Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 12
Fiskveiðar Samningurinn snýst um dreifingu og sölu á trolleftir- litskerfinu NetMind™ á Íslandi. R. SIGMUNDSSON hefur gert samning við Northstar Technical Inc. frá St. Johns á Nýfundnalandi um dreifingu og sölu á trolleftirlitskerf- inu NetMind™ á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Samningurinn er gerður í kjölfar heimsóknar við- skiptasendinefndar frá Nýfundna- landi og Labrador til Íslands í sumar. Vinna saman að þróun Samningur R. Sigmundsson og Northstar Technical felur í sér að R. Sigmundsson mun sjá um markaðs- setningu á trolleftirlitskerfinu Net- Mind™ á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Auk þess hyggjast fyrir- tækin vinna saman að þróun á næstu kynslóð samskiptatækja Northstar sem nota hljóðbylgjur til gagnaflutn- inga neðansjávar. NetMind™ trolleft- irlitskerfið er notað í sjávarútvegi víða um heim. KOM almannatengsl sáu um skipu- lagningu heimsóknar viðskiptasendi- nefndarinnar í júní. Hún var á vegum viðskipta- og fjárfestingardeildar Innovation, Trade and Rural Deve- lopment (INTRD) stofnunarinnar í samvinnu við ýmsar stofnanir og fé- lagasamtök á Nýfundnalandi og Labrador. Sömu aðilar hyggjast standa fyrir sýningu hér á landi síðar í haust til að kynna vörur og þjónustu frá Nýfundnalandi og Labrador. R. Sigmundsson semur við hátækni- fyrirtæki frá St. Johns 12 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Stórar dælur - Litlar dælur Góðar dælur - Öruggar dælur Úrval af dælum Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf                                                                                !                                                  !  !  !  !  !  ! " # $# %& '  !  !  !  !  !  !  () *   +,(   () *   +,(    () *   +,(   - - - - - - - - -  !  !  !  !  !  !     .& (& /#   0 ,. /  %  #.&(&  #  /  ! &!(&  # /  !   (      ! 1 2/ (334 !   # 5&!# . /   0 , , (.  "  "    "   #" BÁTSMIÐJAN Trefjar í Hafn- arfirði afgreiddi nú á dögunum nýj- an Cleopatra bát til Vannareid, í Tromsfylki í Noregi. Kaupandi bátsins er PR Burøyfisk AS. Eig- endur PR Burøyfisk AS eru Eivind Larsen og Hugo Johannessen sem jafnframt verða skipverjar á bátn- um. Báturinn hefur hlotið nafnið Bu- røyværing. Báturinn mælist 15 brúttótonn. Burøyværing er af gerðinni Cleopatra 38. Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 650 hestöfl tengd ZF V-gír. Báturinn er útbúinn full- komnum siglingatækjum af gerð- inni Koden og JRC. Báturinn er einnig útbúinn með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Bát- urinn er útbúinn til netaveiða en mun auk þess stunda veiðar með línu hluta úr ári. Búnaður til neta og línuveiða kemur frá Lorentzen í Noregi. Ör- yggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði. Rými er fyrir 11.660 lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakka- geymsla og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með elda- vél, örbylgjuofni og ísskáp. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í ágúst. Fyrst á línu fram á haust og skipti svo yfir á net. Ný Cleopatra 38 til Tromsfylkis í Noregi Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is NÝTT greiningarforrit frá Stjörnu- Odda gerir vísindamönnum nú kleift að rannsaka og skoða atferli dýra á láði og í legi með miklu nákvæmari og betri hætti en áður. Forritið les úr rafeindamerkjum frá Stjörnu-Odda, en þau hafa meðal annars verið not- uð til að fylgjast með atferli alls kyns dýra víða um heim. Greiningarforrit til atburðagrein- inga er forrit sem getur nýst til að undirbúa tímaraðir gagna til úr- vinnslu á hærri vinnslustigum. For- ritið getur m.a. tekið við gögnum úr rafeindamerkjum og gefur notand- anum kost á að greina atburði (EVENT) eða leita sjálfvirkt að at- burðum og þannig undirbúið rann- sóknir á atferli meðal annars fiska. Gunnsteinn Hall, mastersnemandi í verkfræði, hefur unnið að gerð for- ritsins, innan ramma Nýsköpunar- sjóðs námsmanna (NSN), en hann er á leið til Bandaríkjanna í framhalds- nám. Nýjustu mælimerki Stjörnu-Odda hafa geymslurými fyrir allt að 700 þúsund mælingar, en með svo mikið magn af mælingum er hætta á að missa af mikilvægri röð atburða í frumskógi mælinga. Forritið hjálpar notendum og einfaldar greiningu á mæligögnum, t.d. við að finna vissa atburði. Hafrannsóknastofnun nýtur góðs af starfinu, þar sem hún verður fyrst til að taka forritið í notkun. Notend- ur merkja frá Stjörnu-Odda um allan heim munu í haust geta nýtt sér for- ritið, og eiga þeir eftir að rannsaka hegðun ýmissa tegunda eins og fiska, fugla, skriðdýra. Nefna má risasmokkfiska við Japan, mörgæsir á suðurpólnum og krossfiska á Nýja- Sjálandi, þorsk við Ísland og Skand- inavíu svo nokkur dæmi séu tekin. Framkvæmdastjóri Stjörnu- Odda, Sigmar Guðbjörnsson, segir að verkefnið hafi þegar náð tilætl- uðum árangri. „En vinnan heldur áfram þar sem við höfum sett okkur enn hærra markmið með forritinu, þar sem fleiri greiningarmöguleik- um verður bætt við í nánu samstarfi við notendur. Gunnsteinn á framtíð- ina fyrir sér, sem vonandi verður hjá Stjörnu-Odda þegar fram líða stund- ir,“ segir Sigmar. NSN, Stjörnu-Oddi, og nýsköpun- ar- og frumkvöðlasetrið Innovit, hafa styrkt verkefnið auk þess sem fyrirtækið Atferlisgreining og Haf- rannsóknastofnunin hafa veitt góð ráð við það. Atferli risasmokkfiska við Japan rannsakað Nýtt greiningar- forrit frá Stjörnu- Odda les mun bet- ur en áður úr raf- eindamerkjum Rannsóknir Risasmokkfiskur merktur. Hægt er að fylgjast með atferli hans í undirdjúpunum, hve djúpt hann fer og hvert hitastigið er. Í HNOTSKURN »Greiningarforriti til at-burðagreininga, er forrit sem getur nýst til að undirbúa tímaraðir gagna til úrvinnslu á hærri vinnslustigum »Forritið les úr raf-eindamerkjum frá Stjörnu-Odda, en þau hafa meðal annars verið notuð til að fylgjast með atferli alls- kyns dýra víða um heim MEIRIHLUTI atvinnumálanefndar færeyska lögþinsins tekur undir til- lögu Björns Kalsö, sjávarútvegsráð- herra. Nefndin vill að fiskidögum verði fækkað um 2% á landgrunninu og að fiskidögum á Færeyjabanka verði fækkað um 15%. Meirihlutinn, sem samanstendur af stjórnarflokkunum, vill einnig að allar veiðar í atvinnuskyni næst landi verði bannaðar í maí, júní og júlí. Á hinn bóginn er nefndin ekki sam- mála ráðherranum um tveggja vikna veiðibann um mitt sumar og um ára- mót. Meirihlutinn telur að bannið eigi að hefjast 20. apríl og standa í 14 daga eða þar til hrygningu sé lokið. Þá vill nefndin ekki að dagar til veiða á gullaxi verði teknir af fiski- dögunum Fulltrúar Þjóðveldisflokksins í nefndinni vilja að fiskidögum verði fækkað um 4% og veiðidögum á Færeyjabanka verði fækkað um 25%. Þjóðveldisflokkurinn vill íhuga að ganga enn lengra með því að banna allar veiðar á Bankanum í eitt til tvö ár. Styðja fækk- un fiskidaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.