Morgunblaðið - 20.07.2007, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Svona Páll minn, engin ástæða til að brynna músum, þú þarf ekkert að fara að ganga í galla-
buxum, strigaskóm og lopapeysu, þú getur haldið þínum „einfalda smekk“, ég verð áfram.
VEÐUR
Ríkissjónvarpið sýndi í fyrrakvöldmerka heimildarmynd um verk-
efni sem píanóleikarinn og hljóm-
sveitarstjórinn Daniel Barenboim
hefur unnið að frá árinu 1999 ásamt
nokkrum samstarfsmönnum sínum.
Barenboim hefurunnið að upp-
byggingu sinfón-
íuhljómsveitar sem
er skipuð ungum
hljóðfæraleikurum
frá Ísrael og nokkr-
um arabaríkjum í
nágrenni Ísraels,
frá Sýrlandi, Líb-
anon, Jórdaníu,
Egyptalandi og Palestínu.
Hugmyndin er stórfengleg. Aðbrúa bilið á milli þessa unga
fólks undir merkjum tónlistar.
Umrædd heimildarmynd sýnirframgang þessa verkefnis frá
upphafi og fram á síðustu ár. Hún
bregður upp mynd af mismunandi
sjónarmiðum þessa unga fólks en
svo kemur líka fram hvað þau læra
mikið á að kynnast hvert öðru.
Myndin sýnir líka þau hörðu átöksem Daniel Barenboim hefur
staðið í við stjórnvöld í Ísrael, m.a. í
tengslum við þetta verkefni.
Barenboim hefur sýnt í verki aðþað er hægt að stuðla að skiln-
ingi, þekkingu og sáttum milli Ísr-
aelsmanna og araba með öðrum
hætti en hingað til hefur verið gert.
Hann hefur skapað fordæmi semhægt er að byggja á í framtíð-
inni.
Er ekki hægt að fá þessa hljóm-sveit hingað? Í nýja tónlistar-
húsið?
Væri það ekki stórbrotin opnun áhinu nýja húsi?
STAKSTEINAR
Daniel
Barenboim
Stórbrotið verkefni
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
:
*$;<
! "
"!
#
$
%
"&
'
!
*!
$$; *!
!"
"
#
$"
%&$
=2
=! =2
=! =2
#"! '
(
)*+$,
<2>
-+$
+.
/$
$
0+
(
1# (
$
;
"2
2
"$ !$
!
+%" (( !
$" (.
/#
.
%
"$"
$
/
3!,
4
+
!
3
54 $66
$"%7
$
+%$'
(
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Óli Páll | 19. júlí 2007
Rómantísk máltíð
Ég passa ekki inn í
þetta umhverfi var það
eina sem ég hugsaði í
gærkvöldi þegar ég
fékk mér kvöldmat á
hótelveitingastaðnum.
Það var einhver hall-
ærislegur Benidorm-geisladiskur í
gangi og ekki batnaði það þegar Hú-
líó mætti með gítarinn sinn og söng
fyrir gesti eins og stoltur trúbador.
Það varð mikil fýla þegar ég ósk-
aði eftir því að það yrði matreiddur
fyrir mig fiskur …
Meira: olipall2.blog.is
Renata Sigurbergsdóttir | 19. júlí 2007
„Urð og grjót“
Svo lagði ég af stað í
heimsreisu. Mikið af-
skaplega varð ég samt
þreytt á öllum þessum
trjám erlendis (…),
það var ekki möguleiki
að sjá náttúruna fyrir
þeim. Það er reyndar ástæða þess að
ég ákvað að drífa í þessu bloggi akk-
úrat núna á þessari stundu. Það er
einhver „rollubóndi“ að telja fólki
trú um það að það þurfi að græða
upp landið með lúpínu, barrtrjám og
fleiru …
Meira: reni.blog.is
Hilmar Örn Þórlindsson | 19. júlí 2007
HA, maður trúir
þessu varla!
Enn á ný les maður
sama ruglið þegar ís-
lensk lið mæta til leiks
í Evrópukeppni. Það er
alveg sama við hvaða
lið íslensk lið spila, þá
er mótherjinn alltaf
firnasterkur og mun sterkari aðil-
inn. Keflavík spilar við Midtjylland
og segjast Keflavíkingar eiga 35%
möguleika á sigri! WHAT? Sömu
sögu er að segja af handboltaliðum
og körfuboltaliðum …
Meira: lindi.blog.is
Margrét Lóa Jónsdóttir | 5. júlí 2007
Barn sem slegið er
með skó?
Lítið barn sem slegið
er með skó – eða er
barið reglulega?
Barn sem er beitt of-
beldi er alltaf hrætt,
augasteinarnir eru
kvikir og sérhver lína í
andlitinu þráir vernd. Ástúð.
Allar þessar líkingar og myndir
sem flögra um í huga manns á venju-
legum degi.
Mér finnst sem Suðurlandabúar
upp til sveita séu á stundum afar
frumstæðir í uppeldismálum. Þeir
trúa því líka að sykur sé meinhollur.
Flestir nota helming af sykri á móti
kaffi. Og kókómalt er vinsælasti
barnadrykkurinn ef marka má aug-
lýsingarnar (að sjálfsögðu helm-
ingur mjólk á móti sykurkakódufti!)
en svo kyssa Spánverjar líka krakk-
ana sína í tíma og ótíma og gera þá
dúkkulega á kvöldin. Eins og í aug-
lýsingum frá 1960. Tírólastíll fyrir
drengina, iðulega í pastellitum. Hvít-
ir sokkar og prinsessukjólar fyrir
stelpurnar – að ógleymdum öllum
slaufunum og borðunum.
Og svo mega börnin reyndar ekki
trufla. Sem minnir mig á rithöfund-
inn Vigdísi Grímsdóttur. Ein af mín-
um uppáhaldssetningum eftir hana
er á þessa leið:
Börn trufla ekki. Börn eru líf.
Framhaldið er ennþá fallegra,
Vigdís talar um að það sé dauðinn –
og hans hrifsikrumla – sem skekur
allt …
En hversvegna er fyrirsögnin á
þessari færslu: Barn sem slegið er
með skó?
Ástæðan er einfaldlega sú að ég
varð vitni að því í gærkvöldi að barn
var hirt og slegið með inniskó. Hvað
annað gat ég sagt en að vitna á eins
fínlegan hátt og mér er unnt í áð-
urnefnd orð Vigdísar? Barsmíðarnar
stöðvuðust og barnið settist hjá mér.
Ég byrjaði auðvitað að reyna að
sýna barninu vinsemd og ástúð sem
endaði með því að það sofnaði í fang-
inu á mér.
Ég verð stundum vitni að heimsku
og ljótleika og finn þá eins og allir
aðrir að það er svo ósköp fátt sem
hægt er að gera. Annað en þetta
vanalega:
Að reyna að láta gott af sér leiða.
Reyna að vera almennileg mann-
eskja.
Meira: margretloa.blog.is
BLOG.IS
SAMTÖK verslunar og þjónustu
(SVÞ) vilja fela Hagstofu Íslands
það hlutverk að annast verðrann-
sóknir. Telja samtökin heillvænlegt
að byggja á vinnu Hagstofu við út-
reikninga á vísitölu neysluverðs og á
óumdeildri stöðu stofnunarinnar
sem óhlutdrægs fagaðila og láta
hana annast þá verðmælingu sem
talin er henta neytendum í landinu.
Þá er það mat samtakanna að stjórn-
völd þurfi að endurskoða samninga
og ráðstöfun opinberra fjárveitinga
til verðrannsókna í þágu neytenda.
Í yfirlýsingu, sem samtökin hafa
sent frá sér, árétta þau að matvöru-
verð hafi haldið verðbólgu niðri á
undanförnum árum. Matvara hafi
hækkað um 2,7% frá árinu 2002 til
ársins 2007 en vísitala neysluverðs
hækkað um 21,24%. Segja samtökin
það út í hött að halda því fram að
verslunin hafi ekki staðið sig og skil-
að lækkunum til neytenda í landinu.
Hafa þau óskað eftir viðræðum við
Hagstofuna í næsta mánuði vegna
þessa að því er segir í yfirlýsingunni.
Hagstofa annast nú þegar mjög
öflugar verðrannsóknir
Hallgrímur Snorrason hagstofu-
stjóri segist ekki hafa heyrt í fulltrú-
um SVÞ enn sem komið er en starfs-
menn Hagstofunar muni að
sjálfsögðu taka fulltrúum samtak-
anna opnum örmum þegar að því
komi. Raunar sé það svo að starfs-
menn Hagstofu hitti fulltrúa SVÞ og
Alþýðusambandsins tvisvar til þrisv-
ar sinnum á ári og sá hópur hafi verið
vettvangur ágætra skoðanaskipta
um aðferðafræði við mælingar og
annað slíkt. Hallgrímur segir að
Hagstofan stundi nú þegar mjög öfl-
ugar verðrannsóknir með því að
reikna vísitölu einu sinni í mánuði.
Verð á mjög mörgum vörum í fjölda
verslana sé mælt með nákvæmum
hætti. „Verðkannanir Alþýðusam-
bandsins og Neytendasamtakanna
eru hins vegar mun einfaldari og
ekki jafnmarktækar og mælingar
okkar. Verðsöfnun er takmarkaðri
og hættan á sveiflum í niðurstöðum
þeirra er meiri en í niðurstöðum
Hagstofu,“ segir Hallgrímur.
„Það sem vakir fyrir okkur er að
fá ASÍ, SVÞ og alla sem í hlut eiga til
þess að verða nokkuð sáttir um það
að við séum að mæla hlutina á til-
tölulega skynsamlegan hátt. Það má
að sjálfsögðu alltaf gera betur en í
mínum huga er þetta hins vegar
frekar spurning um það hvort Al-
þýðusambandið og Samtök verslun-
ar og þjónustu ættu ekki að ræðast
við, hreinsa andrúmsloftið og hugs-
anlega leiðrétta einhvern misskiln-
ing,“ segir hagstofustjóri að lokum.
Hagstofa annist
verðrannsóknir
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is