Morgunblaðið - 12.07.2007, Blaðsíða 30
✝ GuðmundurÞórir Ein-
arsson fæddist í
Reykjavík 4.
september 1932.
Hann lést á
Landspítalanum
í Fossvogi 1.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðrún E.
Brynjólfsdóttir, f. í Reykjavík 13.
ágúst 1905, d. 9. júlí 1956, og Einar
Ingimundarson, f. í Reykjavík 24.
júní 1906, d. 4. janúar 1971. Útför
Guðmundar var gerð frá Fossvogs-
kirkju 8. júní.
Meira: mbl.is/minningar
30 FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Ragn-hildur Jónsdóttir
fæddist í Hafnarfirði
21. október 1917 en
ólst upp á Ísafirði
frá. 1921. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 3. júlí
síðastliðinn. Hún var
dóttir Jóns Ólafs
Jónssonar, f. 24.5.
1884, d. 14.1. 1945
og Arnfríðar Ingv-
arsdóttur, f. 6.10.
1885, d. 18.1. 1950.
Systkini hennar
eru: Ingvar, f. 1910, d. 1974, Jón
Hermann, f. 1913, d. 1993, Sig-
urður, f. 1919, Herdís Elísabet, f.
1924 og Kjartan, f. 1928.
Sigríður giftist Hannesi Davíðs-
syni, arkitekt en þau skildu 1958.
Sigríður eignaðist ekki börn, en
stjúpdóttir hennar,
Kristín Hannes-
dóttir, lést nítján ára
gömul árið 1962.
Eftir gagnfræða-
próf vann Sigríður í
Bókhlöðunni á Ísa-
firði í tæpan áratug
og flutti þá suður.
Skömmu síðar veikt-
ist hún og lá á
sjúkrahúsi í um tvö
ár. Eftir það vann
hún um skeið hjá
Húsameistara ríkis-
ins en eftir skiln-
aðinn vann hún um þrjá áratugi
sem gjaldkeri hjá Ofnasmiðjunni.
Sigríður verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Jarðsett verður í Garðakirkju-
garði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem)
Þórdís, Anna og Helgi.
Sigga frænka mín er látin.
Hún sem alltaf var svo hress og
til í allt. Ef maður hringdi og
spurði hvort hún væri til í að koma
í barnaafmæli eða eitthvað annað
þá var hún alltaf til og þurfti ekki
mikinn fyrirvara, ef maður sagði
kem kl. 15:00 þá stóð hún klár við
útidyrnar, svona var hún fram und-
ir það síðasta. Sigga var mjög list-
ræn, ég man þegar ég var ungling-
ur þá tók hún þátt í prjónakeppni,
hannaði og prjónaði skautabúning
sem ég var klædd í og tekin mynd.
Ég man ekki hvernig þessi keppni
endaði en ég á myndina. Stelpurn-
ar mínar tala oft um pakkana sem
hún sendi þeim fyrir jólin, þeir
voru svo frumlegir og skemmtilega
skreyttir og innihaldið allt öðruvísi
en öðrum datt í hug, oftast eitthvað
eftir hana sjálfa, vettlingar, ýmis-
legt smádót og eitthvað nammi
líka.
Sigga var mikil útivistarkona,
hún fór í sundlaugarnar á hverjum
degi í fjöldamörg ár, sleppti helst
ekki úr degi og gekk jafnvel báðar
leiðir. Hún ferðaðist mikið með
ferðafélaginu þegar hún var yngri
og hafði gengið á mörg fjöll og
jafnvel jökla. Síðustu 2-3 árin var
Sigga veik, en fór alltaf í göngutúr,
síðast með göngugrind því hún
taldi hreyfingu allra meina bót.
Ég kveð þig með söknuði en
minningarnar munu lifa. Hvíldu í
friði elsku frænka.
Sigríður Einarsdóttir.
Það var alltaf svo gott að koma
til Siggu Rönku. Það var ægilegt
sport þegar við vorum stelpur að fá
að fara einar gangandi frá ömmu
Dísu til Siggu þegar hún bjó í app-
elsínugulu blokkinni í Ljósheimun-
um. Taka lyftuna alveg upp á efstu
hæð, eitthvað sem sveitastelpurnar
gerðu ekki oft! Setjast í glugga-
kistuna hjá henni og skoða fjár-
sjóðina hennar; óteljandi steina,
slípaða og óslípaða, í krukkum og
skálum, sem hún hafði fundið í fjöl-
mörgum fjallgöngum sínum. Hún
átti allskonar dót sem enginn annar
átti, kuðunga og ýmislegt sem við
máttum alltaf leika okkur með.
Okkur fannst við svo heppnar að
eiga svona svala frænku sem var
alltaf svo góð við okkur. Það var
eins og að eiga þriðju ömmuna.
Jólagjafirnar frá Siggu eru
minnisstæðar. Það var iðulega
þannig heima hjá okkur að pakk-
arnir frá Siggu voru opnaðir síðast,
vegna þess að þeir voru svo fallegir
að við höfðum þá á borðinu sem
skraut þangað til búið var að opna
hina pakkana og við gátum ekki
setið á okkur lengur. Hún var svo
flink í höndunum, allt sem hún
gerði var óaðfinnanlega vel gert og
flott. Gjafirnar frá henni voru líka
frumlegar, eitthvað sem engum
öðrum datt í hug að gefa, og hittu
alltaf í mark hjá okkur systrunum.
Sigga var fræg fyrir fallegu vett-
lingana sem hún prjónaði, og allir í
okkar fjölskyldu eiga allavega eitt
par.
Það var hægt að spjalla um allt
við Siggu, hún vissi svo margt um
margt, og sýndi alltaf svo mikinn
áhuga á því sem við vorum að gera,
hvort sem það var nám, vinna eða
ferðalög. Við fengum alltaf stuðn-
ing og hvatningu frá henni í því
sem við vorum að gera. Takk, elsku
Sigga, fyrir allt.
Frítt er og vítt um fjallaslóð
og friður og kyrrð, sem ber hvert hljóð.
Af tíbránni stafar sem titrandi glit
á tímans líðandi bárum.
Hásumardagur með ljósi og lit
ljóðheimi ofar vefur sinn hjúp.
Hjá þjótandi björkum, við dynjandi djúp
daggirnar brosa í tárum.
(Einar Benediktsson, Hljóðaklettar.)
Jónína og Herdís
Eiríksdætur.
Við viljum minnast Sigríðar
Ragnhildar Jónsdóttur, Siggu
Rönku eins og hún var kölluð, með
fáeinum orðum. Hún var frænka
Hauks en einnig vinkona okkar.
Það er til marks um hve tengd
Sigga Ranka var fjölskyldunni, að
langt fram eftir aldri hélt Haukur
að Sigga Ranka væri móðursystir
hans. Móðir hans og Sigga Ranka
voru með nokkuð svipað hár og hún
var svo oft í heimsókn að honum
fannst þetta eiginlega gefið! Þótt
hún væri ekki alveg svo náskyld
sýnir þetta vel hve kærkomin og
náin hún var fjölskyldunni. Tómas
faðir/tengdafaðir okkar og Sigga
Ranka voru systrabörn. Fyrstu
minningarnar um Siggu Rönku eru
frá því að hún passaði Hauk og
Guðrúnu yngri systur hans. Þá
voru ekki pizzur og vídeó til dægra-
styttingar heldur lesið og sungið.
Sigga Ranka var gestur Tómas-
ar, Önnu og fjölskyldu á aðfanga-
dagskvöld til margra ára. Fyrst í
Hvassaleitinu, síðan á Grandavegi
og allra síðustu ár hjá okkur í
Hjálmholtinu. Þrátt fyrir ýmsar til-
raunir með jólamatinn á tímum
rjúpnaveiðibanns sparaði Sigga
Ranka ekki hólið. Eitt sinn þegar
eplakaka fylgdi frekar misheppn-
uðum aðalrétti hafði hún á orði að
þetta væri sú allra besta eplakaka
sem hún hefði nokkru sinni smakk-
að! Jólagjafir frá SRJ lýstu gefand-
anum vel. Í fyrsta lagi voru þær
svo fallegar. Það var ekki keypt
skraut heldur frumhannað og
handunnið af einstakri smekkvísi
og alúð. Í öðru lagi var innihaldið
svo vel valið, Sigga Ranka þekkti
okkur svo vel. Okkur þótti gaman
að fá bækur í jólagjöf og hún vissi
alltaf deili á öllum nýjum bókum og
höfundum.
Þegar Ragnheiður kom inn í fjöl-
skylduna fyrir rétt um 10 árum var
Sigga Ranka með þeim fyrstu úr
fjölskyldunni sem Haukur og for-
eldrar hans töldu mikilvægt að hún
kynntist. Strax skynjaði hún hlýju
Siggu Rönku, umhyggju hennar
fyrir fjölskyldunni og honum Hauki
sínum sem hún hvíslaði að henni
einhverju sinni að hefði verið kær-
asti sinn þegar hann var barn og
þau greinilega mjög náin.
Við minnumst hennar fyrir það
hve jákvæð, brosmild og ljúf hún
var. Einnig hve henni þótti vænt
um alla sína ættingja sem hún tal-
aði um af mikilli hlýju. Þegar boða
átti til veislu hjá okkur í Hjálmholt-
inu var Sigga Ranka ofarlega á
gestalistanum. Hún var dætrum
okkar eins og langamma, eins og
trúlega öllum börnum í fjölskyld-
unni, færði þeim og okkur prjóna-
vettlinga og var mikilvægur boðs-
gestur í afmælum þeirra.
Sigga var mjög ættfróð, minnug
og hafði gaman af að segja frá. Var
vel að sér um bókmenntir og aðra
menningu, ekki síst tónlistina enda
söngelsk og kórmeðlimur.
Við vorum svo lánsöm að Sigga
Ranka náði að gleðjast með okkur
á brúðkaupsdaginn 2. júní síðastlið-
inn. Hún var svo fín í bleiku silki-
dragtinni sinni, bar sig vel þrátt
fyrir lasleikann og samgladdist
okkur innilega.
Við erum afar þakklát fyrir allar
góðu stundirnar með þessari góðu
konu en kynnin við hana hafa gert
lífið innihaldsríkara. Minning
hennar mun lifa með okkur.
Við sendum systkinum hennar
og fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Haukur og Ragnheiður.
Sigríður Ragnhildur
Jónsdóttir ✝ Þórdís Þóris-dóttir fæddist í
Búðardal 22. ágúst
1952. Hún lést á
líknardeild LHS í
Kópavogi 7. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Sigríður Ragna Ol-
geirsdóttir frá
Stærribæ í Gríms-
nesi, f. 18. október
1932 og Þórir Sig-
urðsson frá Búð-
ardal, f. 2. maí
1927. Þórdís var
næst elst þriggja systra. Eldri er
Sigríður Ebba Þórisdóttir, f. 19.
febrúar 1950, gift Aðalsteini
Þórðarson, f. 20. október 1950.
Sonur hennar Þórir Aðalsteins-
son, látinn. Dóttir þeirra er
Ólöf, f. 11. nóvember 1977, gift
Einari Erni Davíðssyni, f. 8. maí
1973, þau eiga óskírðan son, f. 5.
júní 2007. Yngri er Björk Þór-
isdóttir, f. 28. október 1962,
maður hennar er Róbert Vil-
hjálmsson, f. 11. apríl 1962.
Börn hennar eru: 1) Birna Þor-
steinsdóttir, f. 20. ágúst 1985,
maður hennar er Magnús Helgi
Jakobsson, f. 27. febrúar 1985,
dóttir þeirra er Tara Björk, f. 6.
október 2006. 2) Ingi Þór, f. 4.
nóvember 1987.
Árið 1976 giftist Þórdís Magn-
úsi B. Kristjáns-
syni, f. 21. janúar
1951. Foreldrar
hans eru Kristrún
Magnúsdóttir, f.
14. desember 1926
og Kristján Finn-
bogason, f. 17.
mars 1925. Börn
Þórdísar og Magn-
úsar eru: 1) Krist-
ján Breiðfjörð, f.
24. maí 1971,
kvæntur Eddu
Rögnu Davíðs-
dóttur, f. 26. jan-
úar 1970, dóttir þeirra Auður
Dís, f. 16. desember 2005. 2) Sig-
rún Breiðfjörð, f. 6. ágúst 1976,
maður hennar er Kjartan Þór
Reinholdsson, f. 2. janúar 1973.
Sonur hennar Aron Daníel Arn-
alds, f. 22 nóvember 2000.
Þórdís fæddist í Búðardal og
bjó þar til 2 ára aldurs þegar
fjölskyldan flutti til Reykjavík-
ur. Unglingsárin sín bjó hún
lengst af við Rauðavatn. Þórdís
og Magnús bjuggu lengst af í
Reykjabyggð 14, Mosfellsbæ.
Þórdís bjó síðustu æviárin sín í
Kjarrhólma í Kópavogi. Þórdís
vann mest alla ævi við aðhlynn-
ingar á Reykjalundi og Víðinesi.
Útför Þórdísar verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Elsku mamma mín, núna er ég
búin að kveðja þig og þú loksins bú-
in að fá hvíldina þína góðu. Þetta
var erfið barátta hjá þér og þú
varst svo sterk allan tímann og
stóðst þig svo vel og ég er svo stolt
af að hafa átt þig sem móður, betri
mömmu er ekki hægt að hugsa sér,
alltaf svo ljúf og góð. Þegar ég
hugsa til baka þá man ég eftir þér
sem góðri, hugljúfri, mjúkri, hóg-
værri og sterkri manneskju og það
sýndirðu svo sannarlega í veikind-
unum þínum, mamma.
Ég er svo þakklát fyrir að þú
komst með okkur til Spánar fyrir 2
árum, þar áttum við góðar stundir
saman, ég, þú, Kjartan og Aron
Daníel. Þér fannst svo gaman í öll-
um töskubúðum, gast alveg gleymt
þér í þeim. Enda keyptirðu þér
nokkrar töskur, elsku mamma. Ég
veit að þú ert hérna hjá okkur að
fylgjast með okkur og þegar ég tala
við þig veit ég að þú svarar mér.
Takk fyrir að vera viðstödd fæð-
ingu Arons Daníels, það var mér
mikils virði, elsku mamma mín, og
einnig fyrir hann þegar hann áttar
sig á því þegar hann verður stærri.
Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig
og Kristján bróður, gafst okkur
alltaf svo mikla hlýju. Við töluðum
um það rétt áður en þú kvaddir
okkur og ég veit að þú heyrðir í
okkur. Takk fyrir að segja „já“ þeg-
ar Kjartan bað um hönd mína á
föstudaginn, honum fannst gott að
fá samþykki frá þér og þú brostir
út að eyrum þegar ég sýndi þér
hringinn. Aron Daníel mun aldrei
gleyma þér, þú varst honum mjög
hlý og góð amma. Hann passaði
alltaf að þú hvíldir þig vel. Ég man
þegar ég hringdi eitt skipti í ykkur
um klukkan 11, þá varst þú að
vakna og hann var vaknaður og var
að leika sér uppi í rúmi hjá þér en
passaði að vera ekki með hávaða til
að vekja þig ekki. Ég veit að þú ert
búin að finna þér hlýjan og notaleg-
an stað og ég hitti þig þar þegar
minn tími kemur. Ég sakna þín svo
mikið en ég ætla að vera sterk eins
og þú sagðir mér að vera, það er
erfitt en ég ætla ekki að gefast upp,
mamma.
Bless, elsku mamma mín. Aron
Daníel segir líka „bless amma“.
Þín
Sigrún.
Elsku mamma.
Mikið var erfitt að kveðja þig. En
mikið er ég fegin að við vorum öll
hjá þér þegar þú kvaddir. Síðustu
vikurnar, þegar sjúkdómurinn var
að ná yfirhöndinni, voru erfiðar fyr-
ir þig en þú lést nú aldrei á því
bera, kvartaðir aldrei, þú sýndir
svo sannarlega hvað í þér bjó og ég
er svo stoltur af þér. Við áttum
margar góðar stundir á svölunum
þínum í blíðviðrinu síðustu vikurn-
ar, fyrir þær er ég þakklátur.
Nú kveð ég þig allt of snemma,
ég veit að þú fylgist með okkur og
hjálpar okkur að passa upp á Auði
Dís.
Takk fyrir allt.
Þinn sonur
Kristján.
Elsku Dísa, við kynntumst fyrst
á Reykjalundi, þar sem þú starfaðir
sem sjúkraliði.
Seinna tengdumst við aftur, þeg-
ar Kristján sonur þinn og Edda
dóttir mín tengdust og urðu hjón.
Þegar þau svo eignuðust langþráða
dóttur sína, var hún skírð eftir okk-
ur ömmum sínum, Auður Dís. Hún
varð augasteinn okkar allra.
Dísa mín, þú ólst upp yndisleg
börn, Kristján og Sigrúnu, sem
sýndu svo sannarlega hversu mikils
virði þau voru, þegar þú veiktist al-
varlega og þau skiptust á að vera
hjá þér síðustu daga þína á þessari
jörð. Þau sýndu það, hversu vel þú
ólst þau upp og hve mikið þau elsk-
uðu þig.
Elsku Dísa, þakka þér fyrir
Kristján. Ég mun gera það sem ég
get til þess að nafna okkar, litla
Auður Dís, muni eftir hinni ömmu
sinni, þegar hún eldist.
Þakka þér fyrir samveruna í
gegnum tíðina, guð blessi þig.
Auður Ragnarsdóttir.
Þórdís Þórisdóttir
Guðmundur
Þórir
Einarsson ✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður minnar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐBJARGAR HALLVARÐSDÓTTUR,
áður til heimilis í Hraunbæ 90,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunardeild
Seljahlíðar.
Arngeir Lúðvíksson, Halldóra Arnórsdóttir,
Guðbjörg Arngeirsdóttir,
Ásdís Arngeirsdóttir,
Arngeir Arngeirsson, Anna Steinunn Gunnlaugsdóttir,
Karen Mist Arngeirsdóttir,
Rebekka Marín Arngeirsdóttir.