Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÍSLAND OG AFGANISTAN
Í Morgunblaðinu í gær var skýrtfrá nýrri skýrslu varnarmála-nefndar brezka þingsins um
stöðu mála í Afganistan. Það er ekki
að ástæðulausu, að brezk þingnefnd
sendir frá sér nýja skýrslu um þetta
efni. Bretar eru nú með rúmlega
7.000 hermenn í Afganistan og
ástandið þar fer versnandi en ekki
batnandi. Talibönum vex ásmegin.
Í skýrslu brezku þingnefndarinnar
er fjallað um framlag Atlantshafs-
bandalagsins til átakanna í Afganist-
an og þar er lýst áhyggjum nefnd-
arinnar yfir því, að einstök
aðildarríki bandalagsins séu treg til
að senda hermenn til Afganistans eða
til að fjölga hermönnum þar, ef ein-
hverjir eru fyrir í landinu.
Í viðtölum brezku þingmannanna
við ráðamenn á Spáni kom t.d. í ljós,
að þar var stuðningur talinn meðal al-
mennings við uppbyggingarstarf í
Afganistan en ekki við þátttöku í
hernaðaraðgerðum. Í Þýzkalandi var
þingmönnunum bent á stjórnarskrár-
ákvæði í þýzku stjórnarskránni, sem
gerði Þjóðverjum erfitt um vik að
taka þátt í hernaðarumsvifum Atl-
antshafsbandalagsins í Afganistan.
Nú er það svo, að við Íslendingar,
sem aðildarríki að Atlantshafsbanda-
laginu berum sömu ábyrgð á ákvörð-
unum um að bandalagið sendi herlið
til Afganistans eins og bæði Bretar,
Spánverjar og Þjóðverjar sem og öll
önnur aðildarríki bandalagsins. Hins
vegar gerir enginn kröfu til þess að
við sendum þangað herlið, þar sem
við höfum engum her á að skipa.
En hvaða skuldbindingar felast í
aðild okkar að þeirri ákvörðun, að
Atlantshafsbandalagið taki þátt í að-
gerðum í Afganistan? Þær skuldbind-
ingar hafa lítið verið ræddar hér en
þær hljóta að vera til staðar. Sjálf-
sagt hefur það verið vegna þeirra
skuldbindinga, sem við tókum að okk-
ur ákveðin verkefni á Kabúlflugvelli,
sem endaði með dauða tveggja
stúlkna eins og kunnugt er. Sjálfsagt
hefur það verið vegna þeirra skuld-
bindinga, sem við sendum jeppasveit-
ir til Afganistans en önnur þeirra var
kölluð heim frá norðurhluta landsins
eins og fram kom á sínum tíma.
Hverjar eru þessar skuldbinding-
ar? Er ekki tími til kominn, að utan-
ríkisráherra upplýsi þjóðina um það í
hverju þær eru fólgnar og hvernig
þeim er fylgt eftir. Erum við í hópi
þeirra aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins, sem brezka þingnefnd-
in telur að standi ekki við skuldbind-
ingar sínar innan Atlantshafsbanda-
lagsins?
Voru gerðir einhverjir fyrirvarar
af hálfu íslenzkra stjórnvalda, þegar
við tókum þátt í því með öðrum aðild-
arríkjum Atlantshafsbandalagsins að
ákveða þátttöku þess í hernaðarað-
gerðum í Afganistan. Gerðum við
grein fyrir því, að það mundi verða
erfitt fyrir Íslendinga að standa und-
ir þeim kröfum, sem bandalagið
mundi gera til aðildarríkja sinna?
Það er æskilegt að utanríkisráð-
herra upplýsi þetta.
REKSTUR LSH
Er það alveg nauðsynlegt að áreftir ár birtist fréttir þessefnis að Landspítali – há-
skólasjúkrahús greiði ekki reikninga
þegar komið er fram yfir mitt ár og
fjármagni starfsemi sína með því að
borga birgjum dráttarvexti sem
nema 600-700 þúsund krónum á degi
hverjum? Það er hægt að ráða all-
marga starfsmenn fyrir þá upphæð.
Það getur ekki verið að þetta séu
viðunandi rekstraraðferðir fyrir
þennan spítala.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
segir Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenzkra stór-
kaupmanna, m.a.:
„Þetta er alla vega í fjórða ef ekki
fimmta skiptið á fimm árum sem ég
hef sent erindi vegna þessa en það
hafa aldrei verið nein bein viðbrögð
við því. Spítalinn fær líklega á ein-
hverjum tímapunkti fjármagn til að
greiða niður skuldir, spurningin er
aðeins hvenær og hversu mikið.“
Fram hefur komið að ógreiddir
reikningar spítalans nema nú um 700
milljónum króna.
Guðlaugur Þór Þórðarson, hinn nýi
heilbrigðisráðherra, segir í samtali
við Morgunblaðið í gær:
„Það er augljóst að skynsamlegra
væri að LSH tæki lán hjá ríkinu en
hjá birgjum. Hins vegar segir það sig
sjálft að þegar svona staða er uppi
duga skammtímalausnir ekki til.
Vandamálið er stórt og ekki nýtt af
nálinni og sýnir að fara verður yfir
þessi mál heildstætt. Þá vinnu höfum
við hafið.“
Það er gott að svo er. Ítrekaðar
fréttir af þessu tagi vekja annars
vegar spurningar um rekstur spítal-
ans og hins vegar um stjórnsýsluna í
heilbrigðiskerfinu yfirleitt. Ætla
verður í ljósi endurtekinna vanda-
mála að Alþingi vanmeti fjárveiting-
ar til spítalans ár eftir ár eða geri
óraunhæfar kröfur til hans um
sparnað sem ekki sé hægt að fylgja af
þeirri einföldu ástæðu að starfsfólk
spítalans verður að lækna veikt fólk.
Það þýðir ekki að byggja rekstur
spítalans á sjálfsblekkingum ár eftir
ár.
Landspítali – háskólasjúkrahús er
auðvitað kjarninn í heilbrigðiskerfi
okkar. Þótt sjálfsagt sé að gera kröfu
til þess að spítalinn sé rekinn á eins
góðan og hagkvæman hátt og mögu-
legt er má ekki ganga svo langt í
kröfum um niðurskurð kostnaðar að
spítalinn geti ekki sinnt hlutverki
sínu.
Það er ekki fráleitt að segja að
stundum hafi verið gengið of langt í
slíkum kröfum.
En nú hefur ungur og framtaks-
samur maður tekið við forystu heil-
brigðisráðuneytisins og þá er við því
að búast að sams konar fréttir birtist
ekki að ári liðnu.
Stofnunin og starfsfólkið eiga ann-
að betra skilið en svona fréttir.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Páll Matthíasson legguráherslu á að samfélags-geðlækningar verðibyggðar út frá Reykja-
vík,“ segir Sigmundur Sigfússon,
geðlæknir á Akureyri. „Það getur
verið hagnýtt, en ég held að það
verði að vera sérstakt fólk sem
vinnur á hverjum stað, ekki fólk
sem er að fara frá stóru stofn-
uninni á hverjum degi. Á Land-
spítalanum er þekkingin og þar
eru sérfræðingarnir, en það er
einnig hægt að gera hlutina á
þann hátt sem við höfum gert þá.
Þessi útibúahugsun, að einn lækn-
ir sinni t.d. Keflavík einn mán-
uðinn og annar læknir hinn mán-
uðinn, það kemur ekki eins út og
til dæmis hér á Akureyri. Starfs-
hópurinn verður að samsama sig
við hverfið sem hann er að vinna
í.“
Kynntist svæðis-
geðlækningunum í Ósló
Sigmundur hefur starfað við geð-
deildina á Akureyri frá árinu 1984
en kynnti sér samfélagsgeðlækn-
ingar áður en hann hóf störf fyrir
norðan. Sjálfur notar Sigmundur
orðið „svæðisgeðlækningar“ um
hugtakið sem hefur verið þýtt
sem „samfélagsgeðlækningar“ (e.
Communitive Mental Health, no.
Distriktpsykiatri). „Í hópi sér-
fræðinga sem stunduðu nám með
mér við Norræna heilsuháskólann
í Gautaborg voru nokkrir svo rót-
tækir að þegar við heimsóttum
stórt geðsjúkrahús var iðulega
spurt: „Hvenær ætlið þið að
leggja þessa stofnun niður?“ Boð-
skapurinn var sá að dreifa þjón-
ustunni út á meðal fólks og fækka
plássum á stóru geðspítulunum
því að það var augljóst öllum að
þeir voru óhollir fólki, sem voru
þar mjög lengi.
Ég leysti af í Ósló í Noregi
sumarið 1992 og fylgdist með
hvernig þeir byggðu upp úthverf-
aþjónustu. Þar vann ég í hverfa-
miðstöð sem þjónaði 100 þúsund
manna svæði og starfaði í velferð-
arhópi sem samanstóð af læknum,
sálfræðingum og hjúkrunarfræð-
ingum. Eitt af því sem gert var
var að að fara heim til sjúklinga,
sem var nýtt fyrir mér. Fyrrver-
andi langtímasjúklingar geð-
sjúkrahúsanna voru þá komnir í
íbúðir og farnir að fóta sig í lífinu.
Þá rann upp fyrir mér ljós að
margt sem við gerum hér á Ak-
ureyri flokkast undir svæð-
isbundna geðheilbrigðisþjónustu.“
Ekki nýjar af nálinni
Af tali Sigmundar er augljóst að
samfélags- eða svæðisgeðlækn-
ingar eru ekki nýjar af nálinni.
Hann kynntist þeim í Noregi við
upphafa níunda áratugarins og
tekur fram að Brynjólfur Ingv-
arsson geðlæknir og stamstarfs-
maður Sigmundar kynntist sam-
bærilegum straumum frá
Stokkhólmi um svipað leyti. Frá
því þá hafa þeir fikrað sig í þá átt
að setja upp módel fyrir geðheil-
brigðisþjónustuna á Akureyri sem
byggist á þeim grunni:
„Mér hefur fundist sérkennilegt
að setja samfélagsgeðlækningar í
þann búning að þessi hugsun sé
glæný. Og skrýtið að heilbrigð-
isyfirvöld skuli ekki hafa stefnt að
því að taka upp slíka þjónustu
fyrr þar sem verið hefur góð
reynsla af henni í nágrannalönd-
unum,“ segir Sigmundur.
Ekki „útibú“ heldur svæð-
isþjónustu í þéttbýliskjörnum
„Margir hafa þá mynd af geð-
lækningum og geðlæknum að við
séum bara á geðdeildum þar sem
veikasta fólkið er. Það er ekki
reyndin. Við getum sinnt miklu
fleira fólki ef við erum ekki að
einskorða okkur við spítala þann-
ig að hver fagmaður nýtist fleir-
um og fleiri fjölskyldum.
Við höfum skyldur við íbúa
ákveðins svæðis og sinnum þeirra
kalli. Það er það sem felst í svæð-
isbundnu þjónustunni: Við höfum
þjónustukvöð við Eyjafjarð-
arsvæðið, þetta 21 þúsund manna
svæði á milli fjallanna.“ Í þessu
samhengi nefnir Sigmundur að
margir geðlæknar í Reykjavík
starfi á einkastofum, þar sem þeir
hafa ekki kvöð að taka inn nýtt
fólk, og geta unnið lengi með
sömu sjúklingana.
„Ég mundi vilja sjá krafta geð-
læknanna meira á geðheilbrigð-
issetrum eða -miðstöðvum tengd-
um heilsugæslunni í
þéttbýliskjörnum eins og á Akra-
nesi, Selfossi og Keflavík, þar
sem mannfjöldinn er sambæri-
legur og hér á Akureyri. V
málið er hins vegar að þa
itt að fá fagfólk í svoleiðis
þótt það kæmu til fjárveit
Það er auðveldara að fá m
skap á Reykjavíkursvæðin
sem fólkið býr. En lækna
búa í Reykjavík gætu unn
miðstöðvum í þeim þéttbý
kjörnum sem ég nefndi.
Slík teymi gætu lagt væ
felli inn á litlu sjúkrahúsi
með þeim starfsmönnum
létta verulega á Landspít
sem ekki er vanþörf á að
mati, bæði göngudeildinni
legudeildinni. Það sem hin
hugsunin um að geðlækna
flestir spítalalæknar og le
irleitt áherslu á spítalann
miðpunkt.“
Þegar Sigmundur er in
ir ástæðu fyrir því hvers
ekki sé sjálfgefið að miða
arnar út frá Landspítalan
svarar hann: „Það sem er
Morgunblaðið/Hjálmar S. Bry
Áhersla á samfélagið „Umræðan er góð, orð eru til alls fyrst og
að Landspítalinn eflist og styrkist. En ég hef efasemdir um að þa
hugsa svæðisgeðheilbrigðisþjónustuna út frá Landspítalanum,“
Sigmundur Sigfússon, geðlæknir á Akureyri.
„Gagnlegt að þ
rætur fólksins“
Í HNOTSKURN
»Geðdeildin á Akureskiptist í þrjár einin
Á spítalanum sjálfum er
bráðalegudeild og göng
deild.
»Þriðja einingin er ddeild sem er utan sp
alans. Þar fer fram féla
þjálfun fólks sem er að
undir sig fótunum í teng
við áfangaheimili sem A
ureyrarbær hefur bygg
»Að auki veitir deildiþjónustuaðilum utan
alans ráðgjöf, t.d. heilsu
gæslustöðvum og fé-
lagsþjónustu.
Geðdeildin á Akureyri
byggir starf sitt m. a. á
samfélagsgeðlækn-
ingum, sem verið hafa
í umræðunni eftir við-
tal við Pál Matthíasson
í Morgunblaðinu 23.
júní sl. Hjálmar Stefán
Brynjólfsson ræddi við
Sigmund Sigfússon
geðlækni um starfið
sem þar fer fram.