Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 1
Í HNOTSKURN
»Delesalle og Tochet lögðu af stað fráParís hinn 14. júlí síðastliðinn og
höfðu þegar haft viðkomu á Skotlandi og
í Færeyjum.
»Ástæða brotlendingarinnar er talinvera óhagstætt veður sem þau
hrepptu yfir jöklinum.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
TVEIR franskir flugmenn, Delesalle og Tochet,
sem brotlentu fisvél sinni á Grænlandsjökli að-
faranótt miðvikudags, eru heilir á húfi og njóta
nú aðhlynningar á sjúkrahúsinu í Tasilaq vegna
minniháttar meiðsla.
Morgunblaðið náði tali af Delesalle, en hún
segir félaga sinn hafa fengið talsvert högg á sig
við brotlendinguna. „Hann átti erfitt með að
draga andann til að byrja með. Hann komst
samt út úr vélinni og dró mig svo út. Fyrsta hálf-
tímann var ég mjög ringluð og vissi ekki hvað ég
hét, hvað hafði gerst, eða hvað ég var að gera
þarna á jöklinum. Ég fékk einhvers konar til-
finningalegt áfall.“
Biðu á ísnum í 28 tíma
Ekki var hægt að koma fólkinu til bjargar
fyrr en 28 klukkustundum eftir slysið vegna
þess hve veður var óhagstætt, lágskýjað og
slæmt skyggni, en áður hafði þó náðst að kasta
til þeirra neyðargögnum. Þau segjast ekki hafa
örvænt, því þau vissu að hjálp væri á leiðinni.
„Við urðum vör við þyrlur fljótlega eftir brot-
lendinguna, ég held að það hafi ekki liðið nema
þrír tímar,“ segir Delesalle. „Við vorum vel búin
og vorum með ábreiður og svolítinn mat og vatn,
svo þetta var ekki sérlega slæmt.“
Þau voru flutt með þyrlu danska sjóhersins
um borð í rannsóknarskipið Hvidbjørnen sem
sigldi með þau til Tasilaq. Efst í huga Delesalle
er þakklæti til dönsku björgunarmannanna.
„Við værum ekki á lífi í dag án þeirra.“
Þau Delesalle og Tochet koma til Reykjavík-
ur seinnipartinn í dag og fara síðan með flugi til
Parísar á morgun. Þau hafa ekki í hyggju að
reyna við þessa flugleið aftur á næstunni, enda
er vél þeirra mikið skemmd.
Flugmennirnir tveir voru á leið frá París til
Oshkosh í Wisconsin í Bandaríkjunum, þar sem
þau hugðust sækja flugsýningu. Þau voru í sam-
floti við fimm þyrlur og var ætlunin að hafa við-
komu í Kulusuk og fljúga þaðan til Tangerlus-
suaq á vesturströnd Grænlands.
„Var mjög ringluð“
Frönsku flugmennirnir komnir til byggða eftir brotlendingu á Grænlands-
jökli Þakklát dönskum björgunarmönnum: „Værum ekki á lífi án þeirra“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÁRNI Einarsson, forstjóri Eddu
útgáfu, segir þreifingar hafa farið
fram þar innan dyra um kaup á
hlut Björgólfs Guðmundssonar í
forlaginu, sem er 80,1%.
„Í raun eru þetta mjög miklar
vangaveltur enn sem komið er,
ekki fast í hendi og því ekkert
leyndarmál að við getum hugsað
okkur að eiga stærri hluta af for-
laginu sjálfir,“ segir Árni.
Björgólfur sé að velta þessum
málum fyrir sér en ljóst sé að
hann haldi bókaklúbbunum.
„Þeir sem ráða yfir Máli og
menningu hafa óskað eftir því við
Björgólf að kaupa hluta af bóka-
útgáfunni. Hann er að skoða mál-
in,“ segir Árni. Bókaforlög Eddu
eru Mál og menning, Vaka-
Helgafell, Almenna bókafélagið,
Forlagið, Iðunn, Heimskringla
og Þjóðsaga.
Ríflega 40 þúsund félagar eru í
bókaklúbbum Eddu og velta
þeirra er um 400 milljónir króna,
samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins. Velta bókaútgáfu-
hlutans mun vera nálægt 900
milljónum króna.
Vilja kaupa bóka-
útgáfuhluta Eddu
STOFNAÐ 1913 196. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
26
79
/
IG
13
Stanga
sett
tilbúin í veiðiferðina
Þú færð IG-veiðivörur
í næstu sportvöruverslun
TÍSKA ER KVÖL
MEÐ GLAMRANDI TENNUR Í GÚMMÍ-
STÍGVÉLUM EN HALDA ÞÓ KÚLINU >> 44
FERRARI, FORMÚLA,
FORSETABÍLL
KAPPAKSTUR
OG FYRIRSPURNIR >> BÍLAR
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
LOFTFERÐASAMNINGUR Íslands
og Kanada, sem Benedikt Jónsson, sendi-
herra og formaður samninganefndar Ís-
lands, og Nadel Patel, aðalsamningamaður
Kanada, undirrituðu í sendiherrabústað Ís-
lands í Ottawa og greint var frá í gær, er
mjög merkilegur að mörgu leyti, en gera
má því skóna að samningurinn renni frek-
ari stoðum undir viðskiptasambönd
ríkjanna og menningarsamskipti.
Samningurinn er „opinn“, sem þýðir að
íslenskir flugrekendur mega fljúga hvert
sem er í Kanada, hvenær sem er og nánast
með hvað sem er. Kanada hefur gert sam-
bærilegan samning við aðeins þrjú önnur
ríki, Bandaríkin, Bretland og Írland, og
með samningnum hafa Benedikt Jónsson
og samninganefnd hans tryggt Íslandi
jafna samkeppnisaðstöðu á kanadíska
markaðnum og jafnvel betri vegna leiða-
kerfis Icelandair í Evrópu.
Um árabil hafa íslensk stjórnvöld gert
ítrekaðar tilraunir til þess að skapa íslensk-
um flugrekendum markaðsaðgang fyrir
flugrekstur í Kanada. Stjórnmálamenn,
sérstaklega í Nova Scotia og Manitoba,
hafa tekið þessu vel en málið hefur fyrst og
fremst strandað á hagsmunum kanadíska
flugfélagsins Air Canada.
Lykilmenn á réttum stöðum
27. nóvember 2006 greindi ríkisstjórn
Stephens Harpers frá stefnuskrá sinni um
„bláan himin“, sem er frjálslegri og við-
skiptavænni í þessu efni en stefnur fyrri
ríkisstjórna. Fram kom að Kanada væri
fyrir bestu að slakað yrði á þeim skorðum
sem settar hefðu verið við flugi til Kanada
og eftir birtingu stefnuskrárinnar fóru hjól-
in að snúast og það hratt.
Fleiri tugir ríkja hafa óskað eftir því að
gera loftferðasamning við Kanada og vekur
athygli að Ísland er tekið fram fyrir þau. Í
því sambandi er vert að hafa í huga aðild
fólks af íslenskum ættum að málinu. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa
áhrifamenn í þessum hópi, með Eric Stef-
anson, fyrrverandi ráðherra í Manitoba,
fremstan í flokki, beitt sér mjög fyrir lausn
málsins við kanadísk stjórnvöld og sá þrýst-
ingur, ásamt ýtni íslenskra sendimanna í
Kanada og íslensku samninganefndarinnar,
skilaði fyrst og fremst þessum árangri.
Nýjar dyr
opnast í
Kanada
Aðkoma Vestur-Ís-
lendinga vó þungt
Áritun Benedikt Jónsson sendiherra og
Nadel Patel árita samninginn í Ottawa.
Morgunblaðið/Ómar
HINN almenni Harry Potter-
aðdáandi má sín lítils gagnvart
ofuraðdáendunum Dagmar,
Borghildi og Ingibjörgu. Þær
stöllur hreiðruðu um sig fyrir
utan bókabúðina Nexus um
kvöldmatarleytið í gær í þeirri
viðleitni að verða fyrstu les-
endur síðustu Harry Potter-
bókarinnar á Íslandi. Bókin
kemur út klukkan 23:01 í kvöld
og þá geta vinkonurnar haldið
til síns heima og hafið lestur,
eftir að hafa eytt 29 klukku-
stundum úti undir berum himni.
Aðspurðar segjast þær hafa
skipulagt biðina í tæp tvö ár,
eða frá því að þær biðu fyrir ut-
an Pennann eftir sjöttu bókinni.
Sofið í
poka fyrir
Potter