum,
allt í fullri alvöru. List hans er svo sann-
arlega eitthvað meira.
„Mjög djúp fagur-
fræðileg stúdía“
Morgunblaðið/Frikki
Bleikar tær Magnús Pálsson segist alltaf hafa haft gaman af því að vinna með klisjur.
Það telst til ánægjulegri tíðinda að frétta af nýrri sýningu Magnúsar Pálssonar myndlist-
armanns, en hann opnar sýningu í Gallerí i8 við Klapparstíg í dag. Það er óhætt að telja
Magnús einn af máttarstólpum íslenskrar samtímalistar, fáir íslenskir listamenn hafa ver-
ið jafn virkir og fjölbreytilegir í list sinni. Hann finnur verkum sínum farveg í skúlptúrum,
innsetningum, gjörningum, myndböndum, hljóðverkum, raddskúlptúrum og svo mætti
áfram halda og ekki má gleyma að hann fékkst lengi við kennslu og var virkur í félagsmál-
um myndlistarmanna.