Morgunblaðið - 20.07.2007, Page 18

Morgunblaðið - 20.07.2007, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ DÚÓIÐ Paradís leikur í dag listir sínar á hádegistónleikum Ket- ilhússins. Hafdís Vigfúsdóttir leik- ur á flautu og Kristján Karl Braga- son á píanó. Tónleikarnir hefjast á slaginu kl. 12 og standa yfir í um 50 mínútur. Í fréttatilkynningu um tón- leikana segir: „Það er fátt meira hressandi en að taka smá forskot á helgina og gera sér glaðan dag strax í hádeginu. Fólk mætir síðan endurnært í vinnuna eftir hádegið og er enn betur í stakk búið að njóta helgarinnar en ella.“ Miðaverð er 1.000 kr. en hægt er að kaupa sér miða á Paradís við innganginn. Paradís í hádeginu AKUREYRI VERSLUNARSTAÐURINN forni á Gásum verður endurreistur um helgina. Gestum gefst þá færi á að upplifa starfshætti og menningu síð- miðalda með hjálp frá innlendum og erlendum kaupmönnum ásamt ýmsu handverksfólki. Þar verður mikið líf, eins og kem- ur fram í fréttatilkynningu um við- burðinn: „Víðsvegar um kaupstaðinn mun eyfirskt og danskt handverks- fólk, íklætt miðaldaklæðnaði, vinna að leður- og vattarsaumi, ullarþæf- ingu, vefnaði og tálgun. Miðalda- tónlist mun hljóma um kaupstaðinn, brennisteinn úr Námafjalli verður hreinsaður og hleypt verður af fall- byssu af þeirri gerð sem tíðkaðist í Evrópu á miðöldum. Hugaðir gestir geta reynt sig við bogfimi og steinakast og fylgst með riddurunum, brynjuðum að erlend- um sið, skylmast. Kaupmennirnir og handverksfólkið kemur að sjálf- sögðu hlaðið vörum í kaupstaðinn og því viðbúið að perlur, gler, skart, sverð, hnífar, skeiðar, litað band og fleiri skemmtilegir hlutir ættaðir frá miðöldum skipti um eigendur.“ Engin greiðslukort á miðöldum Minjasafnið á Akureyri, Hörgár- byggð og Akureyrarstofa standa að baki endurreisn Gásakaupstaðar. Einnig hefur innlent og erlent handverksfólk unnið að því í vetur að gera markaðinn meira spennandi en á síðasta ári, þegar um 1.300 manns heimsóttu Gásir. Friðrik V mun elda súpu í mið- aldastíl sem verður seld gegn vægu gjaldi til styrktar Gásaverkefninu. Áhugasömum gefst einnig kostur á að fá leiðsögn um sögustaðinn báða dagana sem hátíðin fer fram. Rétt er þó að geta þess að þar sem greiðslu- kort tíðkuðust ekki á miðöldum rru gestir beðnir að hafa með sér reiðufé til að vera gjaldgengir á mark- aðnum. Lýkur með fallbyssuskoti Markaðurinn verður opinn frá kl. 10–16 báða dagana. Hann mun verða opnaður á laugardegi þegar Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri set- ur kauptíðina með fornum hætti. Í kjölfarið mun Valur Þór Hilmarsson umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu segja nokkur orð. Kauptíðinni lýkur svo á sunnudaginn með fallbyssu- skoti sem sendiherra Dana á Íslandi, Lasse Reimann, hleypir af. Síðustu tvö ár hefur Ferðamála- stofa veitt Gásaverkefninu styrki sem nýttir hafa verið til þess að koma upp salernisaðstöðu á Gásum. Hún mun gera það mögulegt að gestir geta staldrað lengur við á svæðinu og notið miðaldamenningar og náttúrunnar á svæðinu. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna, 250 kr. fyrir 13 ára og yngri en þeir sem eru minni en mið- aldasverð borga engan aðgangseyri. Þat mælti mín móðir, at mér skyldi kaupa Merkar miðaldir Um helgina verður tímaflakk um síðmiðaldir á Gásum. Gásir munu iða af lífi um helgina Í HNOTSKURN »Gásir eru við Hörgárósa íEyjafirði, 11 km norðan við Akureyri. »Hvergi á Íslandi eru varð-veittar jafnmiklar mann- vistarleifar um verslunarstað á miðöldum. »Gásir voru helsti versl-unarstaður á Norðurlandi á miðöldum og er staðarins víða getið í fornritum frá 13. og 14. öld. »Á síðasta ári komu um1.300 manns á miðalda- markaðinn, sem sífellt fer stækkandi. www.gasir.is ENGAR ákveðnar reglur gilda um gerð hringtorga í vegakerf- inu en þar sem þau tengjast á einn eða annan hátt við þjóðvegi er gjarnan um sam- vinnuverkefni Vega- gerðarinnar og við- komandi sveitarfélags að ræða, að sögn Jó- hanns Bergmanns, deildarstjóra nýfram- kvæmda Vegagerðar- innar á suðvestursvæði landsins. Hringtorg eru með mismunandi hætti í Reykjavík. Íbúar í Árbæ hafa bent á að gömlu hringtorgin sitt hvorum megin við Suð- urlandsveg, þ.e. annars vegar við Bæjarháls og hins vegar við Hádeg- ismóa, séu börn síns tíma, flöt og aðeins þökulögð, meðan önnur hringtorg í nágrenninu eins og svonefnt Rauðatorg á mótum Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar og hringtorg á Bæjarhálsi séu snyrtileg og jafnvel skrýdd blómum og trjám. Ámundi Brynjólfsson, skrifstofu- stjóri mannvirkjaskrifstofu á fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar, segir að á undanförnum árum hafi borgin gert meira en áður í því að gera hringtorg fallegri með aðstoð landslagsarkitekta og um leið reynt að stuðla að því að þau gerðu það að verkum að ökumenn drægju úr hraða bifreiða sinna. Þessi vinna beindist fyrst og fremst að nýjum torgum og sér vitanlega hefði ekki verið óskað eftir breytingu á um- ræddum hringtorgum í Árbæ, þótt full ástæða væri til þess. Vegagerðin á Suðurlandsveginn og tengingar inn á hann. Jóhannes Bergmann segir að þegar um sam- vinnuverkefni Vegagerðarinnar og sveitarfélags sé að ræða sjái Vega- gerðin gjarnan um framkvæmdina en frumkvæði um gerð og breyting- ar komi frá sveitarfélaginu. Engar reglur um gerð hringtorga Morgunblaðið/Brynjar Gauti MIKIL landmótun hefur átt sér stað í Básaskarði við Kjóavelli í Kópavogi en á svæðinu verður mik- ið og stórt hesthúsahverfi í framtíð- inni. Jarðvegsfylling hefur staðið yfir á Kjóavöllum í mörg ár. Þar eru fyrir nokkur hesthús og til stendur að bæta um betur og reisa mikla hesthúsabyggð með tilheyrandi reiðvegum og æfinga- og keppnis- völlum. „Þarna verður stærsta reið- höll landsins,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og bætir við að byggingarfram- kvæmdir hefjist á næsta ári. Í næsta nágrenni er risið glæsi- legt knattspyrnuhús og næsta skref í þeirri uppbyggingu er bygging Knattspyrnuakademíu Íslands með tveimur handboltavöllum í fullri stærð, líkamsræktarstöð og sund- laug. Gert er ráð fyrir að næsta áfanga ljúki að ári. Gert klárt fyrir hesthúsabyggð, reiðstíga og reiðhöll á Kjóavöllum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Atgangur Mikil uppfylling hefur átt sér stað á Kjóavöllum að undanförnu með tilheyrandi akstri og ryki. PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Góður próteingjafi fyrir unga sem aldna. Wheat grass

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.