Morgunblaðið - 20.07.2007, Síða 40

Morgunblaðið - 20.07.2007, Síða 40
… aðalástæðan kvað vera leikarinn Tom Cruise sem er af ýmsum lágt skrifaður í Þýskalandi … 42 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÍSLENSKÆTTAÐI leikstjórinn Vito Rocco vann nýlega stuttmyndakeppni vefsíðunnar MySpace þar sem verðlaunin voru ein milljón punda og rennur féð í fyrstu mynd leikstjórans í fullri lengd. Móðir Rocco, Kristín Finnbogadóttir flutti til Englands á sjötta áratugnum til þess að verða leikkona. Rocco ætlaði sjálfur að verða leikari eins og foreldrar hans en komst að þeirri niður- stöðu að hann yrði aldrei nógu góður leikari og ákvað að færa sig bak við myndavélina. Hann byrjaði að gera stuttmyndir með félögum sínum en um það leyti sem þeir voru orðnir blankir fengu þeir boð um að gera tónlistarmyndband fyrir Finnann Jimmy Tenor. Eftir það fékk hann tækifæri til þess að gera fleiri stuttmyndir auk þess sem hann leikstýrði þætti í sjónvarpsþáttaröðinni Úlfaþytur í úthverfi (Suburban Shooter) sem sýndir hafa verið á RÚV og Rocco lýsir sem „bresku útgáfunni af Despe- rate Housewives.“ Bless, grimmi heimur En það er stuttmyndin „Goodbye, Cruel World“ sem hefur borið hróður hans víðast og það var hún sem tryggði honum sigur í stutt- myndakeppninni Movie MashUp á MySpace, en um 800 myndir voru skráðar til keppni. Myndin fjallar um ungan dreng sem er út undan og gaml- an mann sem hann vingast við, sögusvið sem Rocco segir afar hefðbundið í breskum kvik- myndum. Munurinn er hins vegar sá að þegar gamli maðurinn er látinn lætur stráksi eins og ekkert sé. Hann sendir þann gamla á dansleik eldri borgara með hjálp fjarstýrðs hjólastóls og talstöðvar. Sjálfur lýsir Rocco aðalpersónunum tveimur sem utangarðsmönnum og segir þetta þeirra sjálfstæðisyfirlýsingu – þeir þurfa ekki á öðrum að halda. Breski leikstjórinn Kevin McDonald (Last King of Scotland og Touching the Void) sat í dóm- nefnd og var mjög hrifinn af mynd Rocco sem hann taldi meira en tilbúinn til þess að leikstýra mynd í fullri lengd, „þeir eru allir miklu betri en ég þegar ég var að byrja,“ fullyrðir McDonald um Rocco og tvo aðra keppendur. McDonald er hrif- inn af þeirri hugmynd að nota MySpace við leik- araval í bíómyndir og Rocco sjálfur talar um að notendur vefsíðunnar hafi gaukað mörgum góð- um hugmyndum að honum varðandi framhaldið. Músarhjörtu sem slá í fortíðinni Myndin sem Rocco ætlar að nota verðlaunaféð í er Faintheart, hvers slagorð er „May the Norse be With You,“ en það er ekki nóg með að hún vísi með því í tvær uppáhaldsmyndir nörda heimsins heldur er hún líka um téða nörda. Nánar tiltekið þá sem taka miðaldaskylmingarnar svo alvarlega að þeir safna liði og setja á svið bardaga með öllu tilheyrandi, þá sem láta sér ekki nægja að leika hlutverkaleiki heima hjá sér heldur fara út og gera þetta í alvörunni. Aðalpersónan er Richard, einmana sölumaður á daginn en hugprúð bar- dagahetja um helgar. Konan hans fær nóg af tvö- falda lífinu og þá fyrst reynir á hetjuna sem þarf að vinna fjölskyldu sína aftur. Rocco sjálfur er nýkominn frá eyjunni Man þar sem hann eyddi næstsíðustu helgi í rannsóknir. „Þeir eru með vík- ingalangskip sem þeir fengu frá Noregi,“ segir hann með stolti. Hann telur að líklega séu um 2- 3000 manns á Englandi sem berjast í slíkum bar- dögum reglulega. Þeir eru úr öllum stéttum en flestir séu þeir að flýja rútínukenndan hversdag- inn. Þá er konunum sífellt að fjölga. „Margir öfl- ugustu bardagamennirnir eru konur. Venjulega hafa þetta bara verið karlar en konur hafa barist fyrir rétti sínum til þess að berjast.“ Rocco reiknar með að verðlaunaféð dugi fyrir kostnaði enda hafi þau ekki átt krónu fyrir viku. En bíómyndir eru dýrar, þessi er sannarlega í ódýrari kantinum. Meðalmynd í Bretlandi kostar 1,8 milljónir punda þannig að milljónin á eftir að hverfa hratt. Aðspurður um áhrifavalda segir hann fyrstu myndir Aki Kaurismäki og Woody Allen í miklu uppáhaldi, sömuleiðis John Cassavetes, Baz Luhrman og myndir á borð við Sling Blade og 101 Reykjavík – og nefnir að lokum að hann myndi svo sannarlega vilja gera mynd á Íslandi, en hing- að er hann kominn í stutta heimsókn ásamt öðr- um fjölskyldumeðlimum. Dauður maður á dansleik Morgunblaðið/G.Rúnar Góður félagsskapur Leikstjórinn Vito Rocco í félagsskap höggmynda í Hnitbjörgum, garði Einars Jónssonar, myndhöggvara. Óvenjulegar húsmæður Rocco hefur áður leikstýrt þætti í þáttaröðinni Suburban shootout. myspace.com/mymoviemashup2  Heyrst hefur að bresku diskó- rokkararnir í Franz Ferdinand séu væntanlegir til landsins á ný og þá sennilega um miðjan september. Einnig fylgir sögunni að gleðipopp- sveitin fjöruga, Sprengjuhöllin, muni hita upp fyrir Bretana. Lag Sprengjuhallarinnar, „Verum í sambandi“ hefur verið gríðar- vinsælt að undanförnu og verður til að mynda á nýjustu Pottþétt-plöt- unni. Þá hefur verið staðfest að Sprengjuhöllin muni hefja upp- tökur á væntanlegri breiðskífu sinni í Gróðurhúsinu nú á mánudag. Upptökustjórn verður í höndum Valgeirs Sigurðssonar en hann hef- ur áður stýrt upptökum listamanna á borð við Björk og Bonnie Prince Billy. Hitar Sprengjuhöllin upp fyrir Ferdinand?  Lítið hefur farið fyrir hljóm- sveit allra lands- manna, Stuð- mönnum, upp á síðkastið. Ýmsir meðlimir sveit- arinnar eru í sumarfríi um þessar mundir en aðrir eiga víst náðuga daga með nýjustu og yngstu meðlimum Stuð-fjölskyldunnar. Sveitin mun þó snúa sér aftur að spilamennsku innan nokkurra vikna og fastir póstar á borð við hljómleika í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum um Verslunarmannahelgina, verða á sínum stað. Reikna má með því að Valgeir Guðjónsson taki þar lagið með félögum sínum en óvíst er hvort Þórður Árnason gítarleikari verður með en hann sagði skilið við sveitina fyrir nokkru. Velta (og vagg) á Stuðmönnum Valgeir Guðjónsson  Hin íslensk- ættaða Helga Stephenson var ein sjö kvenna í kvikmyndum sem heiðraðar voru við sérstaka athöfn á Hyatt hótelinu í Toronto á mið- vikudaginn. Helga, sem m.a. stýrði hinni virtu kvikmyndahátíð í Toronto á ár- unum 1987 til 1993, er nú heiðurs- formaður dagskrárnefndar Kvik- myndahátíðar í Reykjavík. Þá starfar hún við hátíðir víða um heim, m.a. á Kúbu og í Kanada. Helga Stephenson heiðruð í Toronto Helga Stephenson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.