Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
BÚIST er við að
á morgun, laug-
ardag, verði til-
kynnt um niður-
stöður forseta-
kosninga á Ind-
landi. Útlit er
fyrir að Pratibha
Patil hafi verið
kosin forseti, en
hún er 72 ára og
yrði þá fyrsti kvenkyns forseti
landsins. Patil er fulltrúi stjórnar-
flokkanna og talið var að auðvelt
yrði að tryggja henni kosningu í
indverska þinginu en annað kom á
daginn; baráttan var lituð af
hneykslismálum tengdum fjöl-
skyldu hennar. Samkvæmt könn-
unum hafa indverskar konur
flykkst að baki kynsystur sinni,
ákafar að sjá konu í valdastöðu.
Fyrsta konan
á forsetastóli
Pratibha Patil
LEITAÐ er að um 50 ólöglegum
innflytjendum nærri Kanaríeyjum,
en bát þeirra hvolfdi í gær. Þegar
hefur tekist að bjarga 48 manns. Í
fyrra komu meira en 31.200 inn-
flytjendur til eyjanna.
Hvolfdi við Spán
BANDARÍKJAFORSETI kvaðst í
gær hafa íhugað að beita hervaldi í
Darfur í Súdan til að stöðva „þjóðar-
morð“ en hafnað þeirri hugmynd.
Íhugaði hernað
YFIR 50 manns biðu bana í þremur
sprengjutilræðum í Pakistan í gær.
Alls hafa nær 200 manns látið lífið í
hrinu tilræða sem hófst eftir árás
hermanna á mosku stuðnings-
manna talibana í vikunni sem leið.
Reuters
Ólga Stjórnarandstæðingar mót-
mæla blóðsúthellingum í Pakistan.
Yfir 50 féllu
Lissabon. AFP, AP. | Tony Blair,
fyrrverandi forsætisráðherra Bret-
lands, tók í gær formlega við nýju
hlutverki sínu sem sérlegur sendi-
maður Kvartettsins svonefnda í
málefnum Mið-Austurlanda.
Blair átti fund með leiðtogum
Kvartettsins – Sameinuðu þjóð-
anna, Bandaríkjanna, Evrópusam-
bandsins og Rússlands – í Lissabon
í gær. Á fundinum voru Ban Ki-
moon, framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, Condoleezza Rice,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
Sergej Lavrov, utanríkisráðherra
Rússlands, og Javier Solana, æðsti
embættismaður Evrópusambands-
ins í utanríkismálum, auk gestgjaf-
ans Luis Amado, utanríkisráðherra
Portúgals. Eftir fundinn kvaðst
Blair vera ánægður með umboð sitt
sem sendimaður Kvartettsins og
kvaðst vongóður um að sér tækist
að stuðla að friði milli Ísraela og
Palestínumanna. Er þetta í fyrsta
skipti sem leiðtogar Kvartettsins
koma saman frá því því að Hamas-
hreyfingin náði Gaza-svæðinu á sitt
vald eftir harða valdabaráttu við
Fatah, hreyfingu Mahmouds Ab-
bas, forseta Palestínumanna.
Condoleezza Rice sagði að hvorki
Kvartettinn né Bandaríkjastjórn
léði máls á viðræðum við Hamas.
Utanríkisráðherra Portúgals, for-
ystuþjóðar Evrópusambandsins
þetta misserið, tók í sama streng.
Margir telja að erfitt verði fyrir
Blair að ná árangri vegna takmark-
aðs umboðs hans og þeirrar afstöðu
að ekki komi til greina að semja við
Hamas. Honum hefur aðeins verið
falið að efla stofnanir Palestínu-
manna og hjálpa þeim að koma á
lögum og reglu á svæðum þeirra.
Rice kvaðst þó vongóð um að
störf Blairs og friðarráðstefna, sem
Bandaríkjaforseti hefur boðað í
haust, verði til þess að skriður
kæmist á friðarumleitanirnar.
Blair ánægður
með umboðið
Í HNOTSKURN
» Miðstjórn FrelsissamtakaPalestínumanna (PLO) heim-
ilaði í gær Mahmoud Abbas for-
seta að skipuleggja forseta- og
þingkosningar eftir að Hamas
náði Gaza-svæðinu á sitt vald.
» Leiðtogi Hamas sagði aðhreyfingin myndi hindra
kosningarnar. „Með því að flýta
kosningunum er verið að snið-
ganga vilja palestínsku þjóðar-
innar og þessi tilraun er dæmd
til að mistakast,“ sagði hann.
AÐ minnsta kosti tuttugu og sex
biðu bana og fimmtán slösuðust
þegar sjö hæða bygging hrundi til
grunna í borginni Bombay
(Mumbai) á Indlandi í fyrrinótt. Ótt-
ast var að nokkrir til viðbótar lægju
enn í rústum byggingarinnar en
björgunarfólk vann að því í gær að
reyna að finna þá. Miklar rigningar
settu þó strik í reikninginn. Ætt-
ingjar fólks í húsinu biðu milli von-
ar og ótta eftir fréttum.
Í húsinu voru nokkrar verslanir,
einnig heilsugæslustöð og þar var
ennfremur íbúðarhúsnæði. Ekki
var ljóst hvað olli hruni bygging-
arinnar en rannsókn er hafin af
hálfu yfirvalda. Ein kenning var þó
sú að lélegt sement hefði verið not-
að þegar húsið var reist fyrir tutt-
ugu árum.AP
26 fórust
þegar hús
hrundi
Eftir Ástu Sóleyju Sigurðardóttur
astasoley@mbl.is
MYNDBANDSUPPTAKA af flugslysinu í Sao
Paulo í Brasilíu sýnir flugvélina koma inn á flug-
brautina á óvenjulega miklum hraða en vélin rann
af flugbrautinni, yfir fjölfarinn veg og inn í vöru-
hús handan vegarins. Tæplega 200 manns týndu
þar lífi. Á myndbandinu sést sambærileg vél fara
flugbrautina á 11 sekúndum en vélin sem fórst fór
sömu vegalengd á aðeins þremur sekúndum.
Mikil reiði hefur vaknað í Brasilíu vegna slyss-
ins í Sao Paulo en 181 lík hefur náðst úr flakinu af
þeim 186 sem voru í vélinni en enginn af þeim lifði
slysið af. Þrjú lík hafa fundist í byggingunni sem
vélin lenti á, 11 manns eru á spítala, þar af fjórir í
lífshættu, og fimm manns er enn saknað. Aðal-
orsök slyssins er talin vera flugbrautin en hún hef-
ur legið undir gagnrýni fyrir að vera of stutt og
mjög hál í rigningu.
Cezar Britto, formaður Félags lögfræðinga í
Brasilíu, sagði slysið hafa verið fyrirsjáanlegan
harmleik og bætti við að trúverðugleiki brasilíska
flugkerfisins hefði farist ásamt vélinni og hinum
látnu. Flugmaður í Sao Paulo sagði, í viðtali við
dagblaðið O Globo, brautina hála eins og sápu og
að yfirvöld hefðu aldrei átt að leyfa vélinni að
lenda.
Slysið ekki einsdæmi
Síðastliðinn mánudag, daginn fyrir slysið, höfðu
tvær vélar runnið af sömu flugbraut en þó án þess
að slys hlytist af. Í mars síðasliðnum hafði Boeing
737 einnig lent í erfiðleikum á brautinni. Alþjóð-
legir sérfræðingar í flugöryggismálum hafa lengi
varað við hættum flugbrautarinnar og þá sérstak-
lega í rigningu.
Flugvallaryfirvöld hafa reynt að laga brautina
og var nýlega lagt nýtt malbik en það er ekki orðið
nógu hart til að gera rákir í það, en rákirnar leiða
mesta regnvatnið í burtu. Rákirnar verða gerðar í
ágúst eða september en brautin verður nú lokuð í
20 daga og verður ekki notuð í mikilli rigningu þar
til rákirnar hafa verið gerðar.
Armando Schneider Filho, yfirmaður brasilísku
flugmálastjórnarinnar, sagði engan möguleika á
að hál brautin hefði orsakað slysið og að brautin
hefði verið athuguð 20 mínútum fyrir slysið.
Brautin hefði verið blaut en engin vatnssöfnun
hefði átt sér stað.
Jim Burin, sérfræðingur í flugöryggi, sagði hins
vegar vatnssöfnun á flugbrautinni líklegustu or-
sökina.
Forseti Brasilíu hefur beðið lögreglu að rann-
saka hvort farið hafi verið eftir settum reglum við
endurnýjun flugbrautarinnar en ýmsir alþjóðlegir
rannsóknaraðlilar munu einnig rannsaka slysið.
Deila um orsök flugslyss
Mikil reiði í Brasilíu vegna flugslyss sem kostaði nær 200 manns lífið
Myndbandsupptaka sýnir vélina lenda á flugbrautinni á of miklum hraða
AP
Syrgja Ættingjar hinna látnu stíga um borð í
flugvél TAM-flugfélagsins á leið til Sao Paulo.
Fræðsla og nánari upplýsingar á www.or.is www.or.is
Umhverfi Nesjavallavirkjunar og Hengilssvæðið er með
vinsælustu útivistarsvæðum á landinu, tilvalin til
náttúruskoðunar og gönguferða. Það er einnig skemmti-
leg upplifun að fræðast um hið tæknilega stórvirki, Nesjavallavirkjun.
Um svæðið liggja merktar gönguleiðir og fræðslustígar í boði eru skoðunar-
ferðir um virkjunina fyrir einstaklinga og hópa. Gestamóttaka er opin
í sumar, mánudaga til laugardaga kl. 9:00 - 17:00 og sunnudag
kl.13:00 - 18:00.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
O
R
K
3
80
04
0
6.
2
0
0
7
Íslensk vísindi
- vistvæn orka
Komdu í
heimsókn