Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 23
hrærið vel í á meðan. Dreifið á
nokkrar bökunarplötur með bök-
unarpappír undir og látið þorna í
nokkra klukkutíma, eða yfir nótt,
eða hitið í ofni á um 50°C í 30 mín-
útur.
Gott er að nota kókosflögur út í.
Skipta má út þurrkuðu ávöxtun-
um fyrir aðra t.d. má nota döðlur og
þurrkuð epli í staðinn fyrir banana
og rúsínur svo dæmi sé tekið. Einnig
er gott að setja ristaðar kókosflögur
út í. Einnig má nota hörfræ, sesam-
fræ og margt annað í staðinn fyrir
sólblómafræ.
Banana-, döðlu- og
möndlustangir
(20 stykki)
460 g þurrkaðir bananar
200 g heilar möndlur
120 g þurrkaðar döðlur
4 msk appelsínu- eða eplasafi
Maukið möndlurnar í matvinnslu-
vél þangað til þær eru orðnar frekar
fínlegar, samt ekki að dufti. Setjið í
stóra skál.
Maukið banana og döðlur með
appelsínusafanum, Bætið við meira
ef ykkur finnst þurfa. Þetta ætti
ekki að verða að algjöru mauki samt,
meira eins og þétt deig.
Blandið öllu saman með höndun-
um og hnoðið vel eða notið hrærivél
og deigkrók. Mótið stangir (ég miða
við 40 g) og pakkið hverjum og ein-
um inn í plast. Það má auðvitað móta
kúlur, kubba o.s.frv. allt eftir smekk.
Það er góð tilbreyting að setja eins
og 1 tsk. af kanil saman við.
Glútenlausir
bananamuffins
200 g hrísgrjónamjöl
60 g kartöflumjöl
30 g maísmjöl
2 tsk. vínsteinslyftiduft
1⁄2 tsk. heilsusalt
3-4 stórir vel þroskaðir bananar
110 g ávaxtasykur
1 egg, lauslega hrært
1 eggjahvíta, lauslega hrærð
1 msk. kókosfeiti eða ólífuolía
90-120 sojamjólk eða vatn
Hitið ofninn í 200°C. Sigtið saman
allt mjöl ásamt vínsteinslyftiduftinu
í stóra skál. Í annarri skál skuluð þið
stappa banana vel. Hrærið sykrin-
um, egginu, mjólkinni og olíunni
saman við. Hellið blauta hráefninu
saman við það þurra og blandið
þangað til allt er orðið vel blautt.
Setjið í muffinsform og bakið í 20-
25 mínútur. Gott er að bæta söx-
uðum valhnetum eða pecanhnetum
saman við.
Grillsósa Abdalla Hamisi
(Meðlæti fyrir 5-6)
l laukur, smátt skorinn
1 rauð paprika, skorin í smáa bita
3 tómatar, vel þroskaðir,
skornir smátt
1 tsk. duft af sætri, reyktri papriku
1 chilli, skorinn smátt, má líka nota
paprikuduft eða chilliduft
3-4 hvítlauksrif söxuð smátt
2-3 cm engifer, afhýddur og saxaður
smátt.
3 msk. byggmaltsíróp eða hlynsíróp
2 msk. tómatmauk
2 msk. mangómauk
3 msk. edik
1 tsk. sjávarsalt
1 tsk. karríduft
1 grænmetisteningur
ásamt 1⁄4-1⁄2 lítrum af vatni
Setjið allt hráefni í djúpa pönnu
og látið malla í um 30 mínútur.
Kælið. Frábær grillsósa með grill-
uðum mat og góð marenering fyrir
grænmeti. Líka er gott að baka fisk
með sósunni, t.d. í álpappír.
www.cafesigrun.com
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 23
að svarta krossinum og
bakkanum. Sú sundaðferð
felur í sér að höfuðið fer
aldrei ofan í vatnið og leið
því Víkverja mun betur
enda er útsýnið í Vest-
urbæjarlauginni mun
betra fyrir ofan vatns-
yfirborðið.
Barnaleg hræðsla Vík-
verja snýst þó ekki um
hættuna á höfuðáverkum
heldur annað og mun
verra. Í æsku var Víkverji
haldinn óstjórnlegri
hræðslu við hvali í öllu
vatni sem hann dýfði tánum í. Sterk-
ust var hræðslan í djúpu lauginni á
Spáni þar sem ungVíkverja var talin
trú um að enginn væri botninn – svo
djúp væri laugin.
Víkverja finnst botnlausar laugar
enn vera hinn fullkomni íverustaður
fyrir martraðarhvali. Hræðslan var
svo sterk að einhvern veginn fylgdi
hún Víkverja alla leið heim í baðið.
Hver veit nema martraðarhvalir
komist upp niðurföll og geti ferðast
um í pípulögnum af ýmsu tagi.
Hvernig annars er hægt að út-
skýra hin undurfurðulegu hljóð sem
því fylgja að taka tappann úr?
Víkverja er spurn.
Mennirnir eru mis-jafnir og sund-
laugarnar með. Sund-
laug Árbæjar og
Sundlaug Kópavogs fá
báðar toppeinkunn í
stjörnubók Víkverja
en Vesturbæjarlaugin
vermir botninn. Í Vest-
urbæjarlauginni ríkir
þó ákaflega skemmti-
leg stemning enda hef-
ur líklega ekki margt
breyst þar undanfarna
áratugi – hvorki hús-
búnaður né fastagest-
ir. Stór mínus er þó hversu heit laug-
in er, ef hægt er að svitna umlukinn
vatni – þá tókst Víkverja það!
Víkverji verður hins vegar að við-
urkenna barnalega hræðslu sem greip
hann af offorsi í ferð sinni þangað. Af
einhverjum ástæðum sést ósköp lítið
niðri í vatninu í Vesturbæjarlauginni.
Þegar sundmaður nálgast bakkann
sést ekki stóri svarti krossinn fyrr en
sundmaðurinn er kominn ískyggilega
nálægt – en svarti krossinn á einmitt
að vekja athygli á því að bakkinn sé að
nálgast höfuðið – eða öfugt.
Víkverji stóð sig hins vegar trekk í
trekk að því að skipta yfir í svokallað
„kellingasund“ rétt fyrir aðkomuna
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
VÍSINDAMENN segjast nú hafa
fundið nýja leið til að greina sér-
lega lífshættuleg blöðruhálskirtils-
krabbamein frá þeim hættuminni.
Þeir segja þessa tímamótaupp-
götvun geta bjargað mörgum karl-
manninum frá því að undirgangast
ónauðsynlega skurðaðgerð, sem í
mörgum tilvikum hefur hvimleiðar
og lamandi aukaverkanir á kyn-
getuna þegar upp er staðið.
Sum hægvaxta
Ólíkt mörgum krabbameinum
þarfnast aðeins sum blöðruháls-
kirtilskrabbamein meðferðar því
mörg hver eru mjög hægvaxta og
hafa þar af leiðandi litla hættu í
för með sér á heilsu manna. En
þetta er nauðsynlegt að greina svo
hægt sé að gera sér grein fyrir
því hverjir eru í raunverulegri
lífshættu og hverjir ekki, segja
sérfræðingar. Og það verður
hægt, samkvæmt nýrri rannsókn,
sem birt var sl. mánudag og sagt
var frá á netmiðli NBC, en rann-
sóknin sýnir hvernig erfðafræðileg
afbrigði innan æxlisfrumna geta
gefið frá sér hættumerki ef sjúk-
lingurinn er hugsanlega haldinn
banvænni tegund krabbameinsins.
„Þetta kemur til með að auka
fullvissu okkar um hvort krabba-
meinið ætlar að verða ágengt eða
værukært. Það er einmitt það sem
við þurfum að vita því margir
karlmenn með blöðruhálskirt-
ilskrabbamein eru meðhöndlaðir á
mjög róttækan hátt, en líklega
þurfa tveir þriðju þessarra karla
enga meðferð,“ sagði Colin Coo-
per, prófessor hjá bresku krabba-
meinsmiðstöðinni, í samtali við
Reuters.
Genabreyting sem getur haft
afdrifarík áhrif á lífslíkur
Cooper útskýrði hvernig einstök
genabreyting gæti haft afdrifarík
áhirf á lífslíkur. Menn vita að
venjulega inniheldur
blöðruhálskirtilskrabbamein sam-
runa á genunum TMPRSS2 og
ERG.
Nýja rannsóknin leiddi hins-
vegar í ljós að í 6,6% tilfella tvö-
faldaðist þessi samruni með því að
búa til banvæna samsetningu, sem
þekkt er sem 2+Edel. Sjúklingar
með 2+Edel hafa aðeins 25% lífs-
líkur eftir átta ár í samanburði við
90% lífslíkur þeirra, sem ekki varð
vart neinna genabreytinga á þessu
svæði.
„Tvöföldun samruna er slæmar
fréttir, en nákvæmlega hvernig
þessi tvöföldun gerir æxlin ágeng-
ari er enn ekki fullljóst,“ segir
Cooper og bætir við að burtséð
frá virkni gangverksins vonist
hann til að farið verði að nota
próf, sem mæli 2+Edel hættuna
með núverandi tækni til að meta
hvort eða hvers konar meðferð sé
viðeigandi að bjóða mönnum með
blöðruhálskirtilskrabbamein upp
á.
AP
Blöðruhálskirtilskrabbamein Það eru einkum á karlmenn sem komnir
eru yfir fimmtugt sem fá þessa tegund krabbameins.
Próf sker úr
um nauðsyn
skurðaðgerðar
ÁNÁFENGIS
HVER BER ÁBYRGÐ?
SKEMMTUMOKKUR
ÍSUMAR!
VEL
UNGLINGUM
FYLGIR ÁBYRGÐ
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
6
9
2
8
Viltu fá
frítt í bíó?
Lumar þú á blaðburðarkerru
í geymslunni?
Ef þú hringir í okkur í síma 569 1440 sækjum við
kerruna samdægurs og færum þér bíómiða fyrir
tvo að launum. Þú getur einnig skilað kerrunni til
Morgunblaðsins í Hádegismóum 2.
B
ÍÓ
M
IÐ
I
BÍ
ÓM
IÐ
I
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
7
-0
9
8
9