Morgunblaðið - 05.09.2007, Page 1

Morgunblaðið - 05.09.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 241. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is STRANDHÖGG TEIKNIMYNDASÖGURNAR UM ÞÓRGNÝ GEIMVÍKING LOKSINS Á ÍSLENSKU >> 36 VÍNVIÐUR VEX Á SELTJARNARNESI Í KÍLÓ́AVÍS UPPSKERAN >> 20 NÝR VÖRULISTI 2007/08 KOMINN Í HÚS Inn X Innréttingar • Dalvegi 10-14 • 200 Kóp. Inn X Skrifstofuhúsgögn • Faxafen 8 • 108 Rvk Sími 577 1170 • Fax 577 1172 • www.innx.is FRÉTTASKÝRING Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FLUGFÉLAG Íslands hefur á síð- ustu dögum hækkað verð á fjórum hæstu fargjöldum sínum í innan- landsflugi um sex prósent. Sem dæmi má nefna að dýrustu far- gjöldin fram og til baka milli Reykja- víkur og Egilsstaða kosta 28.280 kr., 35.560 kr. milli Reykjavíkur og Vopnafjarðar og frá höfuðborginni til Akureyrar kostar 23.900 kr. Eru þetta yfirleitt sex síðustu lausu sæt- in í hverri vél. Unnt er að finna far- gjöld frá fjögur þúsund krónum sé bókað með talsverðum fyrirvara, auk ýmissa tilboða. Í kjölfar nýjustu hækkunarinnar segja menn á Egilsstöðum t.d. að Flugfélagið hafi í mörg ár tapað á ákveðnum leggjum og nú eigi að nota tækifærið og græða meðan stætt sé; kúfurinn sé enn á Austur- landi og ekki samkeppni. „Þeir þurfa að eiga fyrir vindi á næsta ári þegar samkeppnin byrjar á fullu,“ sagði einn viðmælenda Morgunblaðsins í gær. 4-5% farþega í dýrustu sætin Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélagsins, segir dýrari fargjöld koma til vegna hækkunar á aðföngum til félagsins. „Við höfum ekki hækkað verð síðan í fyrra. Verðlagsþróun og launavísitala hafa hækkað mikið og við fundið fyrir því í okkar aðföngum. Birgjar eru að hækka verð til okkar.“ Árni segir jafnframt að til þess að geta áfram haldið úti lægstu fargjöldunum hafi verið afráðið að hækka fremur dýr- ari fargjöldin. „Hæsta fargjaldið er ekki mikið notað, aðeins af 4-5% far- þega, þ.e. þeim sem bóka seinastir, t.d. fólki í viðskiptaerindum sem bókar sig ekki langt fram í tímann. Að öðru leyti erum við með fargjöld frá fjögur þúsund krónum og upp úr.“ Árni á ekki von á frekari hækk- unum á árinu og segir innanlands- flugið í raun helmingi lægra en milli- landaflug, séu fargjöld borin saman. Milli 60 og 70% farþega bóka nú gegnum Netið og brátt verður kaup- endum flugmiða einnig unnt að breyta bókunum sínum á Netinu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Flug Fargjöld í innanlandsflugi spanna nú frá 4.000 kr. til 36.000 kr. Flugfar- gjöld hækka Þeir sem bóka flug síðast borga mest VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Arnarfell gerir göng, stíflur og skurði Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar norðan og norðaustan Snæfells. Hér sést starfsmaður Arnarfells við gangafóðringar 3 km inni í Jökulsár- veitugöngum, sem tengja Hraunaveitu aðrennslisgöngum virkjunarinnar. Mikill gangur er í verkinu enda þarf að ljúka mörgu áður en vetrar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Göngin steypufóðruð KOSTNAÐUR vegna framboðs Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna nemur nú um 250 milljónum ís- lenskra króna og fer líklega í um 320 milljónir áður en yfir lýkur. Þetta seg- ir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra, en stærstum hluta fjár- munanna hefur verið varið til þess að styrkja fastanefnd Íslands hjá SÞ í New York, þ.e. fjölga þar starfsfólki. Um er að ræða kostnað allt frá árinu 2001, en 66 milljónir króna eru eyrnamerktar framboðinu í fjárlög- um næsta árs. Af því fé eru aðeins níu milljónir ætlaðar í annað en styrkingu fastanefndarinnar sem Ingibjörg seg- ir að kunni að verða heldur lítið. „En í öllu falli er heildarkostnaður af þessu miklu minni en menn höfðu kannski spáð,“ segir hún. Aðspurð segir ráð- herrann að það kunni vel að vera að kostnaður vegna framboðsins hafi verið skorinn helst til mikið niður – í kjölfar umræðu 2004 og 2005 – og að það kunni að þýða að hætta sé á að menn nái ekki settu marki. „Það er alltaf vont að fara út í hlutina af hálfum hug. Þeg- ar Ísland ákveður að bjóða sig fram til öryggisráðsins þá hefðu menn auð- vitað þurft að fara í það af heilum hug og standa bæði fyrir umræðu innan- lands og reka þetta erindi erlendis. Það er margt sem bendir til að það hafi kannski ekki verið staðið nógu vel að því. En það vinnst aldrei allt með peningum. Við munum aldrei sem smáþjóð reka kosningabaráttu sem er eitthvað í líkingu við þá sem keppi- nautar okkar, reka, Austurríkismenn og Tyrkir.“ | Miðopna 250 milljónir í framboð hjá SÞ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is KORNAX hækkaði verð á hveiti um allt að 17% um sl. mánaðamót. Kjartan Már Másson, sölustjóri Kornax, segir að ástæðan sé helst sú að heimsmark- aðsverð hveitis hafi hækkað um 30% í ágúst og um 60% frá því í maí. „Þetta er mesta hækkun á heims- markaðsverði í 30 ár,“ segir Kjartan. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, FÍS, tekur undir þetta og segir að „gífurlegar“ hækkanir séu í pípunum. „Þetta er einfaldlega endurspeglun á heimsmark- aðsverði og mun hafa áhrif á allt sem framleitt er úr þessum afurðum,“ segir Andrés. Vöruflokkurinn er stór; allt brauðmeti, kökur, kex o.s.frv. „Þetta á sér margar orsakir en sú stærsta er upp- skerubrestur sem kemur til af miklum þurrkum og hinu gagnstæða, þ.e. flóðum. Það hefur sem sé verið mikil ótíð,“ segir Kjartan. Þetta hafi skilað sér í hækkun í Evrópu og íslenski markaðurinn sé mjög tengdur heimsmarkaðsverði. Ekkert útlit sé fyrir lækkanir heldur þvert á móti frekari hækkanir og að síðustu tvær vikur hafi verið sérlega slæmar. „Við hækkuðum núna um mánaðamótin um allt að 17% og það er ekki útilokað að hveiti hækki meira í vetur ef svo fer fram sem horfir.“ Meiri áhrif á næstu mánuðum Andrés staðfestir að áhrif hækkana erlendis á ýmsum vöruflokkum, m.a. hveiti, kakói og smjöri, séu farin að sjást hérlendis. „Áhrifin munu birtast með auknum þunga á næstu mánuðum, það liggur fyrir,“ segir hann. „Í pípunum eru gífurlegar hækk- anir á hveiti og smjöri. Svipuð hækkun er vænt- anleg á kakói.“ Stórir hráefnisliðir hafa hækkað um 15–20% prósent. „Það mun óhjákvæmilega hafa áhrif á innlent vöruverð á næstu mánuðum,“ segir Andrés. Margir samningar birgja eru lausir um áramót og verða þá endurnýjaðir. „Þó að þörf sé fyrir það að setja allar hækkanir strax út í verðlagið treysta sér ekki allir til þess strax, hvorki hér né annars staðar. Þegar samningar eru teknir upp reglubund- ið getur ýmislegt skeð,“ segir Andrés. Hann býst þó frekar við að hækkanir verði komnar fram vel fyrir þann tíma. Hann segir miklu meiri samkeppni vera um þess- ar vörur nú en áður. „Það mun líka hafa áhrif til hækkunar að stjórnvöld víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum, eru í síauknum mæli farin að nota t.d. maís til að framleiða eldsneyti á bíla,“ segir Andrés. „Það mun óhjákvæmilega leiða til þess að eftirspurnin eftir þeim afurðum mun aukast og verðið mun þá að sjálfsögðu hækka.“ 17% verðhækkun á hveiti  Gífurlegar hækkanir í pípunum, segir framkvæmdastjóri FÍS  Mesta hækk- un heimsmarkaðsverðs á hveiti í 30 ár  Helsta orsökin er ótíð að undanförnu Í HNOTSKURN »Kornax rekur hveitimyllu og selurhveiti á neytendamarkað og beint til bakaría. »Verðhækkanir á hveiti munu hafa áhrifá allt brauðmeti, kex, kökur o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.