Morgunblaðið - 05.09.2007, Side 12

Morgunblaðið - 05.09.2007, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigurð Jónsson „ÞAÐ var mikill ávinningur að fá svo marga öfluga og hátt setta vís- indamenn sem og stefnumótandi að- ila í þessum málum til ráðstefn- unnar. Þetta sýnir að við Íslendingar njótum mikillar virð- ingar og ekki síst forseti okkar Ólaf- ur Ragnar Grímsson. Hann fékk mjög hástemmd þakkarorð frá þátt- takendum sem lýstu honum sem leiðtoga umhverfismála og umhverf- isverndar á heimsvísu, sérstaklega varðandi loftslagsbreytingar og áhrif frá þeim. Það lýstu margir fyr- irlesarar áhyggjum af framtíðinni vegna loftslagsbreytinganna sem við verðum nú vör við,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri við lok alþjóðlegu ráðstefnunnar á Hót- el Selfossi en hún var haldin undir heitinu: Soils, Society & Global Change, í tilefni af 100 ára starfs- afmæli Landgræðslunnar í Gunn- arsholti. Hann sagði ráðstefnuna hafa verið haldna í samstarfi þriggja innlendra aðila og 18 er- lendra stofnana og góð tengsl hefðu skapast milli aðila sem mundi nýtast áfram. Um væri að ræða öflugasta samráðsþing sem hér hefði verið haldið í græna geiranum. „Það var samþykkt mjög ítarleg stefnumótun á ráðstefnunni um samspil jarðvegs, þjóðfélags og loftslagsbreytinga. Menn lögðu þar mikla áherslu á að þáttur jarðvegs- ins hefði verið vanmetinn í vísinda- samfélaginu varðandi loftslags- breytingarnar. Menn eru að gera sér grein fyrir því í vaxandi mæli að landhnignun af völdum jarðvegseyð- ingar er alvarlegasta umhverf- isvandamál heimsins. Þar sem jarð- vegseyðing er örust þar er fátæktin mest og henni fylgir oftast stríð og barátta um brauðið,“ sagði Sveinn Runólfsson . Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti hátíðarávarp við upphaf hátíð- arsamkomunnar og lagði þar áherslu á nauðsyn þess að litið væri á umhverfisvanda jarðarinnar í heild. Í lokaorðum sínum lagði hann áherslu á nauðsyn þess að þjóðum heims tækist að sameinast um þekkingu og reynslu yfir landamæri og án tillits til þjóðernis. Næðist slík eining væri hægt að skapa nýtt upp- haf að árangri í umhverfismálum. Hann minnti á það hvernig þróunin hefði verið á Íslandi, frá landnámi þegar land var grasi gróið og þar til menn hefðu staðið frammi fyrir mikilli uppblástursógn sem barátta hefði hafist gegn fyrir hundrað ár- um. Á vegferð sinni frá landnámi hefðu Íslendingar gert mistök en ekki af ásettu ráði. Hann sagði þessa reynslu dýrmæta lexíu sem nauðsynlegt væri að nýta til fram- tíðar. Í máli sínu lagði Ólafur áherslu á hið mikla og dýrmæta starf sem for- ystumenn Landgræðslunnar hefðu unnið og þakkaði þeim baráttuna gegn landeyðingu og þá miklu þekk- ingu og reynslu sem þeir hefðu aflað með starfsemi sinni. Í lok máls síns lýsti hann von sinni um að í ljósi reynslu Íslendinga og þeirra áherslna sem ræddar hefðu verið á ráðstefnunni mætti móta fram- kvæmdaáætlun sem gæti fram- kallað endurnýjað afl til nauðsyn- legrar alþjóðlegrar samvinnu um umhverfismál. „Við getum ekki beð- ið, því tíminn skiptir öllu máli,“ sagði Ólafur Ragnar og lýsti hug- mynd sinni í níu liðum. Að lokinni ræðu Ólafs Ragnars bað ungur maður frá Kenýa, Ole Yusuf, um orðið og ávarpaði forset- ann með þökkum og góðum óskum, kallaði hann til sín og afhenti honum grip til að minna á nauðsyn átaks gagnvart gróðureyðingu í heima- landi sínu. Ólafur Ragnar tók við gripnum og kvaðst taka hann með sér þegar hann ætti leið til Kenya. Þjóðir heims bregðist við vand- anum vegna loftslagsbreytinga Allir þeir sem tóku til máls á há- tíðarfundinum lögðu áherslu á nauð- syn þess að þjóðir heims tækju höndum saman til að bregðast við þeim vanda sem steðjaði að jörðinni vegna loftslagsbreytinga. Roger Croft frá Skotlandi sagði að huga þyrfti að fortíðinni en nauðsynlegt væri að hvetja næstu kynslóðir til að takast á við þetta mikla verkefni. Halldór Þorgeirsson hjá UNFCCC sagði næstu tvö ár afar mikilvægan tíma og sagði það trú sína að leið- togar heimsins myndu takast á við umhverfisvanda jarðarinnar af al- vöru. Zafar Adeel hjá Háskóla Sam- einuðu þjóðanna sagði að það væri ögrun samtímans að takast á við þetta verkefni. Hann hrósaði sýn Ólafs Ragnars Grímssonar á um- hverfismálin og vísaði til árangurs Landgræðslunnar. Dana York hjá USDA-NRCS minnti á að Íslend- ingar hefðu verið fyrstir til að stofna samtök eins og Landgræðsl- una og til að kjósa konu sem for- seta. Hún sagði nauðsynlegt að fá landnotendur til samstarfs í öllum verkefnum. Rajendra K Pachauri sem er virtur fyrirlesari benti á að ójafnvægi á einu sviði umhverf- ismála kallaði á erfiðleika á öðrum sviðum. Þjóðir heims gætu þurft að horfast í augu við gríðarlega erf- iðleika vegna skorts á matvælum vegna jarðvegseyðingar. Þjóðir þyrftu að sameinast um aðgerðir til að ná tökum á vandanum. Hann hvatti til þess að haldið yrði áfram að breiða út boðskap umhverfis- verndar til þess að bregðast við að- steðjandi hættum. Mikilvægt að bregðast við aðsteðjandi vanda Alþjóðlegu samráðs- þingi um jarðvegseyð- ingu lauk á Selfossi í gær. Ráðstefnan var haldin í tilefni af 100 ára starfsafmæli Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Gróðureyðing Ole Yusuf frá Kenýa afhendir Ólafi Ragnari Grímssyni forseta gjöf á alþjóðlegu ráðstefnunni. GYLFI Gunnarsson, stórsír Oddfellowreglunnar á Ís- landi, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðis- ráðherra, nýuppgerða líknardeild í Kópavogi í gær við hátíðlega athöfn. Félagar í Oddfellowreglunni á Íslandi hafa gert upp og afhent Landspítala húsnæðið þar sem verður dag-, göngu- og fimm daga deild fyrir sjúklinga í líknandi meðferð. Heilbrigðisráðherra tók við fram- lagi Oddfellowreglunnar fyrir hönd spítalans og færði gefendum þakkir fyrir höfðinglegt framlag. Fram kemur í fréttatilkynningu frá spítalnum að Oddfellowreglan hafi síðan 1997 veitt fé til uppbygg- ingar líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. „Við opnun líknardeildar var strax áhugi á að fjölga úrræð- um fyrir sjúklinga í líknandi meðferð og 1. janúar 2006 fluttist Heimahlynning Krabbameinsfélagsins yfir til LSH og líknar- og ráðgjafarteymi spítalans var form- lega tengt starfseminni. Enn á ný hefur Oddfellowregl- an á Íslandi sýnt stórhug í verki, nú með því endurnýja ónotað húsnæði við hlið líknardeildarinnar þar sem rekin verður dagdeild fyrir þá einstaklinga sem þiggja líknandi meðferð og dvelja heima,“ segir m.a. í tilkynn- ingunni. Fram kemur að á dagdeildinni verður lögð áhersla á forvarnarstarf, meðferð og eftirlit einkenna ásamt endurhæfingu til að viðhalda sjálfsbjargargetu og stuðla að sem mestum lífsgæðum. Dagdeildin verður til að byrja með opin þrjá daga í viku frá kl. 9:00 – 16:00. Einnig verður göngudeild opin einn morgun í viku með það að markmiði að stuðla að tengslum sjúk- linga við sérhæfða líknarþjónustu fyrr í sjúkdómsferl- inu. Síðar í haust hefst starfsemi fimm daga deildar sem verður opin mánudaga til föstudaga og mun starf- semi hennar auka möguleika á hvíldarinnlögnum og styttri legum til endurhæfingar og meðferðar erfiðra einkenna. Húsnæðið afhent Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala, Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Gylfi Gunnarsson, stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi, Dóra Halldórsdóttir, hjúkrunardeildar- stjóri líknardeildar, og Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir líknardeildar, við afhendinguna í gær. Endurbætt húsnæði líknardeildar SVAR hefur borist frá Geir H. Haarde forsætisráðherra við fyrir- spurn Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, um áform rík- isstjórnarinnar um breytingar á skipulagi Stjórnarráðsins sem kunni að verða á dagskrá á haustþingi. Kvað Guðni að skort hefði á heildarstefnu við breytingar sem gerðar voru á sumarþingi og sagði það ekki einka- mál stjórnarflokkanna að ganga til breytinga á verkefnum Stjórnarráðs- ins. Reglugerð breytt um áramót Í svari sínu segir Geir að greint hafi verið frá megindráttum í endurskoð- aðri verkaskiptingu og á sumarþingi hafi verið lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands, sem samþykkt var sem lög nr. 109/2007. „Forsætisráð- herra mun undir- búa breytingar á [reglugerð um Stjórnarráð Ís- lands nr. 3/2004] sem ætlað er að taka gildi um næstu áramót. Í mörgum tilfellum kallar verkefnatilfærsla einnig á breytingar á sérlögum, vegna þess að tiltekinna ráðherra er þar getið sér- staklega, og mun ríkisstjórnin flytja heildstætt frumvarp þar að lútandi nú í haust,“ segir í svarinu, en þar er einnig gert ráð fyrir að flytja þurfi frumvörp til nýrra sérlaga. Þing- mönnum muni því gefast tækifæri til að fjalla um áformin. Frumvarp lagt fram í haust Geir H. Haarde Forsætisráðherra svarar bréfi Guðna STÓR sumarbústaður sem stendur í sumarbústaðalandinu Heiðarbyggð við Geldingsá í Vaðlaheiði stór- skemmdist í bruna í gærkvöldi. Ekki var talið að fólk hafi verið í bústaðn- um og náði slökkvilið Akureyrar fljótt tökum á eldinum sem var tölu- verður. Í gærkvöldi var unnið að því að rífa klæðningu af húsinu til að komast að glæðum. Eldurinn kom upp um klukkan 19 og sendi bæði lögreglan á Akureyri og slökkvilið Akureyrar allt tiltækt lið að eldinum. Sumarbústaður skemmd- ist í bruna við Akureyri Eldur Bústaðurinn sem brann, í Vaðlaheiðinni, gegnt Akureyri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.