Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.08.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2007 21 ingi en flest eru að takast á við þau viðfangsefni fyrst í skólanum. Engin ástæða er til að hafa áhyggjur ef börnin hafa ekki náð þessari færni áður en þau hefja skólagöngu því þvert á móti getur það aukið til- hlökkun og gert viðmót til skólans jákvæðara ef spennandi verkefni eins og að læra að lesa, tilheyrir skólanum. Þau börn sem búa við ást og ör- yggi, skilning, umbun, hrós og aga eru líkleg til að hafa jákvæða sjálfs- mynd sem hjálpar þeim til að takast á við nýtt umhverfi og ný verkefni. Þau börn sem hafa lært að hjálpa sér sjálf við daglegar athafnir, taka tillit til annarra og tileinka sér almenna kurteisi eru einnig betur undirbúin undir skólagönguna en þau börn sem ekki hafa þennan grunn. Morgunblaðið/Ómar Á leið út í lífið Fyrsti skóladagurinn kemur bara einu sinni og margir muna eftir þessum sérstaka degi alla sína ævi. VIÐBÓTARNÁM FYRIR GRUNNSKÓLAKENNARA í tengslum við endurskoðun á aðalnámskrá grunnskóla Í haust mun menntamálaráðuneytið að nýju bjóða upp á viðbótarnám fyrir kennara í íslensku, ensku, dönsku, stærðfræði og nú einnig náttúrufræðum*. Uppsetning námsins verður með eftirfarandi hætti: Aðfaranám I - hefst haustið 2007. Áhersla m.a. á námskrár og upplýsingatækni. Stefnt er að því að halda staðbundnar lotur sem hér segir: Aðfaranám II (3 e) - hefst á vorönn 2008. Áhersla á kennsluaðferðir og tækni. Viðbótarnám á háskólastigi (12 e) Að aðfaranámi loknu geta þátttakendur valið fjarnámsáfanga sem henta til viðbótar menntunar í viðkomandi fagi við KHÍ, HÍ, HA og HR. Nemendum í viðbótarnámi er bent sérstaklega á lokadagsetningar einstakra háskóla við val áfanga. * Í náttúrufræðum er annað skipulag á aðfaranáminu, sjá nánar á http://srr.khi.is/?q=node/90. Umsóknir um þátttöku berist í síðasta lagi 31. ágúst 2007 til SRR - Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf KHÍ, sem hefur umsjón með skráningu og staðfestingu á þátttöku kennara. Nánari upplýsingar um námið eru á vef SRR http://srr.khi.is. Haust 2007 Reykjavík Akureyri Náttúrufræði 7.-8. sept. 31.-1. sept. Enska og danska 28.-29. sept. 21.-22. sept. Stærðfræði 5.-6. okt. 12.-13. okt. Íslenska 26.-27. okt. 2.-3. nóv. Ferðakostnaður milli landshluta er endurgreiddur. Til sölu glæsilegt 16 manna fundarborð og 16 stólar. Fundarborðið er sundurtakalegt í miðju og getur þess vegna verið tvö aðskilin borð. Einnig getur fylgt með borð sem er 2m. x 2m. sem er skeytanlegt milli borðanna tveggja og er þá til staðar rými fyrir 6 í viðbót eða fyrir alls 22 fundargesti. Um er að ræða gegnheilt eikarborð í góðu ásigkomulagi. Uppl. gefur Hilmar í síma 896 0404. Nú mæta allir á fundinn! ósköpunum, sem hægt er að staðfesta það. x x x Í greininni kemureinnig fram að fé- lögin geti að auki mark- aðssett sig að vild og safnað auglýsingum. Ekkert lið slær Man- chester United út í þeim efnum og eru árs- tekjur félagsins nú 200 milljónir punda (26 milljarðar kr.), sem er hærri upphæð en allar tekjur liðanna í ensku meistaradeildinni 1992. Mikið hefur verið fjallað um liðsmannakaup liðanna í enska boltanum, enda hafa sum þeirra farið hamförum. Erlendir leikmenn verða ekki minna áberandi á þessari leiktíð en innfæddir og er ástæðan fyrir því einföld. Heimaln- ingarnir eru að jafnaði þrisvar sinn- um dýrari en aðkomumennirnir og eru greinilega komnir vel á veg með að verðleggja sig út af markaðnum. x x x Enska meistaradeildin er sér áparti í Evrópu. Fyrir 20 árum stóð ekki steinn yfir steini í enska boltanum, knattspyrnubullur settu jafn mikinn svip á umgjörð hans og knattleikni, ef ekki meiri. En síðan hafa orðið endaskipti. Engin önnur deild nýtur viðlíka hylli, þótt annars staðar finna megi einstök lið, sem eiga skilið nafngiftina knattspyrnu- veldi, eins og fram kemur í greininni í International Herald Tribune. Þar má kannski fyrst nefna Barcelona, Real Madrid, AC Milan og Bayern München. En aðrar deildir horfa öfundaraugum til Englands. Hvimleiður fylgifiskur þessa er að nokkur lið standa upp úr og alger undantekning að minni spámenn skáki þeim. Hið óvænta víkur fyrir því viðbúna - því miður. Enska knatt-spyrnan malar gull. Það er engin spurning, hvað sem segja má um fjár- hagsstöðu einstakra liða. Fyrsta umferð- in í enska boltanum var leikin um helgina. Í grein í dagblaðinu Int- ernational Herald Tribune um helgina kemur fram að liðin 20, sem eru í deild- inni, hafi þá byrjað að skipta á milli sín 2,7 milljörðum punda (355,5 millj- örðum króna), sem samið hefur ver- ið um að verði greiddar fyrir réttinn til að sjónvarpa leikjum þeirra næstu þrjú árin. Því er haldið fram að 1,8 milljarðar áhorfenda fylgist með leikjum í deildinni, eða um fjórðungur mannkyns, hvernig í        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Notkun blóðfitulækk-andi lyfja hefuraukist verulega á Íslandi síðan 1993 en þá voru dagskammtar fyrir hverja 1000 íbúa um 2,9 en árið 2001 voru þeir komnir í 45. Margt bendir til þess að þróunin til dagsins í dag hafi verið sú sama enda eru hjarta- og æða- sjúkdómar taldir valda rúmlega einum þriðja allra dauðsfalla á Íslandi. Hlut- fallið er svipað í Evrópu eins og kemur fram í frétt hjá vefmiðli Times en þar koma fram hugmyndir um að gefa ákveðnum hópum blóðfitulækkandi lyf, óháð einkennum, til að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum sem eru þjóðfélaginu mjög dýrkeyptir. Kortlagning áhættuhópa Sjúkdómar þessir, sem oft eru tengdir mikilli vel- megun á Vesturlöndum, hafa kallað á aðgerðir í þessum málum og nú legg- ur forstjóri deildar hjarta- sjúkdóma í Bretlandi, Roger Boyle, til að öllum körlum yfir fimmtugu og öllum konum yfir sextugu verði gefin blóðfitulækk- andi lyf. Aðgerðin sem líkja má við teppalagningu, þ.e. að allir á tilteknu aldursbili fái lyfin, óháð einkennum, ætti að borga sig fyr- ir þjóðfélagið í lækkun dauðs- falla, minni útgjöldum heilbrigð- iskerfisins og tímasparnaði. Þannig kemur fram sjúklingar frá þrjátíu árum að aldri, sem eru í áhættuhóp, gætu notið góðs af lyfjagjöf þar sem eins konar „fjöl- pilla“ er notuð en þar er blandað saman fólín-sýru, aspiríni, blóð- þrýstingslyfjum og svo blóðfitu- lækkandi lyfjum. Það er talið að 85% þeirra sem eru í áhættuhópn- um hafi engin einkenni og eru því ómeðvitaðir um áhættuna. Þannig segir í fréttinni að það ætti að skoða milljónir manna til að ákvarða hve margir myndu njóta góðs af því að taka blóðfitu- lækkandi lyf. Til viðbótar ættu karlar á aldrinum 50-55 og konur á aldrinum 60-65 einnig að fá blóðfitulækkandi lyf. En árið 2003 hafi hópur vísindamanna komist að því að hægt væri að draga úr áhættunni á því að fá hjartaáfall um 80% ef lyfið væri tekið af öllum yfir 55 árum að aldri. Prófessor Boyle telur þó að al- menningur sé ekki tilbúin til þess að allir fái lyf til að taka á hverj- um degi. Einnig séu yfirvöld með- vituð um það að forsjárhyggja sé ekki af hinu góða og því sé al- menningi nauðsynlegt að hafa val þegar kemur að málum sem þessum. Blóðfitulækkandi lyf fyrir alla? Hjartasjúkdómar Blóðfitulækkandi lyf gætu dregið úr tíðni hjartasjúkdóma ef all- ir á ákveðum aldri og í ákveðnum áhættu- hópum notuðu lyfin að staðaldri. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.