Morgunblaðið - 03.08.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 31
MINNINGAR
✝ Jón Davíðssonfæddist í
Skuggahlíð í Norð-
firði 7. desember
1915. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 26. júlí síðast-
liðinn. Foreldar
hans voru Petra
Ragnhildur Jóns-
dóttir, f. á Rann-
veigarstöðum í
Álftafirði 8.8. 1892,
d. 28.12. 1929, og
Davíð Her-
mannsson, f. í Skuggahlíð í Norð-
firði 30.8. 1885, d. 9.10. 1963. Jón
var næstelstur í hópi átta systkina.
Systkini Jóns eru: Hermann, f. 18.5.
1912, d. 9.1. 1991, Jóhann Valgeir,
f. 17.11. 1917, d. 25.6. 1971, Sigríð-
ur, f. 3.3. 1920, Gunnar Magnús, f.
23.7. 1923, d. 26.12. 2002, Sveinn
Kristinn, f. 7.7. 1925, d. 20.12. 1974,
Jóna Soffía, f. 9.12. 1926, d. 30.10.
1986, og Lúðvík, f. 20.3. 1929.
Jón kvæntist Gyðu Þorleifs-
dóttur frá Naustahvammi í Norð-
firði, f. 20.7. 1919, og eignuðust þau
átta börn, þau eru: 1) Erla Bjarný,
Sesselju Einarsdóttur, f. 15.11.
1962. 6) Jóhann, f. 20.5. 1952,
kvæntur Ágústu Þórarinsdóttur, f.
8.8. 1947. Ágústa á eina dóttur,
Guðríði, og á hún tvo drengi. 7)
Bryndís Þóra, f. 11.8. 1959, gift
Árna Guðjónssyni, f. 12.7. 1954,
þau eiga þrjú börn, Júlíu Dröfn,
Aðalheiði og Fannar. Bryndís og
Árni eiga þrjú barnabörn.
8) Axel, f. 15.10. 1960, í sambúð
með Ólafíu Einarsdóttur, f. 17.9.
1963. Eiga þau þrjá drengi saman,
Einar Jón, Óla Frey og Ragnar.
Ólafía á einnig eina dóttur, Díönu
Margréti. Jón kláraði barna-
skólagöngu í farskóla, að því loknu
fór hann í skóla á Laugarvatni og
var þar tvo vetur. Stundaði fisk-
vinnu bæði á sjó og landi eða þar
til að við tóku landbúnaðarstörf.
Jón og Gyða hófu búskap á Sveins-
stöðum í Hellisfirði 1943-1947,
fluttu í Skálateig 1947 og þá voru
börnin orðin þrjú, hin fimm fædd-
ust svo eftir að flutt var í Skála-
teig. Jón og Gyða stunduðu hefð-
bundin búnaðarstörf í Skálateigi.
Síðustu 30 árin hafa þau búið við
hlið Leifs sonar síns og hans fjöl-
skyldu og notið dyggrar aðstoðar
þeirra.
Útför Jóns verður gerð frá
Norðfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
f. 22.2. 1943, d. 3.9.
1987, gift Hans Jakobi
Beck Sigfússyni, f.
19.4. 1943. Þau eign-
uðust fjóra syni, Dav-
íð Heiðar, Sigfús Má,
Jón Finn og Hjörleif
Helga. Erla og Hans
eiga sjö barnabörn. 2)
Valgerður, f. 6.8.
1944, gift Halldóri
Hilmari Þorbergs-
syni, f. 21.6. 1944, þau
eiga fimm börn, Gyðu
Guðrúnu, Þorstein
Hreiðar, Lilju Jónu,
Berglindi Völu og Valþór Hilmar.
Valgerður og Halldór eiga 13
barnabörn. 3)Leifur Marinó, f. 8.10.
1946, kvæntur Jarþrúði Þór-
isdóttur, f. 13.5. 1957, þau eiga
fimm börn, Þóreyju Sigrúnu, Maríu
Fanneyju, Sigurjón Stefán, Inga
Árna og Erlu Guðbjörgu. Leifur og
Jarþrúður eiga fimm barnabörn. 4)
Ragnar Davíð, f. 23.8. 1947, kvænt-
ur Björk Rögnvaldsdóttur, f. 3.11.
1949, þau eiga tvær dætur, Guð-
laugu og Hrafnhildi. Ragnar og
Björk eiga tvö barnabörn. 5) Jón
Þorgeir, f. 16.12. 1948, kvæntur
Afi okkar í Skálateigi, Jón Davíðs-
son, er dáinn, en hann lést á 92. ald-
ursári. Alla tíð var hann mjög heilsu-
hraustur þangað til nú fyrir tveimur
vikum síðan að hann lagðist inn á
sjúkrahús, í þriðja skiptið á þessari
löngu ævi. Sem betur fer var sú lega
ekki löng fyrir hann. Það síðasta sem
að hann talaði um og hafði áhyggjur
af áður en hann dó var hvort amma
hefði nóg að bíta og brenna, enda voru
þau búin að hugsa um hvort annað í
rúm 65 ár. Eftir að amma veiktist fyr-
ir nokkrum árum síðan sá afi um að
hana skorti ekki neitt, með góðri hjálp
frá ættingjum, en ekki kom til greina
að flytja í íbúðir aldraðra út í bæ þar
sem þau undu sér svo vel í sveitinni
sinni. Eitt af hans aðalverkum á heim-
ilinu var að sjá til þess að baka lumm-
ur svo að við barnabörnin ásamt fleir-
um gætum gætt okkur á þeim þegar
við komum í heimsókn, en það var
fastur liður að kíkja í sunnudagskaffi
til þeirra hjúa. Þá var hægt að stóla á
að maður hitti einhverja af ættingj-
unum og ávallt var eitthvað gott
bakkelsi á borðum. Í minningunni lifir
einnig sterkt hjá okkur þegar hann
spígsporaði um hlaðið sitt mörgum
sinnum á dag, til að sjá til þess að allt
væri í lagi á bænum, og sérstaklega
athugaði hann með hundana.
Heyrnin hans afa var frekar döpur
síðustu ár og því forðaðist hann að
vera í margmenni. Hann var frekar
fámáll og kynntumst við honum eitt-
hvað minna en ömmu. En ávallt sá
maður þó að það var stutt í húmorinn
hjá honum og hann hafði gaman af að
fá barnabörnin og barnabarnabörnin
í heimsókn.
Nótt eina dreymdi mann draum. Honum
fannst sem hann væri á gangi eftir ströndu
með Drottni. Í skýjum himins flöktu myndir
úr lífi mannsins. Við hverja mynd greindi
hann tvenns konar fótspor í sandinum, önn-
ur sín eigin, hin Drottins. Þegar síðasta
myndin birtist fyrir augum hans, leit hann
um öxl á sporin í sandinum. Hann tók eftir
því að víða á leiðinni voru aðeins ein spor.
Hann sá einnig að það var á þeim augna-
blikum lífsins sem hve erfiðust höfðu
reynst. Þetta olli honum miklu hugarangri
og hann tók á það ráð að spyrja Drottin
hverju þetta sætti. „Drottinn, Þú sagðir að
þegar ég eitt sinn hefði ákveðið að fylgja
þér mundir þú ganga alla leiðina í fylgd með
mér. En ég hef tekið eftir því að á meðan á
erfiðustu stundum lífs míns hefur staðið eru
bara ein spor í sandinum. Ég get ekki skilið
hvernig þú gast fengið af þér að skilja mig
eftir einan, þegar ég þarfnaðist þín mest.“
Drottinn svaraði: „Þú dýrmæta barn mitt.
Ég elska þig, ég mundi aldrei skilja þig eftir
eitt, á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns
liðu, þar sem þú sérð bara ein spor, var það
ég sem bar þig.“ (Höf. ók.)
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við kveðja elskulega afa okkar og
votta ömmu og foreldrum okkar inni-
lega samúð. Minning þín er ljós í lífi
okkar, hvíldu í friði elsku afi.
Þín
barnabörn og fjölskyldur.
Að heilsa og kveðja er lífsins saga.
Ekki munum við bræður eftir hvenær
við komum fyrst „inn í sveit,“ eða að
Skálateigi. Móðurafi og móðuramma
voru órjúfanlegur hluti af uppvexti
okkar austur á Norðfirði.
Að lágmarki var farið „inn í sveit“ á
sunnudögum þar sem stórfjölskyldan
kom saman, allt að því skyldumæting.
Þar voru málefni líðandi stundar
krufin til mergjar og voru flestir sam-
mála um að vera passlega ósammála,
en eitt var þó á hreinu; Willys voru
einu almennilegu jepparnir og það
tók því ekki að minnast á aðrar
dráttavélar en „Nallann.“ Það gat
einnig oft verið gaman að vera eini
„ekki-framsóknarmaðurinn“ í stof-
unni sem oft taldi nokkra tugi.
Afi var yfirleitt fámáll og lét aðra
háværari um að leiða umræðuna en
læddi svo inn einni og einni athuga-
semd þegar við átti, svo eftir var tek-
ið.
Afi var alinn upp í Skuggahlíð í
byrjun síðustu aldar og í æðum hans
rann bændablóð aftur í ættir.
Það kom því ekki á óvart að hann
skyldi gerast bóndi, fyrst að Sveins-
stöðum í Hellisfirði og seinna að
Skálateigi í Norðfirði sem er næsti
bær við Skuggahlíð.
Norðfjörður er falleg og þéttbýl
sveit og fjöllin tignarleg og hrikaleg í
senn og í þessum fjallasal ólu þau afi
og amma upp 8 börn, óteljandi barna-
börn og sumpart enn fleiri barna-
barnabörn sem voru tímabundið í
vist.
Við nutum þeirra forréttinda að fá
að vera í vist og þó sveitastörfin hafi
legið misjafnlega fyrir okkur þá erum
við þakklátir fyrir það og gerði vistin
okkur örugglega að betri mönnum.
Breytingar á búskaparháttum og
lifnaðarháttum á síðustu öld eru
miklu meiri en við nútímabörnin ger-
um okkur grein fyrir og það hefur
örugglega oft verið erfitt og jafnvel
hart í búi. Því er afrek ömmu og afa
mikið að koma öllum þessum krakka-
skara til manns, það var og er þeirra
ríkidæmi.
Sá sem þessar línur ritar hefur
ekkert vit á búskap, en er jafnviss á
því að um Jón Davíðsson var hægt að
segja „bóndi er bústólpi.“ Afi var
myndarlegur maður og bar sig vel og
í samræmi við það var hans sjúkra-
húslega ekki löng.
Missir ömmu er mikill og mestur
en þeirra líf hefur verið samofið í tæp
sjötíu ár.
Það er komið að kveðjustund, í bili.
Davíð Heiðar, Sigfús Már,
Jón Finnur og Hjörleifur Helgi
Hans og Erlusynir.
Dagur líður, fagur, fríður,
flýgur tíðin í alda skaut.
Daggeislar hníga, stjörnurnar stíga
stillt nú og milt upp á himinbraut.
Streymir niður náð og friður,
nú er búin öll dagsins þraut.
Dagur fríður, fagur líður.
Föður blíðum sé þakkar gjörð.
Glatt lét hann skína geislana sína,
gæskan hans dvín ei, þó sortni jörð:
Góðar nætur, góðar nætur
gefast lætur hann sinni hjörð.
(Valdimar Briem.)
„Afi í sveitinni er fallinn frá“ voru
orð sem ég átti ekki von á að heyra al-
veg strax þó að búast megi við öllu er
menn eru komnir á tíræðisaldurinn.
Minningarnar streyma fram um afa,
ömmu og lífið í sveitinni og hugsanir
um hvernig amma mun hafa það eftir
að afi er fallinn frá, því samhentari
hjónum hef ég ekki kynnst. Hann var
henni stoð og stytta eftir að heilsu
hennar fór að hraka en amma er ótrú-
lega sterk eins og sannast hefur und-
anfarin ár.
Ein af fyrstu minningunum úr
barnæskunni var tilhlökkunin um að
komast inn í sveit til afa og ömmu og
var oft tekið forskot á sæluna og smá
aukafrí fengið úr skólanum til að geta
komist sem fyrst í sauðburðinn og
vorverkin í sveitinni. Þar var yndis-
legt að vera, stússast með afa í verk-
unum (þó að sennilega hafi verkin mín
ekki alltaf verið stór) og koma inn í
mat og kaffi til ömmu.
Afi hafði lifað tímana tvenna í bók-
staflegri merkingu, fæddur í byrjun
síðustu aldar og því uppalinn í rótgró-
inni bændamenningu og hefur það
sennilega mótað hann mikið. Hann
var þó fljótur að laga sig að breyttum
tímum í búskaparháttum án þess að
taka stór stökk enda vinnusamur,
stöðuglyndur og ótrúlega nægjusam-
ur. Það sem einkenndi afa þó umfram
allt var hans mikla geðprýði og
kannski hversu orðfár hann var að
eðlisfari en það var líka tekið mark á
því sem hann sagði. Hann hafði góða
nærveru, stutt var í gleðina og kímdi
hann stundum að mér þegar ég var að
klaufast með eitthvað og lagaði það
síðan orðalaust, enda þurfti yfirleitt
ekki mörg orð í sveitinni þar sem lífið
gekk sinn vanagang og veðurfar og
skepnurnar stjórnuðu daglegum
verkum.
Búskapurinn, fjölskyldan og amma
voru afa allt enda hefur það verið ærið
verk hjá þeim að koma upp stórum
barnahóp, en eflaust einnig skemmti-
legt. Eftir að börnin höfðu stofnað
sínar fjölskyldur komu flestir afkom-
endurnir saman á sunnudögum og
þáðu hlaðborð hjá afa og ömmu og þá
var oft gaman. Skipst var á skoðunum
og lá við að þakið lyftist af húsinu þeg-
ar umræðurnar náðu hámarki, þó að
afi hafi oftast hlustað meira en talað.
Afi var sjálfum sér líkur er við
heilsuðum upp á hann og ömmu fyrr í
mánuðinum, eiginlega eins og hann
hefði ekkert breyst í þessa tæpu hálfa
öld sem leiðir okkar lágu saman þó að
heyrn og sjón hafi eitthvað verið farin
að daprast. Til marks um aðlögunar-
hæfni hans var hann farinn að sjá um
alla eldamennskuna og meira að segja
baksturinn seinustu árin þó að það
hafi ekki verið alið upp í karlmönnum
hans kynslóðar. Börnin mín tala oft
um afa-lummurnar enda hafði afi
varla undan að baka þær ofan í þau á
meðan við stoppuðum þar í okkar ár-
legu heimsóknum.
Eitt af því sem ég var alltaf spurður
um var hversu mörg hross ég ætti
enda glotti afi alltaf er ég sagðist eiga
á þriðja tuginn og hefur honum ef-
laust þótt það nokkuð mikið hjá land-
lausum manninum en á hinn bóginn
held ég að honum hafi þótt vænt um
skepnuáhuga minn.
Elsku afi, við kveðjum þig með
söknuð í hjarta en minnumst góðra
tíma með þér.
Amma mín, Guð gefi þér styrk til
að takast á við þinn mikla missi.
Jón Finnur, Guðfinna,
Fróði Guðmundur, Erla Mekkín
og Bára Björt.
Jón Davíðsson
Elsku Alla, orð mega
sín lítils um það mikla óréttlæti að þú
skyldir tapa í baráttunni við krabba-
meinið, þú hafðir svo margt að lifa
fyrir.
Þú varst búin að þola miklar raun-
ir undanfarin ár, það er erfitt að
standa hjá og geta ekkert gert.
Þegar Friðrik hringdi og sagði
Aðalheiður Hrefna
Jakobsdóttir
✝ AðalheiðurHrefna Jak-
obsdóttir fæddist á
Búðum í Fáskrúðs-
firði 7. október
1948. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað 24. júlí síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá Fá-
skrúðsfjarðarkirkju
2. ágúst.
okkur að þú værir
farin þá sátum við og
horfðum á skýin eins
og við byggjumst við
að sjá þig þar.
Elsku Alla, þegar
við hittum ykkur
Friðrik í Reykjavík í
júní þá sáum við hvað
sjúkdómurinn var
búin að leika þig
grátt, en þú heilsaðir
okkur með sama létta
hlátrinum, sem við
munum alltaf minn-
ast, þú ert hetja sem
barðist til síðasta dags.
Elsku Friðrik og fjölskylda, við
vottum ykkur okkar innilegustu
samúð, ykkar missir er mikill og sár,
megi góður guð gefa ykkur styrk í
sorginni. Minningin um góða konu
lifir í huga okkar.
Ása og Þórður.
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARGOT GAMM,
Borgum,
Hornafirði,
lést á Landspítalanum, þriðjudaginn 31. júlí.
Útförin verður gerð frá Hafnarkirkju, fimmtudaginn
9. ágúst kl. 14:00. Jarðsett verður í heimagrafreit.
Ingiríður Skírnisdóttir, Krister Gustavsson,
Hákon Skírnisson,
Karl Skírnisson, Ástrós Arnardóttir,
Sigurgeir Skírnisson, Ingibjörg Björnsdóttir,
Hjördís Skírnisdóttir, Sigurður Einar Sigurðsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg mamma okkar, tengdamamma og amma,
RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR,
Austurbrún 33,
Reykjavík,
er látin.
Útförin auglýst síðar.
Stefanía Vilborg Sigurjónsdóttir, Axel Eiríksson,
Jón Sigurjónsson, Inga Sólnes,
Sigrún Sigurjónsdóttir, Robert A. Spanó,
Stefán Sigurjónsson, Guðrún Dröfn Marinósdóttir
og barnabörn.
Okkar ástkæri,
STEFÁN JÓNSSON,
lífefnafræðingur,
lést sunnudaginn 29. júlí.
Útförin verður gerð frá Langholtskirkju, fimmtu-
daginn 9. ágúst kl. 13:00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð MS-félag Íslands,
sími 568 8620.
Týr Fáfnir Stefánsson,
Marta Bjarnadóttir, Sigurbjörn Ingi Sigurðsson,
Jón Stefánsson, Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir,
Áslaug Högnadóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir,
Júlíana Rut Jónsdóttir,
Ásrún Jónsdóttir,
Ólafur Daði Jónsson,
Hallveig Sigurbjörnsdóttir,
Linda Lovísa Sigurbjörnsdóttir,
makar og börn þeirra.