Morgunblaðið - 05.09.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.09.2007, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það þýðir ekkert að stinga höfðinu ofan í stólsetuna, hæstvirtur forseti, það lyktar. Í Vísbendingu er fjallað um um-ræðu um tekjumismun í sam- félaginu, þar sem oft virðist sem einn tali í austur og annar í vestur: „Skýringin liggur í því að annars vegar er talað um laun og hins veg- ar allar tekjur að fjármagnstekjum meðtöldum. Í alþjóðlegum sam- anburði mun almennt vera notast við fyrri mælikvarðann.“     Í skýrslu Hag-stofunnar um lágtekjumörk og tekjudreifingu fyrr á árinu kom fram að launa- jöfnuður væri meiri á Íslandi en í flestum öðrum löndum. En um leið hefur orðið gífurlegur uppgangur í viðskipta- lífinu sem hefur skilað mikilli ávöxtun hlutabréfa. „Fjármagns- tekjur hafa aukist miklu meira en launatekjur á undanförnum áratug. Þær hafa tífaldast að raunvirði, sem er ótrúlegur vöxtur,“ segir í Vísbendingu. Þar segir líka að á undanförnum árum hafi eigendum hlutabréfa fækkað hér á landi. „Þar með er ein helsta uppspretta fjár- magnstekna uppurin fyrir þorra fólks.“     Mikilvægt er að aðilar vinnu-markaðarins tali skýrt í að- draganda næstu kjarasamninga og felli ekki undir sama hatt laun og fjármagnstekjur. Gjáin sem mynd- ast hefur er fyrst og fremst út af fjármagnstekjum einstaklinga. Nú hlýtur markmiðið að vera að ná nýjum áföngum í lækkun á tekju- skatti launafólks. Í kjarasamning- unum í haust getur komið upp sú staða að ríkisvaldið verði að liðka fyrir samningum með lækkun tekjuskatts. Það er skref í þá átt að jafna afkomu fólks, enda hlýtur markmiðið að vera samsvarandi skattlagning á öllum tekjum, jafnt fjármagnstekjum sem launatekjum.     Ætli þetta verði innlegg í kjara-samningagerðina? STAKSTEINAR Peningagjáin. Umræða um tekjumun                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -          !           "  " #  !   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (       $%#&         $%#&        :  *$;<                    ! "   #  $ *! $$ ; *! '( )#  ( #   &  %#* % =2 =! =2 =! =2 '&#)  + !,- %.   >$ -         *    ;  %        &     =7       %      &    '(   '   (! )*     " + '! =   % #     (       ! %       '    "   # (, - ! /0 %11  %# 2 %  %+ ! 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B " 3 " " "    " "  "        " 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3                  VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Davíð Logi Sigurðsson | 4. september Sáttatilraunir: Írak og Norður-Írland (…) Á ágætum blogg- vef um norður-írsk stjórnmál hafa menn vissar efasemdir um framlag Norður- Íranna, m.a. er þetta húmoríska komment: did not realise that Jeffrey Don- aldson was talking to Martin Mc- Guiness – perhaps its the Finns who are doing the reconciliation stuff … Meira: davidlogi.blog.is Ari Guðmar Hallgrímsson | 4. september Nýútskrifaður „Óbyggðaökumaður“ (…) Margir þaulvanir óbyggðaökumenn hafa komist „í hann krapp- an“ í akstri á jöklum og yfir vatnsföll. Tíu mín- útna fyrirlestur getur aldrei komið að neinum hagnýtum notum fyrir óvanan öku- mann. Verður þetta ekki bara til að auka björgunarsveitum erfiði um- fram það sem nú er, að ekki sé minnst á slysahættuna? Meira: sabroe.blog.is Dögg Pálsdóttir | 4. september Framkvæmdastjóri – framkvæmdastýra Ef ég man rétt voru það kvennalistakonur sem byrjuðu á því að kyngreina heiti starfa og þingmenn þeirra kölluðu sig alltaf þing- konur. Síðan hafa orð eins og framkvæmdastýra farið að sjást. Hvað er það sem kallar á þessa aðgreiningu? Ætti ég að kalla mig lögkonu en ekki lögmann? Síð- ast þegar ég vissi þýðir orðið ,,mað- ur“ bæði karlmaður og kvenmaður. Meira: doggpals.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 4. september Sóðaleg busavígsla Það hefur þróast upp í hefð að nýnemar í framhaldsskólum séu busaðir fyrstu náms- vikuna og teknir með því inn í skóla- samfélagið. Í mörgum tilfellum er um að ræða athöfn sem hefur ígildi þess að vera græsku- laust gaman og fólk geti jafnvel hlegið saman að athöfninni. Þess eru þó dæmi á seinni árum um að farið sé óeðlilega langt í að niðurlægja nemendur og gera lítið úr þeim með þessari athöfn. Athygli vekur nú þessi busavígsla á Ísafirði. Mér finnst það komið út yfir öll eðlileg mörk þegar farið er að ausa rækjumjöli og flórsykri yfir nemendur og þau standa eftir skítug upp fyrir haus í for og ógeði. Það er eðlilegt kannski að gera eitthvað úr þessari athöfn en óþarfi er að láta krökkunum líða eins og þeir séu nið- urlægðir fyrir framan aðra. Það að fá þessa yfirhalningu yfir sig hlýtur að vera í senn lexía og niðurlæging. Kannski er það tilgangurinn? Veit ekki satt best að segja hver tilgang- urinn á að vera ef hrein niðurlæging fólks er tilgangurinn. Busavígslurnar hafa á sér blæ þess að vera manndómsvígsla fyrir nýnema. Í því skyni finnst sumum allt í lagi að ganga mjög langt. Finnst að á þessu verði að vera eðli- leg mörk, enda er jafnan stutt á milli þess að ganga of langt og vera með athöfn sem eigi að vera á mörk- unum. Það er oft ekki gott að finna millistigið þegar að svona athöfn er skipulögð. Í heildina yfir finnst mér busavígsla ekki þurfa að hljóma sem niðurlæging á nýnemum. Það er hægt að tóna alla hluti niður. En það er oft ekki þægilegt að finna mörkin sem þurfa að vera til staðar. Það er ágætt að fá fram umræðu um þessar busavígslur. Kannski er þetta upphafið á því að fólk hugsi sig almennilega um. Jafnvel að það þurfi ekki að ausa for og eða rækju- mjöl yfir nýnema til að þeir verði hluti samfélagsins. Hvort að mildari og mannlegri leið sé ekki til staðar. Það er að mínu mati kominn tími til að þessar busavígslur verði stokk- aðar upp með þeim hætti að nýnem- ar haldi virðingu sinni á eftir. Meira: stebbifr.blog.is BLOG.IS Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 www.heimili.is Sölusýning Logafold 101 - Grafarvogi Gott 250 fm parhús á tveimur hæðum með innbyggðum tvöföldum 51 fm bíl- skúr með góðri lofthæð. Húsið stendur í enda götunnar á stórri lóð á góðum grónum útsýnisstað. Í húsinu eru fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi og stórar stofur. Nýtt baðherbergi og eldhús. Góður garður og góðar svalir með miklu útsýni. Gott hús á rólegum barnvænum stað. V. 65 m. Áhv. 9 m. Bogi Molby Pétursson tekur á móti áhugasömum í dag frá kl. 18-19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.