Morgunblaðið - 20.07.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 20.07.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 9 FRÉTTIR Allur sumarfatnaður á hálfvirði Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Kvart- buxurnar á 3.900 kr komnar aftur Opið mán.-fös. kl. 10-18, laugard. opið í Bæjarlind kl. 10-15 en lokað í Eddufelli. ú t s a l a 3 0 - 7 0 % a f s l á t t u r KRINGLUNNI SMÁRALIND TÆMUM VIÐ BÚÐINA VEGNA BREYTINGA H Æ Ð A M Á RA 4 S Í M I 5 4 4 595 9 Kr.1000 Kr.2000 Kr.5000 Kr.8000 4 VERÐFLOKKAR NÚ Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Útsala Höfum bætt við vörum á 30-50% afsl. á útsöluna Stærðir 38-60 VEGINUM sem liggur að fjallinu Keili hefur verið lokað. Liggur hann um land Stóru-Vatnsleysu og hyggst eigandinn, Sæmundur Þórð- arson, setja upp hlið til að takmarka umferð um svæðið. Þetta gerir hann til að mótmæla því, að í breyttu að- alskipulagi sveitarfélagsins Voga verður stór hluti jarðar hans frið- lýstur. „Það er verið að taka allan umráðarétt af mér í sambandi við nýtingu svæðisins. Menn ætla að friðlýsa svæðið allt saman, meira eða minna.“ Sæmundur segir að í raun hafi að- eins einn aðili fyrir utan hann sjálf- an rétt til að fara um veginn en það er Hitaveita Suðurnesja. Almenn- ingur hiki hins vegar ekki við að nota hann en sökum mikils hrað- aksturs í bland við mikla þurrka í sumar er vegurinn mjög illa farinn. Hann segir þá spurningu koma upp í kjölfarið hvort það sé í hans verka- hring að laga veginn. Að sögn Sæmundar hefur hann einu sinni sótt um styrk til að við- halda veginum en fékk þau svör að ekki væri kostað til vega sem ekki lægju að byggðu bóli. Spurður hvort ætlunin með hliðinu sé því að vekja athygli á slæmu ástandi vegarins ásamt því að mótmæla friðlýsing- aráformunum segir Sæmundur það ekki hafa verið hugmyndina. Að sögn Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra í Vogum, er verið að skoða allt aðalskipulag sveitarfé- lagsins eins og beri að gera sam- kvæmt lögum. Lokun vegarins bitni fyrst og fremst á útivistarfólki sem hafi áhuga á að ganga á Keili og Trölladyngju eða skoða nálægar náttúruperlur. Athyglisvert er að menn eru ekki á einu máli um hvert vegurinn ligg- ur en Sæmundur segir það mesta misskilning að vegurinn liggi að Keili. Hann liggi upp á Höskuldar- velli. Aðalskipulagstillagan er enn til umræðu Róbert segir aðalskipulagstillög- una enn sem komið er bara vera til umræðu. Hún hafi verið kynnt Sæ- mundi og hann hafi öll tækifæri til þess að gera athugasemdir við hana. Í tillögunni er gert ráð fyrir að náma í landi Sæmundar verði nýtt áfram og hún stækkuð en aðrar námur verði ekki teknar á svæðinu. Að sögn Sæmundar sér Vegagerðin um gröft í námunni og hefur efni úr henni m.a. verið notað við tvöföldun Reykjanesbrautar. Vegagerðin borgar Sæmundi fyrir afnotin en hann segir hana hafa staðið sig illa í að halda henni í lagi; mikið hafi ver- ið skemmt sem ekki sé unnt að laga aftur. „Þegar Vegagerðin þarf á efni að halda, þá tekur hún það bara en ef sveitarfélagið hefur vald til að neita Vegagerðinni um það þá er það eitthvað nýtt. Það neitar henni enginn um efni.“ Vegur að Keili lokaður almenningi Keilir Ekki mikið fjall en ákaflega fallega formað. Nú er deilt um veg, sem liggur upp á Höskuldarvelli skammt frá fjallinu. SAKSÓKNARI efnahagsbrota mun ekki gefa út ákærur í nokkrum mál- um, færri en tíu, sem búið er að rann- saka fyrr en í haust, sökum dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra frá því á miðvikudag. Þá komst dómur- inn að því að saksóknarinn hefði ekki heimild til að gefa út ákærur. Dómurinn féll í máli gegn fjórum einstaklingum sem sakaðir eru um að hafa nýtt sér kerfisvillu í heimabanka Glitnis. Með því högnuðust þeir sam- an um ríflega þrjátíu milljónir króna. Í niðurstöðu dómsins segir að í lög- um um meðferð opinberra mála komi fram að með ákæruvald fari ríkissak- sóknari og lögreglustjórar, þar á meðal ríkislögreglustjórar. Í reglu- gerð um rannsókn og saksókn efna- hagsbrota, sem tók gildi 1. janúar 2007, kemur þá fram að saksóknara efnahagsbrota sé falin rannsókn á til- greindum brotum og meðferð þeirra fyrir dómstólum. Einnig að hann annist ákæruvald ríkislögreglustjór- ans vegna efnahagsbrota. „Í 1. mgr. 2. gr. framangreindrar reglugerðar er saksóknara efnahagsbrota falið að taka ákvörðun um hvort höfða skuli mál á grundvelli rannsóknar sem hann hefur látið framkvæma. Hann höfði mál í nafni saksóknara efna- hagsbrota og flytji þau fyrir héraðs- dómi nema ríkissaksóknara beri að höfða málið samkvæmt fyrirmælum laga um meðferð opinberra mála. […] Af þessu verður ráðið að sak- sóknara efnahagsbrota sé með fram- angreindri reglugerð í raun falið sjálfstætt ákæruvald,“ segir í dómn- um. Dómurinn kemst að þeirri niður- stöðu að ekki verði talið að heimild felist í lögreglulögum til að stofna embætti sjálfstæðs handhafa ákæru- valds enda séu meginreglur um ákæruvaldið í lögum um meðferð op- inberra mála. Var málinu því vísað sjálfkrafa frá dómi. Enginn stórskaði Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota, segir að búið sé að áfrýja dómnum til Hæstaréttar og dóms hans verði beðið áður en fleiri ákærur verða gefnar út. „Þetta eru aðeins nokkur mál og við bíðum bara með það að gefa þær út, þetta er enginn stórskaði,“ segir Helgi sem vonast til að Hæstiréttur taki málið fyrir í lok ágúst eða byrjun septem- ber. Saksóknarinn segir að ef Hæsti- réttur staðfesti dóminn muni hann gefa út ákærur með tilvísun í ríkis- lögreglustjórann. Hann segir túlkun héraðsdóms ranga, saksóknari efna- hagsbrota sé ekki sjálfstætt embætti en aðeins starfsmaður ríkislögreglu- stjóra. „En hvernig sem þetta fer er þetta rökstuðningur fyrir því að drífa af þessa endurskoðun á lögum um meðferð opinberra mála. Þetta yrði þá tekið fyrir þar og gengið frá til framtíðar þannig að ekki vefjist fyrir neinum.“ Unnið er að endurskoðuninni um þessar mundir og verður hún án efa tekin fyrir þegar Alþingi tekur aftur til starfa. Útgáfu nokkurra ákæra frestað Saksóknari efnahagsbrota segir þá nið- urstöðu héraðsdóms að heimild skorti til að gefa út ákærur engan stórskaða AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.