Morgunblaðið - 15.08.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.08.2007, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bjarni töframaður grínar og kynnir Hara systur syngja Gis Jóhannsson syngur kántrýtónlist Gospel kórinn syngur Guðmundur Jónsson flytur eigin tónlist Grillveisla Golf og berjamór Hoppukastalar Gospelmessa Uppistand Dorgveiðikeppni Línudans SJÁ DAGSKRÁ: www.skagastrond.is HUGVERKASM IÐJA DAGAR Kántrý FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ NORÐURSINS SKAGASTRÖND 17.-19. ÁGÚST 2007 SIGURÐUR Haukur Guðjónsson, fyrrverandi sóknarprestur Lang- holtsprestakalls, lést 13. ágúst s.l. á Landspítal- anum á 80. aldursári. Sigurður Haukur fæddist 25. október 1927 í Hafnarfirði. Hann var sonur hjónanna Þórunnar Guðmundsdóttur og Guðjóns A. Sigurðsson- ar garðyrkjubónda. Sigurður Haukur lauk stúdentsprófi frá MR 1950 og varð cand.theol. frá HÍ 1954. Hann stundaði framhaldsnám í Edinborg 1977 og við guðfræðideild HÍ 1989-90. Sigurður Haukur var bóndi í Gljúfurholti í Ölfusi ásamt föður sínum 1950-51, bókhaldari frá SÍS 1954-55, íslenskukennari við Vogaskóla 1964-67, prestur á Hálsi í Fnjóskadal 1955-63, og prestur í Langholtsprestakalli í Reykjavík 1964-91. Hann starfaði sjálfstætt að ritstörfum frá árinu 1991 og allt til dauðadags. Hann skrifaði bókagagn- rýni í Morgunblaðinu áratugum saman, fjölda greina í blöðum og tímaritum auk fastra þátta í DV, Alþýðu- blaðinu og Pressunni. Árið 1988 komu endur- minningar hans út í bókinni Guð almáttug- ur hjálpi þér sem Jón- ína Leósdóttir skráði. Sr. Sigurður Haukur þótti alla tíð mikill ræðuskörungur í mess- um sínum og erindum. Hann þótti ætíð tala til fólks tæpitungulaust um málefni líð- andi stundar. Sigurður Haukur var formaður skólanefndar Hálshrepps 1958-63 og var forseti Sálarrann- sóknarfélaga Íslands og Hafnar- fjarðar 1964-65. Hann sat í stjórn Prestafélags Íslands og í stjórn BSRB. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar Hauks er Kristín Sigríður Gunn- laugsdóttir. Hann lætur eftir sig 2 uppkomin börn, 4 barnabörn og 2 barnabarnabörn. JÓN Ásgeir Sigurðsson dagskrárgerðarmaður á RÚV lést á heimili sínu aðfaranótt 14. ágúst sl. á 65. aldursári. Jón Ásgeir greindist með briskrabbamein í maí sl. og varð það banamein hans. Jón Ásgeir var fædd- ur í Reykjavík 13. sept- ember 1942. Hann var sonur hjónanna Sigurð- ar Á. Guðmundssonar, forstjóra Hörpu, og Rögnu Björnsson. Jón Ásgeir varð stúdent frá Versl- unarskóla Íslands, lauk BA-prófi í heimspeki frá UCLA í Kaliforníu, námi í stjórnmála- og fjölmiðlafræði frá Freie Universität í Vestur-Berlin og MBA-námi frá HÍ. Jón Ásgeir starfaði alla tíð við fjöl- miðlun, fyrst á Þjóðviljanum og síðar Vikunni. Á árunum 1985-94 var hann fréttaritari í Bandaríkjunum, fyrst fyrir Morgunblaðið og síðan fyrir Ríkisútvarpið frá árinu 1987. Jón Ás- geir starfaði hjá RÚV til dauðadags. Frá 1994 starfaði hann sem dagskrár- gerðarmaður þar sem hann m.a. mótaði og hélt utan um m.a. þáttinn Samfélagið í nærmynd, auk þess að vera reglu- lega með pistla t.d. í fréttaskýringarþáttum RÚV og Morgunútvarp- inu. Jón Ásgeir var mikill áhugamaður um fé- lagsmál. Hann sat um árabil í stjórn Starfs- mannafélags RÚV þar sem hann gegndi einnig formennsku og sat í stjórn Blaðamannafélags Íslands. Hann var formaður og sat í stjórn Samtaka íslenskra námsmanna er- lendis (SÍNE), var einn af stofnend- um Búseta og sat um árabil í stjórn Neytendasamtakanna. Í seinni tíð hafði Jón Ásgeir mikinn áhuga á kosningastjórnun og aflaði hann sér bæði menntunar og reynslu á því sviði, m.a. í Bandaríkjunum og víðar. Eftirlifandi eiginkona Jóns Ásgeirs er Margrét Oddsdóttir skurðlæknir og eiga þau tvo syni. Fyrir átti Jón Ásgeir dóttur og son. Andlát Jón Ásgeir Sigurðsson Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ÖLLUM starfsmönnum Ratsjár- stofnunar verður sagt upp til að rekstrarskipulag það sem Banda- ríkjamenn höfðu á stofnuninni standi ekki í vegi fyrir nauðsynlegri hagræðingu stofnunarinnar. Skoðað verður hvernig hagræða megi í rekstri stofnunarinnar sem og hvernig nýta megi starfsemi hennar til annarra þarfa á Íslandi. Íslend- ingar taka við rekstri stofnunarinn- ar í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ut- anríkisráðherra, boðaði fjölmiðla á sinn fund í gær til að kynna þeim hvað stæði fyrir dyrum varðandi rekstur Ratsjárstofnunar. Hafa Bandaríkjamenn séð um rekstur ís- lenska ratsjárkerfisins til þessa en það er reist af, og er í eigu, NATO. Reksturinn endurskoðaður Í fyrra var rekstrarkostnaður Ratsjárstofnunar rúmar 1.200 millj- ónir en nú er gert ráð fyrir að kostn- aður sem falli á íslenskra ríkið muni verða 824 milljónir króna. Ingibjörg Sólrún sagði á fundinum í gær að nauðsynlegt væri að ná þeim kostn- aði enn frekar niður. „Til þess þarf að losa um alla samninga, þ.m.t. alla ráðningarsamninga við starfsmenn. Liður í þessari endurskipulagningu er að öllum starfsmönnum verður sagt upp.“ Starfsmenn Ratsjárstofn- unar eru 46 talsins og var þeim til- kynnt um uppsagnirnar í gær. Að öllu óbreyttu er gert ráð fyrir að uppsagnarfrestur renni út í lok mars 2008. Ingibjörg sagði að ljóst væri að einhverjir starfsmenn yrðu end- urráðnir og að staðið yrði við þá kjarasamninga sem gerðir hefðu verið. „Það getur hins vegar horft öðruvísi með einstaklingsbundna samninga.“ Er gert ráð fyrir að fljót- lega verði leitað eftir starfskröftum margra núverandi starfsmanna. Starfshópur í utanríkisráðuneyt- inu mun á næstu vikum skoða hvern- ig best er að hátta rekstri Ratsjár- stofnunar. Sagði Ingibjörg að ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum en allar sparnaðarleiðir verði skoðaðar og jafnframt hvort nota megi tækja- búnað Ratsjárstofnunar til annarra verkefna. Nefndi Ingibjörg að NATO hefði byggt upp ljósleiðara- kerfi vegna gagnaflutnings frá rat- sjárstöðvunum sem einnig mætti nýta til annarra nota. Hafa aðilar á markaði lýst áhuga á að fá aðgang að ljósleiðurunum en með þeim mætti aukagagnaflutningsgetu inn- anlands um allt að 60%. „Ljósleið- arinn liggur um land allt svo að hér gætu verið að skapast möguleikar á að bæta aðgengi landsbyggðarinnar að upplýsingahraðbrautinni,“ sagði Ingibjörg. Rekstur ljósleiðarakerfis Ratsjárstofnunar hefur til þessa kostað um 120 milljónir á ári og má ætla að með betri nýtingu kerfisins nýtist sú fjárfesting betur. Jafnframt kemur til greina að Flugstoðir muni greiða fyrir þau merki sem stofnunin nýtir frá rat- sjárkerfinu en til þessa hefur fyr- irtækið ekki greitt fyrir afnot af merkjunum. Samhliða endurskipu- lagningunni á síðan að skoða hvort mögulegt sé að flytja störf frá Reykjavík. Íslenska loftvarnarkerfið verður sameinað hinu evrópska Hermálanefnd og fastanefnd NATO hafa metið það svo að nauð- synlegt sé að ratsjárkerfið verði rek- ið áfram til að hægt sé að halda uppi loftferðaeftirliti hér við land. Óháð þeim aðstæðum sem upp eru komn- ar hér á landi hefur yfirherstjórn bandalagsins raunar sagt að hvort svo sem auðkennileg ógn sé til stað- ar á friðartímum eða ekki, verði loft- rýmiseftirlit og stýrikerfi ásamt full- nægjandi herafla að vera til staðar til að hægt sé að fylgjast með flug- umferð. Sagði Ingibjörg Sólrún á fundin- um í gær að vegna þessa væri áframhaldandi rekstur loftvarna- kerfisins mikilvægur fyrir bæði ís- lenskar varnir sem og varnir NATO. „Við tökum við kerfinu núna 15. ágúst og það er ljóst að þegar það gerist þá munum við standa við allar skuldbindingar gagnvart grannþjóð- unum og gagnvart NATO.“ Íslendingar munu hins vegar ákveða sjálfir hvernig rekstrinum verði háttað. „Kannski má fækka ratsjárstöðvunum og líka kemur til greina að hafa þær ekki allar í rekstri allt árið um kring. Það er okkar að ákveða þetta. [...] Það geta líka verið alls kyns samlegðaráhrif og Neyðarlínan hefur verið nefnd.“ Spurð um þann möguleika að eftirlit með ratsjárkerfinu verði flutt inn í stjórnstöðina í Skógarhlíð sagði Ingibjörg að hafa bæri í huga að búnaðurinn væri nú þegar í stjórn- stöð á Miðnesheiði og kostnaðarsamt gæti orðið að flytja hann. Á fund- inum var einnig bent á að slíkt myndi e.t.v. ekki samræmast skuldbinding- um Íslendinga gagnvart NATO. Einnig að erfitt gæti orðið að sam- þætta starfsemi stjórnstöðvarinnar í Skógarhlíð þeirri starfsemi sem fram fer í stjórnstöð ratsjárkerfisins þegar erlendir hernaðarsérfræðing- ar hafa þar aðsetur. Íslenska loftvarnarkerfið hefur til þessa verið sjálfstætt frá loftvarn- arkerfi NATO í Evrópu (NAT- INADS). Verður nú stefnt að því að sameina íslenska kerfið hinu evr- ópska. Líkt og verið hefur frá brott- hvarfi Bandaríkjamanna munu ís- lenskir sérfræðingar halda áfram að fylgjast með frumratsjám Ratsjár- stofnunar en upplýsingum síðan miðlað til annarra stjórnstöðva evr- ópska kerfisins. Hefur slík gagna- miðlun farið fram að einhverju leyti síðastliðið ár en þó ekki með sama hætti og verður þegar Ísland verður hluti af kerfinu. Er gert ráð fyrir að sameining kerfanna muni jafnframt leiða til sparnaðar. Öllum starfsmönnum sagt upp  Ráðist verður í heildarendurskipulagningu kerfisins  Forsenda að loftvarnarkerfið verði áfram rekið  Ljósleiðarakerfi stofnunarinnar getur aukið gagnaflutningsgetu hér á landi um 60% Ljósmynd/Ratsjárstofnun Fullkomið kerfi Ratsjárstofnun rekur fjórar ratsjárstöðvar á landinu. 30. september 2006: Flotastöð Bandaríkjanna á Íslandi lokað. 26. september og 11. október 2006: Samningar Íslands og Bandaríkj- anna um varnarmál. Samin var varnaráætlun fyrir landið ef til ófriðar kæmi. Samið um viðskilnað á varnarsvæðum og jafnframt um áfram- haldandi samstarf, reglubundnar viðræður og æfingar. Ljóst að Banda- ríkjamenn leggja ekki áherslu á að reka kerfið sjálfir. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að Íslendingar muni taka við kerfinu 15. ágúst á þessu ári. Eftir viðskilnaðinn bera Bandaríkjamenn ekki lengur ábyrgð á loftvörnum landsins á friðartímum. Nóvember 2006: Á leiðtogafundi NATO í Riga óskar forsætisráðherra eftir því að NATO taki að sér eftirlit í íslenskri lofthelgi. Þörf á loft- vörnum hér á landi verði metin. Desember 2006: Utanríkisráðuneytið óskar eftir því við framkvæmda- stjóra NATO að fastaráð bandalagsins gefi hermálanefnd þess fyr- irmæli um að þróa valkosti um viðbúnað á Íslandi á friðartímum. 2. júlí 2007: Hermálanefnd NATO skilar áliti sínu til framkvæmdastjóra. Telur ljóst að íslenska loftvarnarkerfið verði að vera til staðar svo hægt sé að tala um loftvarnir hér á landi. Lagt til að íslenska loftvarnarkerfið verði samþætt inn í loftvarnarkerfi NATO í Evrópu. NATO styðji við þjálfun íslenskra starfsmanna. Loftferðaeftirlit bandalagsríkja verði hér á landi ársfjórðungslega. 26. júlí 2007: Fastaráð NATO fellst á tillögur hermálanefndarinnar. NATO vill ratsjárkerfi hér Í FRÉTT á miðopnu Morgunblaðs- ins í gær um heræfinguna Norð- urvíking 2007 var gefið í skyn í millifyrirsögn að Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, sé þeirrar skoðunar að allt ratsjáreft- irlit á Íslandi skuli heyra undir Flugstoðir eða vaktstöðina í Skóg- arhlíð. Hið rétta er að Björn hefur lýst þeirri skoðun sinni að merki þau sem aflað er með tækjum Rat- sjárstofnunar og varða landvarnir og samstarf við Atlantshafsbanda- lagið skuli send inn í eftirlitskerfi bandalagsins, en ekki sé þörf á að halda úti sérstakri vaktstöð vegna þeirra. Látið var í veðri vaka að ósam- komulag væri á milli Björns og Geirs H. Haarde forsætisráðherra um þetta atriði, en svo er ekki. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Greinir ekki á um rat- sjáreftirlit LEIÐRÉTT Sigurður Haukur Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.