Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 41 Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 21. júlí kl. 12.00: Hannfried Lucke, orgel 22. júlí kl. 20.00: Hannfried Lucke, prófessor í orgelleik við Mozarteum, leikur verk eftir Buxtehude, Bach, Brahms, Mendelssohn, Duruflé og Vierne. www.listvinafelag.isSýningar haustsins komnar í sölu á netinu! Miðasala á netinu! www.leikhusid.is MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 Stimpla ðu þig inn í sum arið! F í t o n / S Í A F I 0 2 1 8 9 0 STARFSBRÆÐURNIR og sálu- félagarnir Tarantino og Roberto Rodriguez, gerðu í sameiningu hrollinn Grindhouse, til heiðurs ódýrum og kauðskum B-myndum sjötta og sjöunda áratugarins. Til að lífga upp á aðsóknina voru slík verk sýnd tvö saman („double feat- ure“), og fengu aðeins inni í afdönk- uðum bíóum sem gengu undir nafn- inu sem myndin dregur nafn sitt af. Því er Grindhouse tvær myndir, Death Proof, eftir Tarantino, og Planet Terror eftir Rodriguez. Til að ná andrúmi B-myndanna (sem leikstjórarnir þekkja af mynd- böndum og afspurn, sakir ungs ald- urs, þessi bíó voru orðin vettvangur klámmynda þegar þeir uxu úr grasi), er útlitið gert hrátt og sem af vanefnum hvað snertir tækni- vinnu, framvindu o.fl. Það skilar sér að nokkru leyti, en áhorfendur voru tregir í taumi þegar Grindhouse var sýnd vestan hafs. Í þeirri von að lífga upp á aðsókn- ina og nýta költfylgi leikstjórans, hefur helft Tarantinos (sem sögð er mun betri), verið lengd fyrir heims- markaðinn og sýnd sjálfstætt. Death Proof er óvenjuleg, ójöfn mynd sem á góða spretti og slaka. Segir af Stuntman Mike (Russell), snarbiluðum raðmorðingja sem drepur fórnarlömbin sín með trylli- tækjum, sem hann segir „dauðaþol- in“. Hann noti þau í vinnu sinni sem áhættuleikari, en orðið hefur aðra og verri meiningu: Þau tryggja dráp á fórnarlömbunum, sem eru ungar og fallegar stúlkur sem vit- firringurinn þefar uppi á laugar- dagskvöldum á knæpum við þjóð- veginn. Í myndarbyrjun er Mike á krá í Austin í Texas, þar eru einnig með- al gesta fjórar flottar gellur sem hann eyrnamerkir sér. Þeirri fimmtu stútar hann að hætti húss- ins áður en röðin kemur að vinkon- unum, þegar þær aka heimleiðis. Hann keyrir bílana í tætlur en kemst af og getur haldið áfram fyrri iðju þegar hann er gróinn sára sinna. Mike, sem ber þess merki að hafa stundað drápin lengi, ber næst nið- ur í Tennessee, þar sem nokkrar vinkonur standa í bílakaupum. Mike bíður uns þær prófa tækið en nú fer á annan veg en áður, hann hittir fyrir ofjarla sína á öllum sviðum. Líkt og í fyrri verkum Tarantinos skiptast á löng, málglöð atriði og groddaleg átök. Samtölin, sem eru nánast eingöngu á milli kvenpersón- anna, eru langdregin og óspennandi en inn á milli glittir í gamalkunna orðheppni og meinfyndin tilsvör, sem eru vörumerki höfundar. Þegar kemur að akstursatriðunum sparar hann ekki meðölin, gömul og sögu- fræg tryllitæki (Chevy Nova, Chal- lenger og Charger), vakna til lífsins, með sína voldugu og ógnvekjandi, átta gata þrumuraust. Eins gott að það eru engir jarisar á veginum. Death Proof er sjálfsagt ekki al- ólík fyrrgreindum double feature fortíðar, en þar voru rispurnar ósviknar, útlitið nauðaómerkilegt sökum vanefna á öllum sviðum en ekki falsað og leikararnir upp til hópa arfaslakir og sáust í mesta lagi í örfáum B-myndum til viðbótar. Hér gnæfir stjarnan Russell yfir flestu öðru en gömlu köggunum, grófur sjarminn gerir hann að áhugaverðustu persónu myndar- innar. Kvennastóðið er þokkafullt og fylgið sér en allt eru þetta stelp- ur í strákaleik, leiknar af forvitni- legum, ungum leikkonum, en engin stendur upp úr önnur en hin kol- geggjaða Zoe frá Nýja-Sjálandi sem er upp undir að vera jafningi hrott- ans Minni áhersla er lögð á ofbeldið en búast mátti við sem er stór kost- ur því viðkvæmum verður örugg- lega bumbult af þeim subbulega ófögnuði sem við blasir. Tarantino er slyngur tökumaður og lipur penni sem notar býsnin öll af minnum úr „pulp“-menningu of- anverðrar síðuastu aldar. Svo sem bílamyndum á borð við Dirty Mary and Crazy Larry og Vanishing Point (báðar sýndar í gamla góða Nýja bíói), popptónlist Dave Dee, Dozy, Beaky, Mick & Titch, svo mætti lengi telja Það vantar Psycho Killer með Talking Heads, nafnið á fullkomlega við aðalpersónuna og ef ég man rétt, stendur í textanum, „You’re talkin’ a lot but you’re not sayin’ anything,“ sem á ekki illa við inni- haldslitla kjaftagleði persónanna og heildaráhrif misjafnrar myndar. Ódámur hittir ömmur sínar Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Háskólabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri Leikstjóri: Quentin Tarantino. Aðalleik- arar: Kurt Russell, Rosario Dawson, Rose McGowan, Vanessa Ferlito, Zoe Bell. 125 mín. Bandaríkin 2007. Death Proof  Dauðaþolinn „Samtölin, sem eru nánast eingöngu á milli kvenpersónanna, eru langdregin og óspennandi en inn á milli glittir í gamalkunna orðheppni og meinfyndin tilsvör, sem eru vörumerki höfundar.“ Hvað eiga þeirJames Bond og Tommi Togvagn sameig- inlegt? Kannki ekki margt en allavega eitt: Pierce Brosnan. Leikarinn ætl- ar nefnilega að ljá Tomma rödd sína í væntanlegum sjónvarpsþáttum byggðum á barnabókunum W.V. Awdry um togvagninn og vini hans. Það er spurning hvort Brosnan stilli sig um að láta Tomma kynna sig að hætti njósnarans fræga: „Ég heiti Togvagn, Tommi Togvagn.“ Teiknimyndirnar um Tomma hafa reyndar verið stjörnum prýddar síð- an sú fyrsta var frumsýnd árið 1984. Bítillinn Ringo Starr og leikarinn Alec Baldwin eru meðal þeirra sem hafa ljáð persónum rödd sína. Brosnan segir ástæðuna fyrir verkefnavalinu ekki síður persónu- legs eðlis: „Ég á sjálfur ljúfar minningar frá því að pabbi las fyrir mig sögurnar um Tomma og einnig man ég eftir að hafa horft á teiknimyndirnar með börnunum mínum.“ Teiknimyndirnar um Tomma Tog- vagn hafa verið sýndar í yfir 140 lönd- um. Tommi Bond Svalur James Bond. Sætur Tommi togvagn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.