Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 23 Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri líturathugasemdir Ríkisendurskoðunar al- varlegum augum. Hann sagði mjög eðli- legt að verkefnastjórn um málefni Gríms- eyjarferjunnar væri breytt og slíkt hefði mátt gera fyrr. „Hvað varðar stjórnsýsluúttekt á Vega- gerðinni þá er ekki langt síðan slík úttekt var gerð á Vegagerðinni þannig að það liggur fyrir frekar nýleg úttekt. En það er alltaf hægt að skoða það nánar. Hvað varðar skýrslu Ríkisendurskoðunar eru þar aðfinnslur á fjöldamörgum atriðum og þær verðum við að taka alvarlega og fara ofan í það hvað betur má fara í framtíðinni því ekki er hægt að breyta því sem hefur verið gert í fortíðinni,“ sagði vega- málastjóri í samtali við Fréttavef Morg- unblaðsins. „Það sem er aðalatriðið er að ljúka þessum viðgerðum á skipinu sem allra fyrst svo að hægt sé að koma því í notkun. Það er náttúrlega næsta verkefni í sjálfu sér.“ Hann sagði verkefnið núna að fara yfir þessar aðfinnslur, sem koma fram í grein- argerð Ríkisend- urskoðunar, „en við tökum þær mjög alvar- lega og munum kanna hvað betur hefði mátt fara til þess að við get- um dregið lærdóm af þeim,“ sagði vega- málastjóri. Vegagerðin sendi frá sér fréttatilkynn- ingu í gær. Þar segir m.a.: „Vegagerðin tekur ábendingar Ríkisendurskoðunar sem fram koma í greinargerð hennar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju mjög alvarlega og mun í framtíðinni hafa þær til hliðsjónar komi til þess að end- urnýja þurfi aðra ferju.“ Þá segir að skipið hafi oft verið skoðað og loks tekin ákvörðun um að ekki væri réttlætanlegt að verja meira fé til skoð- ana, þegar tillit var tekið til áætlaðs kostn- aðar. „Það hefur sýnt sig að þetta var röng ákvörðun sem draga verður lærdóm af,“ segir m.a. í tilkynningu Vegagerðarinnar. Tíðar og síðbúnar kröfur Grímseyinga,sem yfirleitt hafa komið fram fyrir milligöngu samgönguráðuneytisins, hafa gert Vegagerðinni afar erfitt um vik,“ seg- ir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um þau vandamál sem upp hafa komið í tengslum við endurnýjun Grímseyjarferjunnar. Stofnunin rekur mörg þessara vandamála til ófullnægjandi undirbúnings áður en kaupin fóru fram. Brynjólfur Árnason, oddviti í Grímsey, segir að kröfur eyjarskeggja hafi í meg- inatriðum verið ljósar frá upphafi. „Við settum fram kröfur um breytingar á skip- inu, en þær lágu allar fyrir þegar skipið var keypt og gengið var frá útboði og samningum.“ Viðbætur hafi verið settar fram vegna atriða sem þeir hafi álitið svo sjálfsögð að ekki þyrfti sérstaklega að útlista þau. „Stærstu kröfurnar okkar lágu fyrir þeg- ar gengið var frá kaupunum, en við sett- um fram kröfur eftir að verkið hófst. Þær snúast aðallega um útfærslur á örygg- isbúnaði.“ Brynjólfur segir öryggisbún- aðinn hafa verið ófull- nægjandi í skipinu eins og það var í upphafi. Aðrar ábendingar þeirra hafi snúist um aðbúnað farþega um borð, að þeir hefðu til dæmis aðgang að út- varpi og sjónvarpi, en það álítur Brynjólfur sjálfsagt í ferjum á borð við þessa. Einnig hafi þeir bent á að nauðsynlegt væri að gera ráð fyrir kæli- einingu í lest til þess að flytja fisk. „Þetta eru allt hlutir sem þeir hefðu átt að vita fyrir,“ segir Brynjólfur. Hann segir að ekki hafi verið leitað til Grímseyinga eftir gögnum við gerð skýrslu Ríkisendurskoðunar og ekki hafi heldur verið óskað eftir áliti þeirra á fram- kvæmdinni. „Það lýsir í rauninni málinu frá upphafi, við höfum alltaf verið hunds- aðir. Það var haft samráð við okkur þegar það var ákveðið að kaupa þetta skip en síðan heyrðum við ekki mikið meira.“ Eiríkur Ormur Víg-lundsson, forstjóri Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. (VOOV), segir að í greinargerð Ríkisendurskoðunar sé stór hluti vandans sett- ur á verktakann. Hins vegar hafi Vegagerðin fengið verkfræðistof- una Navís Feng ehf. til að gera kostnaðar- áætlun og útboðslýsingar auk þess sem verkfræðistofan hafi verið með eftirlitið. „Vandamálið er ekki verktakanum að kenna heldur ráðgjöfunum,“ segir hann. Í greinargerð Ríkisendurskoðunar seg- ir meðal annars að verksali (VOOV) hafi almennt ekki gert tilboð í aukaverk og framvinda verksins hafi verið mun hægari en samið hafi verið um. „Verkáætlanir verksalans voru fáar og mjög síðbúnar og almennt ekki staðið við þær, auk þess sem verkbókhald hans hefur ekki verið eins nákvæmt og skyldi. Margt þykir benda til þess að verkið hafi á ýmsan hátt liðið fyrir skort á skipulagi og virkri stjórnun verk- sala.“ Eiríkur Ormur Víglundsson segir að vegna skuldar Vegagerðarinnar hafi verk- stöðvun blasað við og því hafi ekki verið gert tilboð í aukaverk, en búið sé að sam- þykkja megnið af kröfunum vegna auka- verka. Framvindan hafi verið hægari vegna verkaukningarinnar. Í upphafi hafi verið gerðar verkáætlanir en verkið hafi stöðugt tekið breytingum. Við hverja breytingu hafi verið gerð ný áætlun og töl- urnar tali sínu máli. Verkið hafi meira en tvöfaldast og sé ekki búið, en allar þessar breytingar hafi breytt öllu verklagi og skipulagningu, en verkbókhaldið hafi ver- ið í lagi og í samræmi við framvindu verksins. „Við vorum ekki undir þessa stækkun búnir en höfum leyst málið,“ seg- ir hann og bætir við að kostnaðurinn hefði ekki átt að koma Vegagerðinni á óvart ef eftirlitið hefði verið í lagi. „Ráðgjöfin frá upphafi var ekki í lagi,“ segir hann og vís- ar til skýrslunnar. gið út frá því að ferjan gæti 0 farþega, hefði 200 tonna mestu lengd 40 metra, 13- hraða, flokkun viðurkennds s og öryggisstaðal fyrir afi. kisendurskoðunar var afar kki var hrint í framkvæmd nnar um að skipa starfshóp heimamanna til að kanna i eða nýrri ferju. Líklegt að skipan slíks hóps hefði daðri undirbúningi en ella. un hvorki fram raunveruleg né kostnaðar- og ábata- n leit að notaðri ferju hófst. reiningum hefðu kostirnir hópurinn fjallaði um fengið andaðri umfjöllun,“ segir í ndurskoðunar. egu ástandi ðri ferju beindi athygli að sem smíðuð var í Bretlandi héðan fóru að skoða skipið mjög lélegu ástandi. Gróft ræðings var að það kostaði r að koma ferjunni í fyrsta án umtalsverðra breytinga. egagerðarinnar sem kynnt narfundi 12. apríl 2005 var ur við kaup og endurbætur laður 150 milljónir, þar af m 60 milljónir. ór fram útboð þar sem Rík- eftir tilboðum í ferju í stað lboð bárust og var annað . Hin uppfyllti ekki útboðs- æðingur á vegum Siglinga- fenginn til að skoða írsku ember sama ár, að beiðni neytisins. Í skýrslu hans stand ferjunnar hafi verið m vanhirðu og skorts á við- tti búast við að endurbætur og viðgerðir gætu orðið mun meiri en ef skipið hefði fengið eðlilegt viðhald. Skýrsluhöfundur taldi kaup á ferjunni engu að síður vænlegri kost en nýsmíði, ef umsamið kaupverð ásamt kostnaði við endurbætur færi ekki fram úr 320 millj- ónum kr. Í framhaldi af þessari skýrslu sendi Vegagerðin tvo starfsmenn Sigl- ingastofnunar til Írlands til að skoða skip- ið betur. Mæltu þeir með frekari skoðun- um á skipinu. Ríkisendurskoðun gagnrýnir að ekki hafi verið tekið meira tillit til matsskýrslu Siglingastofnunar og kostnaðaráætlun uppfærð á grundvelli hennar. Í ljós hafi komið að það mat hafi reynst mun raunhæfara en önnur möt sem fram fóru fyrir kaupin. Samið var um kaup á Oleain Arann í nóvember 2005. Kröfur um breytingar Verkfræðistofan Navís Fengur ehf. [nú Navis ehf.] gerði kostnaðaráætlun vegna endurbóta á ferjunni. Gerði hún ráð fyrir 127-157 milljóna króna heildarkostnaði. Samkvæmt greinargerð Ríkisendurskoð- unar má rekja þá hækkun frá minnisblaði Vegagerðarinnar til aukinna krafna Grímseyinga og áhafnar Sæfara um end- urbætur. Að undangengnu útboði var samið við VOOV um verkið. Verkfræðistofan Navís Fengur ehf. var fengin sem eftirlitsaðili, að ósk Vegagerðarinnar, vegna aukinna krafna Grímseyinga, áhafnar ferjunnar, flokkunarfélags og annarra um breytingar á skipinu. „Sú ákvörðun að ráða eftirlits- aðila til verksins var eðlileg en valið á eft- irlitsaðila umdeildanlegt í ljósi þess að sama aðila og vann útboðslýsingu var einnig falið að annast eftirlit með verkinu. Þetta hefur valdið töluverðum erfiðleikum í samskiptum VOOV, eftirlitsaðilans og Vegagerðarinnar. Verksalinn hefur m.a. haldið því fram í tengslum við ágreining sem hefur komið upp um túlkun tiltekinna ákvæða samningsins að eftirlitsaðilinn væri í þeirri stöðu að þurfa að verja óná- kvæma útboðslýsingu sem hann sjálfur samdi,“ segir m.a. í greinargerð Ríkisend- urskoðunar. Losaralegt utanumhald Fundið er m.a. að því í greinargerðinni að „VOOV hefur nær aldrei skilað form- legum tilboðum í aukaverk þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir eftirlitsaðila til að fá slík tilboð. Verkin hafa þrátt fyrir það ver- ið unnin og Vegagerðin greitt fyrir þau, þó að henni hafi nær undantekningarlaust þótt þau mjög dýr og jafnvel þótt form- legir reikningar hafi ekki borist.“ Ríkis- endurskoðun segir að ýmsar athugasemd- ir megi gera við hvernig verksali hefur staðið að verkinu, m.a. að allt formlegt ut- anumhald og verkstjórn virðist hafa verið nokkuð losaraleg. „Kröfum verkkaupa um verkáætlanir eða uppfærslu þeirra var ekki sinnt fyrr en seint og um síðir þrátt fyrir ítrekaðar kröfur og aðvaranir. Lang- tímum saman virðist ekki hafa verið unnið af fullum krafti við verkið. Þó að aukaverk hafi verið mun meiri en gert var ráð fyrir í upphafi skýra þau alls ekki þá miklu töf sem hefur orðið á verkinu.“ Ríkisendurskoðun telur að aukaverk séu önnur meginástæða þess að kostnaður við endurbætur hefur farið langt fram úr áætlun. Hin meginástæðan er „óhóflegur dráttur verksalans en samkvæmt verk- samningnum átti verkinu að ljúka í nóv- ember 2006 eða innan átta mánaða“. Tvöfalt hærri kostnaður Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðun- ar hljóðaði samningurinn um endurbætur upp á 1,3 milljónir evra, en heildar- greiðslur til verksalans verða að lágmarki 2,7 milljónir evra. Kostnaður vegna end- urbótanna skiptist í fjóra þætti. Í fyrsta lagi er samningurinn við VOOV upp á um 1,3 milljónir evra, sem sagður er að andvirði um 99 milljónir í greinargerð- inni. Í öðru lagi eru greiðslur fyrir auka- verk vegna ófullnægjandi skoðunar ferj- unnar og krafna flokkunarfélags upp á um 65 milljónir kr. Kostnaður vegna viðbót- arkrafna frá Grímseyingum og áhöfn Sæ- fara um 32 milljónir kr. og kostnaður við aðrar endurbætur, m.a. losunar- og lest- unarbúnað, um 62 milljónir kr. Kostnaður við endurbætur á ferjunni nemur því um 260 milljónum kr. Þó vantar kostnað Vegagerðarinnar vegna eftirlits o.fl. Sturla Böðvarsson, fyrrverandi sam- gönguráðherra, vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið þegar náðist í hann í gær. Hann væri ekki lengur ráðherra yfir málaflokknum en jafnframt væri ekki við hæfi að hann, sem forseti Alþingis, tjáði sig um skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem heyrir undir Alþingi. rnýjun á Grímseyjarferju rekur ástæður þess að kostnaður hefur farið fram úr áætlun i undirbúningur Morgunblaðið/Sverrir jar. Upphaflega var stefnt að því að taka ferjuna í notkun í nóvember 2006. . Möller samgönguráðherra hefur falið erðinni að mynda nú þegar sérstakan verk- ð fara yfir stöðu mála Grímseyjarferjunnar smuna ríkissjóðs. ur ráðherrann óskað eftir því að Vegagerðin mri verk- og kostnaðaráætlun til ráðuneytisins . Þá hefur samgönguráðherra gefið Vega- fyrirmæli að stofnunin leiti sér nýrrar ráðgjafar á lokaspretti máls- r þekkingu Siglingastofnunar. Er það gert þar eð ljóst má vera af rgerðar Ríkisendurskoðunar að ráðgjöf sérfræðings Vegagerð- brugðist og að litið hafi verið framhjá ráðgjöf Siglingastofnunar, en eð frekari skoðun á ferjunni áður en ráðist yrði í kaupin. ráðherra hefur einnig óskað eftir því að Ríkisendurskoðun fram- r í stað stjórnsýsluúttekt á Vegagerðinni. rð Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferj- nt í ríkisstjórn í gær og greip samgönguráðherra til fyrrgreindra ljósi niðurstaðna úttektar Ríkisendurskoðunar. ðherra grípur áðstafana Kristján L. Möller Ábendingar til hliðsjónar Jón Rögnvaldsson Brynjólfur Árnason Segir kröfur hafa legið fyrir „Ráðgjöfin var vandamálið“ Eiríkur Ormur Víglundsson ÞAÐ er fremur regla en undantekning að við sjáum bæði um útboðsgögn og eftirlit fyrir útgerðir,“ sagði Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Navis. „Við höfum verið með eftirlit, bæði hér heima og erlendis, iðulega með verkum sem við bjóðum sjálfir út.“ Fyrirtækið annaðist gerð útboðsgagna vegna Grímseyjarferjunnar og var síðan ráðið til að hafa eftirlit með endurbótum á skipinu sem var keypt. Skýrsla Ríkis- endurskoðunar segir valið á eftirlits- aðilanum „umdeilanlegt“ í ljósi þess að hann vann einnig útboðsgögnin. Hjörtur tók nýlega sjálfur við eftirlit- inu með ferjunni en annar starfsmaður Navis hafði annast það áður. Hjörtur segir að sér sé ekki fyllilega ljóst í hverju gagnrýni verksalans sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar liggur. „Væntanlega á verksalinn við að það hafa verið uppi ákveðin ágreiningsefni um hvernig túlka beri hluti í lýsingu. Þá kemur upp að þeir telja að eftirlitsmað- urinn okkar sé að verja sínar gjörðir og það hafi skapað ágreining. Ákveðin dæmi um það hef ég ekki tiltæk.“ Hjörtur sagði ástand skipsins hafa verið lakara en talið var og flokk- unarfélagið gert meiri kröfur en menn höfðu ætlað fyrir. Tafir á smíðatíma hafi þó orðið meiri en viðbæturnar geti skýrt. Með útboð og eftirlit Hjörtur Emilsson gudni@mbl.is  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.