Morgunblaðið - 15.08.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 15.08.2007, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BANDARÍSKIR kaupsýslumenn hafa áhuga á að hafa lystisnekkju staðsetta í Reykjavík næsta sumar og bjóða þaðan upp á ferðamögu- leika á sjó fyrir vel efnaða ferða- menn. Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að mikill vöxt- ur sé í lystisnekkjugeiranum og fylgi hann svipaðri þróun og hafi gerst í sambandi við skemmti- ferðaskipin. Í fyrstu hafi þau eink- um siglt á Karíbahafi og Miðjarð- arhafi en síðan fært út kvíarnar og sigli nú nánast um öll heimsins höf. Sama eigi sér stað með lystisnekkj- urnar og ferðir þeirra til Íslands verði til dæmis æ tíðari. Um 170 snekkjur á ári Þessar lystisnekkjur eru af ýms- um stærðum og gerðum en eiga það sameiginlegt að bjóða upp á mikil gæði á hinum ýmsu sviðum. Fyrir helgi kom t.d. Turmoil, ný lysti- snekkja, til Reykjavíkur. Hún er smíðuð í Danmörku, er um 60 metra löng og búin hinum ýmsu þægindum, meðal annars þyrlupalli og þyrla fylgir. Eigandinn er frá Chicago og hefur nokkrum sinnum siglt hingað til lands á fyrri snekkj- um sínum sem báru sama nafn. Bylting varð í smíði lystisnekkja eftir að járntjaldið féll og segir Ágúst að um 170 snekkjur séu smíð- aðar árlega. Smíðin fari fyrst og fremst fram í Evrópu og Asíu og eftirspurn sé mun meiri en fram- boðið en með auknum fjölda komi upp nýtt vandamál sem sé að manna áhafnir. Til að byrja með voru það fyrst og fremst auðkýfingar og stórfyr- irtæki sem fjárfestu í lystisnekkjum og aðrir stigu vart fæti inn fyrir borðstokkinn en fólk með aðgang að töluvert meira fé en gengur og gerist. Ágúst segir að þetta hafi breyst og í Bandaríkjunum sé æ al- gengara að almenningi gefist kost- ur á að festa sér til dæmis eina viku á ári í svona fleyi, rétt eins og þekk- ist í leiguíbúðum, þar sem borgað er ákveðið gjald fyrir ákveðinn tíma og viðkomandi getur þá geng- ið að plássi sínu eða ráðstafað því á annan hátt. Auk þess segir Ágúst að við ákveðin tímamót eins og stórafmæli eða brúðkaup sé al- gengt vestra að fólk slái saman og leigi lystisnekkju í nokkra daga. Hægt sé að leigja mismunandi stór- ar snekkjur, allt frá nokkurra manna upp í snekkjur sem geti tek- ið allt að eitt til tvö hundruð far- þega. Fyrr í sumar kom fram í Morg- unblaðinu að Historical Ships Ltd. er að skipuleggja seglskútusigl- ingar á sextíu metra langri lúx- usskútu við Ísland næsta sumar og hafa íslensk fyrirtæki sýnt fram- takinu áhuga. Ágúst segir að bandarísku kaupsýslumennirnir leggi upp með svipuð áform í sam- bandi við snekkjurnar. Lystisnekkjur nýr valkostur Morgunblaðið/Frikki Lystisnekkja í Reykjavíkurhöfn Fyrir helgi kom ný lystisnekkja til Reykjavíkur. Hún er smíðuð í Danmörku, er um 60 metra löng og búin hinum ýmsu þægindum, meðal annars þyrlupalli og þyrla fylgir. Í HNOTSKURN » Eigandi og framkvæmda-stjóri Historical Ships Ltd., er að skipuleggja segl- skútusiglingar á sextíu metra langri lúxusskútu við Ísland næsta sumar. » Bandarískir kaupsýslu-menn vilja gera út lysti- snekkju frá Reykjavík. Vilja gera út lysti- snekkju frá Reykjavík 2008 STARFSMENN meindýravarna hafa unnið að því í sumar að fækka mávum í Reykjavík og hafa skotið þá í þúsundatali, enda hefur ítrekað verið kvartað undan ónæði sem hlýst af þeim. Mávadrápin munu halda áfram þar til í haust þegar sílamáv- urinn flýgur á brott. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mörgum mávum hefur verið fargað hingað til, en sú tala hleypur á þús- undum. „Við erum að skjóta á þeim stöðum innan borgarinnar þar sem aðstæður leyfa hverju sinni og þar sem von er um einhvern feng,“ segir Guðmundur Björnsson, rekstrar- stjóri meindýravarna. Um miðjan júlí síðastliðinn snar- fækkaði mávum í miðborginni. Talið er að þeir hafi fundið æti í sjónum á ný og flutt sig um set, frekar en að þeim hafi verið fækkað svo mikið af borgaryfirvöldum. Guðmundur segir að kvartanir vegna mávanna snúist fyrst og fremst um ónæði og hávaða sem þeim fylgir og dæmi eru um að þeir hafi stolið steikum af útigrillum borgarbúa. Mörg þús- und mávar skotnir Morgunblaðið/G.Rúnar Við Tjörnina Mávum hefur snar- fækkað í miðborginni í sumar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ OPNAÐ var fyrir tilboð í viðbygg- ingu við Háskólann á Akureyri í gær, og þá bárust tvö tilboð. Bæði eru þau verulega yfir kostnaðaráætlun Rík- iskaupa. Tilboðin eru gerð í svokallaðan 4. áfanga í uppbyggingu húsnæðis Há- skólans við Sólborg. Fjölnir ehf. bauð tæpar 743 milljónir króna í verkið og Ístak hf. bauð um 758,7 milljónir króna. Tilboðin eru rúmum 40 prósentustigum yfir áætluninni sem hljómaði upp á 530 milljónir króna. Í viðbyggingunni verða stór hátíð- arsalur og fyrirlestrasalir og verður þá hægt að kenna mun fleiri nem- endum en áður við Sólborg. Auk þess verða í viðbyggingunni ýmiss smærri kennslurými. Í áfanganum er einnig gert ráð fyrir bílastæðum og sérstöku Háskólatorgi á milli Borga og bygginganna við Sólborg. Samkvæmt verkáætlun á byggingu 4. áfanga að vera lokið ekki seinna en 1. júlí 2009. Tvö tilboð bárust í við- byggingu Háskólans Morgunblaðið/Kristján Uppbygging Tilboð í viðbyggingu Háskólans á Akureyri voru yfir kostnaðaráætlun Ríkiskaupa. Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is SAMEIGINLEGUR starfsdagur kennara í grunnskólum Akureyrar var haldinn í gær. Kennsla í mann- réttindum og lýðræði var aðal- umfjöllunarefnið dagsins en samtals tóku um 400 kennarar þátt í starfs- deginum. Að sögn Gunnars Gíslasonar, deild- arstjóra skóladeildar á Akureyri, var fyrirlestrunum á starfsdeginum ætl- að að vera „kveikja að umræðum um mannréttindi inn í skólana“. Efnið var ákveðið með tilliti til þess að und- anfarin misseri hefur skóladeild Ak- ureyrar og skólastjórar Brekkuskóla og Giljaskóla í samvinnu við fé- lagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri unnið að undirbúningi þess að Brekkuskóli verði gerður að móð- urskóla í almennum mannréttindum og Giljaskóli í lýðræði. Fulltrúar MA og VMA hafa einnig tekið þátt í undirbúningnum, og er stefnan tekin á að kennsla í mann- réttindum og lýðræði fari fram á öll- um skólastigum á Akureyri, allt frá leikskóla til háskóla. Ágúst Þór Árnason og Guðbjörg Lilja Hjartardóttir fjölluðu á starfs- deginum um mannréttindakennslu og Guðmundur Heiðar Frímannson um „civic education.“ Að auki var bók Ágústar Þórs, Mannréttindi, sem gefin var út af Rauða kross- inum, dreift til allra kennara. Kristín Dýrfjörð fjallaði um lýð- ræðiskennslu í leikskóla og grunn- skóla auk þess sem Árný Þóra Ár- mannsdóttir gerði grein fyrir verkefninu Mannréttindaskólar á Akureyri. Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Samvinna Um 400 kennarar tóku þátt í sameiginlegum starfsdegi á Ak- ureyri. Stefnan er að mannréttindi verði kennd á öllum skólastigum. Brekkuskóli verði móðurskóli í mannréttindum Á HÁTÍÐINNI Uppskera og hand- verk 2007 sem haldin var um síð- ustu helgi við Hrafnagilsskóla var Guðrún Hadda Bjarnadóttir valinn Handverksmaður ársins 2007. Hún er vel að þessum titli komin, enda er hún „fumkvöðull sem hefur lengi unnið að þjóðlegu íslensku hand- verki“ og „óþreytandi talsmaður þess að við varðveitum þennan merka menningararf og skilum honum óbrotnum til komandi kyn- slóða“. Þetta kom fram í ávarpi til Guðrúnar Höddu á hátíðarsam- komu sl. laugardagskvöld. Einnig var hún sögð „boðberi hugsjóna sem spyr aldrei um verka- laun að kvöldi en leggur allt í söl- urnar fyrir hugsjónir sínar“ sem „eins og aðrir hugsjónamenn hefur oft talað fyrir daufum eyrum“. Að sama skapi var Guðrúnu Höddu þakkað fyrir hennar þátt í að efla hina árlegu handverkssýningu að Hrafnagili. Guðrún Hadda hand- verksmaður ársins 2007 Guðrún Hadda Bjarnadóttir SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norð- urlands mun í ágústmánuði hefja sitt 15. starfsár. Á Akureyrarvöku hinn 25. ágúst verður óperan La Traviata flutt í samvinnu við Óperu Skaga- fjarðar í íþróttahúsinu við Glerár- skóla. Sýningin hefst kl. 16. Sunnu- daginn 9. september verða tónleikar í Íþróttahöllinni ásamt Kristjáni Jó- hannssyni sem bera yfirskriftina „Fyrir mömmu“. Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við KA en á efnis- skránni verða aríur úr óperum eftir Verdi, Bizet, Mascagni og Leonca- vallo. Sunnudaginn 28. október verða tónleikar í Glerárkirkju, en þá mun flutt Requiem eftir Gabriel Faure og óbókonsert eftir T. Albinoni. Ein- leikari á óbó er Gillian Haworth. Með hljómsveitinni syngur kór Gler- árkirkju. Að lokum verður aðventuveisla í Íþróttahöllinni í samstarfi við Knatt- spyrnudeild Þórs hinn 9. desember. Garðar Thor Cortes mun syngja jóla- og aðventutónlist ásamt Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands. Að tón- leikunum loknum verður boðið upp á jólahlaðborð. Eftir áramót verða Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Áshild- ur Haraldsdóttir flautuleikari meðal einleikara, en ekki liggja fyrir ná- kvæmar dagsetningar á tónleik- unum. Stjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands er Guðmundur Óli Gunnarsson Glæsileg efnisskrá hjá Sinfóníuhljómsveitinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.