Morgunblaðið - 05.09.2007, Side 8

Morgunblaðið - 05.09.2007, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUÐFRÍÐUR Lilja Grétars- dóttir tekur til starfa sem framkvæmda- stýra þingflokks Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í sept- ember. Guð- fríður Lilja er með BA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og mastersgráðu í hugmyndasögu og heimspeki frá Cambridge- háskóla í Bretlandi. Hún hefur starfað sem al- þjóðaritari á alþjóðasviði Alþingis frá árinu 2001. Hún starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri þingmanna- nefndar um norðurskautsmál þar sem hún vann að ýmsum verkefnum er lúta að náttúruvernd á norð- urslóðum. Í síðustu kosningum skipaði Guð- fríður Lilja annað sætið í Suðvest- urkjördæmi og er varaþingkona Vinstri grænna. Hún er fyrsta konan sem gegnt hefur embætti forseta Skák- sambands Íslands og Skák- sambands Norðurlanda. Guðfríður Lilja býr með Stein- unni H. Blöndal, hjúkrunarfræðingi og ljósmóður. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tekur við starfinu af Drífu Snædal sem áfram mun gegna starfi fram- kvæmdastýru Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. Framkvæmda- stýra þing- flokks Vinstri grænna Guðfríður Lilja Grétarsdóttir HARALDUR Jo- hannessen hefur verið ráðinn rit- stjóri Við- skiptablaðsins við hlið Jónasar Har- aldssonar rit- stjóra. Haraldur er hagfræðingur frá Háskóla Ís- lands og hefur starfað sem sér- fræðingur í Greiningardeild Lands- banka Íslands frá árinu 2006. Haraldur var aðstoðarmaður um- hverfisráðherra á árunum 2004 til 2006. Haraldur var blaðamaður á viðskiptablaði Morgunblaðsins á ár- unum 2000 til 2004. Nýr ritstjóri Viðskiptablaðs Haraldur Johannessen Doktorsvörn við raunvísindadeild Háskóla Íslands fer fram föstu- daginn 7. sept- ember. Þá ver Ingibjörg G. Jónsdóttir, líf- fræðingur, dokt- orsritgerð sína: Stock structure, spawning stock origin and the contribution of the different spawning groups to the mixed stock fishery of cod (Gadus morhua L.) in Icelandic waters. Andmælendur verða dr. Cynthia M. Jones, prófessor við Old Dominion University í Bandaríkjunum og dr. Anthony J. Fowler, sérfræðingur við South Australian Research and Development Institute í Ástralíu. Dr. Lárus Thorlacius, forseti raunvísindadeildar, stjórnar at- höfninni sem fer fram í hátíðarsal Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, Aðalbyggingu og hefst klukkan 13. Doktorsvörn í líffræði Ingibjörg G. Jónsdóttir Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is MIKILL áhugi er háskólanámi í rússnesku sem farið er að kenna að nýju í Háskóla Íslands eftir nokkurra ára hlé. 21 nemandi skráði sig í námið í haust og segir Guðrún J. Bachmann, kynningarstjóri Háskóla Íslands, að skólinn sé mjög ánægður með að- sóknina. Fleiri nemendur en reiknað hafði verið með „Þetta er meira en við reiknuðum með á fyrsta árinu eftir að kennslan hefst aftur,“ segir Guðrún. Áhuginn sé áreiðanlega m.a. sprottinn af því að rússneska sé stórt málsamfélag og þá nýtist rússneska ýmsum sem stundi viðskipti. Rússneska var síðast kennd við HÍ árið 2002, en þá var hún kennd sem aukagrein til 30 eininga. Nú er farið að kenna rússneskuna til BA-prófs sem aðalgrein og aukagrein auk þess sem unnt verður að stunda MA-nám í þýðingarfræðum. Samningar liggja fyrir milli Há- skóla Íslands og Moskvuháskóla um samstarf um kennslu, rannsóknir og stúdentaskipti í tengslum við rússneskunámið. Guðrún segir að Viktor I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi, eigi heiðurinn af því að hafa komið samstarfinu á. Fjárfestingarfélagið Samson, í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, styrkir rússneskunámið næstu þrjú árin, um 8 milljónir króna á ári. Að sögn Guðrúnar gerði styrkur- inn útslagið í því að hægt væri að byggja námið upp. Þrír kennarar munu sjá um kennslu í rússneskunni. Í hópi þeirra er sendikennarinn Olga Korotkova en hún er doktor í málvísindum frá Mosvkuháskóla. Rússneskukennslan hófst síðastlið- inn mánudag. Við það tækifæri komu nemendur, velunnarar námsins, þeir Viktor I . Tatarintsev, Björgólfur Guðmundsson og rektor saman. Bauð rektor hinn nýja sendikennara vel- kominn til starfa við skólann. 21 nemi í rússnesku sem nú er kennd að nýju við HÍ Morgunblaðið/G. Rúnar Velunnarar Rektor HÍ, Kristín Ingólfsdóttir, nemendur í rússnesku og velunnarar námsins, Viktor I . Tatarintsev og Björgólfur Guðmundsson, komu saman í vikunni og buðu nýja sendikennarann velkominn. „TÓBAKSFORVARNIR á Íslandi standa mjög vel og við sjáum góðan árangur á því sviði,“ segir Bára Sig- urjónsdóttir, verkefnisstjóri tóbaks- varna hjá Lýðheilsustöð. Í gær opn- aði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra vefinn reyklaus.is, en í fram- haldinu tekur Reyksíminn við rekstri vefjarins. Guðrún Árný Guð- mundsdóttir er verkefnisstjóri Reyksímans. Fjölga þarf úrræðum „Í evrópskum samanburði má þó segja að við þurfum að fjölga úr- ræðum sem við höfum til að hjálpa fólki að hætta tóbaksnotkun,“ segir Bára. „Við fórum þess vegna af stað og fengum leyfi til að þýða og stað- færa norska síðu.“ Hún segir að með tilkomu síðunnar megi orða það sem svo að í netheimum sé hægt að fá bæði stuðning og ráðgjöf. Síð- an var tilbúin fyrir nokkru og ein- ungis var eftir að opna hana form- lega. Bára upplýsir að kannanir sýni að 70-80% þeirra sem reykja langi til að hætta. Reyksíminn tekur nú yfir rekstur vefjarins, en Reyklaus.is er gagnvirkur vefur þannig að þeim sem hafa samband í gegnum síðuna er svarað. Einnig er spjallsvæði þar sem hægt er að spjalla við aðra í sömu stöðu, þ.e. vilja hætta að reykja. „Auk þess er hægt að halda dag- bók og aðrir geta skrifað inn á hana, ef þess er óskað. Í raun má segja að þarna sé um að ræða stuðning og ráðgjöf í netheimum,“ segir Bára. „Auðvitað er þetta hugsað fyrir alla en við vonum að við náum líka til unga fólksins, því vitað er að margir krakkar sem komnir eru í framhaldsskóla vilja gjarnan hætta að reykja.“ Kostnaður 26-27 milljarðar Á síðunni eru margs konar upp- lýsingar; m.a. bestu ráðin til að hætta, um reykleysislyf, jafnframt því sem þar er að finna kynning- armyndband um síðuna. Þar sem síðan hefur verið notuð, í Noregi og Svíþjóð, hefur hún gefið mjög góða raun. Bára hnykkir á því í lokin að reykingar landsmanna, á verðlagi 2005, kosti samfélagið 26-27 millj- arða á ári og þess vegna sé það mjög þjóðhagslega hagkvæmt að sem flestir hætti að reykja. Heilbrigðisráðherra opnaði vefinn reyklaus.is formlega Stuðningur og ráð- gjöf í netheimum Morgunblaðið/Golli Opnun vefjarins Guðlaugur Þór Þórðarson skoðar vefinn reyklaus.is. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær karlmann á fertugs- aldri af ásökunum um kynferðisbrot gegn konu á svipuðum aldri. Ekki þótti sannað að konunni hefði verið þröngvað til samræðis, en bæði hún og ákærði eru greindarskert. Fjölskipaður héraðsdómur, skip- aður héraðsdómurunum Jónasi Jó- hannssyni og Páli Þorsteinssyni ásamt Gunnari H. Birgissyni sál- fræðingi, komst að þeirri niðurstöðu, meðal annars með vísun í vitnisburð sérfræðivitna, að óvarlegt væri að slá því föstu að ákærði hefði notfært sér andlega fötlun konunnar. Í vitnisburði sálfræðings og geð- læknis kom fram að ekki væri hægt að fullyrða um hæfni ákærða til að skynja og meta mörkin milli sam- þykktra kynlífsathafna og kynferð- islegrar misnotkunar, sér í lagi ef skilaboð til hans væru ekki skýr og afdráttarlaus. Auk þessa var framburður kon- unnar óljós hvað mörg atriði varðaði. Sagðist hún m.a. við yfirheyrslu ekki hafa hreyft andmælum við því að ákærði hefði klætt hana úr buxum og nærbuxum, en breytti þeirri frásögn þegar hún var spurð um sama atriði öðru sinni – bar þá við að hún hefði sagt nei. Framburður ákærða þótti hins vegar trúverðugur og staðfast- ur, en hann sagði samræðið með vilja konunnar. Sýknaður af nauðgun Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Í formi til framtí›ar Skráning er hafin í flessi vinsælu átta vikna a›halds-og lífsstílsnámskei› fyrir konur. www.hreyfigreining.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.