Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 37
MR. SKALLAGRIMSSON
- höf. og leikari Benedikt Erlingsson
Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is
Miðapantanir í síma: 437-1600
JONATHAN Lethem hefur gaman af að
bregða á leik, skemmta sér við furðulegheit
og sérkennileg stílbrögð.
Þessi stutta bók hans er dæmi um það,
snúin og skondin saga sem lesa má á ýmsa
vegu - sem dæmisögu, æv-
intýri, ádeilu, skemmtun og
harmleik. Hún segir frá
Henry Farbur, sem alla
jafna er kallaður Hr. F eða
kapteinninn, sem er í miðri
grillveislu í forminu (grillað
prótínstykki) þegar Balkan
kunningi hans birtist og fer
að tala um að hann hafi séð augað, þ.e.
þriðja augað. Þegar við bætist að þar rakst
hann á Dennis, son Hr. F, sem strauk að
heiman löngu áður, verður úr rifrildi milli
Hr. F og konu hans, sem lyktar með því að
þeir Balkan leggja af stað í leiðangur í
forminu sem hefur afrifaríkan endi.
Lesandinn veit aldrei almennilega hvert
formið er en því er lýst eins og verið sé að
lýsa líkama (það er dómkirkja í öðru lung-
anu og barir í bringunni (og almennt her-
útboð líka)), en það hefur einnig ýmsa eig-
inleika sem líkami hefur ekki.
Ekki er bara að lesendur eigi erfitt með
að átta sig á hvert formið er (er það líkami
með útlimi og innyfli eða einskonar Tróju-
hestur, kannski Trójuhestur í Disneylandi?,
Guffi eða Tróju-Guffi?) heldur deila íbúar
þess um það líka - sumir telja að það sé loft-
varnabyrgi, aðrir telja það geimskip.
Fljótlega verður ljóst að Hr. F er ætlað
stórt hlutverk og eins að hann er ekki allur
þar sem hann er séður; hann drekkur til að
gleyma (og drekkur reyndar býsna mikið,
en það er önnur saga). Einnig kemur Mið-
stjórnin líka við sögu og rauðir símar henn-
ar (kynlífsþjónusta?) og ekki má gleyma
páfagaukunum.
Mjög skemmtileg undirfurðuleg saga og
dæmigerð fyrir Lethem um leið og hún er
einstök. Þess má geta að bókin er prentuð í
Odda og til vitnis um umtalsverða fag-
mennsku þar á bæ.
Er Trójuhest-
urinn hundur?
This Shape We’re In eftir Jonathan Lethem.
McSweeney’s gefur út. 55 síður innb.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. A Thousand Splendid
Suns - Khaled Hosseini.
2. The Quickie - James Patterson
& Michael Ledwidge
3. The Secret Servant - D. Silva
4. High Noon - Nora Roberts
5. The Tin Roof Blowdown
- James Lee Burke
6. Beyond Reach - K. Slaughter
7. Lean Mean Thirteen
- Janet Evanovich
8. The First Commandment
- Brad Thor
9. The Bourne Betrayal
- Eric Van Lustbader
10. Justice Denied - J. A. Jance
New York Times
1. The House at Riverton
- Kate Morton
2. Relentless - Simon Kernick
3. A Spot of Bother - Mark Haddon
4. The Memory Keeper’s
Daughter - Kim Edwards
5. One Good Turn - Kate Atkinson
6. Getting Rid of Matthew
- Jane Fallon
7. Salmon Fishing in the
Yemen - Paul Torday
8. The Kite Runner
- Khaled Hosseini
9. Blind Willow, Sleeping
Woman - Haruki Murakami
10. Half of a Yellow Sun
- Chimamanda Ngozi Adichie
Waterstone’s
1. Harry Potter & the Deathly
Hallows - J.K. Rowling
2. The Secret - Rhonda Byrne
3. The Water’s Lovely
- Ruth Rendell
4. A Place Called Here
- Cecelia Ahern
5. Last Testament - Sam Bourne
6. A Thousand Splendid
Suns - Khaled Hosseini
7. The Bourne Ultimatum
- Robert Ludlum
8. Hide - Gardner, Lisa
9. Blind Willow, Sleeping
Woman - Haruki Murakami
10. Liseýs Story - Stephen King
Eymundsson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
HARRY Stephen Keeler er
frægur fyrir að hafa verið versti
rithöfundur sögunnar og þó það
sé kannski ofmælt er ljóst að hann
er arfaslæmur, svo slæmur reynd-
ar að því verður varla trúað.
Keeler byrjaði að skrifa sextán
ára gamall og var fljótur að finna
útgefanda, eða réttara sagt útgef-
endur því hann seldi framhalds-
og smásögur í óteljandi tímarit og
smásagnasöfn. Hann lærði raf-
magnsverkfræði en er hann var
tvítugur lét móðir hans leggja
hann inn á geðsjúkrahús fyrir ein-
hverjar sakir. Hann losnaði þaðan
og fékk vinnu sem rafvirki, en
skrifaði á kvöldin og fram á nótt.
Minnkandi jarðsamband
Fyrsta skáldsaga hans kom út
1924 og þó hann hafi ekki notið
vinsælda framan af fór honum að
ganga betur þegar tvær hryllings-
myndir voru gerðar upp úr einni
bóka hans. Vinsældirnar urðu þó
ekki til að auka jarðsamband hans
og bækur hans urðu æ ein-
kennilegri, söguþráðurinn ótrú-
legri og persónurnar óvenjulegri
og hann tók að flétta smásögum
eftir konu sína inn í bækurnar;
söguhetjan kemur inn í bókasafn,
eða tekur upp blað og rekst á sögu
sem síðan er birt í heild sinni, áð-
ur en þráðurinn er tekinn upp að
nýju.
Níutíu útgefnar skáldsögur
Keeler lést 1967 og lét eftir sig
níutíu útgefnar skáldsögur og
óteljandi smásögur, aukinheldur
sem fjöldi bóka eftir hann kom
aldrei út, sérstaklega það sem
hann skrifaði síðustu æviárin en
hann var sískrifandi.
Lítið sagði af Keeler eftir frá-
fall hans, en það orð fór snemma
af honum að þar væri kominn
jafnversti rithöfundur banda-
rískrar bókmenntasögu og að
mati áhugamanna um slíkt var
hann svo slæmur að hann var
býsna góður.
Fléttan er röð tilviljana
Þar kom og að bók eftir hann
var gefin út að nýju eftir hálfrar
aldar útgáfuhlé, því The Riddle of
the Traveling Skull kom út hjá
The Collins Library, undirmerki
McSweeney’s, 2005.
Fléttan í bókinni er röð tilvilj-
ana sem hefst með því að tösku-
skipti verða í sporvagni og sögu-
hetja okkar uppgötvar að hún
hefur fengi í misgripum tösku
með höfuðkúpu með silfurplötu
greypta í kollinn og byssukúlu og
kuðlað ljóð inni í. Síðan hefst svo
flókin atburðarás að lesandinn
veit ekki hvaðan á sig stendur
veðrið - að lesa þessa bók er eins
og að sitja í háværu samkvæmi og
heyra margar sögur samtímis, eða
réttara sagt óteljandi sögubrot - í
gegnum glasaglaum og skvaldur -
sem passa saman - en þó ekki.
Forvitnilegar bækur: Í samkvæmi með Harry S. Keeler
Versti rithöfundur sögunnar
Fjölbreytt Bókarkápur Harry Stephen Keeler er margar stórskemmti-
legar og færa lesandanum nokkurn forsmekk af því sem koma skal.
BLÁSIÐ var til útgáfuteitis í tilefni
nýrrar plötu Valgeirs Sigurðs-
sonar, Ekvílibríum, í gær með
pomp og prakt. Fór gleðin fram í
fataversluninni Liborius, en þar var
einnig frumsýnt myndband, Evolu-
tion of Waters, eftir Unu Lorenzen,
samið við eitt laga Valgeirs. Er
myndbandið sýnt í sýningarsal
verslunarinnar, Flösubóli.
Líkt og myndirnar bera með sér
fór vel á með listamönnunum og
gestum þeirra.
Morgunblaðið/Eggert
Í Flösubóli Listakonan Una Lorenzen og Oddný Eir Ævarsdóttir.
Flasa í
jafnvægiPrakkaralegir Jóhann Meunier, Valgeir Sigurðsson, höfundur plötunnarEkvílibríum, og Gabríel Dagur Valgeirsson, sonur Valgeirs. Vinaleg Söngkonan Kira Kira, réttu nafni Kristín Björk Kristjánsdóttir, ogFinninn Samuli Kosminen, sem spilar með Kiru Kiru á slagverk.
„Sís“! Jón Páll, Karítas Árný Sturludóttir og Linda Björk Eiríksdóttir
Fjálg Hörður Torfason og Vilborg
Valgarðsdóttir, móðir Valgeirs.