Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 45 / AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is Evan hjálpi okkur Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS HARRY POTTER 5 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ HARRY POTTER K. 6 - 9 B.i. 10 ára EVAN ALMIGHTY kl. 8 LEYFÐ DIE HARD 4 kl.10 B.i. 14 ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ SÝND MEÐ ÍSLEN SKU OG EN SKU TALI "LÍFLEG SUMAR- SKEMMTUN" eee L.I.B. TOPP5.IS eee S.V. MBL. SHREK, FÍÓNA, ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is STÆRSTA GRÍNMYND SUMARSINS eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBL eeee KVIKMYNDIR.IS ÁSTIN ER BLIND HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ FULLKOMNA STEFNUMÓT?STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS WWW.SAMBIO.IS VEGNA mikillar eftirspurnar og vel lukkaðra tónleika fyrr í vetur ætla þær söngstöllur Mar- grét Eir, Hera Björk, Regína Ósk og Heiða Ólafsdóttir að endurtaka (söng)leikinn og halda tvenna tónleika. Hinir fyrri verða í kvöld, á Dómó í Reykjavík, og hefjast klukkan 21:00; hinir síðari fara fram á Græna hattinum á Akureyri að viku liðinni, hinn 19. júlí, kl. 21:00. Með stúlkunum leikur hinn fingrafimi Kalli Olgeirs, og á slaghörpu, vitaskuld. Stúlknasveit á Dómó Dívurnar Ekki bara sætar. KLUKKAN 17.30 hefst forvitni- legur fyrirlestur í 12 tónum. Þá hef- ur upp raust sína hinn bandaríski Joel Lewis, tónlistarblaðamaður og ljóðskáld, fyrrum nemandi Allens Ginsberg. Fyrirlestur Joels nefnist Moon- dog: Víkingur í Manhattan og fjallar um hinn sérlundaða og ævin- týralega tónlistarmann Moondog. Plötur hans þykja með frumlegustu smíðum tónlistarsögunnar. Hafðist hann jafnan við á götum Manhattan klæddur fullum víkingaskrúða. Síð- ar flutti hann til Þýskalands og kallaði sig „evrópubúa í útlegð“. Joel Lewis býr yfir áratuga- reynslu af tónlistarblaðamennsku og hefur tekið viðtöl við helstu stór- menni djasssögunnar, ritað ótal greinar í blöð og tímarit og gefið út fjölmargar ljóðabækur. Hver veit nema hann hafi yfir nokkur ljóð eft- ir fyrirlesturinn … Sérstök uppákoma í 12 tónum Í KVÖLD mætir á Gauk á Stöng Mark- Anthony Abel, ungur og efni- legur sálartónlistarmaður, og flyt- ur gestum tónlist sína. Hann flýgur til landsins frá Bretlandseyjum en þar er hann smám saman að geta sér nafns. Þá strýkur rokkarinn og trúbadorinn Siggi Lauf strengi og þenur raddbönd. Sveitin TAB 22 stígur einnig á svið. Á morgun, föstudag, verða það svo strákasveitir sem einkenna Gaukinn – Wulfgang, Touch og Shadow Parade. Tónleikar á Gauknum SIR Elton John gat ekki þvegið föt- in sín í samstarfi við þvottavél fyrr en hann var orðinn 43 ára. Í hið minnsta stofnaðist aldrei til per- sónulegs sambands milli hans og slíks apparats. Öðrum var falið að þrífa glysflíkur popparans. Elton, sem sigrast hefur á kókaínfíkn, segir: „Ég skammaðist mín ekki fyrir að vera eiturlyfja- fíkill, en ég var of stoltur til þess að spyrjast fyrir um það hvernig mað- ur vinnur með þvottavél. Ég gat ekki gert nokkurn skapaðan hlut sjálfur!“ Hinn skrautlegi söngvari lét eng- an segja sér fyrir verkum á sínum yngri árum. Rogaðist hann um með útþanið og níðþungt egó á bakinu. Elton giftist ástmanni sínum, David Furnish, árið 2005. Telur skemmtikrafturinn þá ráðstöfun mikið heillaspor á þroskabraut sinni. Reuters Oj! Ekki ætla ég að þrífa fötin mín! Elton John lærir á þvottavél ÚTGÁFA Bang Gang af „Stop in the Name of Love“ keppir nú við fimm önnur lög um að komast í reglulega spilun á háskólaútgáfu MTV-sjónvarpsstöðvarinnar, MTVu. Þar er reglulega liðurinn „nýliðar vikunnar“ þar sem áhorf- endur fá að velja myndband með einum lítt þekktum tónlistarmanni eða hljómsveit sem kemst svo í reglulega spilun. Listamennirnir sem keppa við Barða og Bang Gang eru Plan B með lagið „No Good“, Love in October með „A Day in the Life of“, Kennedy með „Your Mama“ og Kiss Kiss með vélasöng- inn „Machines“. Hægt er að greiða atkvæði á heimasíðu sjónvarps- stöðvarinnar en því miður er ekki hægt að horfa á myndböndin þar nema vera búsettur í Bandaríkj- unum. Það má þó auðveldlega leysa með því að finna lögin á youtube eða öðrum álíka síðum. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, útgefandi Bang Gang, segir að keppnin skipti þátttökusveitirnar öllu máli: „Sjónvarpið er sterkasti miðill í heimi og ef við komumst að á jafn vinsælli stöð gerbreytist landslagið.“ Hér fyrir neðan geta áhugasamir tónlistarunnendur kos- ið uppáhaldið sitt. Kjósið í nafni ástarinnar! http://www.mtvu.com/music/ freshmen/ SAGNIR herma að kryddpíurnar í Spice Girls ætli að fá sér húðflúr í stíl. Er leikurinn gerður í tilefni af endurkomu sveitarinnar. Stúlk- urnar fimm, Victoria Beckham, Mel B, Emma Bunton, Mel C og Geri Halliwell, vilja fá nákvæmlega sams konar tákn á húðina – til marks um það hversu kærar þær eru hver ann- arri. Hinum fræga húðflúrmeistara, Louis Molloy, hefur verið falið það verkefni að skapa hring úr nöfnum stúlknanna. Téður hringur á að tákna „allan þann spöl sem stúlk- urnar hafa fetað sem vinir“. Reuters Sannir vinir Stúlkurnar staðfesta vináttuna með húðskreytingu. Bragðmikið húðflúr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.