Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 13
LOÐFÍLSKÁLFURINN á mynd-
inni virðist ekki ýkja hniginn að
aldri, en vísindamenn telja þó að
hann hafi fæðst – og drepist – fyr-
ir um 10.000 árum. Tilkynnt var
um fundinn nú í vikunni, en hrein-
dýrasmali gekk fram á hann á
Jamal-skaga í Rússlandi í maí síð-
astliðnum.
Fílsunginn þykir ævintýralega
vel varðveittur – augu og rani eru
á sínum stað og feldur þekur enn
hluta líkama hans. Það eina sem
vantar er hluti af rófunni. Hugs-
anlega er þetta best varðveitti
loðfíll sem vitað er um.
Kálfurinn fæddist þegar loðfíl-
ar voru að deyja út, undir lok síð-
ustu ísaldar. Talið er að hann hafi
orðið um hálfs árs gamall, en
hann er 130 cm á lengd og 50
kíló.
Í síðustu viku kom saman al-
þjóðlegur hópur vísindamanna til
að gera frumrannsóknir, en fíll-
inn verður nú sendur til Japans
þar sem nákvæmar rannsóknir
munu fara fram.
Duldist í 10.000 ár í
síberískum sífrera
Reuters
Sætur Aðeins er vitað um þrjá ófullvaxna loðfíla sem fundist hafa í heim-
inum, svo ekki er undarlegt að vísindamenn séu spenntir.
PAKISTANSKI herinn tilkynnti í
gær að tekist hefði að rýma Rauðu
moskuna í Islamabad. Síðustu
óeirðaseggirnir féllu í bardögum í
göngum undir moskunni. 73 upp-
reisnarmenn týndu lífi í átökunum
og nokkrir hermenn. Enn mun
nokkuð af sprengjum vera í mosk-
unni og nágrenni hennar.
Reuters
Blóðbað Rauða moskan úr lofti
meðan umsátrið stóð yfir.
Umsátri lokið
DÓMARI í Chile
hefur úrskurðað
að Alberto Fuji-
mori, fyrrum for-
seti Perú, verði
ekki framseldur
til Perú. Sak-
sóknarar í Perú
hafa ákært Fuji-
mori fyrir mann-
réttindabrot og
spillingu en hann vísar þessum
ásökunum á bug.
Fujimori, sem er sonur japanskra
innflytjenda til Perú, var forseti
landsins á árunum 1990 til 2000
þegar hann flæktist í mútuhneyksli
og flúði til Japans.
Fujimori ekki
framseldur
Alberto Fujimori
VESTURVELDIN lögðu í gær fram
endurskoðaða tillögu að ályktun ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna um
Kosovo. Er þar kveðið á um fjög-
urra mánaða samningaviðræður en
reynt að friða Serba og Rússa með
því að lofa engu ákveðnu um fullt
sjálfstæði héraðsins.
Ný Kosovo-tillaga
HERMENN Srí Lanka-stjórnar
tóku gær síðustu bækistöð upp-
reisnarsveita Tamíl-Tígranna á
hinum óróasama austurhluta eyjar-
innar. Er þetta sagt vera í fyrsta
skipti í 13 ár sem stjórnarherinn
ræður yfir svæðinu.
Tóku austurhluta
JACK Lang, fyrrverandi menning-
armálaráðherra Frakklands, mun
ekki bjóða sig fram sem formaður
Sósíalistaflokksins. Hann ákvað
þetta eftir að Nicolas Sarkozy for-
seti bauð honum aðild að nefnd um
umbætur á franska stjórnkerfinu.
Lang hættur við
BRESK stjórn-
völd hafa for-
dæmt hótanir
Aymans al-
Zawahiri, eins af
helstu forystu-
mönnum al-
Qaeda-hryðju-
verkanetsins, um
hefnd vegna
þeirrar ákvörð-
unar þeirra að
rithöfundurinn Salman Rushdie
skyldi hljóta aðalstign. Al-Zawahiri
hótaði því á þriðjudag í upptöku,
sem sett var á Netið, að Bretland
myndi fá að súpa seyðið af því að
aðla Rushdie. Rushdie ritaði um-
deilda bók, Söngva Satans, sem
varð til þess 1988 að Khomeini,
erkiklerkur í Íran, úthrópaði hann
réttdræpan fyrir guðlast.
Fordæma hót-
anir al-Qaeda
Sir Salman
Rushdie
MITSUBISHI L-200
ÓTRÚLEGA FJÖLHÆFUR JEPPI
Á FRÁBÆRU VERÐI
Virkur þ átttakandi
Mitsubishi L-200 er fjölhæfur ferðafélagi sem er meira en
til í að taka þátt í öllum áhugamálum fjölskyldunnar.
Mikilvægir eiginleikar
Minnsti beygjuradíus sambærilegra bíla • 2.800 kg
dráttargeta • Opnanleg afturrúða • Super select II drif-
búnaður – sá sami og í Pajero • Spyrnustýring og spólvörn
Komdu og reynsluaktu
2.990.000 kr.
Veglegur aukahlutapakki innifalinn:
Álfelgur • 32" dekk • Klæðning í palli • Dráttarbeisli
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
6
0
2