Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 17

Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 17 AUSTURLAND voru afskaplega vingjarnlegir,“ seg- ir í bréfinu frá Len og Leonard Mal- colm, frá Birkenhead við ána Mer- sey, en þar er strákunum einnig hrósað fyrir að tala góða ensku, sem hjálpar óneitanlega í þessu starfi. Peningarnir frá Englandi fara í sérstakan sjóð sem verður notaður til uppákomu í lok sumars, en í hann fer þjórféð úr töskuburðinum. Vinnulaunin eru notuð til að greiða ferðakostnað liðsins. Eftir Gunnar Gunnarsson Egilsstaðir | Fjórða flokki karla í knattspyrnu hjá Hetti á Egilsstöðum barst nýverið 18 þúsund króna ávís- un frá enskum hjónum. Hjónin voru hluti af hóp sem dvaldist á Hótel Héraði í lok maí en strákarnir hafa séð um töskuburð á hótelinu í sum- ar. „Ég hreifst mest af fótboltastrák- unum sem báru töskurnar – þeir Fengu rausnarlegt þjórfé fyrir töskuburð Óvænt aukalaun Auður Anna Ingólfsdóttir, hótelstjóri á Hótel Héraði, af- hendir fyrirliða Hattarliðsins, Kristófer Erni Kristóferssyni, þjórféð. Morgunblaðið/Gunnar Gunnarsson Eftir Sigurð Aðalsteinsson Jökulsárhlíð | Verið er að gera til- raunir með uppgræðslu eyra Jökuls- ár á Dal úti í Jökulsárhlíð. Undanfar- ið hafa ábúendur í nágrenni eyranna kvartað út af sandfoki sem verið hef- ur óvenjuþrálátt í sumar. Að sögn Eiríks Magnússonar, bónda í Hólmatungu, hefur verið mikið sand- og moldrok í sumar. ,,Það er samt ekki eins mikið og fyrir tveimur árum þegar verið var að ryðja jarðveginum af stíflustæðinu við Kárahnjúka í ána, þá var mun meira sand-, mold- og leirfok en nú, þó það sé ærið og smjúgi inn um öll híbýli og skemmi viðkvæm raftæki og gólf, sagði Eiríkur. Alls óvíst um árangur Á dögunum voru menn frá Land- bótasjóði Norður-Héraðs, sem sér um uppgræðslu vegna Kárahnjúka- virkjunar samkvæmt samningi við Landsvirkjun, að gera tilraun til að hefta sandfokið með því að sá grasfræi og dreifa áburði á foksvæð- unum við Hnitbjörg og Surtsstaði í Jökulsárhlíð. Áburði og fræi var dreift með tveimur stórum traktorum og gerð tilraun til að valtra yfir dreifingar- svæðið til að reyna að auka árangur sáningarinnar. Eiríkur Magnússon og Veturliði Kristjánsson, bóndi á Surtsstöðum, voru að vinna að sán- ingunni ásamt mönnum frá Land- bótasjóði þegar fréttaritara bar að garði og sögðu þeir þetta vera tilraun til að hefta sandfokið, en alls óvíst með árangurinn, sögðust þó vona að þetta skilaði einhverjum árangri. Gera tilraun til upp- græðslu Jökulsáreyra Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Engin smásmíði Stórar dráttarvélar eru notaðar við sáningu og áburð- ardreifingu á vegum Landbótasjóðs Norður-Héraðs og Landsvirkjunar. LANDIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hornafjörður | „Krakkarnir okkar eru strax byrjaðir að æfa sig á vellinum. Þetta er kærkomið,“ seg- ir Ragnhildur Einarsdóttir, for- maður undirbúningsnefndar fyrir unglingalandsmót UMFÍ á Horna- firði. Frjálsíþróttavöllurinn á Sindravöllum á Höfn er tilbúinn fyrir mótið sem fram fer sam- kvæmt venju um verslunarmanna- helgina. Frjálsíþróttavöllurinn er stærsta framkvæmdin sem Sveitarfélagið Hornafjörður leggur í vegna ung- lingalandsmótsins. Nú er búið að leggja gerviefni á hlaupa- og stökkbrautir. Vegna hagstæðs veð- urfars tókst að gera það á til- settum tíma en oft hefur dregist fram á síðustu daga að ganga frá völlunum fyrir mótin. „Það er kær- komið að ljúka þessu svona tím- anlega þannig að menn geti notað síðustu vikurnar til að vinna að öðrum undirbúningi,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, starfsmaður UMFÍ, sem er framkvæmdastjóri unglingalandsmótanna. Glæsileg aðstaða Hann segir að staðan á Höfn sé glæsileg og er ánægður með vinnu heimafólks. Það eina sem ekki hef- ur gengið upp er bygging nýrrar sundlaugar en það er af tækni- legum ástæðum. Ómar Bragi segir að eigi að síður hafi verið ákveðið að keppa í sundi í gömlu litlu laug- inni. Þátttakendur viti af því fyr- irfram. Keppt verður í tíu íþróttagrein- um á unglingalandsmótinu að þessu sinni, fleiri greinum en áður. Keppt verður í knattspyrnu á Sindrasvæðinu og krakkablaki, auk frjálsra íþrótta, og körfubolta í íþróttahúsinu sem er á þessu sama svæði. Þá verður keppt í golfi, hestaíþróttum, mótókrossi, skák og glímu. Ekki hefur áður verið keppt í krakkablaki og mótókrossi á unglingalandsmóti. „Ég veit ekki við hverju má bú- ast. Veðrið mun hafa áhrif,“ segir Ragnhildur sem auk þess að vera formaður unglingalandsmótsnefnd- ar er formaður Ungmennasam- bandsins Úlfljóts sem býður til mótsins. Hún vonast til að 800 til 1000 keppendur taki þátt og þeim fylgi 8 til 10 þúsund manns í heild- ina. Miðar hún þá við reynsluna af síðustu mótum. Leikir og skemmtun Unglingalandsmótið er ekki ein- ungis íþróttahátíð fyrir 11 til 18 ára táninga, heldur vímuefnalaus fjölskylduhátíð. Samhliða íþróttun- um er boðið upp á fjölbreytta af- þreyingu, leik og skemmtun fyrir fjölskyldurnar. Ómar Bragi segir að lögð verði áhersla á hafa leiki og keppni í gangi allan tímann til að hafa ofan af fyrir yngri krökk- unum, sem ekki hafi aldur til að keppa á mótinu sjálfu. Þá eru kvöldvökur öll kvöldin, með hljóm- sveitum og skemmtikröftum. Að sjálfsögðu verður efnt til móts í Hornafjarðarmanna og til stendur að halda Þórbergsleika þar sem þrautir verða valdar í anda skálds- ins frá Hala. Unnið hefur verið að undirbún- ingi mótsins í tvö ár en af auknum krafti í eitt ár. Nú stendur loka- spretturinn yfir. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt,“ segir Ragn- hildur Einarsdóttir um upplifun sína af starfinu. Undirbúningi að ljúka fyrir unglingalandsmót Ljósmynd/Ómar Bragi Stefánsson Fyrsta æfingin Frjálsíþróttavöllurinn á Höfn í Hornafirði er tilbúinn, tím- anlega fyrir unglingalandsmót. Unglingarnir tóku strax til við æfingar. Gerviefni komið á íþróttavöllinn Í HNOTSKURN »Tíunda unglingalandsmótUMFÍ verður haldið á Hornafirði 3. til 5. ágúst. »Mótið er íþrótta- og fjöl-skylduhátíð með áherslu á 11 til 18 ára börn og unglinga. »Unglingalandsmótin eruhaldin á hverju ári. Að ári verður mótið í Þorlákshöfn. Sund Notast verður við gömlu sundlaugina á Höfn við keppni á unglingalandsmótinu. Fram- kvæmdir eru hafnar við nýja laug en hún verður ekki tilbúin. HLAUPTU TIL GÓÐS 18. ÁGÚST! 18. ÁGÚST 2007GLITNIS REYKJAVÍK UR MARAÞON Nú getur þú hlau pið fyrir gott mál efni að e igin vali í Reykjavík urmaraþo ni Glitnis . Glitnir greiðir 5 00 kr. ti l góðgerða rmála á hvern kí lómetra sem viðs kiptavinir * bankans hlaupa og 3.000 k r. fyrir sta rfsmenn. Skráðu þ ig á www .glitnir.is og hlaup tu til góð s. Allir sigra 18. ágús t! *Viðskipt avinir í V ild, Náms vild, Gullvild o g Platínu m. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.