Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 20
heilsa
20 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrsti skóladagurinn kemurbara einu sinni og margirmuna eftir honum allt lífið,
jafnvel hverju þeir klæddust og hvað
var gert. Flestir muna eftir fyrsta
kennaranum og fyrstu bekkjarfélög-
unum. En það geta verið blendnar
tilfinningar sem fylgja því að byrja í
skóla í fyrsta sinn. Mörg börn
hlakka til að verða stór og fá að fara
í skólann með hinum stóru krökk-
unum, læra að lesa, skrifa og reikna.
Þessari tilhlökkun getur líka fylgt
kvíði fyrir hinu óþekkta. Hvernig
verður nýi kennarinn, hvað verða
margir krakkar í bekknum, mun ég
þekkja alla í bekknum? Get ég gert
það sem kennarinn biður mig um að
gera?
Til að draga sem mest úr kvíða
getur verið gott að huga að því hvað
barnið þarf að vita um skólann áður
en það byrjar og ræða það við barn-
ið. Það getur skipt miklu máli fyrir
barn sem er að byrja í skóla að fá að
ræða málin í rólegheitum og fá að
spyrja út í það sem því liggur á
hjarta. Þetta má gera með því að
hvetja það til að spyrja út í skólann
til að finna út hvað það langar til að
vita. Þetta geta bæði verið atriði sem
barnið hlakkar til og svo önnur sem
það kvíðir meira fyrir. Að fá að ræða
þessi atriði við foreldra eða aðra ná-
komna ætti að draga úr kvíða og
auka öryggi barnsins gagnvart því
sem framundan er.
Mikill munur er á umhverfi leik-
skóla og grunnskóla og því nokkur
viðbrigði að flytjast þar á milli. Mun
fleiri börn eru á hvern kennara í
grunnskóla en í leikskóla og því er
erfiðara að mæta þörfum hvers og
eins þar. Það reynir því meira á
sjálfstæði barnanna í grunnskól-
anum og því mikilvægt að kenna
þeim að bjarga sér sjálf með ákveðin
atriði sem þau fengu hjálp við í leik-
skólanum.
Að undirbúa barnið
Börnin sem mæta í skólann eru
eins ólík og þau eru mörg, hvert með
sinn bakgrunn og sína styrkleika.
Þau eru á ólíku stigi hvað varðar til-
finninga- og félagsþroska, sum börn
eiga auðvelt með að tjá sig og vera í
stórum hópi á meðan að önnur eiga
erfiðara með það. Enginn þekkir
barnið betur en foreldrar þess og því
eru foreldrar í lykilhlutverki þegar
kemur að því að aðstoða grunnskól-
ann í því að mæta þörfum barnanna.
Foreldrar geta undirbúið barnið sitt
vel fyrir skólann með því að sýna
skólagöngunni áhuga og veita
barninu næga athygli, ást og um-
hyggju
Hluti barnanna hefur náð ein-
hverri færni í lestri, skrift og reikn-
hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð
Að byrja í skóla
– í fyrsta sinn
Fólk sem fætt er á tímabilinu1981 – 1985 gæti skortmótefni gegn hettusótt þarsem þessir árgangar
misstu af reglubundinni MMR- bólu-
setningu sem börn. Sjúkdómsins hef-
ur ekki orðið vart hér á landi síðan í
maí 2006 en þá lauk minniháttar
hettusóttarfaraldri sem varað hafði
árið á undan og lagðist helst á ein-
staklinga í ofangreindum árgöngum.
Að sögn Haraldar Briem sóttvarn-
arlæknis var byrjað að bólusetja 18
mánaða gömul börn með svokallaðri
MMR- sprautu árið 1989 en hún veit-
ir mótefni gegn mislingum, rauðum
hundum og hettusótt. Þá voru 12 ára
gömul börn einnig bólusett með sama
efni en árið 1994 var ákveðið að eldri
hópurinn fengi sprautuna fyrr, eða
við níu ára aldur. Við þetta urðu
nokkrir árgangar af sprautunni, þ.e.
þau börn sem fædd voru á árunum
1981 – 1985. Þau voru of ung til að ná
12 ára sprautunni en voru hins vegar
orðin of gömul þegar níu ára spraut-
an var tekin upp.
„Sumarið 2005 fór svo aðeins að
bera á hettusótt í þessum aldurshópi
og um haustið, þegar skólarnir byrj-
uðu fjölgaði tilfellunum,“ segir Har-
aldur. „Þá var nákvæmlega hægt að
sjá þann hóp sem hafði ekki fengið
bólusetningu.“
Gekk áður í faröldrum
Aðspurður segir hann þá sem eru
eldri og hafa ekki fengið MMR- bólu-
setninguna flesta vera með mótefni
gegn sjúkdómnum í blóðinu. „Áður
fyrr gekk hettusóttin hér í faröldrum
með nokkurra ára millilbili. Auðvitað
voru alltaf einhverjir sem sluppu í
hvert sinn en þeir smituðust þá jafn-
vel í næsta faraldri. Þess vegna er
mjög ólíklegt að þeir sem eru eldri
sýkist af hettusótt vegna þess að þeir
hafa að öllum líkindum fengið hana
sem krakkar. Þeir einstaklingar sem
veiktust í faraldrinum 2005 – 2006
hafa hins vegar greinilega sloppið
þegar sóttin gekk hér áður og hafa
ekki náð bólusetningunum en síðasti
stóri hettusóttarfaraldurinn gekk hér
á landi 1987.“
Til að stemma stigu fyrir hettusótt-
inni var þeim tilmælum beint til ein-
staklinga, sem fæddir voru á árunum
1981 – 1985, að láta bólusetja sig með
MMR- bólusetningu sér að kostn-
aðarlausu. Margir nýttu sér þetta til-
boð og telur Haraldur að það hafi átt
sinn þátt í að stemma stigu fyrir far-
aldrinum.
Njóta bólusetninga annarra
Að sögn Haraldar hafa mislingar
ekki gert vart við sig með sama hætti
þar sem bólusett var gegn þeim löngu
áður en MMR- bólusetningin var tek-
in upp. „Öðru máli gegndi með rauða
hunda allt til ársins 1989. Áður tíðk-
aðist að mótefnamæla 12 ára stúlkur
og voru þær sem reyndust næmar
fyrir rauðum hundum bólusettar fyr-
ir þeim til að verja fósturskaða. Piltar
voru ekki rannsakaðir en búast má
við að 15% þeirra hafi verið næmir
áður en bólusetning hófst með MMR
árið 1989. Það er því ákveðin hætta
að rauðir hundar geti brotist út meðal
karla þótt sá faraldur verði vænt-
anlega lítill.“
Hann segir að áður en hettusóttin
kom upp árið 2005 hafi hennar ekki
orðið vart frá því bólusetning hófst.
„Bólusetningar eru þannig að þær
vernda ekki bara þá sem eru bólu-
settir heldur líka þá sem eru í kring.
Þeir sem neita bólusetningu fyrir
börnin sín segja stundum að hún sé
greinilega óþörf því börnin fái ekkert
sjúkdóminn. Hér er um misskilning
að ræða því ástæðan er að megin-
þorri fólks, sem er bólusettur, mynd-
ar eins og hlífðarvegg í kringum
hina.“
Það er því fyrst og fremst á ferða-
lögum sem fólk getur átt hættu á að
smitast af þessum sjúkdómum, eða
bera með sér smit til landsins sem
gæti herjað á aðra. „Bretar eru frek-
ar slakir í að bólusetja enda hefur
umræðan um tengsl einhverfu og
MMR- bólusetningarinnar verið
óhemju skaðleg þar í landi. Það hefur
leitt til endurtekinna tilfella mislinga
og hettusóttar í Bretlandi. Þetta set-
ur auðvitað aðra í hættu.“
Hugsanleg ófrjósemi
Margir sem komnir eru á miðjan
aldur gætu hugsað sem svo hvort
ekki sé í lagi að fá hettusótt enda hafi
þeim sjálfum ekki orðið meint af
henni á sínum tíma. Haraldur vísar
slíku á bug. „Auðvitað veikjast flestir
lítið. Hins vegar er hætta á slæmri
heilahimnubólgu út frá hettusótt og
þótt ekki sé mikið um dauðsföll koma
þau fyrir. Þar fyrir utan geta eistna-
bólgur fylgt hettusóttinni og hugs-
anleg ófrjósemi. Sjúkdómurinn getur
verið mjög óþægilegur og þegar ég
var ungur smitsjúkdómalæknir sá ég
býsna svæsin tilfelli sem kröfðust
spítalainnlagna.“
Þeir sem fæddir eru á umræddu
tímabili eiga sem fyrr rétt á spraut-
unni sér að kostnaðarlausu á næstu
heilsugæslustöð.
ben@mbl.is
Ekki allir
varðir gegn
hettusótt
Árið 2005 kom upp minniháttar hettusóttarfaraldur
hér á landi, sá fyrsti í næstum tvo áratugi.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir komst að því að
vissir árgangar urðu af bólusetningu á sínum tíma.
Morgunblaðið/Ásdís
Lasinn Langt er síðan stór hettusóttarfaraldur gekk hér yfir en nú eru 18 mánaða börn bólusett við sjúkdómnum.
Í HNOTSKURN
»Þeir sem eru fæddir á ár-unum 1981 - 1985 og voru
ekki bólusettir með MMR- bólu-
efni eiga rétt á slíkri sprautu
sér að kostnaðarlausu.
»Hættan á smiti er mest erferðast er til útlanda.
»Búast má við að hluti karlaá Íslandi hafi ekki í sér
mótefni við rauðum hundum.
»Hettusótt getur m.a. leitt tilheilahimnubólgu og getur
hugsanlega orsakað ófrjósemi
þegar sjúkdómurinn veldur
eistnabólgum.
Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík
Sími: 591 9000 · www.terranova.is
Akureyri sími: 461 1099
Hafnarfjörður sími: 510 9500
Bibione
í ágúst og september
frá kr. 49.995
Terra Nova býður einstakt tilboð á gistingu á Planetarium Village í lok
ágúst og í september. Glæsilegt nýtt íbúðahótel á Bibione ströndinni
um 400 m. frá miðbænum. Frábær aðbúnaður og einstaklega fallegar
og glæsilegar íbúðir þar sem hvergi hefur verið til sparað. Stórt sund-
laugasvæði með frábærri aðstöðu, móttöku, sundlaugarbar og
skemmtilegu leiksvæði fyrir börnin. Skemmtidagskrá í boði. Góð
eldunaraðstaða, öryggishólf, gervihnattasjónvarp, loftkæling o.fl., o.fl.
í öllum íbúðum. Frábær gistivalkostur á ótrúlegum kjörum! Bibione er
sannkölluð paradís, fyrir fjölskyldur jafnt sem einstaklinga, með ein-
stakar strendur, frábæra veitingastaði og fjölbreytta afþreyingu.
Kr. 49.995
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, í íbúð í
viku. Aukavika kr. 18.000 á mann.
Kr. 59.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna, í íbúð í viku.
Aukavika kr. 18.000 á mann.
Síð
us
tu
sæ
tin
!
Sértilboð á
Planetarium Village
- glæsileg gisting!
Að byrja í grunnskóla er álag á börnin en
hægt er að draga úr álaginu með því að
undirbúa börnin vel, kenna þeim að bjarga
sér sjálf með ákveðin atriði, hlúa vel að
þeim og sýna skólagöngu þeirra áhuga.
Þegar byrjað er í skóla er gott að kunna
að:
klæða sig úr og í föt sjálf
reima skóna
fara sjálf á klósettið
fara eftir fyrirmælum
rétta upp hönd
hlýða bjöllunni þegar hún hringir
Gott að kunna