Morgunblaðið - 20.07.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.07.2007, Qupperneq 22
matur 22 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is M ataráhugi minn kviknaði ekki al- mennilega fyrr en við fluttum til Lund- úna í mastersnám 2001, þó að ég hafi hætt að borða sykur þegar ég var 12 ára gömul. Í London bjuggum við í sex ár og með öllu því frábæra hráefnisúrvali og góða verðlagi kviknaði áhuginn held- ur betur,“ segir Sigrún Þorsteins- dóttir sem hefur frá árinu 2003 átt sér afar fjölbreyttan uppskriftavef, sem öllum áhugamönnum um hollt mataræði er frjálst að nota. „Ég setti vefinn upp aðallega til að halda öllum uppskriftunum mínum til haga,“ segir Sigrún, sem nú er 33 ára og gift Jóhannaesi Erni Erlings- syni, sem er forritari og smíðaði matarvef konu sinnar. „Ég sé alfarið um eldamennskuna en maðurinn minn er yfirsmakkari. Þegar þarf að uppfæra vefinn rukkar hann fyrir í mat og má þá velja sér eitthvað af vefnum. Þau vinnuskipti hafa gengið mjög vel. Hann sér hinsvegar alfarið um kaffimálin á heimilinu enda kaffi- áhugamaður fram í fingurgóma og hefur m.a. dæmt á mótum og á sitt „kaffihorn“ í eldhúsinu sem ég kem ekki nálægt,“ segir Sigrún, sem er sérfræðingur í aðgengismálum fatl- aðra á Netinu. Grænmeti og sushi í uppáhaldi En hvers konar hráefni er í upp- haldi hjá matgæðingnum? „Græn- meti enda er ég grænmetisæta og mér finnst líka voðalega gaman að elda framandi rétti, sérstaklega frá Austur-Afríku og Asíu. Mér finnst gott að búa til pottrétti, sem geta mallað lengi og duga í nokkra daga, sér í lagi þegar vinnan kallar og svo erum við rosalegir sushi-fíklar og verðum að fá okkar sushi-skammta reglulega. Ég er nýfarin að elda fisk aftur enda eigum við þar frábært hráefni, sem við borðum alltof lítið af. Við erum nýflutt heim eftir sex ára búsetu í Lundúnum. Þar gleymdum við pínulítið að borða fisk enda hráefnið ekki eins ferskt og hér. Ég reyni alltaf að elda allan mat frá grunni og hef aldrei keypt skyndimat til að elda úr og örbylgju- ofn hef ég aldrei átt. Ég nota góðar olíur og ferskt, lífrænt ræktað hrá- efni, eins og ég mögulega get.“ Hamingjuhænur ófáanlegar Þegar hollustan er í hávegum höfð hvernig er þá best að haga innkaup- unum? „Ég kaupi aldrei unna matvöru og aldrei neitt með aukaefnum, bragð- efnum eða litarefnum. Ég útbý t.d. sjálf múslíið mitt og kaupi aldrei kex, snakk eða þvíumlíkt. Ég skoða ítarlega innihaldslýsingar ef ég er að kaupa vöru, sem ég þekki ekki, en það er mér mikilvægt að varan sé ekki einungis holl heldur líka að hún komi ekki frá stöðum þar sem illa er farið með fólk, dýr og landsvæði. Ég kaupi því ekki vörur með pálmaolíu nema varan hafi viðurkenningu þess efnis að vinnsla á pálmaolíunni hafi ekki skaðað regnskógana eða heim- kynni dýra í útrýmingarhættu. Vel- ferð dýra skiptir mig miklu máli og ég kaupi ekki kjúklingakjöt á Íslandi þar sem enginn aðili er með „ham- ingjusamar hænur“. Við erum mörg- um árum á eftir Lundúnabúum í þeim efnum. Það er algjörlega óvið- unandi að dýrum hafi liðið illa áður en þeirra er neytt. Verðlag á Íslandi er líka óviðunandi, sérstaklega á líf- rænu og hollu hráefni því það er allt að fjórum sinnum dýrara hér en í London. Með því að lækka verð á hollustuvörum er ég viss um að það megi lækka kostnað í heilbrigð- isgeiranum og sjúkrahúsinnlögnum myndi fækka,“ segir Sigrún. Alltaf á einhverjum þvælingi Ferðalög eru annað áhugamál þeirra hjóna því Sigrún segir þau alltaf á einhverjum þvælingi. „Við löbbum upp um fjöll og firnindi, bæði hér heima og erlendis. Við höf- um starfað sem fararstjórar í Kenýa og fer maðurinn minn reglulega á Kilimanjaro. Hestamennska er líka ofarlega á áhugalistanum og við er- um einmitt að fara sem meðhjálp- arar yfir Kjöl í næstu viku með tólf þýska hestamenn,“ segir Sigrún, sem nestaði blaðamann að lokum með fimm hollustu-uppskriftum úr uppskriftasafninu sínu. Engifer- og melónudrykkur (fyrir tvo) 2 gulrætur 1 Galia-melóna eða hunangs- melóna, fræhreinsuð og afhýdd 2 lime (best að nota sítruspressu en annars má kreista safann með höndunum) 3 cm engiferbútur, afhýddur Setjið allt í safapressu nema lime ávöxtinn. Berið fram í háum glösum með klökum og lime-sneiðum. Líka má nota vatnsmelónu í þennan safa. Þessi drykkur er fullur af holl- ustu. Engifer er hreinsandi og gott fyrir meltinguna og melónan er full af vítamínum. Nota má bæði Galia- melónu, sem er ljósgræn að innan, eða hunangsmelónu. Lime er afar frískandi en því má sleppa ef þið vilj- ið sætari safa. Gott er að nota safa- pressu fyrir þessa uppskrift en fyrir þá sem ekki eiga svoleiðis má kaupa gulrótarsafa og blanda restina í blandara. Rífa engiferið fyrst og hræra svo saman. Safinn verður þá þykkari. Múslí með hnetum, fræjum og þurrkuðum ávöxtum 2 bollar haframjöl 1 bolli spelthafrar eða tröllahafrar 1 bolli speltflögur ½ bolli þurrkaðir bananar ½ bolli þurrkaðar apríkósur ½ bolli döðlur 1 bolli rúsínur ½ bolli möndluflögur ½ bolli sólblómafræ ½ bolli heslihnetur, þurrristaðar á pönnu. Hýðið fjarlægt og saxað gróft ¼ bolli graskersfræ 2 tsk. byggmaltsíróp, blandað sam- an við 2 msk. af vatni. Má sleppa en gefur gott bragð Saxið þurrkuðu ávextina nema rúsínurnar í litla bita og setjið til hliðar. Blandið haframjölinu og spelt- höfrunum eða tröllahöfrunum sam- an í skál ásamt sólblómafræjunum. Sigtið allt mjöl í fíngötuðu sigti því þá fer allt kusk úr. Blandið þurrkuðu ávöxtunum saman við ásamt möndluflögunum. Blandið byggmaltsírópið saman við vatnið og blandið vel með te- skeið. Dreifið byggmaltsírópinu í mjórri bunu yfir hafrablönduna og Múslíið Eftir langa leit að góðu múslíi gafst Sigrún upp og hóf að búa til heimatilbúið múslí. Stangirnar Stútfullar próteinum og kolvetnum sem koma göngugörpum upp síðustu brekkuna. Hollustan í hávegum Matgæðingurinn Sigrún Þorsteinsson eldar allan sinn mat frá grunni og passar vel upp á hollmeti fæðunnar. Grillsósan Uppskriftin er ættuð frá kokkinum Abdalla Hamisi í Mombasa í Kenýa. En sósuna bar hann fram með risastóra Kingfish-fiskinum sem þau hjónin höfðu veitt fyrr um daginn í Indlandshafi. Bananamuffins Sætir og ekki of þéttar muffins sem komu á óvart þó maður sé ekki með glúteinóþol. Drykkurinn Frískandi melónu- drykkur sem er fullur af hollustu og hreinsandi fyrir meltinguna. Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.