Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 28

Morgunblaðið - 20.07.2007, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja, þín frænka, Eygló Alexandra. HINSTA KVEÐJA ✝ Magnús Alex-andersson fædd- ist í Neðri-Miðvík í Aðalvík 27. janúar 1930. Hann lést á hjartadeild Land- spítalans við Hring- raut hinn 11. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Al- exander Hall- dórsson bóndi í Neðri-Miðvík, f. 5. janúar 1880, d. 13. október 1959, og kona hans Jóna Georgína Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. júlí 1893, d. 21. febrúar 1933. Systkini Magnúsar og af- komendur þeirra eru: 1) Frið- rikka Jónína, f. 1921, d. 1925, 2) Kristjana, f. 31. maí 1923, d. 28. september 2002 3) Gróa, f. 25. júlí 1924, d. 19 september 2002, m. Gísli Hilmar Hansen, f. 1927, d. 28 ágúst, 1969. Börn þeirra eru Al- exander Björn, f. 1963, hann á tvö börn og Gunnar Hilmar, f. 1966, maki Gyða Traustadóttir. 4) Hall- dór Alexander, f. 19. nóvember 1927, m. Eygló Guðjónsdóttir, f. 1935. Börn þeirra eru: Sigríður, f. 1963, maki Karl Kristján Jónsson, Jóna Kristjana, f. 1966, maki Rík- harður Sveinsson, þau eiga son, f. 2007, Hrafnhildur, f. 26. sept- ember 1969, dóttir hennar er Eygló, f. 1990, Sólveig, f. 1971, Grétar Örn Magnússon (sonur Eyglóar), f. 1961 maki Kristín Friðbjörnsdóttir, þau eiga sam- tals sjö drengi. 5) Drengur, f. 27. janúar 1930, d. 27. janúar 1930. Er móðir Magnúsar lést þá fór Magnús í fóstur til hjónanna Guð- bjarts Jónssonar, f. 1903, d. 1971, og Halldóru Kristínu Magnúsdóttur, f. 1895, d. 1947. Hann bjó árið 1933 á Tröð í Bjarnadal í Önund- arfirði og fluttist svo til Flateyrar og bjó þar frá árinu1933 til ársins 1936. Um það leyti veiktist Halldóra fósturmóðir Magn- úsar og þurfti að flytja suður til að leita sér lækninga og þá fluttist Magnús til hjónanna Sigríðar Pálmadóttur og Hjartar manns hennar á Ísafirði og bjó þar á vet- urna á meðan hann stundaði barnaskólanám á Ísafirði og dvaldi á sumrin á Engidal á Ísa- firði. Um fermingu fluttist Magn- ús til Reykjavíkur og dvaldi einn vetur á Héraðsskólanum á Reykj- um í Hrútafirði og lærði bifvéla- virkjun í Iðnskólanum í Reykja- vík. Magnús starfaði mest við bifvélavirkjun á starfsferli sínum en einnig við m.a. sjómennsku, Andakílsvirkjun, á Keflavík- urflugvelli, á Stokksnesi á Horna- firði og fleiri stöðum og vann síð- ast í Stálsmiðjunni í Reykjavík, einnig starfaði hann eitt ár í Osló í Noregi. Magnús átti að baki glæsilegan feril í taflmennsku á sínum yngri árum og vann hann til fjölda verð- launa á þeim vettvangi og var sterkur skákmaður. Útför Magnúsar verður gerð frá Dómkirkjunni Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ástkær frændi okkar, hann Magnús, er látinn eftir erfið og langvinn veikindi. Minningarnar um Magga streyma fram í hugann og ylja okkur systrum svo sannarlega um hjartarætur. Þegar við systur vorum ungar stúlkur kom Maggi eitt sinn á æskuheimili okkar og bauð okkur í bíltúr á Sædýrasafnið, hann bauð okkur upp á ís og pylsur. Þetta var ógleymanlegur dagur og minntust við þessarar ferðar í mörg ár á eft- ir. Við fjölskyldan vorum eitt sinn á leið norður í Eyjafjörð þegar við urðum fyrir því óláni að það kvikn- aði í vélinni í bílnum okkar. Maggi kom strax og gerði við vélina í bílnum svo við gátum haldið áfram ferðinni. Svona var hann Maggi, alltaf að bjóða fram aðstoð sína. Hann kíkti alltaf á bílana hjá okkur systrum og gerði allt sem í hans valdi stóð til að gera við þá ef þeir voru bilaðir. Maggi hafði fágaðan og dýran smekk og var alltaf óaðfinnanlega klæddur, stundum var hans eins og greifi til fara. Hann var dugleg- ur að fara í bæinn að skoða mann- lífið og kíkti oft í Kolaportið. Síðustu tíu ár bjó hann í íbúð á Austurbrún og voru það hans bestu ár. Hann átti fallegt og hlý- legt heimili og ljómaði allur þegar hann sýndi íbúðina og gat svo sannarlega verið stoltur af. Hann tefldi oft á sínum yngri ár- um og fékk marga verðlaunapen- inga fyrir og líka verðlaunabikar 1961 sem skákmeistari Ísfirðinga. Maggi hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, var hlé- drægur í margmenni. Hann var lit- ríkur persónuleiki og frásagnir hans voru ávallt mjög kryddaðar. Oft gat hann verið mjög kúnstugur og gat oft sett upp hin ýmsu svip- brigði og sýnt takta sem við systur gátum oft grátið af hlátri yfir. Hann gat verið þrjóskur og fastur fyrir og ef hann beit eitthvað í sig var erfitt að breyta þeirri skoðun. Við systurnar fórum oft í bíltúr með hann og borðuðum með hon- um á ýmsum stöðum. Hann hafði mikinn áhuga á skíðum og átti fal- leg gönguskíði sem hann notaði í bláfjöllum og nágrenni Reykjavík- ur. Um tíma bjó Maggi í Noregi og vitnaði oft í þá dvöl sem gaf hon- um mjög mikið en hann ferðaðist lítið utanlands. Við systur erum ríkari að hafa haft hann Magga og munum alla tíð hugsa til hans með stolti og virðingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Takk fyrir allt, elsku Maggi. Sigríður, Jóna Kristjana, Hrafnhildur og Sólveig. Magnús Alexandersson var aldr- ei kallaður neitt annað en Malex í Taflfélaginu. Hann setti svo sann- arlega svip á starfsemi Taflfélag- ins á Grensásárunum á áttunda og níunda áratugnum. Magnús lét sig sjaldan vanta á þriðjudags- og fimmtudagsmótin og stóð sig yfirleitt með ágætum. Hann var kröftugur baráttumaður á skákborðinu og sókndjarfur með afbrigðum. Fórnirnar dundu á manni við fyrsta tækifæri og þótt þær þyldu nú ekki allar njög nána skoðun voru þær varhugaverðar. Magnús Alexandersson átti sér- stakan þátt í skáklegu uppeldi unglinganna í Taflfélagi Reykja- víkur á Grensásveginum. Það að geta varist og séð við árásarstíl Magnúsar, sem einkenndist af fórnum og fléttum og haft af hon- um sigur, bar merki um að ákveðnum skáklegum þroska væri náð og vænta mætti stærri umbun- ar úr höllu skákgyðjunnar Cassiu. Magnús tók sigri jafnt sem ósigri af jafnaðargeði hins sanna íþróttamanns. Hann var kvikur, hnyttin í tilsvörum og oftast stutt í íbyggið brosið. Um leið og ég, fyr- ir hönd Taflfélags Reykjavíkur, kveð Magnús Alexanderson með þakklæti votta ég öllum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Minn- ingin um Malex, okkar góða fé- laga, lifir áfram í Taflfélagi Reykjavíkur. Óttar Felix Hauksson, formaður TR. Kynslóðabilið var mikið þegar ég sem lítill drengur hóf að mæta á skákæfingar hjá Taflfélagi Reykjavíkur sem þá var til húsa á Grensásvegi í Reykjavík. Við vor- um ungir og efnilegir guttar sem tefldu innan um alla gömlu kall- ana. Sumir af þeim eldri voru ekki par hrifnir af að við værum að mæta á kvöldæfingarnar, þeir vildu fá að tefla sínar rólegheitas- kákir og jafnvel reykja við skák- borðið eins og þá tíðkaðist. Magn- ús, eða Malex eins og hann var ætíð kallaður, var ekki einn af þeim. Hann hafði alltaf gaman af því að tefla við okkur unglingana. Hann hafði litríkan skákstíl og tefldi ávallt upp á fórnir og mikinn gauragang. Hlátrasköllin heyrðust langar leiðir og þurftu skákstjórar oft að áminna okkur um að hafa hljótt. Erfitt er að ímynda sér að Mal- ex hafi verið traustur skákmaður en svo var raunin. Í lok fimmta áratugarins og í upphafi þess sjötta tefldi Magnús á fjölmörgum skákmótum og gerði mikið af jafnteflum. Minnisstætt er skák- mót þar sem Magnús var búinn að gera átta jafntefli í jafnmörgum skákum og vildi andstæðingur hans í síðustu umferð ekki semja um skiptan hlut og varð Magnús því að vinna þá skák sem og hann gerði. Síðari árin tefldi hann ánægjunnar vegna en lítið síðasta áratuginn eða svo. Flestir muna eftir Malex með vindil í munnvik- inu og voldugt yfirvaraskeggið og svo skríkti í honum meðan hann var að undirbúa næstu fórn. Magnús hitti ég nokkrum sinn- um sl. tvö ár. Hann átti við veik- indi að stríða og lá um tíma á hjartadeild Landspítala. Hann sagði mér ýmsar sögur frá því þegar hann sem ungur maður að- stoðaði við skákæfingar hjá Tafl- félagi Reykjavíkur þegar félagið var til húsa í Grófinni í miðbæ Reykjavíkur. Hann sagði mér skemmtilegar sögur af litríkum skákmönnum sem flestir eru falln- ir frá. Einnig voru frásagnir af fá- tækt og erfiðum lífsskilyrðum, t.d. á eftirstríðsárunum. Magnús var mannvinur og þótti honum ávallt sælla að gefa en þiggja. Mörgum minnimáttar kom hann til aðstoðar í fátækt, enda hafði hann sjálfur upplifað hana. Rætur Magnúsar lágu vestur á Hornstrandir eða í Efri-Miðvík og í Engidal við Ísafjörð þar sem hann dvaldi oft á sumrin. Átti hann margar ánægjulegar minn- ingar þaðan. Samúðarkveðjur sendi ég ætt- ingjum Magnúsar. Ríkharður Sveinsson. Magnús Alexandersson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og mágur, FREDRICK S. MANN, andaðist sunnudaginn 24. júní í Jacksonville, Flórida. Minningarathöfn fer fram í Dómkirkjunni, föstudaginn 27. júlí kl. 13:00. Elizabeth Mudge Mann, William H. Mann, Mary Anne Mann, Lawrence B. Mann, Meredith, Sarah, Kristina, Eric og Zackary Mann, Björg Berndsen. ✝ Eiginmaður minn, BALDVIN HALLDÓRSSON leikari, verður jarðsunginn frá Neskirkju, mánudaginn 23. júlí kl. 13:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Minningarsjóð MND félagsins á Íslandi. Vigdís Pálsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RÓSA HALLDÓRA HJÖRLEIFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Reykhólakirkju, laugardaginn 21. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður á Stað á Reykjanesi. Helga Játvarðardóttir, Halldóra Játvarðardóttir, Ámundi Jökull Játvarðsson, Lovísa Hallgrímsdóttir, Jón Atli Játvarðarson, Dísa Guðrún Sverrisdóttir, Þórunn Játvarðardóttir, Þórarinn Þorsteinsson, María Játvarðardóttir, Hugo Rasmus, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, STEINUNN INGIRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Þúfubarði 4, andaðist aðfaranótt þriðjudagsins 19. júlí. Að ósk hinnar látnu verður útför hennar gerð í kyrrþey. Sverrir Berg Guðjónsson, Guðríður Valtýsdóttir, Guðjón Steinar Sverrisson, Sigríður Jenný Halldórsdóttir, Ágústa Valdís Sverrisdóttir, Ólafur Stefán Arnarsson. ✝ Elskulegur bróðir minn og móðurbróðir, AXEL SVAN KORTSSON vélstjóri frá Akri, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 17. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd annarra ættingja, Laufey Svala Kortsdóttir, John E. K. Hill. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA FRIÐFINNSDÓTTIR, Kristnibraut 6, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring- braut, miðvikudaginn 18. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Jóhannes B. Long, Berglind Long, Íris Long, Guðmundur Guðjónsson, Helen Long, Jón Ingi Hilmarsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.