Morgunblaðið - 15.08.2007, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á UNDANFÖRNUM vikum höf-
um við nokkrir knattspyrnu-
áhugamenn gagnrýnt verðlagningu
365 miðla á enska bolt-
anum á einu vinsæl-
asta bloggi landsins,
Liverpool-blogginu.
Í hnotskurn snýst
málið um þá óánægju
sem ríkir vegna þess
að áskrift á enska bolt-
anum hefur hækkað úr
2.341 kr. á mánuði fyr-
ir 10 mánaða bindingu
hjá SkjáSport síðasta
vetur upp í 4.171 kr.
fyrir 12 mánaða bind-
ingu hjá Sýn 2. Þeir
sem keyptu enska
boltann í fyrra á 23.410
kr. á ári eru því nú að borga 50.052
kr.
Ef 12 mánaða bindingu er sleppt
og 10 stakir mánuðir teknir í stað-
inn hækkar mánaðarverðið upp í
4.390 kr. á mánuði eða 43.900 kr á
ári. Ef maður kaupir fleiri rásir hjá
365 miðlum tekur við óhemjuflókinn
verðlisti sem skilar án efa sumum
stórnotendum svipuðu eða aðeins
hærra verði en á síðasta tímabili.
Rök 365 miðla í þessu máli hafa
verið eftirfarandi. Efnið var dýrt í
innkaupum, þeir munu veita mun
betri þjónustu heldur en var í fyrra
og fyrirtækið leitast við að umbuna
viðskiptavinum sem kaupa fleiri
stöðvar. En þó að núverandi réttur
á enska boltanum hafi verið seldur á
metfé út um allan
heim, er hækkunin á
Íslandi í engum takti
við þá í nágrannalönd-
um okkar. Að Sýn 2
skuli bjóða upp á svo
mikið betri þjónustu en
SkjárSport er í hæsta
máta umdeilanlegt.
En stöldrum við
þann pakka sem 365 er
að bjóða bestu neyt-
endum sínum. Þeir fá
Stöð 2, Sýn, Sýn 2 og
Fjölvarpið á 12.950 kr.
á mánuði ef þeir binda
sig allt árið. Þeir sem
vilja þennan pakka þurfa svo að
bæta við afnotagjaldi RÚV sem er
2.742 kr. á mánuði. Á hverju ári eru
þessir neytendur að greiða 188.304
kr. á ári í sjónvarp. Þessi upphæð er
fyrir utan aðra fjölmiðla eins og
dagblöð eða afþreyingu á borð við
kvikmyndahús.
Nú vakna þrjár spurningar. Er
sjónvarp munaðarvara á Íslandi,
sem ekki allir geta leyft sér? Er yf-
irbygging og rekstrarkostnaður
þeirra fjölmiðla sem kalla sig frjálsa
orðin úrelt nú á dögum Netsins og
straumlínulagaðra miðla? Og getur
ríkið virkilega réttlætt það að
þrengja svona að hinum frjálsa fjöl-
miðlamarkaði þannig að heildar-
upphæðin verður að lokum hærri en
venjulegt fólk ræður við?
Varla má búast við svari frá
stjórnmálamönnum sem halda þétt-
ingsfast í RÚV. Á næsta ári borgar
RÚV stórfé af skattpeningum fyrir
EM í knattspyrnu. Búast má við
flóknum útúrsnúningum frá stjórn-
endum í fjölmiðlageiranum. Ef til
vill finnst öllum þetta fullkomlega
eðlilegt verð? Ég hef hins vegar
hugsaði mig tvisvar um og komist
að þeirri niðurstöðu að þó ég hafi
efni á 188.304 kr. í sjónvarp á ári
finnst mér það ekki vera þess virði.
Er sjónvarp
munaðarvara á Íslandi?
Daði Rafnsson skrifar um
verðlagningu á enska
boltanum í sjónvarpi
»Ég hef hugsað migtvisvar um og kom-
ist að þeirri niðurstöðu
að þó ég hafi efni á
188.304 kr. í sjónvarp á
ári finnst mér það ekki
vera þess virði.
Daði Rafnsson
Höfundur er markaðsfræðingur og
skrifar á www.eoe.is/liverpool.
S
amfélagsleg fjölbreytni
dregur úr samfélags-
legri þátttöku, dregur úr
trausti manna í millum,
dregur úr kjörsókn og
framlögum til líknarmála. Með öðr-
um orðum, samfélagsleg fjölbreytni
– hvort heldur af þjóðerni eða kyn-
þáttum – veldur því að fólk dregur
sig inn í skelina. Í stað þess að fara
út meðal samborgara sinna situr
það heima og horfir á sjónvarpið.
Þetta eru helstu niðurstöður ít-
arlegrar rannsóknar sem banda-
ríski stjórnmálafræðingurinn Ro-
bert Putnam hefur birt, og blaðið
Boston Globe (boston.com) sagði
frá fyrr í mánuðinum. Niðurstöður
Putnams eru í samræmi við nið-
urstöður sífellt fleiri rannsókna er
benda til að eftir því sem fjölbreytni
samfélagsins vex – eftir því sem
íbúarnir koma úr fleiri áttum – því
minni líkur séu á að fólk láti sig
varða sameiginlega hagsmuni.
Niðurstöður rannsóknar Put-
nams, og væntanlega fleiri rann-
sókna, stangast á við báðar kenn-
ingarnar sem hingað til hafa verið
helstar í þessum efnum. Annars
vegar þá, að eftir því sem samskipti
fólks af ólíkum þjóðernum og kyn-
þáttum aukist, því meiri skilningur
og samstaða ríki meðal þess; og
hins vegar þá, að aukin samfélags-
fjölbreytni leiði til spennu og átaka
milli samfélagshópa. Þessar kenn-
ingar hafa verið kallaðar „sam-
bandskenningin“ og „átakakenn-
ingin“.
Haft er eftir Putnam í Boston
Globe, að í samfélögum þar sem
fjölbreytni íbúanna – af þjóðerni og
kynþáttum – er mikil myndist
hvorki náin tengsl milli ólíkra þjóð-
ernis- og kynþáttahópa né skapist
mikil átök milli þessara hópa. Fólk
einfaldlega hafi tilhneigingu til að
halda sig innan síns hóps, en jafnvel
dragi úr trausti og samskiptum inn-
an hvers hóps fyrir sig. Þannig að
það dragi úr öllum samskiptum, og
fólk dragi sig inn í sína eigin skel.
„Fjölbreytni, að minnsta kosti til
skemmri tíma litið,“ hefur blaðið
eftir Putnam, „virðist höfða til
skjaldbökunnar í okkur öllum.“
Hann segist hafa tekið tillit til allra
hugsanlegra og óhugsanlegra
óvissuþátta, og margoft farið yfir
niðurstöðurnar áður en hann birti
þær (í júníhefti tímaritsins Scand-
inavian Political Studies), vegna
þess að hann hafi gert sér grein fyr-
ir því hversu eldfimar þær myndu
verða.
Putnam þessi er prófessor við
ekki ómerkari stofnun en Harvard-
háskóla, og mun ekki vera neinn
íhaldsmaður í samfélagsmálum,
heldur þvert á móti frjálslyndur og
eindreginn talsmaður samfélags-
legrar fjölbreytni. Hann segist hafa
óttast að niðurstöðurnar yrðu túlk-
aðar á þá lund að þær bendi til að
kynþáttahyggja sé af hinu góða.
Hann segir niðurstöður rann-
sóknarinnar engu hafa breytt um
sannfæringu sína í þeim efnum.
Samfélagsleg fjölbreytni sé einfald-
lega krefjandi verkefni sem takast
verði á við. Einhverjir fræðingar
munu hafa orðið til þess að gagn-
rýna Putnam fyrir það að grein
hans um niðurstöðurnar væri ekki
óhlutdræg útlistun heldur tæki
hann afstöðu í henni, og það eigi
fræðimenn ekki að gera í fræða-
skrifum.
Í Boston Globe kemur enn frem-
ur fram, að aðrar rannsóknir hafi
sýnt að samfélagsleg fjölbreytni
auki framleiðni og nýsköpun, eins
og glöggt megi sjá í stórborgum á
borð við London og New York, þar
sem fjölbreytni samfélagsins er
hvað mest, og nýsköpun í fram-
leiðslu er einnig hvað mest – en um
leið má kannski segja að í stór-
borgum sé samkenndin meðal fólks
hvað minnst.
Blaðið hefur eftir Scott Page,
stjórnmálafræðingi við University
of Michigan, að á vinnustöðum þar
sem mikillar sérþekkingar sé kraf-
ist komi í ljós kostir þess að fólk af
ólíkum toga hugsi hvert með sínum
hætti. Það sé ögrandi og krefjandi
að vinna með fólki sem hugsi öðru
vísi en maður sjálfur, en einmitt
þess vegna leiði fjölbreytnin til auk-
innar framleiðslu og nýbreytni.
Þegar ólík viðhorf blandist saman
verði til ný.
Eru niðurstöður þessara manna,
Putnams og Page, og annarra sem
rannsakað hafa samfélagsfjöl-
breytni rök með eða á móti fjöl-
menningarsamfélögum á borð við
það sem er að verða til hér á Ís-
landi? Um það verður ekkert full-
yrt, að minnsta kosti ekki í ljósi
einnar blaðafregnar af þeim. Ég
verð að viðurkenna að ég hef alltaf
verið eindreginn fylgismaður „sam-
bandskenningarinnar“ um áhrif
samfélagsfjölbreytni, þannig að
mér þykja niðurstöður Putnams
ekkert alltof uppörvandi.
En það verður að slá að minnsta
kosti einn, almennan varnagla í
sambandi við þær, og hann er sá, að
rannsóknina gerði hann í Banda-
ríkjunum, og það er ekki víst að
fjölmenningarsamfélagið þar sé
sömu gerðar og önnur slík sam-
félög. Þess vegna verður að hafa
varann á þegar niðurstöður rann-
sóknar Putnams eru heimfærðar
upp á önnur lönd en Bandaríkin.
Bandarísku samfélagi er stund-
um líkt við deiglu, þar sem ólíkir
samfélagshópar eiga að bræðast
saman í einn. Ókostinn við þetta
segja sumir vera þann, að fólki finn-
ist það vanta samfélagslegar rætur
sem eru nauðsynlegar fyrir sterka
sjálfsímynd – og svar við grundvall-
arspurningunni: Hver er ég?
Norðan landamæranna, aftur á
móti, í Kanada, er fjölmenning-
arsamfélagið hugsað lítið eitt öðru-
vísi og gjarnan líkt við mósaík, þar
sem lögð er áhersla á að ólíkir sam-
félagshópar fá að halda mörkum
sínum og einkennum. Aftur á móti
blandast hóparnir á almennum
vettvangi, ekki síst í háskólum og í
atvinnulífinu, einmitt þar sem rann-
sóknirnar sýna að fjölbreytni er tví-
mælalaus kostur.
Það er ekkert sem bendir til ann-
ars en að rannsóknir og niðurstöður
Putnams séu áreiðanlegar og mark-
tækar. Þess vegna verður ekki hjá
því komist að horfast í augu við að
niðurstöðurnar eru óþægilegar.
Nema auðvitað ef manni er illa við
fjölbreytni og fjölmenningu, þá get-
ur maður fundið talsvert púður í
þeim.
Óþægilegar
niðurstöður
» Samfélagsleg fjölbreytni – hvort heldur af þjóðerni eða kynþáttum – veldur því að
fólk dregur sig inn í skelina. Í stað þess að
fara út meðal samborgara sinna situr það
heima og horfir á sjónvarpið.
BLOGG: kga.blog.is
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is
ÞAÐ hefur eflaust
ekki farið fram hjá
mönnum að um síð-
ustu helgi var hin svo-
kallaða versl-
unarmannahelgi. Þá
hópast fólk saman og
skemmtir sér, hvort
sem er á skipulögðum
skemmtunum víðs vegar um landið
eða á afskekktum stað úti í sveit.
Það virðist þó sem þessi helgi eigi
sér leiðinda fylgifiska, svo sem
fíkniefnamál, líkamsárásir og
nauðganir. Sumir telja þessa fylgi-
fiska eðlilega, því miður. En á
verslunarmannahelgin að snúast
um áfengi, ofbeldi og haga sér eins
og fífl? Eða á þessi helgi að vera
skemmtun fyrir alla fjölskyldu-
meðlimi, þar sem bæði gamlir og
ungir geta skemmt sér saman og
notið þessarar löngu helgi? Þetta
er einmitt það sem við þurfum að
gera upp við okkur. Hvernig viljum
við hafa hátíðina? Þegar við erum
búin að ákveða hvernig hátíð við
viljum hafa, verðum við að standa
við þá ákvörðun, verja hana og
fyrst og fremst vera með samrýmd-
ar ákvarðanir. Þannig geta flestir
verið ánægðir.
Vel heppnuð hátíð á Akureyri
Starfshópur á vegum bæj-
arstjórnar lagði til að ekki yrði haft
sér unglingatjaldsvæði. Bæjarráð
og síðan bæjarstjórn ákvað að fara
eftir þeim ráðleggingum, ákváðu að
einstaklingar á aldrinum 18-23 ára
ættu að eiga það á hættu að vera
rekin út af eða meinaður aðgangur
að tjaldsvæðum. Fjölskyldufólk átti
að eiga forgang. Margir hlupu á
sig, hrópuðu, kölluðu og höfðu hátt
og töldu þetta vera brot á jafnræð-
isreglunni. Meira að segja töldu
sumir að það væri verið að banna
18-23 ára hjónum með börn aðgang
að tjaldsvæði. En það er aðeins
byggt á misskilningi. Einnig hljóta
þeir rekstraraðilar að fá að ráða
hvaða fólk það tekur við. Ekki satt?
Þessi ákvörðun var erfið en ef til
vill nauðsynleg. Hátíðin í ár gekk
vel, engin stór fíkniefnamál komu
upp, engar meiriháttar líkams-
árásir hafa verið kærðar, jafnframt
því að enginn nauðgun hefur verið
kærð – enn sem komið er. Það hlýt-
ur að hafa verið markmiðið með
þeim reglum sem bærinn setti og
þeim öllum hefur verið náð. Samt
sem áður getum við Akureyringar
gert enn þá betur. Þó svo að bær-
inn hafi einnig náð þessum mik-
ilvægu markmiðum, eru margir
ósáttir við ákvörðun bæjarins. En
þó aðeins vegna einkahagsmuna.
Einnig opnaði þessi ákvörðun Ak-
ureyrarbæjar fyrir þarfa umræðu
um verslunarmannahelgina og
skipulagðar skemmtanir. Hvert er
markmið þeirra og hver er mark-
hópurinn?
Samræmi verður að vera
Ákvörðun bæjarins var erfið. Það
er erfitt að banna fullorðnum ein-
staklingum að tjalda á tjaldsvæðum
en þessi ákvörðun gerði það að
verkum að ofantalin markmið náð-
ust. Þrátt fyrir það teljum við að
bærinn hafi mátt ganga enn lengra.
Vinir Akureyrar ætluðu sér greini-
lega að ná í unglinga og buðu dag-
skrá samkvæmt því. Því teljum við
að Akureyrarbær hefði mátt sýna
enn meira samræmi og banna ung-
lingadansleiki og eyrnamerkja
þannig enn meira fé til Vina Ak-
ureyrar til fjölskylduskemmtunar.
Þá hefði eflaust hátíðin fengið enn
meiri fjölskyldubrag á sig.
Ímynd bæjarins
gegn einkahagsmunum
Eru Vinir Akureyrar sannir vin-
ir? Eða eru þeir einungis Vinir Ak-
ureyrar til að geta grætt á íbúum
og því fólki er þangað kemur? Það
er ekki skrítið að það eru nær ein-
göngu kaupmenn sem eru félagar í
Vinum Akureyrar og það eru þeir
einmitt sem græða mest á ungling-
um. Því er það í sjálfu sér ekki
skrítið að þeir hafi verið á móti
ákvörðun bæjarins. En núna, eftir
hátíðina hóta þeir að engin hátíð
verði að ári breyti bærinn ekki
fyrri ákvörðun sinni. En við spyrj-
um þá, er það vinum líkt að hóta
hvor öðrum?
Akureyrarbær vill halda sinni
ímynd, ekki bara sem skólabær eða
ferðabær heldur sem fjölskyldubær
fyrst og fremst. Við viljum allt gera
fyrir fjölskyldufólk. Ef Vinir Ak-
ureyrar eru sannir vinir, þá munu
þeir hjálpa bænum að gera Eina
með öllu að alvörufjölskylduhátíð.
Semja dagskrá sem dregur fjöl-
skyldur að og í staðinn fyrir ung-
lingadansleik að halda fjölskyldu-
dansleik fyrir alla. Gæti
Akureyrarbær ekki verið leiðandi í
dagskrárhaldi sem sameinar alla
fjölskylduna, jafnt unga sem aldna.
Verið með dagskrá svo allir aldurs-
hópar fáið notið sín og sýnt það í
verki að Akureyrarbær er umfram
allt fjölskyldubær.
Við viljum því hvetja Vini Ak-
ureyrar að hjálpa bænum að bæta
ímynd sína enn frekar. Og ef menn
eru vinir þá hugsa menn ekki fyrst
og fremst um einkahagsmuni held-
ur hagsmuni heildarinnar. Ekki
viljum við vera þekkt hjá túristum
fyrir unglingadrykkju og líkamlegt
ofbeldi? Hvernig ímynd vilja Vinir
Akureyrar að bærinn hafi.
Fjölskylduhátíðin
Ein með öllu
Dagný Rut Haralds-
dóttir og Sölmund-
ur Karl Pálsson
skrifa um unga fólk-
ið og verslunar-
mannahelgina
» Þessi ákvörðun Ak-ureyrarbæjar opn-
aði fyrir þarfa umræðu
um verslunarmanna-
helgina og skipulagðar
skemmtanir.
Sölmundur Karl
Pálssonm
Dagný er mastersnemi í lögfræði við
Háskólann á Akureyri og Sölmundur
er nemi í Samfélags- og hagþróunar-
fræði við Háskólann á Akureyri.
Dagný Rut
Haraldsdóttir