Morgunblaðið - 15.08.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.08.2007, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KRAFTUR Í EFNAHAGSLÍFINU Sú mikla eftirspurn eftir vinnu-afli, sem er á Íslandi og komglögglega í ljós í atvinnuaug- lýsingablaði Morgunblaðsins á sunnudag og umsögnum stjórnenda ráðningarskrifstofa í samtölum við blaðið í gær, sýnir hve mikill kraftur er í efnahags- og atvinnulífi okkar. Þetta sýnir, að þrátt fyrir væntan- legan samdrátt í þorskafla er töluvert borð fyrir báru í efnahagslífinu og mikið þarf að ganga á áður en at- vinnuástand verður ótryggt. Þetta sýnir líka, að þótt verðfall verði í Kauphöll Íslands frá hæstu hæðum, sem hlutabréfaverð hefur náð, þarf það ekki að boða nein ótíð- indi í efnahagslífinu. Og þetta sýnir líka, að efnahags- lífið þolir vel, að krónan lækki eitt- hvað í verði. Með öðrum orðum er ljóst að efna- hagsstaða okkar er svo traust, að það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því, þótt atvinnulífið verði ekki á jafn fljúgandi ferð á næstu misserum og það hefur verið undanfarin ár. Hins vegar getur verið meiri ástæða til að hafa áhyggjur af því hvaða áhrif óróinn á alþjóðlegum fjármálamörkuðum getur haft á stöðu okkar. Gagnstætt því sem talið var fyrir opnun markaða í Evrópu í gærmorgun héldu hlutabréf áfram að falla í verði og hið sama gerðist síð- degis í gær í Bandaríkjunum. Stöðugt koma fram vísbendingar um vanda- mál í fjármálafyrirtækjum af ýmsu tagi. Þótt Seðlabankar beggja vegna Atlantshafsins hafi stutt við bakið á fjármálamörkuðum virðist það ekki hafa dugað til að koma í veg fyrir áframhaldandi verðfall í gær, hvað sem verður í dag. Íslenzki hluta- bréfamarkaðurinn fylgir þessari þró- un enda eiga sum fyrirtækin þar mik- illa hagsmuna að gæta á erlendum hlutabréfamörkuðum, þótt það hafi ekki enn endurspeglast í verði þeirra hér nema að hluta til. Hættan fyrir okkur getur verið sú, að lánsfjár- skortur hamli starfsemi íslenzkra fyrirtækja á alþjóðavettvangi eða valdi þeim vandamálum af einhverju tagi. Það hefur áður gerzt að sam- dráttur í efnahagsmálum helztu við- skiptalanda okkar hafi haft veruleg áhrif hér. Það kom í ljós í olíukrepp- unum tveimur á áttunda áratugnum. Það kom í ljós í kreppunni, sem skall á undir lok níunda áratugarins og stóð fram á miðjan tíunda áratuginn. Það kom í ljós, þegar botninn datt úr þeim miklu „væntingum“, sem gerðar voru til tölvu- og netfyrir- tækja um aldamótin. Það verður verkefni þeirra, sem stjórna efnahagsmálum okkar, ríkis- stjórnar og Seðlabanka, að ýta undir hinar jákvæðu hliðar efnahagslífsins en verja okkur fyrir hugsanlegum neikvæðum áhrifum frá öðrum lönd- um. Nú kunna menn betur til verka en áður við efnahagsstjórn. Á því hefur orðið gjörbreyting á nokkrum ára- tugum, sem vonandi fleytir okkur fram hjá hættulegustu skerjunum. TVÍSÝN STAÐA Á SJÁLFSTÆÐISAFMÆLI Fyrir 60 árum hlaut Indland sjálf-stæði og Pakistan, sem stofnað var til að verða heimkynni músl- ímskra Indverja, varð til í blóðbaði. Haldið var upp á 60 ára sjálfstæði Pakistans í gær og í dag fara hátíða- höld fram á Indlandi. Efnahagsmátt- ur Indlands fer vaxandi og landið er iðulega nefnt í sömu andrá og Kína - að því viðbættu að Indverjar hafi það framyfir Kínverja að þar ríkir lýð- ræði, þótt ekki sé það fullkomið. Ind- land er land mikilla mótsagna, þar ríkir mikil örbirgð, en einnig er öflug millistétt í landinu og menntakerfið á snaran þátt í uppgangi þess. Pakistan er einnig mikið í heims- fréttunum, en þær fréttir tengjast oftar en ekki baráttunni gegn hryðju- verkum. Heima fyrir er Pervez Mus- harraf, forseti Pakistans, gagnrýnd- ur fyrir að ganga erinda Bandaríkja- manna, en utan lands er honum legið á hálsi fyrir að ráða ekki við öfga- og hryðjuverkamenn, sem hafa komið sér fyrir við landamærin að Afganist- an. Fyrir skömmu gekk Barak Obama, sem sækist eftir útnefningu demókrata til framboðs til forseta Bandaríkjanna, svo langt að segjast styðja að senda her inn í Pakistan með eða án stuðnings Pakistana. Ekki hefur verið mikið um róstur í höfuðstað Pakistans, en í sumar hef- ur það snúist við svo um munar og andófið hefur ekki aðeins komið frá íslamistum, heldur einnig málsvörum lýðræðis og mannréttinda. M.a. þyrptust lögfræðingar landsins á göt- ur út til að mótmæla því að Mushar- raf skyldi víkja forseta hæstaréttar landsins úr embætti. Honum var gef- in spilling að sök, en líklegri ástæða er að hann hafi staðið í vegi fyrir spillingu háttsettra valdamanna. Musharraf rændi völdum árið 1999 og lofaði þá að innleiða lýðræði í land- inu. Lýðræðið hefur látið bíða eftir sér og spilling er allsráðandi, en hins vegar hefur mikill uppgangur verið í efnahagsmálum. Hagvöxtur hefur verið um 9% á ári og verðbréfamark- aðurinn er einn sá öflugasti í Asíu. Ásýnd borga hefur gerbreyst á nokkrum árum vegna framkvæmda. Til marks um breytingarnar er að ár- ið 2003 náði fjöldi farsímaeigenda í landinu ekki þremur milljónum, en nú eru þeir næstum því 50 milljónir. En óánægjan kraumar undir niðri og náði í sumar upp á yfirborðið. Allt fór svo úr böndunum í blóðbaðinu þegar Musharraf sendi vopnað lið gegn róttæklingum í Rauðu mosk- unni í Islamabad. Lýðræðissinnar í Pakistan vilja losna við Musharraf, en vandamálið er hvort þá yrðu leyst úr læðingi öfl, sem á endanum myndu skila völdunum í hendur bókstafs- trúarmanna. Á hinn bóginn hefur Musharraf tekist að tryggja pólitísk- an stöðugleika innan lands í erfiðri stöðu gagnvart helsta stórveldi heims. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Alvarlegar athugasemdir erugerðar í greinargerð Ríkisend-urskoðunar um kaup og end-urnýjun á Grímseyjarferju sem birt var í gær. Mörg þeirra vandamála sem upp hafa komið við endurnýjun skips- ins telur Ríkisendurskoðun mega rekja til ófullnægjandi undirbúnings áður en ferjan Oleain Arann var keypt frá Írlandi haustið 2005. „Nákvæm þarfagreining fyrir nýja ferju fór ekki fram auk þess sem kostn- aðar- og ábatagreiningar voru ekki gerð- ar. Slíkar greiningar hefðu veitt gleggri og nákvæmari upplýsingar þegar mögulegir kostir voru vegnir og metnir,“ segir m.a í greinargerðinni. Þá telur Ríkisendurskoðun að skoðun á ferjunni, áður en hún var keypt, hafi verið ábótavant. Eftir að viðgerðir á skipinu hóf- ust hafi komið í ljós að ástand þess var lak- ara en athuganir fyrir kaupin bentu til. Bendir Ríkisendurskoðun á að Siglinga- stofnun hafi varað við því að ástand ferj- unnar kynni að vera mun lakara en fyrstu athuganir gáfu til kynna. Mælti hún með ítarlegri skoðun í matsskýrslu sinni um skipið. „Með því móti hefði að öllum lík- indum mátt draga verulega úr aukaverk- um og þar með lágmarka kostnað í formi aukaverka við viðgerðina. Jafnframt hefði nákvæmari skoðun auðveldað mat á öðr- um kostum og samanburð við þá.“ Losarabragur á áætlunum Ríkisendurskoðun gerir einnig athuga- semdir við losarabrag á kostnaðaráætlun- um og skort á formfestu við ákvarðanir um aukaverk vegna endurbóta á ferjunni. „Tíðar og síðbúnar kröfur Grímseyinga, sem yfirleitt hafa komið fram fyrir milli- göngu samgönguráðuneytisins, hafa gert Vegagerðinni afar erfitt um vik.“ Þá segir í greinargerðinni að sú stað- reynd að gerð kostnaðaráætlunar, útboðs- lýsingar og eftirlit hafa verið á sömu hendi hafi augljóslega vakið nokkra tortryggni hjá verksala „og m.a. af þeim sökum urðu samskipti verksala annars vegar og eft- irlitsaðila og verkkaupa hins vegar erfiðari en ella“. Ríkisendurskoðun þykir fjölmargt vera gagnrýnivert í störfum verksalans, Vél- smiðju Orms og Víglundar ehf. (VOOV) T.d. „að hann gerði þrátt fyrir ítrekaðar óskir verkkaupa almennt ekki tilboð í aukaverk. Sömuleiðis hefur framvinda verksins verið mun hægari en samið var um. Verkáætlanir verksalans voru fáar og mjög síðbúnar og almennt ekki staðið við þær, auk þess sem verkbókhald hans hef- ur ekki verið eins nákvæmt og skyldi. Margt þykir benda til þess að verkið hafi á ýmsan hátt liðið fyrir skort á skipulagi og virkri stjórnun verksala.“ Gagnrýna greiðslur Ríkisendurskoðun gagnrýnir einnig harðlega að þegar hafi verið greiddar tæp- lega 400 milljónir króna úr ríkissjóði til verksins, „en í 6. grein fjárlaga 2006 er að- eins veitt heimild til „að selja Grímseyj- arferjuna m/s Sæfara og ráðstafa andvirð- inu til kaupa eða leigu á annarri hentugri ferju“. Samkvæmt samkomulagi fjármála- ráðuneytisins, samgönguráðuneytisins og Vegagerðarinnar hafa bæði kaupin og endurbæturnar verið fjármögnuð með ónýttum heimildum Vegagerðarinnar. Þegar kaupin voru gerð og endurbætur hófust var ekki gert ráð fyrir útgjöldum þeirra vegna á samgönguáætlun. Að mati Ríkisendurskoðunar stenst þessi aðferð á engan hátt ákvæði fjárreiðulaga og getur ekki talist til góðrar stjórnsýslu.“ Mæltu með nýsmíði Þáverandi samgönguráðherra skipaði starfshóp til að fjalla um samgöngur til Grímseyjar í lok apríl 2003. Í skýrslu hóps- ins frá í febrúar 2004 voru nefndir þrír kostir varðandi framtíðarferju. Í fyrsta lagi að nota Sæfara áfram en talið var að viðhald auk nauðsynlegra endurbóta hans myndi kosta um 140 milljónir. Eftir þær myndi skipið uppfylla kröfur Siglinga- stofnunar sem taka gildi á árinu 2009. Þær fjalla um búnað farþegaskipa á slíkri sigl- ingaleið sem Grímseyjarleið. Þessi kostur þótti óraunhæfur. Annar kostur var að kaupa notaða ferju, en sá kostur var talinn ólíklegur og taldi skipaverkfræðingur sem starfaði með nefndinni afar ólíklegt að full- nægjandi notuð ferja væri föl. Loks var fjallað um nýsmíði. Skipaverkfræðingur og sérfræðingur starfshópsins áætlaði að kostnaður við nýja ferju yrði allt að 600 milljónir. Taldi starfshópurinn nýsmíði fýsilegasta kostinn. Starfshópurinn gerði ekki eiginlega kröfulýsingu eða þarfagreiningu, en al- mennt var geng flutt a.m.k. 100 flutningsgetu, m 15 hnúta gangh flokkunarfélags ferjur á opnu ha „Að mati Rík óheppilegt að ek tillögu nefndarin með fulltrúa h kaup á notaðri verður að telja stuðlað að vand Þannig fór í rau þarfagreining greining áður en Með slíkum gr þrír sem starfsh formlegri og va skýrslu Ríkisen Ferja í hrörle Leit að notað Oleain Arann, s 1992. Fulltrúar og þótti það í m mat skipaverkfr um 56 milljónir flokks ástand, á Í minnisblaði V var á ríkisstjórn heildarkostnaðu á ferjunni áætl endurbætur um Í maí 2005 fó iskaup óskuðu e Sæfara. Tvö til fyrrnefnd ferja. lýsingu. Sérfræ stofnunar var f ferjuna í septe samgönguráðun kom fram að á „hrörlegt sökum haldi“. Því mæt Greinargerð Ríkisendurskoðunar um kaup og endur Ófullnægjandi Grímseyjarferjan Enn er unnið að endurbótum á skipinu sem á að taka við ferjusiglingum til Grímseyj Kostnaður við Grímseyjarferjuna verður líklega a.m.k. 500 milljónir króna en ekki 150 milljónir eins og upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Margt hefur farið úrskeiðis við undirbúning, kaup og endurbætur á skipinu, samkvæmt greinargerð Ríkisendurskoðunar. Þar er m.a. bent á ófull- nægjandi undirbúning kaupanna, losarabrag á kostnaðar- áætlunum auk þess sem ýmislegt þykir gagnrýnivert í störf- um verksalans sem annast endurbæturnar. Kristján LVegage efnahóp til að og gæta hags Einnig hefu skili nákvæm fyrir vikulok. gerðinni þau ins og nýti sér lestri greinar arinnar hafi b hún mælti me Samgöngu kvæmi þegar Greinarger unni var kynn ráðstafana í lj Ráð til rá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.