Morgunblaðið - 20.07.2007, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 27
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
EITT af því sem laðar fólk að
ströndum Íslands eru vitarnir. Áð-
ur var vitavörður oft búsettur á
staðnum og vinsælt af ferðafólki
að knýja dyra hjá honum og fá að
skoða vitann. Nú eru vitaverðirnir
horfin stétt og engir á stöðunum
með lyklavöld. Oftast er því komið
að lokuðum dyrum en vitinn gegn-
ir samt hefðbundnu hlutverki sínu
áfram.
Áhugafólk um ferðamennsku og
söguleg mannvirki hefur vakið at-
hygli á nýju hlutverki vitanna og
leitað leiða til að opna þá fyrir
ferðafólki. Erlendis eru gamlir vit-
ar víða einir eftirsóttustu ferða-
mannastaðirnir.
Yst og syðst á Snæfellsnesi er
einn af glæsilegustu vitum lands-
ins, Malarrifsviti, og nýtur hann
sérstakrar verndar sem slíkur. Nú
í sumar hefur vitinn fengið nýtt
hlutverk sem sýningarstaður. Þar
er til sýnis fjöldi ljósmynda af
þeim margbrotna manni Þórði
Halldórssyni frá Dagverðará og
myndlistarmaðurinn Ásdís Arn-
ardóttir sýnir þar myndverk sín.
Við opnun sýninganna tók ung-
ur söngvari, Unnar Geir Unn-
arsson, lagið í vitanum og að sjálf-
sögðu söng hann Brennið þið
vitar. Hljómburðurinn reyndist
frábær og mjög sérstakur. Það
eru Hollvinasamtök Þórðar Hall-
dórssonar frá Dagverðará sem
standa að sýningunum, en opið er
um helgar og fólk streymir nú
hundruðum saman í vitann.
Stundum hefur verið gantast
með vitanefnið og margur orðið að
hálfvita og menningarvita. Mal-
arrifsviti er svo sannarlega enginn
hálfviti, 24 m hár og frábær út-
sýnisstaður og stendur vissulega
undir nafni sem „menningarviti“.
Þessi rúmlega 60 ára gamli viti
hefur opnað dyr sínar í sumar fyr-
ir ferðafólki og fengið nýtt hlut-
verk auk þess gamla. Og ekki
spillir umhverfið með malarkamba
og hraunklappir sem aldan hefur
leikið sér við á einstökum sum-
ardögum að undanförnu. Hér hef-
ur náttúran, sagan og menningin
ofist saman og yfir öllu vaka
Lóndrangar. Í skjóli þeirra hefur
lágfóta sitt greni og nú leika yrð-
lingarnir sér við göngumenn, enda
byssur Þórðar refaskyttu frá Dag-
verðará þagnaðar.
Menningarviti er nú réttnefni
yfir vitann á Malarrifi og vonandi
verður svo áfram. Vitarnir við
strendur landsins kalla á ný hlut-
verk og margir henta eflaust vel
fyrir sýningar af ýmsu tagi og
tónlistarflutning. Þá eru víða góð
húsakynni og þar er gott að næra
andann og sálina. Yfir Malarrifi
gnæfir Snæfellsjökull og er hægt
að biðja um meira?. Góða ferð
undir Jökul.
REYNIR INGIBJARTSSON,
formaður Hollvinasamtaka Þórðar
Halldórssonar frá Dagverðará.
Menningarvitinn
á Malarrifi
Frá Reyni Ingibjartssyni
MIKIÐ þakka ég Þorgrími Gest-
syni fyrir að birta rétta gerð af
vísu nokkurri um Elías Mar og til-
drög hennar. Á þeim skamma tíma
sem vinnst til að skrifa minning-
argrein bar ég þá gerð sem ég
hafði lært undir marga menn.
Sumir efuðust um að hún væri rétt
en kunnu samt ekki neina aðra í
heild. Svo ég lét þessa flakka. Gott
er að hún hefur þó orðið til þess
að sú rétta komst til skila.
Vísan eins og ég lærði hana og
tildrög hennar er engu að síður
dæmi þess hvernig stökur geta
gengist í munni og samt verið
smellnar. Orðbragðið var ekkert
annað en eðlilegur hálfkæringur
milli kunningja. Ég er satt að
segja ekki viss um að Elías hafi
sjálfur kunnað vísuna rétt því
hann gerði enga athugasemd þeg-
ar ég fór eitt sinn með hana í
kunningjahópi að honum við-
stöddum. En kannski hefur hann
bara haft gaman af hvernig búið
var að brengla hana.
ÁRNI BJÖRNSSON,
Bræðraborgarstíg 4, 101
Reykjavík
Vísan um Elías Mar
Frá Árna Björnssyni
VIÐ vorum á leið í spennandi
ferðalag vestur á firði og vorum
komin á Patreksfjörð
þegar maðurinn minn
horfði löngunar-
augum yfir fjörðinn
og sagðist langa svo
að sjá Látrabjarg.
Ég vissi að það var
mikill fjallvegur og
ég er frekar smeyk
við að keyra í háum
brekkum og mjóum
vegum, en mig hefir
alltaf langað til að
komast þangað líka,
svo við fórum auðvit-
að, það er afskaplega
fallegt þarna all-
staðar.
Við höfðum rætt
um að fara ekki að
Breiðavík (ég veit
ekki af hverju, og þó
veit ég það.)
En þegar við höfð-
um séð hið til-
komumikla Látra-
bjarg, sagðist ég vera
svöng og við skyldum
fá okkur að borða í
Breiðavík.
Breiðavík er á mjög
fallegum stað, strönd-
in svo hrein með há
fjöll í kring.
Þegar við vorum búin að dást að
umhverfinu komum við inn í vina-
legt hús og var tekið vel á móti
okkur, starfsfólkið fágað og bros-
andi, við pöntuðum mat.
Húsmóðirin, Birna Mjöll Atla-
dóttir, kom og talaði við okkur og
sagði að þetta væri nú gleðilegur
og sannkallaður Íslendingadagur,
en það komu tveir bílar á eftir
okkur, Íslendingar líka.
Hún sagði að Íslendingar væru
alveg hættir að koma til þeirra,
þeir færu framhjá út að Látra-
bjargi og svo framhjá
aftur, síðan þessi öm-
urlega umfjöllun um
staðinn var í öllum
fréttum í vetur.
Ég vil bara segja
frá hvað okkur þótti
gott að koma þarna.
Þó alvarlegir hlutir
hafi gerst þarna fyrir
tugum ára þá er þessi
staður mjög til fyr-
irmyndar í dag.
Mér persónulega
finnst Þingvellir með
sínu landslagi og Al-
mannagjá eitt það fal-
legasta landslag sem
ég veit um, en við Öx-
ará, þar sem ungum
saklausum stúlkum
var drekkt og þar
voru Íslendingar að
verki, fyllist hugurinn
hryllingi og sorg.
Ég mun samt aldr-
ei sneiða hjá Þing-
völlum þess vegna.
Ég vil því segja að
þeir sem koma á
Vestfirði og fara
þessa leið út að
Látrabjargi ættu
endilega að koma við í Breiðavík
og njóta þess.
Ég hef aldrei komið þangað fyrr
eða séð fólkið þar fyrr og er ekki
að tala fyrir neinn nema sjálfa
mig. Mig tekur það bara sárt að
umræðan í okkar litla þjóðfélagi
skuli bitna á saklausu fólki sem
vinnur hart fyrir sér.
Það er hart að fjölmiðlar hafi
svo mikinn mátt að geta eyðilagt
fyrir saklausu fólki sem hefir
komið sér upp góðum gisti- og
veitingastað á þessum fallega stað.
Og það vegna þess að þessir
hræðilegu hlutir áttu sér stað fyr-
ir tugum ára og eru þeim alls
óviðkomandi.
Ég vil bara þakka fyrir frábæra
gestrisni og vona að Íslendingar
verði margir sem njóti þess að sjá
þessa fallegu staði sem Vestfirðir
bjóða upp á og láti ekki Breiðavík
fram hjá sér fara.
Lítil saga frá Vestfjörðum
Það er gott að koma við í
Breiðavík segir Guðrún Ída
Stanleysdóttir
Guðrún Ída Stanl-
eysdóttir
» Stundumgeta fjöl-
miðlar gert lífið
erfitt fyrir óvið-
komandi fólki.
Þurfa núverandi
ábúendur í
Breiðavík að
gjalda fyrir mis-
tök annarra?
Höfundur er sjúkraliði.
UNDANFARIÐ hefur umræða
sprottið upp um gólfefni í íþrótta-
húsum hér á Akureyri. Þar
fremstir í flokki hafa farið körfu-
knattleiksmenn með Guðmund
Oddsson í fararbroddi. Menn hafa
lengi deilt um hvort sé betra að
hafa parket eða dúk í íþrótta-
húsum, en rannsóknir
og reynslan hafa sýnt
að parket er heppi-
legra gólfefni til
íþróttaiðkunar en
dúkur.
Á Akureyri eru að-
eins þrjú nothæf
íþróttahús, tvö upp á
brekku og eitt í þorp-
inu. Af þessum þrem-
ur íþróttahúsum eru
aðeins tvo lögleg,
bæði á brekkunni, en
hafa þó takmarkað
notagildi. Íþróttahöll-
in okkar gamla hefur
runnið sitt skeið, þakið lekur en
menn vinna þó hörðum höndum að
reyna að laga það. Einnig er gólf-
dúkurinn ónýtur og hefur eflaust
átt sinn þátt í því þegar tveir
körfuknattleiksmenn í fremstu röð
slitu þar hásin og öflugur hand-
boltamaður krossband auk fjölda
annarra meiðsla. Hitt íþróttahúsið
í bænum sem löglegt er er íþrótta-
húsið við Lundaskóla, en rétt eins
og í Höllinni er dúkur þar á.
Þriðja íþróttahúsið í bænum er
íþróttahúsið við Síðuskóla sem því
miður er ekki löglegt þar sem það
er of lítið ásamt því að dúkur er
þar á gólfum.
Þar sem ekki er lengur hægt að
spila alvöru körfuknattleik í Höll-
inni neyddist meistaraflokkur
Þórs í körfuknattleik að spila
heimaleiki sína í litla íþróttahús-
inu við Síðuskóla, með undanþágu
frá KKÍ. Þrátt fyrir þetta vann
meistaraflokkur karla alla sína
leiki og ávann sér á ný réttinn til
þess að spila í efstu deild. Sá
böggull fylgir þó skammrifi að
Körfuknattleikssamband Íslands
hefur, eðlilega, sett þá reglu að lið
þurfi að spila heimaleiki sína á
parketi og því mun körfuknatt-
leikslið Þórs í framtíðinni, ef ekk-
ert verður að gert, þurfa að draga
sig úr keppni meðal þeirra bestu
vegna þess að það mun ekki enda-
laust fá undanþágur frá reglunum.
Af hverju mun Þór
ekki fá endalaust und-
anþágur? Jú, vegna
þess að KKÍ vill að
félögin búi körfu-
knattleiksfólki mann-
sæmandi aðstæður
sem stefna ekki heilsu
þeirra í voða og hefur
reynslan sýnt að gott
parket er það besta
gólfefni sem völ er á.
Finnst mönnum það
skrítið að öll lið í
NBA spili á parketi
en ekki á dúk? Eða að
flest lið í evrópskum
körfuknattleik spili á parketi?
Reynslan hefur sýnt að parket
er betra en dúkur. Þó að það
meiðist ekki fleiri í kappleikjum á
dúk en á parketi, hefur það sýnt
sig að álagsmeiðsli eru algengari
þar sem lið æfa á dúk en á park-
eti. Í norskri rannsókn sem gerð
var á árunum 1989-1991 sem Myk-
lebust, Strand og félagar gerðu á
norskum handknattleiksmönnum
kemur fram að lítill munur er á
meiðslum leikmanna í kappleikjum
miðað við gólfefni. Hinsvegar,
þegar meiðslatíðnin var skoðuð
miðað við hvernig gólfefni var not-
að við æfingar, sást greinilega að
fleiri meiddust á æfingum þar sem
gólfdúkur var en á parketi. Þetta
leiðir líkum að því að álagsmeiðsli
séu algengari þar sem gólfdúkur
er en parket.
Í Bandaríkjunum líta menn á
íþróttamenn sem fjárfestingu og
ekkert annað. Því taka þeir ekki
óþarfa áhættu með ástand fjár-
festingar sinnar. Ljóst er að
reynslan frá Bandaríkjunum sýnir
að parket er betra gólfefni en
dúkur og því hljóta sömu lögmál
að gilda hér. Einnig er það skrýtið
að Handknattleikssamband Ís-
lands hefur ekki gert sömu kröfur
og Körfuknattleikssamband Ís-
lands því klárlega erum við að tala
um velferð íþróttamanna okkar og
ekki síst barna okkar sem eru að
iðka þessar íþróttir.
Því vil ég hvetja bæjarfulltrúa
sem og stjórn Fasteigna Akureyr-
arbæjar að fara að fordæmi
Reykjavíkurborgar og setja sér
það markmið að leggja parket hið
minnsta í Íþróttahöllina á Ak-
ureyri, ekki endilega á morgun
heldur gefa þeim sem vinna hörð-
um höndum við körfuknattleik
sem og aðrar innanhússíþróttir
loforð um að parket verði lagt á.
Eins og staðan er í dag er óvissan
mikil, körfuknattleiksfólk á Ak-
ureyri veit ekki hvert framhaldið
verður. Eigum við kannski á
hættu að draga okkur úr keppni
þeirra bestu í framtíðinni ef ekk-
ert verður að gert?
Rétt eins og í fyrirtækjarekstri
gerir óvissan skilyrðin erfiðari, og
því vil ég enn og aftur biðja bæj-
aryfirvöld um ákvörðun svo að
körfuknattleiksfólk sem og þeir
sem stunda aðrar innanhúss-
íþróttagreinar geti tekið ákvörðun
um framtíðina.
Velferð íþróttamanna
Sölmundur Karl Pálsson
skrifar um gólfdúk og parket í
íþróttahúsum
» Ljóst er að reynslanfrá Bandaríkjunum
sýnir að parket er betra
gólfefni en dúkur og því
hljóta sömu lögmál að
gilda hér á landi
Sölmundur
Karl Pálsson
Höfundur er nemi í samfélags- og
hagþróunarfræði við Háskólann á Ak-
ureyri.
Rækjuverksmiðja til sölu
Til sölu er eign þrotabús Miðfells
hf., Ísafirði, fasteignin Sindragata 1,
Ísafirði, ásamt öllum vélum og tækj-
um til rækjuvinnslu. Um er að ræða
eina fullkomnustu rækjuverksmiðju
landsins með 5 pillunarvélum og 3
laservélum, svo og fullkominni
pökkunarstöð. Æskilegt er að kaup-
tilboð nái til allra lausamuna í hús-
inu sem tilheyra rækjuvinnslu.
Nánari upplýsingar eru gefnar á Fasteignasölu Vestfjarða
að Hafnarstræti 19, Ísafirði, sími: 456 3244. fax: 456 4547
netfang: eignir@fsv.is
Tæknilegar upplýsingar um verksmiðjuna gefur Albert Haraldsson,
s: 899 1195
Óskað er eftir tilboðum í ofangreindar eignir eigi síðar en
föstudaginn 10. ágúst 2007, kl. 16,00.