Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 22
|föstudagur|3. 8. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Þrefalda má uppskeru í þróun-
arlöndum með lífrænni ræktun
að mati vísindamanna við há-
skólann í Michigan. » 25
vistvænt
Það þarf ekki að vera flókið að
útbúa dýrindismáltíð á fjöllum.
Halla Hauksdóttir lumar á góð-
um ráðum. » 24
matur
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Það eru tímamót hjá HreimiErni Heimissyni söngvara íLandi og sonum í ár því núeru tíu ár síðan hann kom
fyrst fram á þjóðhátíð í Eyjum með
áðurnefndri hljómsveit. „Það mynd-
ast alltaf einstök stemning í Eyjum
og samheldnin er mikil á meðal hátíð-
argesta. Það veit í raun og veru eng-
inn við hverju á að búast, þegar veðr-
ið er annars vegar, en allir eru
komnir til þess að skemmta sér. Það
gerir sér enginn sérstaka ferð til
Eyja þessa helgi til þess að vera með
leiðindi og neikvæðni.“
Í ár ætlar hann hins vegar að halda
uppi stuðinu með Vigni Snæ Vigfús-
syni, betur þekktur sem Vignir gítar-
leikari í Írafári.
„Við Vignir eru miklir vinir og höf-
um spilað mikið saman. Leiðir okkar
lágu saman árið 2004 og köllum okk-
ur bara Hreimi og Vigni. Það er ekk-
ert flóknara. Við ætlum að spila
þjóðhátíðarlög og fleiri stuðlög til
þess að skemmta fólkinu í dalnum,“
segir söngvarinn sem samið hefur
þrjú þjóðhátíðarlög. „Lífið er ynd-
islegt“ sem er var lagið árið 2001,
„Vináttu“ sem hljómaði árið á eftir en
árið 2005 stilltu þeir Vignir saman
strengi sína og úr varð lagið „Með
þér“.
Fótboltafíkill í sjálfboðavinnu
En það eru ekki allar helgar eins
og verslunarmannahelgin. Tónleikar
um venjulegar helgar eru þó frekar
regla en undantekning hjá tónlistar-
manninum. „Um helgar reyni ég auð-
vitað að vera með fjölskyldunni
minni, eiginkonu og barni eins mikið
og ég get. Í sumar höfum við reyndar
ekki náð að fara eins mikið í útilegu
og við höfum ætlað en við höfum
gaman af ferðalögum.
Ég er algjör íþróttaálfur og fyrir
nokkrum árum byrjaði ég í golfi og
það fer dálítill tími í það. Ég ákvað að
taka það fastari tökum fyrir tveimur
árum en það er nú eins og það er.
– Hvað ertu með í forgjöf?
„12,5.“
– Það er nú ágætt.
„Ja, þetta er svolítið í blóðinu,“
segir Hreimur og glottir. „En ég
rokka upp og niður og get átt hræði-
lega hringi, einmitt vegna þess að ég
er ekki nógu duglegur að æfa mig.
– Ertu í einhverjum öðrum íþrótt-
um?
„Ég er svolítill fótboltafíkill. Ég
elska fótbolta, held með Liverpool í
ensku deildinni en ég fylgist með
miklu fleiri liðum eins og Manchester
United, mér finnst þeir spila
skemmtilegan bolta. Ég reyni líka að
fara öðru hvoru á völlinn hér heima.
Ég er svolítill Framari í mér og vinn
svolítið fyrir þá í sjálfboðavinnu.“
Eitthvað fyrir alla
fjölskyldumeðlimi
Hverju myndirðu mæla með fyrir
fjölskyldufólk um helgar?
„Ég mæli með því að fjölskyldur
skipuleggi helgarnar gróflega til þess
að fá sem mestu út úr helgunum.
Hjón hafa oft ólík áhugamál og til
þess að koma til móts við alla fjöl-
skyldumeðlimi þarf oft að skipu-
leggja hluti. Ferðalag getur bara ver-
ið ferðalag og stundum getur allur
dagurinn bara farið í að leita að tjald-
stæði og tjalda. Það er svo mikilvægt
að tala saman. Þá kemur kannski í
ljóst að besta lausnin er að fara í sum-
arbústað þar sem golfvöllur er ná-
lægt! Helgar eiga að vera eins mikil
fjölskyldufrí og hægt er.“
Morgunblaðið/G. Rúnar
Skipulagður Hreimur ætlar að spila í Eyjum um helgina, en venjulega
skipuleggur hann helgarnar fyrir fjölskylduna, golfið og fótboltann.
Tími fyrir fjöl-
skylduna og golfið
Ljósmynd/Sæþór
Þjóðhátíð Það finnst mörgum ómissandi að bregða sér til Eyja um Verslunarmannahelgina.
Svalasti grillmaturinn: Úrbeinaður svínahnakki með grillkartöflum og kaldri sósu.
Besti útileguslagarinn: What’s up með 4 Non Blondes.
Hnitmiðaðasta heimadekrið: Popp secret, Coca Cola og höfuðnudd frá konunni.
Heitasti golfvöllurinn: G.K.G. og Strönd, reyndar er alveg klikkað að spila í Eyjum.
Hreimur mælir með:
Þeim Aðalsteini Stefánssyni og Aleksej Iskosfannst tími til kominn að hverfa frá hinumhagsýna, danska einfaldleika undangeng-
inna áratuga þegar þeir hönnuðu ,Ornametrica-
ljósakrónurnar. Þeir vildu skreyta umhverfið svo-
lítið en ljósakrónurnar voru upphaflega hannaðar
fyrir kirkjur, banka og hótel. Form ljósakrón-
unnar og útlit er breytilegt en hana má draga
sundur og saman líkt og harmonikku. Eigandinn
hefur því mjög frjálsar hendur um það hvernig
geómetrískt form ljósakrónunnar er hverju sinni.
– Aðalsteinn, vildirðu skapa nýja ljósakrónu fyr-
ir hvern dag vikunnar?
„Það var ekki alveg það,“ segir hann og hlær.
„En tilgangurinn var að ljósakrónan gæti lagað sig
að hvaða rými sem er. Mynsturbreytingarnar voru
ófyrirséðar en eru afar skemmtilegur eiginleiki.
Það má alveg breyta krónunni þannig að ný króna
birtist á hverjum degi vikunnar.“
Enginn danskur einfaldleiki
Ljósakrónan ,,Ornametrica“ er meðal þeirra muna
sem eru á sýningunni Magma/Kvika og nú stendur
yfir á Kjarvalsstöðum.
www.listasafnreykjavikur.is