Morgunblaðið - 15.08.2007, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 39
Stærsta
kvikmyndahús
landsins
eee
- V.J.V., TOPP5.IS
eeee
- A.M.G. - SÉÐ OG HEYRT
eeee
- Ó.H.T. – RÁS 2
eeee
- H.J., MBL
eee
- R.V.E., FBL
Sýnd með
íslensku og
ensku tali
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
Rush Hour 3 kl. 6:30 - 8:30 - 10:30
The Simpsons m/ensku tali kl. 8 - 10
The Simpsons m/ísl. tali kl. 6
www.haskolabio.is Sími - 530 1919
47
.0
00
G
ES
TI
R
Miðasala á
Frá leikstjóra
Sin City
Sýnd kl. 4 m/íslensku tali
47
.0
00
G
ES
TI
R
www.laugarasbio.is
CHRIS
TUCKER
JACKIE
CHAN
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10-POWERSÝNING
CHRIS
TUCKER
JACKIE
CHAN
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 3:45 og 5:45 m/ísl. tali
ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR
FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG
10:00
eee
F.G.G. - FBL V.I.J. – Blaðið
Sýnd kl. 7 og 10 Sýnd kl. 8 og 10:20
TOPP-
MYNDIN
Í USA
Jackie Chan og Chris Tucker fara á
kostum í fyndnustu spennumynd ársins! Jackie Chan og Chris Tucker
fara á kostum í fyndnustu
spennumynd ársins!
TOPP-
MYNDIN
Í USA
NÝJASTA MEISTARAVERK
PIXAR OG DISNEY
GETUR ROTTA ORÐIÐ
MEISTARAKOKKUR Í
FÍNUM VEITINGASTAÐ?
SÝND MEÐÍSLENSKU TALI
HLJÓMSVEITIN Hjaltalín hefur
starfað í rúmt ár en nú í haust er
fyrsta breiðskífa sveitarinnar vænt-
anleg. Til þess að fá nasaþef af þeirri
skífu geta áhugasamir kíkt á tón-
leika á skemmtistaðnum Organ sem
fram fara á morgun, fimmtudag. Þar
mun sveitin flytja lög af væntanlegri
skífu og meðal annars frumflytja
einhverja söngva.
Hljómsveitin Hjaltalín er níu
manna sveit með giska óvenjulega
hljóðfæraskipan, tvo söngvara, hefð-
bundna ryþmasveit og fjögurra
manna kammersveit.
Til þess að hita gesti upp mun
bandaríski tónlistarmaðurinn James
Wallace stíga á svið og seinna hljóm-
sveitin Hvíti Elvis, en hún dregur
nafn sitt af bandaríska tónlistar-
manninum Tony Joe White sem hef-
ur einmitt verið kallaður „Hvíti-
Elvis“. Og á meðan Elvis er ekki að
spila sjálfur á kaffihúsum borg-
arinnar þá hlýtur þetta að vera til-
valin leið til þess að minnast meints
dánarafmælis kóngsins.
Rétt eins og Hjaltalín mun Hvíti
Elvis gefa út plötu í haust, lögin
verða eftir Tony Joe White en text-
arnir eru frumsamdir á ylhýra af
Braga Valdimari Baggalúti.
Hjaltalín Tónleikar á morgun og breiðskífa í haust.
Hjaltalín og Hvíti
Elvis með tónleika
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
MARGS ER að minnast frá þátt-
töku Alans Jones í sjónvarpsþætt-
inum X-Factor. Hæfileikar hans á
söngsviðinu eru ótvíræðir enda
vötnuðu Einar Bárðarson og Halla
Vilhjálmsdóttir músum þegar hann
var kosinn úr keppninni.
Alan hefur búið hér á landi í fjög-
ur ár. „Ég bjó áður í Kaliforníu en
ákvað að flytja hingað þar sem ég
taldi það öruggara umhverfi fyrir
börnin mín að alast upp í. Þar eru
barnsrán meðal annars tíð svo okk-
ur fannst betra að flytja okkur um
set. Ég hafði heimsótt Ísland nokkr-
um árum áður svo við ákváðum að
koma hingað,“ segir Alan.
Söngurinn hefur verið stór hluti
af lífi Alans síðan hann var fimm ára
gamall.„Ég söng víða í Kaliforníu og
tók þátt í ýmsum sönguppfærslum
þar,“ segir Alan sem neyddist hreint
ekki til að leggja sönginn á hilluna
þegar til Íslands var komið.
„Mér finnst Ísland mjög opið tón-
listarmönnum. Ég var til dæmis
mjög hissa hvað ég náði langt í X-
Factor,“ segir Alan sem í kjölfarið
hefur verið fenginn til að syngja við
fjölmörg tækifæri, meðal annars í
brúðkaupum.
Plata í bígerð
Í kvöld er svo komið að fyrstu
tónleikunum sem hann heldur sjálf-
ur hér á landi. Þeir fara fram á
Gauki á Stöng og hefjast klukkan
21.
Þar ætlar Alan að flytja lög úr
smiðju listamanna á borð við Justin
Timberlake, Michael Jackson og
Michael Bublé.
Sérstakur gestur kvöldsins verð-
ur Skjöldur Eyfjörð, en Alan segir
þá félaga þó ekki ætla að syngja dú-
ett í þetta sinn.
Annars er plata í bígerð hjá Alan.
„Já, ég hef tekið upp nokkur lög
með þeim Berki og Daða í Jagúar,“
segir Alan en bætti við að óvíst væri
hvort nokkurt þeirra laga yrði flutt
á tónleikunum í kvöld.
Söngvarinn sem
grætti Einar Bárðar
Alan Jones heldur
sína fyrstu tón-
leika í kvöld
Morgunblaðið/Eggert
Mjúkur Alan er maður söngelskur.