Morgunblaðið - 20.07.2007, Page 44

Morgunblaðið - 20.07.2007, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS HLJÓÐ OG MYND VIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA THE TRANSFORMERS FORSÝND kl. 11 POWERSÝNING B.i.10.ára DIGITAL THE TRANSFORMERS FORSÝND kl. 11 POWERSÝNING LÚXUS VIP HARRY POTTER 5 kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 B.i.10.ára HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 B.i.10.ára DIGITAL HARRY POTTER 5 kl. 2 - 5 - 8 LÚXUS VIP EVAN ALMIGHTY kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ BLIND DATING kl. 8 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 - 10:10 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl.10:10 B.i.7.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 B.i.10.ára / ÁLFABAKKA HARRY POTTER 5 kl. 4 - 6 - 7 - 9 - 10 B.i. 10 ára DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára eeee FGG - Fréttablaðið eeee ÓHT - Rás2 "LÍFLEG SUMAR- SKEMMTUN" eee L.I.B. TOPP5.IS eee S.V. MBL. SÝND MEÐ ÍSL ENSKU OG ENSKU TAL I eeee Morgunblaðið eeee RUV eeee DV eeee Tommi - Kvikmyndir.is Ég man nú eftir því þegarég fór á þjóðhátíð í Eyjumá yngri árum hvað mikið var hlegið að þeim stelpum sem voru lengi að pakka og hugsa um í hvaða fötum þær myndu líta best út í útilegunni. Sumar fóru jafnvel og keyptu sér nýja boli og tóku með sér „bjútíbox“ uppfullt af meiki og hárspreyi til að líta sem best út. Alvöruútilegulið lét ekki standa sig að verki við slíka iðju heldur pakkaði bara því niður sem hentaði best í útileguna en var auðvitað líka nokkuð flott. 66°N regngallinn, gúmmítútturnar og lopapeysan voru þar fremst í flokki og síðan mátti lauma mask- ara með. Þar sem ég fór á Hróars- keldutónlistarhátíðina fyrstu helgina í júlí rifjuðust upp fyrir mér árin á þjóðhátíð þar sem pæj- urnar skulfu úr kulda undir sjoppuskyggnunum á meðan lopa- peysuliðið skemmti sér.    Eins og þegar hefur komiðfram var Hróarskelduhátíðin frekar blaut, drullug og köld þetta árið og því lítið annað að gera, ef maður ætlaði að njóta tónlistarinnar, en að klæða sig í stígvél og regngalla frá toppi til táar. Það gerði ég að minnsta kosti og flestir voru líka svo skyn- samir en síðan voru hinir sem ætl- uðu ekki að missa „kúlið“ þrátt fyrir veður og aðstæður. Tíska nær nefnilega inn á svona tónlistarhátíðir sem og allt annað og helstu áhrifavaldar þetta árið á Hróarskeldu virtust vera skötuhjúin fyrrverandi Kate Moss og Pete Doherty eins og þau sáust klædd á Glastonbury-tónlistarhá- tíðinni árið 2005. Það árið á Gla- stonbury var mikil drulla en eins og vanalega voru Kate og Pete töff og virðast hafa skapað ein- hverja tónlistarhátíðartísku í kjöl- farið. Kate sást þá ekki öðruvísi en í litlum gallastuttbuxum eða í mjög stuttum kjól og í svörtum háum Wellington-vaðstígvélum. Pete var í þröngum gallabuxum og auðvit- að með litla svarta hattinn. Þannig birtist mynd af þeim vaðandi í drullunni á Glastonbury í öllum blöðum eftir hátíðina og sú mynd stóð mér oft fyrir hug- skotssjónum á Hróarskeldu. Þar voru margar stelpurnar með lærin ber í stígvélunum, í stuttum kjól- um eða stuttbuxum við og með miðjuskipt hárið slegið. Samsetn- ing sem hefði virkað vel ef ekki hefðu fylgt með bláir leggi og skjálfandi varir stóran hlut hátíð- arinnar eða fram á sunnudag þeg- ar sólin skein loksins. Ég dáðist að þessum stelpum að gefa ekki eftir af ímyndinni þrátt fyrir að allar aðstæður hefðu gef- ið tilefni til annars, einnig vor- kenndi ég þeim að vera svo fastar í tískunni að ekki væri hægt að láta út af bregða til að láta sér líða betur. En tískan er víða kvöl, það er ekki aðeins á Hróarskeldu sem leggir verða bláir til að fylgja í fótspor tískufyrirmyndarinnar. Konur úti um allan heim láta kveljast í stuttum pilsum, támjó- um skóm, óþægilegum nærbuxum og níðþröngum gallabuxum.    Samkvæmt breskri könnun semgerð var í kjölfar Gla- stonbury-hátíðarinnar í ár og birt- ist m.a. á Metro.co.uk snúast tón- listarhátíðir í dag næstum því orðið meira um fötin sem eru tek- in með en böndin á sviðinu og er „Kate Moss-áhrifunum“ þakkað fyrir það. Sagt er að 1⁄3 af konunum sem fara á tónlistarhátíðir kaupi sér alveg nýjan fataskáp fyrir þær og getur undirrituð vel trúað því m.v. tískustraumana á Hróars- keldu.    Klæðaburður Kate Moss á Gla-stonbury hefur haft víðtæk- ari áhrif en á tónlistarhátíðir. Eft- ir að hún sást skarta Wellington-stígvélum hafa þau hlotið nýjan sess og stígvél yf- irhöfuð í tískuheiminum. Þau þykja nú ekki eingöngu hæf til sveitaverka heldur er ekkert skammarlegt við að skarta þeim í mannfjölda eins og á tónlist- arhátíðum eða fjölförnum versl- unargötum. Hver stórstjarnan á eftir annarri hefur sést í Well- ington við ýmis tækifæri og jafn- vel í glampandi sól. Það er svo sem ekki langt síðan það þótti töff að klæðast hvítbotna gúmmítúttum hér á landi dags daglega og stígvélaklæddar stúlk- ur sjást oft í miðbænum en þá oft- ast í lítríku gúmmíi. Það fer lítið fyrir Víking- eða Nokia-stígvél- unum niðri í bæ, enn sem komið er, en aldrei að vita nema þau verði helsta „trendið“ á þjóðhátíð í Eyjum í ár. Með glamrandi tennur í gúmmístígvélum AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir » Sagt er að 1⁄3 af kon-unum sem fara á tón- listarhátíðir kaupi sér alveg nýjan fataskáp fyrir þær og getur und- irrituð vel trúað því m.v. tískustraumana á Hró- arskeldu. Morgunblaðið/Ingveldur Yfirgefin Fólk tók ekki stígvélin með sér heim af Hróarskeldu. Fyrirmyndir Kate Moss og Pete Doherty eins og þau voru á Glastonbury 2005 og komu með því af stað ákveðinni tónlist- arhátíðartísku. ingveldur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.