Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 26

Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ hefur viðrað vel til útivist- ar undanfarna daga og landsmenn hafa flykkst út á landið með tjaldið og gönguskóna. Við Suðurnesjabúar erum svo heppnir að eiga einstaka náttúruperlu í bakgarðinum: Reykjanesskagann. Reykjanesskaginn hefur þó lengi farið fram hjá okkur, við horfum yfir hraunið þegar við keyrum fram hjá skaganum á leiðinni eitthvert ann- að. Ég er ein af þeim Suðurnesjabúum sem hafa látið Reykjanes- skagann fram hjá sér fara. Ein óljós minning um að hafa keyrt Krýsuvíkurleiðina í barnæsku og skylduganga upp Keili með skól- anum. En undanfarið ár og sér- staklega núna síðustu vikur hef ég verið að kynnast Reykjanesskag- anum betur. Í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Bókasafni Reykja- nesbæjar keypti ég kort með öllum gönguleiðum og stígum sem liggja um skagann og hélt svo af stað. Það liggja ótal margir stígar og gamlar þjóð- leiðir um Reykjanes- skagann og þar er margt að skoða. Í Krýsuvík eru litrík og falleg hverasvæði, Seltún, Fúli pollur og Austurengjar, um- hverfi Kleifarvatns er einstakt, Sveifluháls- inn og Núpshlíð- arhálsinn og marg- breytilegar hraunmyndanirnar þar í kring. Þetta er bara brot af því sem Reykjanesskaginn býður upp á. Það er mikilvægt fyrir okkur og fyrir alla íbúa á þéttbýlissvæðum suðvesturhornsins að eiga slíka útivistarpardís við bæjardyrnar. Ég vil hvetja alla Suðurnesjabúa til að kynnast Reykjanesskaganum í sumar og komast að því hvað við höfum, á meðan við höfum það enn. Í frummatsskýrslu vegna fyr- irhugaðs álvers í Helguvík er gert ráð fyrir að jarðvarmi verði virkj- aður m.a. í Seltúni og á Austur- engjum og að raflínur fari frá þeim virkjunum yfir Sveifluhálsinn. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Látum ekki þennan málshátt eiga við um okkur, förum út á Reykjanes og njótum þess að eiga þessa náttúruperlu í bakgarð- inum. Nú í sumar stendur starfsfólk Reykjanesfólkvangs fyrir göngu- ferðum um Reykjanesið. Á vf.is má sjá upplýsingar um þessar göngur. Þarna fáum við einstakt tækifæri upp í hendurnar til þess að kynn- ast perlum skagans með leiðsögn. Ég hvet alla Suðurnesjabúa og íbúa höfuðborgarsvæðisins til þess að fjölmenna í þessar ferðir, nýta góða veðrið í að kynnast náttúru Reykjanesskagans. Svo mæli ég líka með því að fjárfesta í göngu- korti, pakka niður tjaldi, setjast að á Vigdísarvöllum og leggja á vit ævintýranna með áttavitann. Núna um helgina, 21. og 22. júlí verða tvær göngur á vegum Reykjanes- fólkvangs, önnur á Helgafell og hin um Sveifluháls, og helgina þar á eftir verður farið um Fagradal og Brennisteinsfjöll. Kynnið ykkur dagskrána og komið með. Upplifðu Reykjanesskagann Suðurnesjamenn eiga útivist- arparadís við bæjardyrnar segir Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir »Reykjanesskaginner einstök nátt- úruperla sem íbúar þéttbýlisins á suðvest- urhorninu ættu að heim- sækja í sumar Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir Höfundur er MA í heimspeki og tals- kona Sólar á Suðurnesjum. ÞAÐ er ekki auðvelt að henda reiður á því hvers vegna Morg- unblaðið gengur svo hart fram í ásökunum um svindl, brottkast og þjófnað í sjávarútvegsgreinum sem raunin er. Eng- inn nema ritstjórnin sjálf getur svarað þessu. Þaðan er þó varla að vænta nokk- urra svara annarra en þeirra sem við hafa blasað í Reykjavík- urbréfi blaðsins síð- astliðinn sunnudag og svo aftur á miðopnu í dag, miðvikudaginn 18. júlí 2007. Hver ætli tilgangur blaðsins sé? Er hann að upplýsa um slíka meinta glæpastarfsemi sem blaðið ýjar að, eða liggja aðrar hvatir að baki? Svari hver sem veit. Þegar fyrsta greinin birtist, sem ýjaði mjög sterklega að því að stór hluti þeirra sem koma að veiðum, vinnslu og sölu sjávarafurða stundi grímulausa glæpastarfsemi, urðu margir ævareiðir út í blaðið. Þeir hinir sömu báru því við, að þeir hefðu alla tíð treyst Morg- unblaðinu til þess að vanda um- fjöllun sína og þá sérstaklega ef bornar væru brigður á heiðarleik manna og mannorð. Aðilar sem tengjast sjárvarútvegi hafa sagt að þeir trúi ekki öðru en að Morg- unblaðið muni ekki láta duga að vitna í „ólyginn sagði mér“, þegar svo alvarlegir hlutir eru bornir fram sem raunin hefur verið á síð- um blaðsins, heldur rannsaka mál- ið og hafa mjög skýra fyrirvara um allt sem ekki fæst staðfest. Þetta er ekki raunin í þessum greinum sem hafa verið afar meiðandi í garð allra sem koma nálægt störf- um í sjávarútvegi og eftirliti með þeim. Ég hef ekki hitt nokkurn mann, sem ekki þykist renna grun í, að í stórum hópi manna sem starfa í sjávarútvegi hafi leynst einhverjir sem ekki hafa haft rétt við í öllu. Í hvaða atvinnugrein eru allir hvít- þvegnir englar? Margir sem komn- ir eru til fullorðinsára vita, að ein- hverjir svíkja undan skatti og einhverjir reka ekki viðskipti sín af fullum heiðarleika. En flestir a.m.k. telja að mikill meirihluti fólks sé heiðarlegur og stundi ekki þjófnað eða svik í störfum sín- um og rekstri. Sögur í sjávarplássum um svik og pretti, brott- kast og kvótasvindl eru því miður lífseig- ar. Ég hef sjálfur heyrt ófáar slíkar, en hef fyrir reglu að ganga á viðkomandi og spyrja hvort þeir viti um slíka starfsemi af eigin raun eða hvort þeir hafi heyrt um slíkt frá öðrum. Meiri- hlutinn hefur heyrt um slíka svika- starfsemi frá öðrum og segist ekki hafa neina vitneskju frá fyrstu hendi. Aðrir hafa sagt að þeir hafi verið til sjós og tekið þátt í brott- kasti. Aðspurðir um hvenær þeir hafi verið til sjós upplýsa viðkom- andi í ófáum tilfellum að það hafi verið fyrir æði mörgum árum síð- an. Það stendur ekki á þeim samt að fullyrða, að samkvæmt sinni (gömlu?) reynslu stundi allir brott- kast í stórum stíl. Enginn getur þó sannað neitt og byggja þeir ekki á neinu öðru en þessum minningum sínum sem oftar en ekki eru orðn- ar 15-20 ára gamlar. Eru þetta sömu heimildir og Morgunblaðið byggir sakfellingu sína á? Ef svo er, hlýtur blaðið að hafa fært gæðastaðal sinn niður um mörg þrep. Það er einmitt niðurstaða mín eftir þessa orrahríð af völdum Morgunblaðsins, að það hafi vænt- anlega tekið meðvitaða ákvörðun um að færa sinn gæðastaðal niður um allnokkur þrep. Blaðið hefur væntanlega ákveðið að taka sér stöðu með öðrum miðlum sem ekki ganga hart fram í að sannreyna aðbornar ásakanir í garð manna, heldur birta á áberandi hátt sögur um meint svik og glæpastarfsemi, ef það er líklegt til að selja blaðið, hlustunina eða áhorfið þann dag- inn. Svona getur staðan á mark- aðinum haft afdrifaríkar afleið- ingar. Gott og vel, þetta er væntanlega ákvörðun blaðsins sjálfs, tekin á frjálsan máta af rit- stjórninni, án afskipta eigenda blaðsins eða annarra. Það er ekki í mínu valdi að amast við því að Morgunblaðið sé orðið einn af miðlunum sem getur verið for- vitnilegt að líta í, en þó ætíð með fyrirvara og vitneskju um að ekki megi leggja of mikið vægi í það sem stendur á síðum blaðsins. Þetta er ákvörðun sem öllum miðl- um er heimilt að taka. Það er þó söknuður að því að ekki sé lengur á markaði fjölmiðill sem hægt er að treysta án sérstakrar athugunar á öllu sem borið er fram. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Morgunblaðinu samfylgdina síðustu áratugi á meðan hægt var að treysta á vandaða, sanngjarna, hlutlæga og réttláta umfjöllun blaðsins um menn og málefni. Ég mun sjálfsagt halda áfram að gjóa augum á forsíðu og fyrirsagnir blaðsins, en með ákveðnum fyr- irvara um að það sem á borð verð- ur borið, sé ekki allt vandað og vel unnið eins og áður var, því miður. Af hverju er Morgunblaðinu mikið í mun að sakfella og þjófkenna alla sem starfa í tengslum við sjávarútveg? Guðmundur Ingi Gunnlaugsson gerir athugasemdir við skrif Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál »Morgunblaðið hefurvæntanlega tekið meðvitaða ákvörðun um að færa sinn gæðastaðal niður um allnokkur þrep. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson Höfundur er bæjarstjóri og hafn- arstjóri í Grundarfirði. HÖFUNDARRÉTTHAFA- BROT, eins og við þekkjum í dag, byrjaði hjá áhugamönnum um tölv- ur sem vildu komast að því hversu langt hægt væri að ganga í t.d. að brjóta afrit- unarvörn DVD-diska o.s.frv. Svo eru það tölvuáhugamenn sem þróa og búa til tækni til að dreifa slíkum skrám um Netið, bæði af hugsjón og í gróða- skyni. Og ennþá ríkir það viðhorf hér á landi og víðar að staðan sé þannig að eingöngu sé um unglinga og áhugamenn um tölvur að ræða sem tengist ekkert glæpa- hringjum. Benda má á að hvorki eiturlyf né vændi var fundið upp af glæpahringjum en fæstir efast um tengsl þeirra við þær tilteknu iðjur í dag. Á heims- vísu er staðan þannig að skipulagðir glæpa- hringir framleiða ótrúlegan fjölda af ólögmætum DVD-diskum til sölu og er þeim dreift um allan heim á sama máta og eiturlyf flakka milli landa og borga. Í síðasta mánuði var t.d. upprætt verksmiðja í St. Pétursborg sem hafði framleiðslugetu upp á 100 milljón DVD-diska á ári. Ansi flott áhugamennska þar á ferð ef menn vilja virkilega trúa því. Á öðrum smærri þjófamörkuðum, líkt og í Bretlandi, Hollandi og hér heima, eru settar upp minni verksmiðjur í herbergjum og íbúðum þar sem DVD-diskar eru brenndir frekar en að pressa eins og stærri verk- smiðjur hafa getu til. En þessi glæpasamtök nota einnig Netið til að dreifa sín á milli skrám til brennslu á DVD. Sömu skrár og er að finna á jafningjanetum hér á landi eru skrár sem eru notaðar til að brenna eða pressa sjóræningja- diska úti í heimi og hafa verið greiddar með illa fengnu fé, t.d. voru fyrir fyrstu nothæfu bíóhúsaupptök- una af Spiderman 3 greiddar yfir 6 milljónir íslenskra króna og það hljóta allir að átta sig á því að það voru ekki einhverjir áhugamenn um skráarskipti sem greiddu það. Upp- tökuna af Spiderman 3 mátti rekja til ákveðins kvikmyndahúss í Hong Kong og í kjölfar rannsókna fannst þrjóturinn og viti menn, við frekari rannsókn var komist að því að mað- urinn tengdist mjög skipulögðum hópi sem sérhæfði sig í upptöku á myndum úr kvikmyndahúsum (ekki hljóði) og fengu þeir greiddar hundruð þúsunda dollara árlega frá þarlendum glæpasamtökum sem meðal annars framleiddu barna- klám. Þessir sömu menn og borga fyrir kvikmyndahúsaupptökur sjá lítinn mun á að framleiða Holly- woodmyndir eða klám, þ.m.t. barna- klám, allt er þetta peningar í þeirra augum og markaðurinn fyrir þetta er til staðar. Þessa sömu skrá af Spi- derman 3 mátti finna á jafn- ingjanetssíðum hér á landi og það sem fæstir gera sér grein fyrir er að án glæpahringja væri lítið sem ekk- ert um þessar upptökur úr bíó- húsum þar sem lítið sem ekkert væri upp úr þeim að hafa. Fyrir ofan þær síður sem 99,9% þeirra sem stunda þjófnað í gegnum jafn- ingjanet þekkja, er annar heimur með læstum skráarskiptum. Þar eru síður eða netþjónar sem eru 100% í eigu skipulagðra glæpahópa og þangað rata allar þessar bíómyndir sem teknar eru upp í kvik- myndahúsum fyrst og er mönnum eða hópum vel borgað fyrir þá iðju. Fljótlega er þessum skrám lekið á almenn- ingsjafningjanet. Ókeypis síður þar sem skráarskipti fara fram án endurgjalds, eins og t.d. PirateBay í Svíþjóð, fara síður en svo í taug- arnar á skipulögðum glæpamönnum þar sem slíkar síður hafa bæði hjálpað til við að halda refsingum vægum og virka sem framtíð- armódel fyrir skipu- lagða glæpi, ef sala á DVD-diskum fer að færast meira yfir í net- heima. Þar sem viðhorf margra er einmitt það að um ung- linga sé að ræða þegar kemur að skráarskiptum eru stjórnmálamenn yfirleitt tregir til að herða refsingar við þessum glæpum og lögvaldið einnig latt við að beita sér að fullu gegn þeim. Þar af leiðandi gera þessar síður mikið gagn að mati skipulagðra glæpamanna. Reyndar eru áætlaðar tekjur PirateBay um 500-750 þúsund dollarar á ári og þegar síðunni var lokað í fyrra um skeið þurfti sá maður sem gegnir sambærilegu starfi undirritaðs í Sví- þjóð að hafa lífvörð fyrir sig og börnin sín vegna líflátshótana. Þannig að dæmi hver sem vill um hversu saklaus sú síða raunverulega er. Menn í starfi undirritaðs hér heima hafa fengið morðhótanir á borð til sín. Þegar menn eru byrj- aðir að hafa tekjur af ólögmætri starfsemi, líkt og með PirateBay, og er reyndar komið í minni mæli hér heima, er ansi stutt í skipulagða glæpi. Enda ef þú ert glæpamaður á annað borð er kannski ekki mikil barátta við samviskuna að fara yfir í að stunda það sama á meira skipu- lagðan hátt í von um að þéna meira. Úti í hinum stóra heimi eru morð framin sem tengjast þessum sömu skrám og Íslendingar skemmta sér við að nota hér heima og hugga sig við að hér sé bara um smávegis prakkarastrik unglinga að ræða, en raunveruleikinn er allt annar. Það eru miklu fleiri en einhver stór bandarísk kvikmyndafyrirtæki sem tapa á þessum þjófnaði. Bak við þennan svarta markað eru stór og valdamikil glæpasamtök sem svífast einskis til að halda í sitt og skiptir engu hversu mikla eymd það skap- ar. Barnaklám, morð, pyntingar og kúgun eru fylgifiskar þessarar sjó- ræningjastarfsemi og allir þeir sem halda þessari starfsemi gangandi ættu að spyrja sjálfan sig hvort þetta sé sá heimur sem þeir vilja vera partur af. Tengjast höfunda- réttarbrot skipulögð- um glæpahringjum? Snæbjörn Steingrímsson skrif- ar um ólöglega afritun skráa Snæbjörn Steingrímsson »Er þjófnaðurá tónlist, kvikmyndum og tölvuleikjum bara saklaus glæpur þar sem fórnarlambið er ekki til? Höfundur er framkvæmdastjóri SMÁÍS - Samtaka myndrétthafa á Íslandi. Jóna Björg Sætran | 20. júlí Nýttu þér„Leyndarmálið“ og blómstraðu THE Secret, Leyndarmálið, tekið saman af Rhondu Byrne frá Ástralíu, hefur vakið geysimikla athygli um allan heim. Það er nær sama hvar þú ert eða við hverja þú talar, fljótlega minnist einhver á The Secret. Hér er meginþráðurinn að einstakling- urinn geti nýtt eigin viljastyrk til að stjórna hugsunum sínum, tilfinningum, athöfnum og árangri. Meira: jonabjorgsaetran.blog.is Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.