Morgunblaðið - 05.09.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 05.09.2007, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FJÖRLEGAR umræður sköpuðust í netheimum í gær vegna auglýsinga- herferðar Símans um þriðju kynslóð- ar farsíma. Auglýsingarnar, sem Jón Gnarr er hugmyndasmiður að og leikur í, sýna Jesú Krist og læri- sveina hans búa sig undir að snæða síðustu kvöldmáltíðina. Júdas, læri- sveinninn sem sveik Jesú, mætir of seint til samkomunnar en Jesús hef- ur samband með myndsíma og Júdas spyr: „Er búið að segja gjörið þið svo vel?“ Upp kemst um sviksemi Júd- asar fyrir tilstilli myndsímans í aug- lýsingunni. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, sagði auglýsinguna smekk- lausa í fjölmiðlum í gær. Fram kom í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins að það væri þó ekki ætlun Biskupsstofu að leggja fram formlega kvörtun vegna málsins, en þar spyrðu menn sig hvort ekkert væri heilagt lengur. Skiptar skoðanir á auglýsingu Símans Miklar umræður urðu í bloggheimum í gær um auglýsinga- herferð Símans sem sýnir Jesú Krist í nýstárlegu samhengi SEX réttindalausir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Í Hafnarfirði tók lögreglan karl á sextugsaldri fyrir þessar sakir en sá sagðist hafa gleymt ökuskírtein- inu heima. Við athugun lögreglu reyndist maðurinn vera sviptur öku- leyfi ævilangt. Í sama bæjarfélagi var stöðvuð för ökumanns sem laug til nafns og reyndi að framvísa skilríkj- um manns sem er meira en tíu árum yngri. Þegar sannleikurinn kom fram varð einnig ljóst að lygamörðurinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi, segir í frétt lögreglu. Í Breiðholti hafði 16 ára stúlka komist yfir bíl og var á rúntinum. Í Árbæ hafði lögreglan hendur í hári 19 ára pilts sem gat ekki framvísað öku- skírteini enda aldrei öðlast slík rétt- indi. Pilturinn var ekki með bílbelti og þá var eitt nagladekk undir bílnum sem hann sagðist hafa fengið lánaðan. Það kannaðist eigandi bílsins hins vegar ekki við. Til viðbótar fannst reiðhjól í bílnum. Í ofanálag reyndist pilturinn vera ölvaður en ekki gekk þrautalaust að fá hjá honum sýni, seg- ir í frétt lögreglunni. Þegar átti að láta hann undirgangast öndunarpróf bar kauði því við að hann kynni ekki að blása. Pilturinn fékkst þó með semingi til að blása í mæli lögregl- unnar og var handtekinn í kjölfarið. Sex án ökurétt- inda teknir Ljúga til nafns og bera fyrir sig gleymsku DRENGIRNIR tveir sem struku frá meðferðarheimilinu Bergi í Aðaldal síðastliðinn sunnudag hafa komið í leitirnar. Það sást til þeirra á ver- gangi í efra Breiðholtinu í Reykjavík og íbúi í Möðrufelli sem kannaðist við þá gerði lögreglu viðvart. Dreng- irnir voru í gærkvöldi í vörslu lög- reglunnar í Reykjavík og til stóð að þeir myndu gista á meðferðarheim- ilinu Stuðlum meðferðarheimili sl. nótt. Drengirnir stálu bifreið sem talið var að þeir myndu aka til Reykjavíkur. Strokupiltar fundnir MEÐALHITI í nýliðnum ágúst- mánuði var um 11 stig í Reykjavík, en það er 0,7 stigum yfir meðalllagi, að sögn Trausta Jónssonar, veður- fræðings á Veð- urstofu Íslands. „Það telst nokkuð gott en frá alda- mótum hafa ágústmánuðir flestir verið hlý- ir,“ segir Trausti. Ágústmánuður í ár hafi reynst hlýrri en fyrir tveimur árum en kaldari heldur en sami mánuður í fyrra. Ágúst árin 2003 og 2004 voru hins vegar báðir hlýrri en ágúst í ár. Ágúst í ár er því „ekkert óskaplega ofarlega á hitalista, heldur fremur í meðallagi,“ segir Trausti, en miðað er við þrjátíu ára tímabil frá 1961- 1990. Rigning yfir meðallagi í ágúst Ýmsum finnst sem mikið hafi rignt í ágústmánuði, en þá féllu loks dropar úr lofti eftir langa þurrkatíð. Trausti segir að þó hafi ekki mikið rignt í mánuðinum fyrr en eftir 20. ágúst. „Frá og með 21. ágúst rigndi mjög mikið en fram að þeim tíma var úr- koma undir meðallagi,“ segir hann. Svo mikið hafi rignt síðustu dagana í ágúst að heildarúrkoma í mánuðin- um hafi reynst 50% yfir meðallagi. „Það rigndi mjög hressilega seinni- part mánaðarins,“ segir Trausti. Fyrrihluta ágúst hafi verið fremur þurrt og til að mynda hafi ekkert rignt á höfuðborgarsvæðinu vikuna 12.-18. ágúst. Mjög sólríkur mánuður Ágúst reyndist sólríkur í höfuð- borginni og voru sólskinsstundir 206, sem er 51 stund yfir meðallagi. „Það er ekki oft sem er mikið meiri sól í ágúst, en þó voru stundirnar fleiri [í mánuðinum] árið 2004.“ Svo þurfi hins vegar að fara aftur til sumarsins 1971 til að finna sólríkari ágústmánuð. Trausti segir að á landsbyggðinni hafi almennt verið gott veður í ágúst. „Í Stykkishólmi, þar sem mælingar ná aftur til ársins 1845, er sumarið í ár í fimmta sæti,“ segir Trausti. Í Bolungarvík sé árið í ár einnig í fimmta sæti yfir hlýindi, en mælingar þar hafa staðið í um 100 ár. Á báðum stöðum hafi nokkur hlýj- ustu sumranna verið á síðustu sjö árum. „Í Vestmannaeyjum er sum- arið í 4-6 sæti frá upphafi mælinga þar,“ bætir Trausti við. Ágúst hafi þó verið daufastur sumarmánuð- anna þriggja. Til að mynda hafi næt- urfrost á Suðurlandi verið með meira móti, þótt lágmarkshiti í Reykjavík hafi ekki farið lægra en í 4,9 stig, að sögn Trausta. Hann segir að á Norðurlandi hafi hitafar í ágúst aðeilis verið í með- allagi, eða 10 stig. Hið sama gildi um sólskinsstundir, sem hafi verið í meðallagi í mánuðinum. Sumarið í heild var hlýtt í Reykjavík, sé hitinn borinn saman við fyrri ár. „Ef við teljum júní, júlí og ágúst, er sumarið í fjórða til fimmta sæti frá upphafi mælinga,“ segir Trausti, en farið var að mæla hitastig árið 1871. Trausti segir að árið 2004 hafi sumarhitinn í heild verið svipaður og í ár, en þá hafi hins vegar verið hlýjast í ágúst og kaldast í júlí. Aðeins sumrin 1991, 1939 og 2003 hafi mælst hlýrri. Trausti segir það þó hafa ein- kennt sumarið að þótt tíðini hafi ver- ið góð hafi engar hitabylgjur komið. Margir dagar hafi verið hlýir, ekki síst í júlí, en engin met hafi fallið. „Það var óvenjulega hægur kafli frá 10. júní og fram yfir verslunar- mannahelgi,“ segir Trausti. Þótt héldist að mestu þurrt sunnanlands eftir verslunarmannahelgi „var vindasamara og ekki alveg jafn blítt veður“, segir Trausti. Um 11 stiga meðalhiti í borginni í ágústmánuði  Ágúst víðast góður en hiti í meðallagi fyrir norðan  Sumarmánuðirnir þrír í hópi þeirra fimm hlýjustu í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1871 Morgunblaðið/Ómar Í HNOTSKURN »Trausti segir að á Veður-stofunni ljúki sumrinu ekki opinberlega fyrr en í lok sept- ember. »Þetta sé vegna þess að þeg-ar Veðurstofan var stofnuð árið 1920 og fyrstu 30 starfsár hennar hafi oftast verið mjög hlýtt í september. »Þá hafi tekið við skeið kald-ari septembermánaða. »Á síðari árum hafi septem-ber oft verið ágætur og í fyrra hafi meðalhiti verið ná- lægt meðalhitanum í ágúst í ár. Trausti Jónsson Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ♦♦♦ FASTEIGNIR – FLÓRÍDA Pétur Sigurðsson fasteignasali frá The Viking Team of Lighthouse Properties of America er með kynningarfund í kvöld kl. 20 í Sal frímerkjasafnara Síðumúla 17. Haldinn verður fyrirlestur um hvernig fasteignakaup í Flórída ganga fyrir sig. Að loknum fyrirlestri mun Pétur svara spurningum frá áhugasömum. Í boði er gríðarlegt magn fasteigna. „VIÐ höfum þá skýru stefnu að við ætlum ekki að einkavæða OR, það er alveg ljóst. Hún er í eigu borg- arinnar að tæpum 95%, og það eru engin áform uppi um að breyta því,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri. Heitar umræður voru á borgarstjórnarfundi í gær um hlutafélagavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur, en Vilhjálmur sagði þar að tryggja ætti opinbert eign- arhald á henni í lögum. Samfylk- ingin lagði á fundinum til að aukinn meirihluta þyrfti til að samþykkja sölu Orkuveitunnar. „Ég tek enga afstöðu til þess,“ segir Vilhjálmur. Opinbert eignarhald í lögum Axel Jón Birgisson | 4. september Ekki með trúarpúlsinn „Ég er sammála Jesú í símaauglýs- ingunni að Júdas er doldill vitleys- ingur. Það er gaman. Í aðra röndina finnst mér eins og þjóðkirkjan sé ekki með trúarpúls þjóðarinnar á hreinu. Hvaða venjulega manni finnst þetta ekki skemmtilegt...og flott?“ Meira: axel.blog.is Eiríkur I. Ingvarsson | 4. september Smekklaus „Hefði veraldarsagan verið önnur ef 3G-símarnir hefðu komið fyrr? Nei. Frelsunaráformið var til frá upphafi og fóru leikar eins og við var að búast. Ég held að þessi aug- lýsing verði tekin út. Hún er Sím- anum ekki til framdráttar. Ég er mest hissa á þeim mæta manni Jóni Gnarr.“ Meira: velur.blog.is Gunnar K. Björgvinsson | 4. september Jólaræða biskups „Ég man nú ekki sjónvarpspredikun blessaðs biskupsins á jólunum orð fyrir orð, enda komnir nokkrir mán- uðir síðan...En ég man ekki betur en að einn af meginboðskapnum hafi verið þessi: GUÐ ER ALVEG GRÍÐARLEGUR HÚMORISTI. EINN SÁ MESTI Í HEIMINUM!“ Meira: jarm.blog.is Sigurpáll Ingibergsson | 4. september Frjáls samkeppni „Nú getur fólk tjáð skoðun sína, flutt viðskiptin frá Símanum til Vodafone. Það er frjáls samkeppni. Það er það eina sem eigendur Símans skilja. Þá hugsa þeir sig tvisvar um næst þeg- ar tvíræðir brandarar verða notaðir. Annars er auglýsingin vel unnin og mikið í lagt.“ Meira: fiskholl.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.