Morgunblaðið - 05.09.2007, Síða 24
Tveir á deildinni með skarlatssótt íþessari viku!“ Þegar slík tilkynningbirtist á tússtöflunni í leikskólanumhríslast kalt vatn milli skinns og hör-
unds hjá foreldrum sem sjá sóttarsæng sína
upp reidda. „Var ekki búið að bólusetja krakk-
ann fyrir þessu?“ hugsa einhverjir, „eða voru
það mislingar? Má nú búast við því að leikskól-
inn lamist og allt liðið leggist í bælið?“
Ef marka má Þórólf Guðnason, yfirlækni á
sóttvarnasviði Landlæknisembættsins, geta
foreldrar hvílt slíkar áhyggjur því skarlatssótt
kemur ekki í faröldrum eins og þekkt er um
aðra barnasjúkdóma. „Skarlatssótt er ekkert
sérstaklega að ganga heldur er hún alltaf við-
loðandi,“ segir hann. „Hún kemur upp öðru
hverju og dettur svo niður þannig að þetta
sveiflast svolítið. Í raun er skarlatssótt ekkert
annað en A-streptókokkasýking, sem oftast
kemur fram sem hálsbólga með ákveðinni teg-
und af útbrotum á húð.“
Auk særinda í hálsi og hita einkennist skar-
latssótt af fyrrgreindum útbrotum sem byrja í
andliti og breiðast síðan um líkama barnsins.
Eftir nokkra daga getur húðin tekið að flagna.
Þá verður tunga barnsins eldrauð með smáum
upphleyptum bólum og er stundum talað um
jarðarberjatungu í því sambandi.
Raunar geta fullorðnir einnig fengið sjúk-
dóminn þótt hann sé algengastur hjá börnum.
Skarlatssótt alltaf viðloðandi
Ólíkt mörgum barnasjúkdómum
gengur skarlatssótt ekki í far-
öldrum heldur er hún stöðugt í
gangi hjá fáum í einu. Bergþóra
Njála Guðmundsdóttir áttaði sig á
því að nafn sjúkdómsins er senni-
lega tikomumeira en uslinn sem
hann veldur.
Morgunblaðið/Ásdís
Veikindi Skarlatssótt er streptókokkasýking sem veldur hita, hálsbólgu og útbrotum.
Mælt með meðhöndlun
Skarlatssótt er ekki tilkynningaskyld enda
segir Þórólfur hana ekki sérstaklega skæðan
sjúkdóm hér á landi. „Streptókokkasýking get-
ur verið alvarleg hjá sumum en hún læknast
líka oft af sjálfu sér. Hins vegar veit maður
ekki hver læknar sjálfan sig og hver ekki
þannig að ef krakkar eru með einkenni er
mælt með því að sjúkdómurinn sé meðhöndl-
aður,“ en það er gert með pensillíngjöf að sögn
Þórólfs.
Hann segir sjúkdóminn smitandi en þó ekki
bráðsmitandi. „Það eru til meira smitandi sýk-
ingar en skarlatssótt eða streptókokkar. Það
getur þó verið erfitt að meta því margir eru
einkennalausir og um það bil 15-20 prósent
þjóðarinnar er með streptókokkasýkingu án
þess að hún valdi nokkrum einkennum.“
Ekki er bólusett gegn sjúkdómnum enda
ekki til bóluefni við honum. Slíkt bóluefni er þó
í þróun erlendis, að sögn Þórólfs.
ben@mbl.is
Jarðaberjatunga M.a. má þekkja skar-
latssótt á rauðri tungu alsettri bólum.
Einkenni Rauð útbrot koma fram á barninu, fyrst í and-
liti og svo á búk þess, höndum og fótum.
heilsa
24 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
JURTAAPÓTEK Kolbrúnar grasa-
læknis ehf. á Laugavegi 2 í
Reykjavík hefur hlotið vottun til
vinnslu, pökkunar og sölu afurða
úr jurtum og jurtaolíum sam-
kvæmt alþjóðlegum reglum um líf-
rænar aðferðir frá Vottunarstof-
unni Túni.
Vottunin nær til vinnslu á líf-
rænum lækningajurtum, te- og
kryddjurtum, jurtaolíum og öðrum
heilsu- og snyrtivörum. Með vott-
un Túns er staðfest að uppruni og
framleiðsla hinna vottuðu jurta og
jurtaolía uppfyllir alþjóðlegar
kröfur um sjálfbæra landnýtingu,
söfnun jurta og vinnslu þeirra.
Vottunin staðfestir að fyrir-
tækið vinnur eftir alþjóðlegum
stöðlum um úrvinnslu, pökkun,
skráningu og merkingar lífrænna
afurða.
Við meðferð hinna lífrænu jurta
og jurtaolía er og leitast við að
varðveita næringar- og lækn-
ingagildi þeirra og tryggja að
hráefnin blandist ekki öðrum efn-
um.
Jurtaapótek
Kolbrúnar
grasalæknis
fær vottun
Áhugi Hákonar á líkams-rækt kviknaði þegarhann kynntist konu sinniUnni Stefánsdóttur og
síðan hefur Hákon gert hreyfingu
og líkamsrækt, ásamt hollu matar-
æði, að lífsstíl sínum.
„Þegar við kynntumst var hún
landsliðskona í íþróttum, keppti í
bæði 400 og 800 metra hlaupi. Ég
vissi að ef ég ætti að hafa við henni
þyrfti ég strax að byrja á því að
hreyfa mig.“
Og síðan hefur Hákon ekki slegið
slöku við. Í gegnum árin hefur
hann synt, gengið og skokkað
ásamt því að fara reglulega í rækt-
ina.
„Sem strákur í Flóanum í
Stokkseyrarhreppi stundaði ég ekki
neinar íþróttir nema hvað helst að
maður færi á hestbak endrum og
eins. Eftir að ég fluttist til Reykja-
víkur reyndi ég aðeins við hesta-
mennskuna en fannst það of bind-
andi.
Það var í ferðalagi á landsmót
UMFÍ með fjölskyldunni fyrir um
25 árum að Hákon tók endanlega
ákvörðun: „Við vorum að keyra á
Hólssandi í Mývatnssveitinni, að
koma frá mótinu, þegar ég bað
Unni að stöðva bílinn. Ég fór svo út
og skokkaði nokkra kílómetra á
Hólssandinum.“
Tengdapabbi hafði betur
Hreyfing hefur verið daglegur
þáttur í lífi Hákonar síðan og raun-
ar allrar fjölskyldunnar því synirnir
tveir, Finnur og Grímur, sem nú
eru uppkomnir, stunduðu frjálsar
íþróttir þegar þeir voru ungir og
heimasætan Harpa Dís hefur
stundað dans frá barnsaldri.
„Konan mín keppir enn og er
skemmtilegt að segja frá því að hún
tók þátt í 800 m hlaupi um daginn
og hlaut besta tíma sinn í fimm ár.
Hún er 56 ára,“ segir Hákon stolt-
ur. Þau fara stundum saman í
ræktina en Unnur fylgir þó nokkuð
öðru og stífari æfingaprógrammi en
Hákon. „Mér finnst líka ágætt að
vera einn í þessu þótt við æfum
vissulega stundum saman.“
En hvað með hann sjálfan, hefur
hann sjálfur keppt í íþróttum? Það
færist glettnislegt bros yfir Hákon:
„Tengdafaðir minn fékk mig til að
taka þátt í 800 metra keppnishlaupi
fyrir nokkrum árum og er skemmst
frá því að segja að hann, þá 75 ára,
kom í mark á undan mér.“ Hákon
skellihlær við tilhugsunina.
Strætó og gönguferðir
Hákoni finnst best að hafa reglu
á hlutunum og hefur hann varla
misst úr viku í einhvers konar lík-
amsrækt síðastliðinn 20 ár. Fjöl-
skyldan tók þá ákvörðun að selja
annan bílinn fyrir nokkrum árum
og síðan hefur hann tekið strætó í
vinnuna og fer þá úr vagninum
nokkrum stoppustöðvum frá vinnu-
staðnum og gengur um 15-20 mín-
útna leið í vinnuna og endurtekur
svo leikinn á leiðinni heim.
Hreyfingin og hollir lifnaðar-
hættir eru líka að hans mati mik-
ilvægur hluti af daglegu lífi. Hann
gefur því lítið fyrir það þegar fólk
fer í svokallað átak.
„Oft fellur fólk til fyrri lifnaðar-
hátta eða mataræðis eftir átakið.
Ég hef t.d. haldið að mestu leyti
sömu þyngd gegnum öll þessi ár
sem ég hef stundað líkamsrækt.“
Hákon telur líka mikilvægt að
fara hægt af stað og gefast ekki
upp þótt árangur komi ekki strax í
„Mikilvægt að
gera heilbrigt
líferni að lífsstíl“
Morgunblaðið/ÞÖK
Á æfingu Hákon Sigurgrímsson stundar margs konar líkamsrækt og nú þegar hann er að fara á eftirlaun gerir
hann ráð fyrir að eiga eftir að auka hreyfinguna enn frekar.
Hákon Sigurgrímsson varð sjötugur fyrr í mánuð-
inum en lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en
sextugur. Hver ætli galdurinn sé bakvið gott og heil-
brigt útlit? Halldóra Traustadóttir tók Hákon tali.
ljós og þá sé ekki síður mikilvægt
að slaka vel á í lok vinnudags eða
um helgar. „Ég er oft undir miklu
álagi í vinnunni og veit ekkert
betra en að slaka á eftir vinnudag-
inn með því að elda mat,“ segir
hann og bætir við að hann trúi til
að mynda staðfastlega á lækn-
ingamátt góðrar tónlistar.
Nú fer Hákon á eftirlaun eftir
nokkra daga. Ætli hann muni þar
með leggjast í helgan stein? „Ekki
aldeilis og á örugglega eftir að auka
hreyfinguna ef eitthvað er þar sem
ég hef mun meiri tíma en áður til
slíks.“
Þegar við kynntumst
var hún landsliðskona í
íþróttum, keppti í bæði
400 og 800 metra
hlaupi. Ég vissi að ef ég
ætti að hafa við henni
þyrfti ég strax að byrja
á því að hreyfa mig.