Morgunblaðið - 05.09.2007, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurdór SævarHermundarson
fæddist að Norður-
braut 21 í Hafn-
arfirði 2. febrúar
1934. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 27.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Sólveig
Sigurjónsdóttir,
húsfreyja í Hafnar-
firði, f. 2. 8. 1912, d.
8. 2. 1980 og Her-
mundur Þórðarson,
bifreiðarstjóri í Hafnarfirði, f. 12.
8. 1903, d. 4. 4. 1992. Foreldrar
Sólveigar voru Halldóra Ísleifs-
dóttir, f. 8. 4. 1883, d. 19. 4. 1953
og Sigurjón Eyjólfsson, f. 2. 11.
1883, d. 21. 10. 1954.
Foreldrar Hermundar voru
Herdís Jónsdóttir, f. 28. 4. 1863,
d. 20. 4. 1905 og Þórður Bjarna-
son, f. 22. 9. 1854, d. 8. 7. 1932,
fósturforeldrar Hermundar voru
Kristín Bjarnadóttir, föðursystir
hans, f. 14. 3. 1856, d. 6. 6. 1940
og Sigurður Magnússon, f. 26. 5.
1864, d. 22. 9. 1914.
ríður Arndal, forstöðumaður, f.
1952, gift Jóni Sigurðssyni, hús-
gagnabólstrara, f. 1952. Börn
þeirra eru: a) Stefán, f. 1975
kvæntur Jónu Bjarnadóttur, f.
1974. Þau eiga Soffíu, f. 1999 og
Karólínu, f. 2003. b) Sigrún, f.
1978 og c) Sólveig, f. 1980. 2) Sig-
rún Guðný Arndal, fulltrúi, f.
1955, gift Sveini Pálssyni, bygg-
ingameistara, f. 1953. Börn
þeirra eru: a) Páll, f. 1974,
kvæntur Arndísi Mogensen, f.
1977. Þau eiga Matthías Hlífar, f.
1997, og Pétur Sigurdór, f. 2002.
b) Hjörtur, f. 1980. Dóttir hans er
Lilja Rún, f. 2003. c) Helga, f.
1981. d) Hjalti, f. 1989.
Sigurdór hóf ungur að starfa
við verslun Jóns Mathiesen í
Hafnarfirði og sinnti þar ýmsum
störfum. Einnig vann hann við
hellulagnir með Bjarna bróður
sínum. Hann vann við byggingu
hafnarinnar í Straumsvík og þeg-
ar álverið var tekið í notkun árið
1969 fór hann að vinna þar, fyrst
í kerskála, en frá árinu 1980 á
lagernum. Þar starfaði hann til
ársloka 2003 er hann lét af störf-
um vegna aldurs.
Hann var félagi í Kiwanis-
klúbbnum Eldborgu í Hafnarfirði
í fjölda ára.
Útför Sigurdórs fer fram frá
Víðistaðakirkju miðvikudaginn 5.
september og hefst athöfnin kl.
13.
Sigurdór var elst-
ur fjögurra bræðra.
Næstur honum var
Bjarni Birgir, skip-
stjóri og fram-
kvæmdastjóri í
Hafnarfirði, f. 11. 8.
1935, d. 11. 8. 1996,
svo Hermundur
Hafsteinn, f. 8. 10.
1938, d. 21. 3. 1939
og loks Sigurður
Kristinn, ritstjóri í
Reykjavík, f. 26. 5.
1944.
Sigurdór var al-
inn upp í Hafnarfirði hjá móður-
foreldrum sínum og móðursystur
sinni Önnu Sigurjónsdóttur, f. 6.
3. 1911, d. 29. 7. 1990 en var alla
tíð í nánu sambandi við foreldra
sína og bræður.
Þann 11. 12. 1971 kvæntist Sig-
urdór Sigrúnu Helgu Ólafs-
dóttur, f. 30. 8. 1930. Foreldrar
hennar voru Hlíf Matthíasdóttir,
húsfreyja, f. 27. 4. 1899, d. 10.
nóv.1996 og Ólafur Gísli Magnús-
son, skipstjóri, f. 23. 9. 1893, d.
24. 3. 1961. Sigrún á tvær dætur
frá fyrra hjónabandi: 1) Hlíf Sig-
Mig langar að minnast Sigga,
eins og Sigurdór var oftast kall-
aður, en fyrst þegar við hittumst
var það á planinu við hús tilvonandi
tengdamóður minnar, hann að hitta
tilvonandi eiginkonu sína og ég til-
vonandi eiginkonu mína. Fljótlega
þá um haustið giftu þau Rúrý sig og
hófu búskap á Álfaskeiði í Hafn-
arfirði. Eftir essi fyrstu kynni hafa
leiðir okkar legið óslitið saman.
Siggi var einstaklega geðprúður
maður og hvers manns hugljúfi og
minnist ég þess ekki að hafa séð
hann skipta skapi, þótt skaplaus
væri hann ekki. Á fyrstu búskapar-
árum okkar hjóna vorum við hjónin
að byggja og ég að læra og okkar
fyrsta barn komið, en þá var ekki
eins auðvelt að koma börnum í
pössun og er í dag og varð það úr
að Siggi og Rúrý tóku elsta son
okkar í pössun og var hann hjá
þeim í Hafnarfirði í rúmt hálft ár.
Eftir þetta leit Siggi hálfpartinn
alltaf á elsta son okkar sem sinn
eigin son, en ætíð passaði hann að
gera ekki upp á milli barna-
barnanna. Siggi lifði fyrir það að
geta stjanað við barnabörnin og
ekki síður barnabarnabörnin, þegar
þau komu og var óþreytandi við að
hlaupa eftir öllum duttlungunum í
þeim. Allt frá upphafi hefur verið
yndislegt að koma inn á heimili
Sigga og Rúrýar, alltaf tekið á móti
manni sem þeirra syni og ætíð
hægt að leita til þeirra ef eitthvað
bjátaði á. Þau hjón höfðu einstak-
lega gaman af því að ferðast og eru
þær ófáar ferðirnar sem við höfum
farið með þeim hjónum hér innan-
lands og einnig nokkrar erlendis,
hver ferð annarri betri. Á öllum
þessum ferðum okkar var Siggi
ætíð fljótur að finna einhvern til að
spjalla við, hvort sem það var bóndi
uppi í sveit eða ungversk fjölskylda
í næstu íbúð, alltaf gat Siggi rætt
við alla, hvaða mál sem þeir töluðu.
Siggi var Gaflari í húð og hár og
kom það berlega í ljós þegar þau
hjón voru að taka ákvörðun um það
að flytja af Álfaskeiðinu, þá vildi
Siggi ekki fyrir nokkurn mun flytja
úr Hafnarfirði, en Hafnarfjörður
var mjög þröngt skilgreindur í
kringum gamla bæinn, en það átti
eftir að breytast þegar þau fluttu
síðan á Vellina í Hafnarfirði en þar
kunni hann ágætlega við sig. Einn
draum áttum við synir mínir, en
það var að fara með Sigga á fót-
boltaleik í Manchester, en af því
varð því miður ekki, hann fylgist
bara með liðinu að ofan.
Ég sakna Sigga og votta Rúrý og
ættingjum samúð mína.
Sveinn.
Mig langar til að minnast stjúp-
föður míns með nokkrum orðum.
Hann kvaddi þennan heim eftir
stutta, en erfiða sjúkdómsbaráttu
og hlaut friðsælt og fallegt andlát.
Siggi kom inn í líf okkar systr-
anna vorið 1971 þegar hann fór að
draga sig eftir mömmu. Þau giftu
sig í desember það ár, stuttu eftir
við fluttum að Álfaskeiði 72 í Hafn-
arfirði þar sem þau höfðu keypt sér
íbúð.
Siggi var einn sá mesti Hafnfirð-
ingur sem ég hef kynnst og hann
gat varla hugsað sér að búa annars
staðar.
Það var örugglega ekki auðvelt
fyrir Sigga að koma inn á heimilið
með okkur, tveimur unglingsstelp-
um, sem höfðu búið einar með móð-
ur sinni í nokkur ár. En okkur kom
strax vel saman. Hann umbar dynt-
ina í okkur og tók okkur með mesta
jafnaðargeði og vildi helst allt fyrir
okkur gera. Meira að segja að lána
mér bílana sína, sem honum þótti
mjög vænt um. Mér er minnisstætt
þegar ég eitt sinn var á bílnum og
keyrði utan í steinvegg. Það var
erfitt að bíða eftir að hann kæmi
heim þann dag og þurfa að segja
honum frá þessu óhappi. En hann
tók því með hinni mestu ró og sagði
„Við látum bara gera við þetta“. Og
ekki orð um það meir. Þetta jafn-
aðargeð var einkenni hans. Hann
var ekki að æsa sig yfir hlutunum.
Sigga þótti mjög gaman að
ferðast. Þau mamma ferðuðust heil-
mikið, bæði innanlands og utan.
Þegar ég bjó enn hjá þeim fór ég
stundum með þeim í ferðir, t.d. í
Landmannalaugar og Skaftafell.
Mér eru einnig mjög minnisstæðar
allar ferðirnar með honum og
mömmu um Suðurnesin og Selvog-
inn. Hann þekkti víða til og gat allt-
af sagt frá einhverju skemmtilegu.
Og svo var ómissandi að stoppa í
einhverri fjöru og rölta um og hirða
eitthvað skemmtilegt, svo sem
rekaviðarkubba, skeljar og netakúl-
ur. Þetta endaði svo auðvitað allt í
geymslunni hjá þeim og var fátt
notað nema e.t.v. netakúlurnar sem
sumar eru ennþá til. Það var alveg
sama hverju mér datt í hug að
safna eða draga með mér heim, allt-
af var pláss fyrir það. Siggi studdi
reyndar skemmtilega við söfnunar-
áráttu mína, því hann var alltaf að
gauka að mér einhverju skemmti-
legu alveg fram undir það síðasta.
Fyrst voru það kannski gömul hús-
gögn, en svo gat það verið gömul
bók eða bréf eða ýmsir smámunir
sem honum höfðu áskotnast á lífs-
leiðinni. Þá var þessu oftar en ekki
laumað að mér án þess að segja
neitt – og svo beið hann. Og auðvit-
að var forvitni mín vakin og ég
spurði. Þá stóð ekki á svörum, yfir-
leitt áttu hlutirnir einhverja sögu.
Siggi var afskaplega barngóður
og hændust afabörnin öll að honum
og svo einnig langafabörnin. Hann
sýndi þeim hlýju og áttí líka oft
eitthvað gott að gefa þeim.
Ég þakka fyrir að hafa fengið að
kynnast Sigga og deila með honum
hluta af ævi minni. Ég mun minnast
hans með hlýju og væntumþykju og
þökk fyrir margar ánægjulegar
stundir.
Þennan stutta tíma sem Siggi lá
á krabbameinsdeild Landspítalans
var afskaplega vel hugsað um hann
og færi ég starfsfólkinu þar, fyrir
hönd fjölskyldunnar, bestu þakkir
fyrir hlýju og góða umönnun.
Hlíf S. Arndal.
Nú er afi Siggi í Hafnarfirði far-
inn frá okkur og verður hér eftir
bara til í minningum okkar. Þær
eru allar góðar, minningarnar um
hann afa. Og amma Rúrý er þar
aldrei fjarri, enda voru þau afar
samrýmd. Allt frá bernskuminning-
um mínum og fram á síðustu daga
einkennast þær af gjafmildi, gam-
ansemi og hlýju.
Í gamla daga var hvergi betra að
gista en í Hafnarfirði. Sérstaklega
þó fyrir jólin, því jólasveinninn í
Hafnarfirði gaf miklu meira í skó-
inn en heima hjá mér. Afi laumaði
gjarna að manni beiskum brjóst-
sykri, sem hann átti alltaf nóg af,
þegar lítið bar á. Hann bauð manni
líka alltaf í nefið, með glotti á vör.
Þegar unglingsárin nálguðust var
afi líka duglegur að fara með mann
út á einhverja sveitavegi á Lödu
Sportinni og leyfa manni að keyra.
Hápunktur minninganna er þó að
sjálfsögðu ferðin sem við Palli fór-
um með afa og ömmu til Costa del
Sol. Þar urðu til fjölmörg ógleym-
anleg minningabrot sem hafa verið
rifjuð upp ótal sinnum á góðum
stundum. Kjúklingurinn hjá Pepe,
piparinn í hvítvíninu, ríka herfan,
skrýtna „Bourbon“-kókið, úlfald-
areiðin í Marokkó og steinaldarhót-
elið, svo eitthvað sé nefnt.
Það var fyrst eftir að við fluttum
heim frá Lundi fyrir tveimur árum,
sem dæturnar Soffía og Karólína
fengu gott tækifæri til þess að
kynnast afa og ömmu. Það var
gaman að sjá hvernig samband
þeirra við afa speglaði bernsku-
minningar mínar um afa minn.
Soffía og Karólína drógust mjög að
afa Sigga, hann hafði einstakt lag á
að umgangast börn og virtist ekki
þurfa að hafa neitt fyrir því. Nóg
var að rétta úr höndina, orð virtust
nær óþörf. Teiknimyndirnar, rétta
kexið, dúkkuleikir og þolinmæði
hjálpuðu líklega til.
Heimsókn ömmu og afa til okkar
í Lundi er mjög eftirminnileg. Við
vorum þakklát fyrir svo auðsýndan
áhuga á okkar högum í útlöndum.
Við söknum afa mikið og það er
Sigurdór Sævar
Hermundarson
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR DÓRA JÓNSDÓTTIR,
Skjóli,
(áður Kleppsvegi 118),
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 28. ágúst, verður jarðsungin
frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 6. september
kl 15.00.
Jón Þórir Gunnlaugsson,
Halldór Gunnlaugsson, Bára Fjóla Friðfinnsdóttir,
Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Einar Þórir Dagbjartsson,
Sigurður Ingi Gunnlaugsson, Þóra Gerða Geirsdóttir,
Hrafnkell Gunnlaugsson
Þráinn Gunnlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTMUNDUR BJÖRNSSON,
Tjarnarlundi 10B,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtu-
daginn 6. september kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar-
stofnanir.
Fanney Kristmundsdóttir,
Viðar Kristmundsson, Dóróþea Reimarsdóttir,
Guðmundur Björn Kristmundsson, Sigríður Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RAGNA S. FRIÐRIKSSON,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn
30. ágúst.
Útförin auglýst síðar.
Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir, Gunnar Magnússon,
Huld Goethe,
Sigurður Hreinn Hilmarsson, Þorbjörg Ásmundsdóttir,
Björgvin Hrafn Hilmarsson, May,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra eiginkona, móðir og amma,
SÓLRÚN SVERRISDÓTTIR,
Lækjargarði,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánu-
daginn 3. september.
Ari G. Öfjörð,
Jóhanna Ósk Öfjörð,
Guðmundur Lárus Öfjörð, Salome Huld Gunnarsdóttir,
Emilía Sól Guðmundsdóttir, Patrekur Þór Guðmundsson,
Sigurður Hans Arason Öfjörð,
Hafsteinn Birgir Arason Öfjörð,
Ásgeir Arason Öfjörð,
Hugi Rafn Öfjörð,
Emilía Sól Guðmundsdóttir og Patrekur Þór Guðmundsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
HÖRÐUR HERMANNSSON,
Munkaþverárstræti 13,
Akureyri,
lést laugardaginn 1. september á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Útförin fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 7. september kl. 14.00.
Svala Fanney Steinþórsdóttir,
Sigþór Harðarson, Signý Sigurðardóttir,
Guðrún Björg Harðardóttir, Friðrik Viðar Sverrisson,
Hermann Harðarson, Herborg Sigfúsdóttir,
Njáll Harðarson, Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir
afa og langafabörn.