Morgunblaðið - 20.07.2007, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 20.07.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 47 Verðið á Volkswagen Golf hefur aldrei verið hagstæðara. Taktu gæðin og glæsileikann með í reikninginn og þú sérð að þetta er tækifæri sem borgar sig að grípa. Komdu, reynsluaktu og tryggðu þér Golf. Gerðu bílinn enn glæsilegri með sportpakka að verðmæti 280.000 kr. • 16" álfelgur • sóllúga • leðurstýri • þokuljós • armpúði milli framsæta • samlitur Golf Trendline kostar aðeins 25.490 kr. á mánuði.* 1.9 9 8 .0 0 0 kr. *M .v . 1 0% ú tb o rg u n o g b íl as am n in g SP t il 8 4 m án að a. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -0 8 4 4 Volkswagen Golf er grænn bíll HEKLA greiðir fyrir kolefnisjöfnun allra nýrra Volkswagen-bíla í eitt ár. Kolefnisjöfnun felst í því að binda samsvarandi magn gróðurhúsalofttegunda og bíllinn gefur frá sér. Þetta gerum við með skógrækt og landgræðslu. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Föstudagur <til freistinga> 12 Tónar My Summer as a Salvation Soilder Gaukur á Stöng Perfect Disorder Café Oliver Carnival Glaumbar DJ Tempó Hressó Gotti, Eisi og DJ Maggi Hverfisbarinn DJ Stef Kringlukráin Karma Players Spútnik Prikið Elín Ey og DJ Maggi Legó Vegamót Símon Laugardagur <til lasta> Sólheimakirkja Hljómsveitin Hraun Jómfrúin Kvartett Snorra Sigurðarsonar Café Oliver Carnival Glaumbar Flass Mega kvöld Hressó Retro kvöld. Böddi og co og DJ Maggi Hverfisbarinn DJ Jay Ó Kringlukráin Karma Nasa Burn partý Players Eyjakvöld Prikið DJ Prik og Óli Hjörtur Vegamót Danni Deluxe Sunnudagur <til sólbaða> Café Oliver Carnival Morgunblaðið/Golli Hraun Liðsmenn sveitarinnar ásamt ungum aðdáanda. Hraun leika á Sólheimum um helgina. Morgunblaðið/Árni Torfason Burn Party Á NASA á morgun. UM HELGINA ER ÞETTA HELST» Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „EF hann fann einhvern sem líkaði þjáning lét hann við- komandi þjást – og naut þess. Hann var eins og köttur sem otar loppunni að manni, mað- ur vissi aldrei hvort hann ætl- aði að strjúka eða klóra.“ Svo mælir Hanna Schygulla um manninn sem gerði hana að kvikmyndastjörnu, þýska leikstjórann Rainer Werner Fassbinder. Fassbinder lést árið 1982 og var jafnþekktur sem snillingur og sem brjál- æðingur eins og raunar fleiri jafnaldrar hans í hæfileikarík- ustu kynslóð þýskra leikstjóra eftirstríðsáranna. Hanna Schygulla var aðalleikkona Fassbinders og unnu þau saman að yfir tuttugu mynd- um. Hún hlýtur heið- ursverðlaun Alþjóðlegu kvik- myndahátíðarinnar í Reykjavík í haust þar sem myndir Fassbinders verða í forgrunni og mun auk þess halda hér tónleika og hugs- anlega halda einhvers konar námskeið með ungum íslensk- um leikurum. Þá verður hún gestur „spurt og svarað“ sýn- ingar á mynd Fassbinders. Tónleikana kallar Schygulla söngævisögu, Aus meinem le- ben. Þar flytur hún ýmis lög sem hafa haft áhrif á hana á mismunandi æviskeiðum og er dagskráin fjölbreytt eftir því, rokk og ról, djass og kabar- ettmúsík, Rolling Stones, Bob Dylan og Lili Marlene. Schy- gulla fæddist í Katowice árið 1943 þegar Pólland var her- numið af Þjóðverjum. Hún ólst upp í München og lærði þar bókmenntir, rómönsk mál og leiklist. En árið 1968 hitti hún Fassbinder og lék fyrst fyrir hann í Farandverka- manninum (Katzelmacher). Á hátíðinni verða meðal annars sýndar myndirnar Bitur tár Petru von Kant (Die Bitteren Tränen der Petra von Kant), Fontan – Effi Briest, Hjóna- band Maríu Braun (Die Ehe der Maria Braun) og Lili Mar- leen. Aðrar Fassbinder- myndir sem eru staðfestar eru Ameríski dátinn (Der Amerik- anische Soldat) og Langanir Veroniku Voss (Die Se- hnsucht der Veronika Voss) og fleiri gætu bæst við auk þess sem ekki er ólíklegt að fleiri myndir hans verði sýnd- ar á vegum Fjalakattarins eft- ir að hátíðinni sjálfri lýkur. En Schygulla hætti alls ekki að leika þegar Fassbinder var allur. Hún hefur búið í París undanfarna áratugi og leikið þar fyrir Jean-Luc Godard og væntanlega verður nýjasta mynd hennar, Himinbrú (Auf der anderen Seite) einnig sýnd á hátíðinni en henni er leikstýrt af þýsk-tyrkneska leikstjóranum Fatih Akin sem átti þá mögnuðu mynd Beint af augum (Gegen die Wand) á hátíðinni fyrir tveim árum. Þýsk stórleikkona á kvikmyndahátíð Eva Hanna Schygulla á sínum yngri árum í hlutverki Braun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.