Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 45
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR
Á SAMbio.is
STÆRSTA
GRÍNMYND
SUMARSINS
FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY
Guð hefur
stór áform...
en Evan þarf að
framkvæma þau
Evan hjálpi okkur
TRANSFORMERS FORSÝND kl. 9 POWERSÝNING B.i. 10 ára
HARRY POTTER kl. 6 - 10 B.i. 10 ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
BLIND DATING kl. 8 LEYFÐ
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
eee
H.J. - MBL
eeee
KVIKMYNDIR.IS
ÁSTIN ER BLIND
HEFURÐU UPPLIFAÐ
HIÐ FULLKOMNA
STEFNUMÓT?STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS tv - kvikmyndir.is
eee
LIB, Topp5.is
WWW.SAMBIO.IS
THE TRANSFORMERS FORSÝND kl. 12 POWERSÝNING B.i. 10 ára
HARRY POTTER 5 kl. 6 - 9 B.i. 10 ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
SHREK 3 m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ
FORSÝND Í KVÖLD
REYKJAVÍK • KEFLAVÍK • AKUREYRI
POWERSÝNING
ÞEIRRA
STRÍÐ
OKKAR
HEIMUR
FRÁ MICHAEL BAY
OG STEVEN SPIELBERG
KEMUR STÆRSTA
MYND SUMARSINS
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
Lýstu eigin útliti
Já, þegar stórt er spurt, ég er ljóshærð, græn augu,
meðalhá.
Hefurðu séð Degalógana/Boðorðin 10 eftir Kristof? (Og
ef ekki, horfðu þá á hana hið snarasta!) (Spurt af síð-
asta aðalsmanni, Baltasar Kormáki)
Nei, ég á hana eftir, sé fram á videókvöld í kvöld!
Hvaða leikari fer mest í
taugarnar á þér?
Það fer held ég enginn
leikari neitt sérstaklega í
taugarnar á mér. En
svona yfir höfuð þá
fer það í taugarnar á mér
þegar leikarar leika alltaf
sömu týpuna,
eins og þeir geti ekki
skipt um karakter.
Hvaða bók lastu síðast?
Ég verð því miður að við-
urkenna að ég er voðalega
lítill bókaormur og þar af
leiðandi man ég hreinlega
ekki hvað ég las síðast!
Á hvaða plötu hlustar þú
mest þessa dagana?
Ég er alltaf með iPod og
þar eru allir diskarnir
sem ég vil hlusta á. En ég
er búin hlusta mikið á
Mika-diskinn, hann er
góður.
Hvað uppgötvaðir þú síð-
ast um sjálfa þig?
Að ég væri gift kona,
mjög skemmtileg upp-
götvun!
Besta lag allra tíma?
Hallelujah.
Hefurðu þóst vera veik til
að sleppa við vinnu eða
skóla?
Nei, það hef ég ekki gert, hef ekki samvisku í það.
Geturðu farið með ljóð?
Já, ég hugsa að ég gæti það alveg en ég er samt ekki
mikið fyrir það að semja ljóð.
Með hverjum myndirðu helst vilja syngja dúett?
Það fer eftir því hvort maður er að hugsa á íslenskan
mælikvarða eða erlendan, en ég held að ég myndi velja
Sir Elton John!
Er líf eftir Nylon?
Já, það er líf eftir Nylon.
Heimurinn er fullur af
tækifærum og ég er
spennt að takast á við
það sem tekur við.
Áttu mikið af fötum úr
næloni? Nei, aðallega
sokkabuxur.
Hver var besta brúð-
kaupsgjöfin? Við fengum
svo mikið af yndislegum
gjöfum að það er erfitt að
segja hver væri uppá-
halds. Ég held að ég
verði bara að segja að
þær voru allar uppáhalds.
Hvaða kvikmynd eða
sjónvarpsefni hefur haft
mest áhrif á þig? Myndin
The Secret. Það er ein
magnaðasta mynd sem
ég hef á ævi minni séð!
Hún hefur hjálpað mér
að sjá lífið í allt öðru ljósi.
Mæli með henni fyrir
alla.
Hvers viltu spyrja næsta
viðmælanda?
Hvað er það fyrsta sem
þú gerir þegar þú vaknar
á morgnana og það síð-
asta sem þú gerir áður en
þú ferð að sofa?
EMILÍA BJÖRG ÓSKARSDÓTTIR
UNDANFARNIR DAGAR HAFA HELDUR BETUR VERIÐ
VIÐBURÐARÍKIR HJÁ AÐALSMANNI VIKUNNAR ÞVÍ
HÚN GEKK AÐ EIGA UNNUSTA SINN TIL NOKKURRA
ÁRA Á LAUGARDAGINN OG TILKYNNTI SVO AÐ HÚN
VÆRI HÆTT Í NYLON Á MÁNUDAGINN. UM ÞESSAR
MUNDIR ER HÚN HINS VEGAR Í
BRÚÐKAUPSFERÐALAGI.
Samviskusöm Emilía á aðallega sokkabuxur úr næloni.
O.C. LEIKKONAN unga Mischa
Barton hefur hætt að mæta í Holly-
woodpartí. Hún segist vera orðin
þreytt á stanslausum þrætum og
baktali sem á sér stað í Hollywood.
„Þegar ég kom til Hollywood
vissi ég ekkert um þessa vinnu og
eignaðist ekki sem bestu vinina.
Maður gerir nokkur mistök á þess-
um aldri og það tók mig tíma að
finna vinina sem ég get verið full-
komlega róleg með. Ég vil halda
einkalífinu fyrir mig, þú finnur ekki
meira en fjóra eða fimm sanna vini í
kringum mig. Persónan sem birtist
í slúðurblöðunum er ekki ég. Þegar
ég sé mig í blöðunum hugsa ég,
„Hver er þessi stúlka?“ Ég vil láta
lítið á mér bera og er yfirleitt róleg
en fjölmiðlar hafa skapað falsaðar
sögur um ungar Hollywood-
persónur þar sem allir hanga sam-
an og allir þekkja alla. En það gæti
ekki verið fjær sannleikanum,“ seg-
ir Barton sem lenti í ónáðinni hjá
Parísi Hilton eftir að hún sakaði
hótelerfingjann um að vera öfund-
sjúk vegna velgengni annarra.
Þreytt á
þrætum
og baktali
Reuters
Mischa Barton
LEIKKONAN Nicole Kidman
bjargaði meðleikara sínum Hugh
Jackman frá eitruðum sporðdreka
við tökur á nýrri mynd sem þau
fara með hlutverk í. En þau eru að
leika í nýrri mynd Baz Luhrmann
Australia sem er tekin í heimalandi
þeirra Ástralíu.
Í einu atriðinu á Kidman að
skríða í svefnpoka með Jackman
undir berum stjörnuhimni. En þeg-
ar leikkonan var við það að skríða í
pokann tók hún eftir að Jackman
var kominn með miklu hættulegri
bólfélaga.
„Nicole dróg djúpt andann þegar
Hugh opnað svefnpokann því hún
sá eitraðan sporðdreka undir öðr-
um fætinum á honum. Hún sagði
Hugh rólega að hreyfa sig ekki,
beygði sig niður og kom sporðdrek-
anum eldsnöggt í hattinn sinn,
gekk svo út í skóginn og sleppti
honum þar,“ sagði maður sem var
viðstaddur atvikið.
„Þegar við spurðum hana hvers
vegna hún hefði ekki bara stappað
ofan á honum sagði hún: „Ég myndi
aldrei drepa dýr. Allar lífverur hér
hafa sinn tilgang. Þessi átti bara
ekki heima í svefnpokanum hans
Hughs.““
Dýravinur
Nicole Kidman