Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 6

Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ICELANDAIR hefur ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Toronto í Kanada þegar næsta vor. Jafnframt hyggst Icelandair halda áfram flugi til Halifax og skoðar nú mögu- leika á flugi til borganna Montreal, Winnipeg, Ottawa og St. John’s í Kanada. Ákvörðun um þetta var tekin í framhaldi af þeim samningi um gagnkvæm flugréttindi milli landanna sem ís- lensk og kanadísk stjórnvöld undirrituðu í Ottawa í síðustu viku. „Við teljum að þessi samningur geti haft mikla þýðingu. Við höfum lengi unnið að og hvatt til þess að þessi samningur væri gerður, vegna þess að Kanada er eðlilegt markaðssvæði fyrir áætl- unarflug Icelandair, bæði vegna legu landsins og íbúanna sem þar eru,“ segir Guðjón Arngríms- son, upplýsingfulltrúi Icelandair, í samtali við Morgunblaðið. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, fagnar þessum tímamótum mjög. „Við höfum beðið lengi eftir því að fá frjálsan aðgang að þessum markaði og erum tilbúin að fara inn á hann með krafti, bæði hvað varðar farþegaflug og fragtflug. Þrátt fyrir miklar takmarkanir á undanförnum árum hefur Icelandair haldið uppi flugi milli landanna og sú viðleitni hefur öðru fremur orðið til þess að setja þrýsting á kanadísk stjórnvöld í málinu. Nú er málið í höfn og það færir okkur mikil og spenn- andi tækifæri til að þróa leiðakerfi félagsins inn á nýjar brautir,“ er haft eftir Jóni Karli í frétta- tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér í gær. Í samtali við Morgunblaðið segir Guðjón eðli- legt að horft sé til Toronto með áætlunarflug í huga sökum þess að Toronto er langstærsta borgin í Kanada og helsta samgöngumiðstöð landsins. Segir hann stefnt að flugi Icelandair milli Íslands og Toronto allt árið og að flogið verði 5-7 sinnum í viku. Bendir hann á að flugtím- inn sé svipaður og til Baltimore eða Washington, þ.e. fimm og hálfur klukkutími. Eftir sem áður verður flogið til Halifax þrisvar í viku yfir sum- artímann. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Má Sig- urfinnssyni, framkvæmdastjóra sölu- og mark- aðssviðs Icelandair, sjá menn þar á bæ fyrir sér að Toronto geti gegnt svipuðu hlutverki í leiða- kerfi Icelandair og Boston og New York þegar fram í sæki. „Við munum sækja inn á þennan markað með krafti. Borgin verður án efa eftirsótt af Íslend- ingum, því hún er lifandi fjölmenningarborg sem gaman er að heimsækja auk þess sem hún býður upp á frábær tækifæri til áframhaldandi tengi- flugs innan Kanada og Bandaríkjanna. Þau rétt- indi sem við fáum með samningi Íslands og Kan- ada gefa okkur líka spennandi tækifæri í flugi t.d. milli Norðurlandanna og Kanada með viðkomu á Íslandi,“ er haft eftir Gunnari Má. Þýðingarmikill samningur  Icelandair hefur áætl- unarflug til Toronto í Kan- ada næsta vor á grundvelli nýs loftferðasamnings Morgunblaðið/RAX Nýr áfangastaður Stefnt er að 5-7 ferðum Ice- landair í viku milli Íslands og Toronto allt árið. TOYOTA á Íslandi mun á næstu árum auka stuðning sinn við skóg- rækt á Íslandi. Mun bílaumboðið veita Skógræktarfélagi Íslands fimm milljóna króna árlegt fram- lag og einnig afnot af Toyota- bifreiðum til skógræktarvinnu og annarrar starfsemi félagsins en sá þáttur samningsins er metinn á um eina milljón króna. Skrifað var undir samninginn í gær í skóg- lendinu í Esjuhlíðum að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta og sérstökum heið- ursfélaga Skógræktarfélagsins. Í fréttatilkynningu frá Toyota kemur fram að fyrirtækið hafi verið einn helsti stuðningsaðili Skógræktarfélags Íslands frá árinu 1990. Samningurinn sem skrifað var undir í gær er í raun endurnýjun fyrri styrktarsamn- ings en markmiðið er að efla svo- kallaða Toyota-skóga sem finna má víða um landið. Verður styrkt- arfénu varið til ýmissa skil- greindra verkefna, svo sem auk- innar gróðursetningar, eflingar viðhalds og bættrar aðstöðu til útivistar. Toyota-skógarnir eru sex tals- ins: Í Esjuhlíðum, í Brynjudal, við Reyðarfjörð, Varmaland í Borg- arfirði og á Söndum í Dýrafirði auk Kjarnaskógar við Akureyri. Gróðursettar hafa verið yfir 55 þúsund trjáplöntur í Toyota- skógunum og er gert ráð fyrir að þeim muni stórfjölga. Í tilkynn- ingu frá bæði Toyota og Skóg- ræktarfélaginu lýsa báðir aðilar yfir ánægju með samninginn. Haft er eftir Brynjólfi Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands, að samstarfið hafi verið gott um margra ára skeið og lang- tímahugsun hafi þar verið höfð að leiðarljósi. „Það er því mikið fagn- aðarefni fyrir okkur í Skógrækt- arfélagi Íslands að endurnýja sam- starf okkar við Toyota og setja markið enn hærra,“ er haft eftir Brynjólfi. Á myndinni eru: Magn- ús Jóhannesson, formaður Skóg- ræktarfélags Íslands, Úlfar Stein- dórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og heiðursfélagi Skógræktarfélags- ins, og hjónin Lóa Skarphéð- insdóttir og Magnús Kristinsson, stjórnarformaður Toyota á Ís- landi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Toyota styrkir skógrækt STANGVEIÐIFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að birta bréf á pólsku þar sem pólskumælandi fólki eru kynntar þær reglur sem gilda um veiðiréttindi í ám hér á landi. Nokkuð hefur borið á því í sum- ar að veitt hafi verið í ám á höf- uðborgarsvæð- inu án tilskilinna leyfa. Veiðimenn hafa orðið varir við mikla aukningu veiðiþjófnaðar frá síðasta ári og í öllum upplýstum tilvikum hefur verið um karlmenn frá Póllandi að ræða. Því mun hafa verið gripið til þessa ráðs. Stangveiði- réttindi kynnt á pólsku BJÖRGUNARSVEITIR á Vest- fjörðum voru kallaðar út í gær til að leita að þýskum hjónum sem fóru frá Bolungarvík laust eftir kl. tvö á báti af gerðinni Bobby. Fólkið hafði litla sem enga reynslu af siglingum á sjó og engin réttindi, svaraði ekki kalli í bátinn og var þess vegna ákveðið að hefja leit að því. Fólkið fannst fljótlega og reynd- ist heilt á húfi. Taldi forsvarsmaður bátaleigunnar að leitin hefði verið óþörf. Leit að bát afturkölluð FAXAFLÓAHAFNIR sf. og höfnin í Qingdao í Kína undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf og samvinnu. Vilja- yfirlýsingu þess- ari verður fylgt eftir með gerð formlegs sam- starfssamnings sem verður und- irritaður síðar. Nokkur íslensk fyrirtæki svo sem Eimskip, Samskip og Icelandic Gro- up eru með starfsemi í Qingdao en að auki hefur Orkuveita Reykjavík- ur og fleiri fyrirtæki sótt inn á kín- verskan markað. Um þessar mundir eru stjórnendur hafnarinnar í Qingdao staddir á Íslandi á vegum Eimskips þannig að ákveðið var í tengslum við heimsóknina að efna til samstarfs Faxaflóahafna sf. og hafn- arinnar í Qingdao, að því er segir í tilkynningu. Á komandi hausti verður gengið frá formlegu samstarfssamkomulagi þar sem m.a. verður gert ráð fyrir að hafnirnar skiptist á upplýsingum um sameiginleg áhugamál svo sem á sviði tæknimála, en stór þróun- arverkefni eru í gangi hjá báðum þessum höfnum. Faxaflóahafnir og Qingdao- höfn ætla að hefja samstarf Reykjavíkurhöfn ÆTLUÐ fíkniefni fundust við hús- leitir í tveimur íbúðum í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Karl og kona, sem bæði eru á þrí- tugsaldri, voru handtekin vegna rannsóknar málanna. Konan hefur áður komið við sögu hjá lögreglu en karlinn mjög lítið. Húsleitirnar voru framkvæmdar að undangengnum úrskurði Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Fíkniefni fund- ust við húsleit GUÐMUNDUR Snæ- björn Árnason, fyrrver- andi verslunarmaður, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 14. júlí sl. á 97. aldurs- ári. Guðmundur var fæddur 24. september 1910 á Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi. Hann var sonur hjónanna Árna Þórarinssonar prests og síðar prófasts og Elísabetar Sigurðar- dóttur. Guðmundur nam við Flensborgar- skólann og gerðist ungur verslunar- maður, fyrst hjá Rammagerðinni í Hafnarstræti. Í kringum 1960 hóf Guðmundur síðan eigin verslunar- rekstur. Um áratuga skeið vann hann við innrömmun og sölu á lista- verkum, fyrst á Týsgötunni og síðar Bergstaðastræti. Í starfi sínu kynnt- ist Guðmundur mörg- um af fremstu mynd- listarmönnum þjóðar- innar sem uppi voru á síðustu öld. Guðmundur gekk í góðra vina hópi undir viðurnefninu Ramma- skalli, en sú nafnbót var komin frá Örlygi Sigurðssyni, listmál- ara og rithöfundi, sem nefndi Guðmund þessu nafni í frægri afmælis- grein sem hann skrif- aði um Guðmund fimmtugan. Greininni fylgdi teikning Örlygs af Guðmundi þar sem rammi kom í stað geisla- baugs fyrir ofan höfuð Guðmundar. Guðmundur var kvæntur Áslaugu Hrefnu Sigurðardóttur, f. 12. mars 1916 og d. 5. mars 2007, í 71 ár. Þau láta eftir sig þrjú uppkomin börn, þau Ágústu, Kristján og Sigurð, auk fjölda barnabarna. Guðmundur Snæbjörn Árnason Andlát ÍBV íþróttafélag hefur nú óskað eftir því við bæjarráð Vestmannaeyja að næturferðum verði bætt við áætlun Herjólfs aðfaranótt miðvikudagsins 1. ágúst og aðfaranótt fimmtudags- ins 9. ágúst. Í beiðni ÍBV segir að ástæða beiðninnar sé að fyrirsjáanlegt sé að aukinn fjöldi ferðamanna muni koma á þjóðhátíð miðað við fyrri ár og í ár virðist stefna í stærstu þjóðhátíð hingað til. Gríðarlegur fjöldi fyrir- spurna, viðbrögð við forsölu og bók- anir í flug bendi til þessa. Bæjarráð samþykkti erindið og tók undir óskir ÍBV. Elliði Vignis- son, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur sent beiðnina til Vegagerðar- innar. Aukaferðir fullnýttar Elliði segir allar aukaferðirnar sem fyrir eru í samningnum um ferð- ir Herjólfs fullnýttar. „Þetta snertir aðra en heima- menn, þetta er fyrst og fremst fyrir gesti okkar sem munu nota þessar ferðir. Ég myndi því segja að það væru ríkir hagsmunir fyrir því að verða við þessari beiðni okkar og á von á því að svo verði,“ segir Elliði og bætir við að von sé á fimm til sjö þús- und gestum á þjóðhátíðina. Hann segist hafa fengið jákvæð viðbrögð hjá Vegagerðinni en engin svör enn sem komið er. Bæjarstjórnarfundur í dag Á bæjarstjórnarfundi í dag verður lögð fram beiðni til samgönguráð- herra um að hann leggi fram áætlun um samgöngur til Vestmannaeyja til ársins 2010. Í tillögunni segir að fjár- hagslegt tjón ferðaþjónustuaðila sé verulegt vegna yfirlýsingar ríkis- stjórnar um aukaferðir til Vest- mannaeyja sem skapað hafi miklar væntingar en ekki verið staðið við. Þau óþægindi sem bæjarbúar hafi orðið fyrir verði vart metin til fjár. Óska eftir fleiri Herjólfsferðum Bréf um veiðiréttindi birt á pólsku VEFVARP mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.