Morgunblaðið - 15.08.2007, Side 27

Morgunblaðið - 15.08.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 27 ar afa. Amma var alveg einstök kona og sterkur persónuleiki. Hún elskaði að fara á hestbak, í berjamó, veiða, spila og syngja í góðra vina hópi og Leiðarljós var alveg ómissandi. Hún fór stundum með okkur á bak og þá söng hún af gleði og þeysti af stað. Hún beið eftir haustinu með mikilli eftirvæntingu og þá breyttist Gróa amma í ungling og þaut af stað með hvorki meira né minna en 40 berja- fötur og 10 tínur og brekkur voru ekki fyrirstaða. Eitt sinn gat enginn farið, en þá fékk hún sér bara far með vörubílstjóra alla leið á Stöðvarfjörð. Hún kom alltaf reglulega suður til að hitta skyldmennin en gat ekki dvalið lengi því í sveitinni biðu verkefnin. Þar leið henni best því þar fékk hún að finna að hún var mikilvæg og fékk að taka þátt í daglegu amstri og á hún og við þeim á Kirkjulæk mikið að þakka. Ef hún var ekki að sópa eða kveikja undir pottunum þá var hún að prjóna, hekla eða gera við. Amma var mjög flink í höndunum og gerði svo vel við að ekki sást viðgerðin. Það er óhætt að segja að amma lifði tím- ana tvenna og lærði á sinni lífsgöngu að vera mjög nýtin og nota það sem landið gaf. Mér er mjög minnisstætt þegar hún varð áttræð og fékk bikiní og utanlandsferð í afmælisgjöf, hún steig upp á svið og dansaði um sviðið með bikiníið í annarri og míkrafóninn í hinni og söng, hló og skríkti, hún kunni sko að skemmta sér. Hún kunni ógrynni af vísum og gátum. Það var hrein unun að hlusta á hana fara með þær fyrir okkur krakkana, því miður voru þær aldrei skráðar. Ég náði einni vísu um afa gamla sem týndi gleraugunum sínum, sem er skemmtileg krakkavísa. Amma var heppin í spilum og vann yfirleitt alltaf og það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum að ég vann hana nokkrum sinn- um í röð, var mér þá litið upp og virti Gróu ömmu fyrir mér sem hafði aldr- ei verið degi eldri en ég og tók eftir því að amma var farin að eldast. Gróa amma mætti í afmælið hennar mömmu í júní og var það besta af- mælisgjöf mömmu. „Hún fór bara að gráta þegar hún sá mig,“ sagði amma við mig og brosti við. Síðar um kvöld- ið var sungið við harmonikkuspil og söng hún hvert lagið á fætur öðru. Amma var ótrúlega lífsglöð kona og hafði mikið þrek, kjark og þor. Hún var lánsöm að eiga þetta yndislega fólk allt í kringum sig, sem vafði hana örmum og var hjá henni þar til yfir lauk. Elsku Gróa amma, ég mun sakna þín sárt um ókomin ár og þú munt alltaf verða ofarlega í huga mér hvar sem ég verð. Mér finnst ég mjög lán- söm að hafa fengið að hafa þig svona lengi. Ég veit að þú ert hjá Guðmundi afa, „Gummi minn“ eins og þú sagðir alltaf, sem þú saknaðir svo sárt alla tíð. Ég veit að þú trúðir því að hann kæmi og tæki á móti þér þegar þinn tími kæmi. Elsku Gróa amma, þús- und þakkir fyrir allar frábæru stund- irnar og kærleikann sem þú sýndir mér, öll bættu götin, reiðtúrana, allar skemmtilegu vísurnar, tvíræðu gát- urnar og ófáu berjamósferðirnar í gegnum árin. Megi Guð geyma þig og varðveita eins og ég mun varðveita minningarnar og minninguna um þig, elsku amma mín. Þóra Sigurborg. Mig langar að minnast ömmu minnar elskulegrar með nokkrum orðum. Alltaf hef ég litið upp til henn- ar ömmu og fundist ég gera vel ef ég breytti eins og hún. Amma sýndi mikinn kjark og mikið traust til ungra barna sinna þegar afi dó frá henni og börnum þeirra 8, 10 og 17 ára. Hún sagði mér einu sinni að við það tilefni hefði verið komið til henn- ar og hún spurð hvort hún ætlaði ekki að hætta búskap og flytja og hvort hún kynni nokkuð að búa. Þá svaraði hún bara „Ég þarf ekkert að kunna, krakkarnir mínir kunna þetta.“ Það voru ekki spurðar fleiri spurningar og hún fékk sér þá hjálp sem þurfti og bjó áfram með miklum sóma. Þetta sýnir enn fremur hvað hún var laus við allt fals og ómerkilegheit og ætlaðist til að aðrir væru það líka. Hún hafði svo sterkan persónuleika hún amma mín og var mikill húm- oristi og var endalaus brunnur af vís- um og kvæðum sem hún rifjaði svo oft upp fyrir okkur við eldhúsborðið. Aldrei fór neitt til spillis hjá henni ömmu og alltaf voru hendur hennar við vinnu. Þessa vinnusemi, iðni og nýtni ól hún upp í öllum sínum börn- um og barnabörnum og fyrir það fáum við henni ekki fullþakkað. Helst var að hendur hennar fengu hvíld er hún auðgaði andann með lestri sagna eða þegar fólk hóf upp raust sína í söng sem hún hafði alltaf svo gaman af. Elsku amma mikið er ég ánægð með að við skildum grilla öll saman í sumar og að við skildum syngja þar öll saman þér og okkur til ánægju. Ég verð ávallt eftirbátur þinn í hnyttni og tilsvörum en þú varst stór- skemmtileg kona sem sást svo glögg- lega í því hvað tengdasynir og -dætur fjölskyldunnar voru hænd að þér. Guð veit að ég mun aldrei geta séð bláa berjaþúfu, ullarvettling eða gat á sokkabuxunum hans Valgarðs án þess að hugsa um þig, elsku amma mín. Ég vona að þú leiðir hönd mína er ég reyni að gera við gatið á sokk- unum en enginn gerði betur við en þú. Hvíl í friði amma mín. Okkur þótti og mun alltaf þykja undurvænt um þig. Kær kveðja, Helga Björt, Emil og Valgarð Ernir. Elsku amma. Það er erfitt að hugsa til þess að þú eigir ekki eftir að koma í heimsókn til okkar aftur í Hólm. En við eigum margar góðar minningar um þig sem við geymum í hjörtum okkar. Það var nú sjaldan sem við tókum ekki upp spilin þegar þú komst til okkar og var spilað langt fram á nótt, kana eða rommí. Þú gast aldrei setið aðgerðalaus og hjálpuðum við syst- urnar þér oft við ýmis verk eins og að setja niður kartöflur. Svo gleymum við aldrei bragðinu af heimsins bestu pönnukökum sem þú bjóst til handa okkur, svo við tölum nú ekki um kleinurnar. Það var alltaf skemmti- legast að hjálpa þér við þær, snúa upp á og setja þær varlega í pottinn og svo fengum við alltaf að gera kleinukarla í lokin. Það var ótrúlegt hvað þeir voru alltaf betri en klein- urnar. Þú vildir alltaf að við gerðum allt best og við gleymum aldrei þegar þú raktir upp trefilinn hennar Mæju sem hún hafði verið að gera í skól- anum og kennarinn komst að því. Hann vissi alveg að þetta var þitt handbragð. Okkur fannst alltaf svo aðdáunarvert þegar þú gast horft á Leiðarljós og prjónað um leið. Við höfum svo oft reynt þetta en það er erfitt að halda einbeitingunni. Elsku amma, þú ert fyrirmynd okkar í svo mörgu. Þú þessi hressa, litla kona sem allir þekktu. Það mátti stundum halda að þú værir ekki deg- inum eldri en tvítug þegar þú dans- aðir á þorrablótunum því alltaf sagð- irðu að við færum ekki á böll til annars en að dansa. Þetta er eitt sem við ætlum okkur að geta þegar við verðum eldri konur, vera hressar og alltaf til í að dansa. Þú varst alltaf svo vel til höfð. Alltaf með silfurlitaða hárið svo fallega krullað. Elsku amma, við vitum að núna ertu komin á góðan stað til afa sem er ábyggilega búin að sakna þín mikið. Við kveðjum þig, elsku amma, með söknuði en þökkum fyrir góðu stund- irnar sem við áttum með þér. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eiríksson) Minning þín er ljós í lífi okkar. Þínar ömmustelpur María, Dagbjört og Helga Rún. Hún amma er merkilegasta kona sem ég hef kynnst um ævina. Hún var ákveðin og fylgin sér en jafn- framt svo blíð og góð. Minningarnar um hana ömmu eru svo margar og streyma hver á fætur annarri í gegn- um hugann um leið og ég sit og skrifa þessi orð. Ein sú minning sem ég hef svo oft rifjað upp er þegar hún lét mig borða saltfisk með hamsatólg sem var fljót að storkna á disknum. Ég man hvað mér fannst það ógeðslegt en ég skyldi klára af diskinum, enda átti barnið ekki að komast upp með neitt múður. Mér hlýnar alltaf um hjarta- ræturnar þegar ég hugsa um þetta, enda alveg rétt hjá henni. En amma kenndi mér líka að stappa fiskinn og mynda myndarlegt fjall úr honum svo það væri auðvelt fyrir litla stelpu að borða hann. Hún amma var mynd- arleg til allra verka og mikill dugnað- arforkur. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hana en hún lét ekki bugast og var ekki langt í kátínuna og gamansemina. Amma var mikið sam- kvæmisljón og skemmti sér oftar en ekki manna lengst. Það er broslegt til þess að hugsa að kona komin yfir ní- rætt væri lengur að skemmta sér en barnabarnið hennar. Hún kenndi manni líka að vera ekki með eitthvað vol og víl. Hún amma er mín fyrir- mynd í svo mörgu enda vissi hún og kunni svo margt. Amma átti marga vini og kunn- ingja hingað og þangað. Mér er minnisstætt þegar við Palli heimsótt- um Stöðvarfjörð fyrir nokkrum ár- um. Þar gistum við hjá fólki sem þekkti vel til hennar og vorum send með harðfisk í nesti handa ömmu. Við amma áttum góðan dag saman ekki alls fyrir löngu. Ég vissi að þetta var seinasti dagurinn sem ég myndi hitta hana og hún vissi það líka. Þannig kvöddumst við. Það verður skrýtið að fá ekki sím- tal næst þegar ég á afmæli en amma mundi alltaf eftir afmælisdeginum mínum og það klikkaði aldrei að ég heyrði í henni. Það verður líka skrýt- ið að halda upp á næsta stóra áfanga í lífinu án þess að amma verði viðstödd eins og í öll hin skiptin. Amma hefur lagt mér margar lífs- reglurnar og ein þeirra er að eiga alltaf ber í frystinum. Ég hef reyndar aldrei verið dugleg að tína ber og lengi vel skildi ég ekki þessa ásókn hennar að komast í góð berjalyng. En á seinni árum hef ég tileinkað mér að fara í berjamó, sulta svolítið og eiga til í frystikistunni. Þetta er reyndar bara ein af fáum lífsreglunum. Hún amma var ótrúleg kona og ég mun sakna hennar sárt. Minningarn- ar ylja á sorgarstund sem þessari en skarð hennar verður aldrei fyllt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allt, amma mín. Unnur Björk. Elsku Gróa. Nú eru rúm fimm ár síðan ég kynntist Palla, manninum mínum og ég fór að venja komur mínar á Kirkjulæk. Þá eignaðist ég yndislega tengdafjölskyldu og kynntist þér, ömmu Gróu, og fór fljótt að líta á þig sem mína eigin ömmu. Sjálf kynntist ég aldrei móðurömmu minni og föð- urömmu mína missti ég þegar ég var barn. Það hefur því gefið mér mikið að fá að umgangast þig. Þú tókst mér strax vel og við spjölluðum um margt saman. Þú sagðir mér sögur frá því er þú varst barn á Stöðvarfirði og þegar þú bjóst í Hólmi í A-Landeyj- um. Þú vissir hvað mér þótti volg, ný- bökuð jólakaka góð með ískaldri mjólk og leyfðir mér að stelast í eina til tvær sneiðar. Gamansemin var aldrei langt undan þegar þú áttir í hlut og alltaf sagðir þú skoðanir þínar án þess að hika. Ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa til þess þegar þú fékkst að smakka bananabrauð sem ég hafði bakað og þú kallaðir al- gjöran óþverra. Það er svo ótalmargt sem ég hefði getað lært af þér. Þú hefur lifað tím- ana tvenna og stundum verið þröngt í búi en þú varst snillingur í að gera mikið úr litlu. Okkur, sem lifum í neyslusamfélagi nútímans, er hollt að kynnast nýtninni sem þú bjóst yfir. Með nýtninni varstu þó ekki aðeins að hugsa um að spara krónurnar heldur var þér líka annt um umhverf- ið, þú forðaðist að henda því sem mætti endurnýta. Þér féll sjaldan verk úr hendi og oftar en ekki sastu við saumaskap, hekl eða prjón. Þegar Álfrún Inga dóttir okkar fæddist heklaðir þú milliverk, sem þú saumaðir í sæng- urver handa henni. Þess verður vel gætt ásamt skónum sem þú heklaðir á hana, enda gersemar þar á ferð. Þeir eru ófáir vettlingarnir og sokk- arnir sem þú hefur prjónað á okkur hjónaleysin og síðast en ekki síst hreinsaðir þú dún og útbjóst sæng sem mér var svo gefin og mun veita mér yl um ókomin ár. Fyrir allt þetta er ég ólýsanlega þakklát. Takk fyrir þessi fáu ár sem við átt- um saman. Ég kveð þig með þessum textabút úr ljóðinu Íslenska konan eftir Ómar Ragnarsson: Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. Kristín Jóhannsdóttir. Elsku amma, ég á eftir að sakna stundanna, sem við áttum saman en því gleymi ég ekki því að þú ert lang- besta amma sem ég hef séð. Ég mun aldrei gleyma brosi þínu og þegar þú straukst hár mitt og þegar þú hjálp- aðir mér í vandræðum. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við fengum aldrei að gera jafnmikið fyrir þig. Þegar ég sá þig varstu alltaf jafnfalleg, þegar þú varst vakandi og sofandi, þegar þú brostir var ég glöð innra með mér, ég fann traust. Við kveðjum þig nú hinstu kveðju. Þú sagðir okkur svo mikið til með hljóðfærin, píanóið og gítarinn. Alla hamingju sem mig langaði í fékk ég hjá þér og þú þurftir ekkert mikið, bara faðmlög og kossa þína, en hver gerir það nú, engin knúsar eins og þú. Hver huggar mig þegar mér líður illa og engin er inni, hver fer með mig út í garð að tína ber? Bless elsku amma og gleymdu ekki að við elskum þig. Berglind og Guðmundur. Austfirðingurinn Gróa Helga Kristjánsdóttir er látin, þögnin var djúp við andlátsfregn hennar. Við kynntumst í Reykjavík ungar að ár- um þegar hún fluttist þangað frá Stöðvarfirði. Við giftumst bræðrum, ég Ingólfi en hún Guðmundi frá Hólmi í Austur-Landeyjum. Þau tóku við föðurleifð Guðmundar og bjuggu þar sveitabúi. Margar voru ferðirnar sem við hjónin fórum að Hólmi, alltaf opinn faðmur þar, kær- leikur og gleði okkur veitt. Oft var þar mannmargt og veglegar veislur haldnar. Gróa hafði fallega sópran- rödd og Guðmundur tenór. Það var sungið við vinnuna og á gleðistund- um glumdu íslensku þjóðlögin um húsið og út í víðáttuna. En sorgin gleymir engum. Eftir 18 ára búskap missti Gróa mann sinn frá fimm börnum. Hún hafði sterkt jafnaðar- geð og létta lund, var góður stjórn- andi og börnin gott og duglegt fólk. Hús voru ný, tún stór og slétt og áfram var haldið. Búskapurinn blómstraði í sveitinni sem Fljótshlíð- in, Hekla, Þríhyrningur, Tindfjöll, Þórsmörk, Eyjafjöll, Vestmannaeyj- ar og hafið umlykja. Rætur okkar Gróu liggja til Austurlands, á vináttu okkar bar aldrei skugga. Ég er henni þakklát fyrir þá gleði og þær fallegu minningar sem ég á frá henni. Við Ingólfur og börn okkar vottum afkomendum hennar okkar dýpstu samúð. Ingibjörg Björgvinsdóttir. Það er erfitt að byrja að skrifa minningargrein um Gróu frænku þegar minningarnar hrannast upp og hver og ein vill hafa forgang. Þegar ég lít til baka finnst mér ég vera að miklu leyti alinn upp í Hólmi hjá Gróu og Gumma þó sumrin hafi að- eins verið sjö. Ég var átta ára þegar ég kom fyrst í sveitina til að vera sumarlangt og hlakkaði mikið til. Í þá daga var nóg að gera á sveitabæjum fyrir börn og unglinga og við lærðum að vinna. Við fengum að vita að við gerðum gagn og það var gott. Gróa hafði sérstakt lag á að fá mig til að gera ýmis viðvik fyrir sig. Hún sagði, „Þröstur minn, það er alltaf svo gott að biðja þig, viltu…“ og svo kom er- indið. Ég var fljótur að leysa verk- efnið, fékk hrós og varð glaður. Það voru nokkrar hænur í Hólmi sem gáfu egg til heimabrúks. Það þurfti náttúrlega að þrífa hænsnahúsið annað slagið. Það var ekkert skemmtiverk, en þá var Gróa sniðug. Hún kallaði á okkur krakkana og sagðist ætla að elda rúgbrauðssúpu til að hafa eftir hádegismatinn á morgun. Okkur þótti rúgbrauðssúpa með rúsínum og rjóma rosalega góð og við vissum að eftir rúgbrauðssúp- una varð lúrinn sem Gummi fékk sér eftir matinn svolítið lengri en venju- lega. Svo sagði hún, meðan Gummi sefur eftir matinn, væruð þið ekki til í að moka út úr hænsnahúsinu á með- an. Þannig bjó hún til svolítið sam- særi sem við vorum alveg til í að taka þátt í. Auðvitað gerði maður líka ýmis skammarstrik en það var tekið á þeim þannig að ég skildi að svona gerði maður ekki. Það var bara milli okkar Gróu og fyrir það var ég þakk- látur og lærði af. Nú, þegar ég er full- orðinn, hugsa ég oft um það hvað vinnudagur Gróu var langur. Hún fór á fætur klukkan sjö til að hafa til morgunmatinn, fara í fjósið að mjólka, þvo mjólkurílátin og mjalta- vélarnar, elda hafragraut og gefa að borða eftir morgunmjaltir, elda há- degismat og ganga frá eftir hann, þvo þvott, hafa til eftirmiðdagskaffi, elda kvöldmat og gefa að borða fyrir kvöldmjaltir, koma í fjósið að mjólka, þvo mjólkurílátin og mjaltavélarnar, gefa kvöldkaffi og þegar allir voru sofnaðir skúraði hún oft gólfin og þvoði stigana. En auðvitað tók allt heimilisfólkið þátt í búverkunum og við krakkarnir hjálpuðum til. Gróa fór ekki varhluta af erfiðleikum og áföllum í lífinu. Sem ung kona fékk hún berkla en sigraðist á þeim. Hún missti mann sinn, Guðmund Jónsson (Gumma), af slysförum frá fimm börnum þeirra og seinna missti hún dótturson, á barnsaldri af slysförum. En hún hélt áfram að búa í Hólmi með aðstoð barna sinna og kaupa- manna þar til sonur hennar og Gumma, Garðar, tók við búinu. Þrátt fyrir áföll og erfiðleika missti Gróa ekki húmorinn og góða skapið og síð- ustu árin sín dvaldi hún hjá dóttur sinni Jónu og manni hennar Eggerti bónda í Kirkjulæk í Fljótshlíð. Að lokum vil ég þakka Gróu frænku fyrir allt gamalt og gott og kveð hana með virðingu og söknuði. Ég votta börn- um hennar og afkomendum öllum mína innilegustu samúð. Þröstur Jónsson. Elsku Gróa mín. Ég kynntist þér fyrir nokkrum árum þegar ég byrjaði að vinna á Kirkjulæk. Mér fannst þú einstaklega fyndin kona og alltaf gaman að vera með þér. Svo með tím- anum fór ég að líta á þig sem hálf- gerða ömmu mína líka og er ég örugglega ekki ein um það, þar sem þú dróst alla að þér með hlýju þinni og gullhjartanu þínu. Ég veit ekki um neina manneskju jafn góðhjartaða og yndislega eins og þig. Þú varst líka alltaf í góðu skapi og brandararnir aldrei langt undan. Því verður þín sárt saknað, Gróa amma mín. Guð blessi þig og þína Þú hefur sýnt það oft á æskudögum að orka þín er mörgum kostum gædd. Og þú munt læra af lífsins nýju „fögum“, að líka störfin eru blómum klædd. Nú bið eg guð að blessa þínar leiðir og bjarma slá á öll þín jarðlífs spor. Þér skíni jafnan dagar himinheiðir, í hverri skúr þú finnir yl og vor. (Finnbogi J. Arndal) Takk fyrir allt, þín Hildur Guðbjörg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.