Morgunblaðið - 05.09.2007, Page 29
skrítið að hugsa til ömmu Rúrýjar
án afa Sigga, þið voruð svo sam-
rýmd og genguð samstiga í gegnum
lífið.
Stefán, Jóna, Soffía
og Karólína.
Elsku afi.
Enn á ég erfitt með að trúa að þú
sért farinn. Nú er víst komið að
kveðjustund og því langar mig að
rifja upp nokkrar góðar minningar.
Það sem einkennir allar minn-
ingar um afa Sigga er endalaus þol-
inmæði og leikgleði hans. Alltaf var
afi til í að skutlast með okkur út um
allt, leyfa okkur að stýra Lödunni,
fara í bíó, í Kringluna og allt sem
manni datt í hug. Ég sé fyrir mér
andlitið á afa lýsast upp þegar við
komum í heimsókn. Alltaf var eitt-
hvað spennandi til að sýna manni,
segja manni frá eða fótboltaleikir
til að horfa á með strákunum. Ég
man sérstaklega eftir því þegar afi
var einhvern tíma búinn að kaupa
fjarstýrðan bíl og ég var ekki viss
hvor var spenntari, afi eða við
krakkarnir. Útilegurnar og sum-
arbústaðaferðirnar er eitthvað sem
má ekki gleyma að nefna. Ég hef
ekki tölu á hversu margar ferðir
voru farnar. Alltaf var sama fjörið,
alltaf jafn spennandi að fá að vera í
tjaldvagninum hjá afa og ömmu og
alltaf nennti afi að rölta með okkur
um svæðið eða leyfa okkur að prófa
að stýra Lödunni á afskekktum
sveitavegi.
Ég veit ekki hversu oft afi hefur
skutlað mér út um allar trissur, á
jólahlaðborð, í rútuna og bara
hreinlega út um allt. Alltaf var gott
að fá far hjá afa. Eitt skipti sem
unglingur hafði ég þó ekki alveg
þolinmæði fyrir öruggum akstri
afa. Það er enn gert grín að því
hvað ég var óþolinmóð þegar ég fór
með afa og ömmu upp í Reykholt í
Biskupstungum á Vestfirðingamót
og mér fannst afi keyra svo hægt að
ég hélt að við kæmumst aldrei á
leiðarenda.
Ættfræði er áhugi sem ég tel mig
hafa tekið upp eftir ýmsum í fjöl-
skyldunni og þar á meðal afa. Afi
var alltaf svo fljótur að kveikja að
þessir og hinir væru svona og svona
tengdir. Ég hef alltaf dáðst að þess-
um hæfileika. Afi gat alltaf svarað
spurningum um hvernig þessi eða
hinn frændi, nú eða frænka, var
tengdur manni.
Vinir mínir hafa í gegnum tíðina
oft ekki alveg skilið þegar ég fer að
tala um þrjá afa og þrjár ömmur.
Þrátt fyrir að afi Siggi hafi verið
stjúpi hennar mömmu, þá hefur
hann alltaf verið jafnmikill afi minn
og hann væri pabbi hennar
mömmu. Ég var því þeirrar gæfu
njótandi að eiga „auka afa“ og er ég
svo þakklát fyrir það.
Það er svo ómetanlegt að eiga
góðar minningar til að gleðjast yfir
og það er alveg öruggt að það er af
nægu að taka þegar kemur að afa
Sigga.
Elsku afi. Ég vona að þér líði vel
þar sem þú ert núna. Takk fyrir allt
og allt.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Sjáumst síðar.
Þín,
Helga.
Hann afi Siggi í Hafnó er dáinn.
Það er erfitt að trúa því en það er
gott að hann fékk hvíldina eftir
veikindin.
Okkur fannst við alltaf ofsalega
heppnar að eiga afa eins og afa
Sigga. Ef við ættum aðeins tvö orð
til að lýsa afa myndum við segja
„sterkan“ og neftóbak. Þegar við
vorum litlar var nefnilega voða
sport að fá sterkan brjóstsykur hjá
afa og að sníkja í nefið hjá honum
með tilheyrandi hnerraköstum.
Þegar við frændsystkinin fengum
að fara með rútu til Reykjavíkur og
afi og amma komu og sóttu okkur á
Umferðarmiðstöðina var afi alltaf
tilbúinn að fara með okkur í bíltúra
um gamla bæinn í Hafnarfirði og
segja okkur sögur af fólki sem hafði
búið í húsunum í gamla daga. Afi
var nefnilega Gaflari inn að beini og
kunni margar skemmtilegar sögur
um bæinn sinn. Það brást sjaldan
að við færum með honum og ömmu
í Bókabúð Böðvars á Reykjavíkur-
veginum og við fengum að velja
okkur dúkkulísur svo safnið var
orðið ansi stórt, bæði heima og líka
hjá afa og ömmu.
Seinna, þegar við fórum báðar að
vinna á Súfistanum í Hafnarfirði,
bjó Sigrún hjá afa og ömmu og Sól-
veig kom stundum og gisti, þá var
afi alltaf til í skutl í og úr vinnu.
Hjá ömmu og afa væsti ekki um
okkur. Að koma heim úr skólanum
á fimmtudegi og sjá þá afa og
ömmu að taka upp úr pokunum úr
Fjarðarkaupum var nánast vikuleg-
ur viðburður. Afi ljómaði sem sólin
þegar hann dró upp gúmmulaðið
sem hann vissi að Sigrúnu fannst
svo gott og reyndi að telja henni trú
um að amma hefði endilega viljað
kaupa það. Hann afi, og amma líka,
vildi nefnilega alltaf allt fyrir mann
gera og stundum, kannski, náðum
við ekki að þakka honum nóg fyrir.
Það var gaman að afi treysti sér
til að koma í heimsókn í sumar og
drekka kaffi í sólinni á pallinum hjá
Sigrúnu þótt hann hafi verið slapp-
ur. Við erum óendanlega þakklátar
fyrir að Sólveig skuli hafa verið á
Íslandi síðustu vikuna áður en afi
fór og fengið að kveðja hann vel.
Takk elsku afi, fyrir allt.
Saknaðarkveðja,
Sigrún og Sólveig.
Það eru ekki allir svo lánsamir að
eiga foreldra. Ég hins vegar hef
verið þeirrar gæfu aðnjótandi að
eiga tvenna foreldra, ef svo má
segja. Fyrsta árið mitt fékk ég að
vera hjá ömmu Rúrý og afa Sigga á
Álfaskeiðinu meðan foreldrar mínir
komu yfir sig húsnæði í Hvera-
gerði. Ég myndaði tengsl við afa og
ömmu sem hafa verið órofin síðan,
tengsl sem hafa látið mér líða eins
og ég ætti tvenna foreldra. Alltaf
gat ég leitað til þeirra og þótti fátt
betra en að taka rútuna í bæinn á
föstudegi þar sem afi Siggi sótti
mig á Umferðarmiðstöðina. Þaðan
var brunað á Lödu Sportinni í
Fjörðinn, yfirleitt með viðkomu á
Kentucky Fried Chicken. Ég gat
nefnilega látið dekra við mig í afa-
og ömmuhúsi þegar systkinin
mættu og tóku af mér foreldra-
dekrið. Afi Siggi var alltaf til í að
fara með afastrákinn hingað og
þangað, hvort sem um ræddi Sæ-
dýrasafnið, í bíóferðir, á íþrótta-
kappleiki, í knattspyrnuskóla eða
upp í Hamar að leita að tröllum. Á
unglingsárunum fékk ég ómetan-
lega reynslu á gamla veginum inn
að Kaldárseli þar sem ég fékk að
keyra Lödu Sportina út í eitt. Þol-
inmæðin sem afi sýndi mér og allt
sem afi og amma gerðu fyrir okkur
systkinin og frændsystkinin krist-
ölluðust í Spánarferðinni sem þið
buðuð okkur Stebba frænda í. Þar
fóruð þið með okkur í allar ferðir
sem hægt var að fara í á þremur
vikum og uppskáruð virkniverð-
launin fyrir hjá Hemma Gunn far-
arstjóra!
Síðustu ár fannst mér, Dísu og
strákunum okkar ekkert betra en
að koma í heimsókn, þar sem við
rifjuðum yfirleitt upp gamlar
stundir. Strákarnir mínir dáðu
langafa sinn sem þreyttist ekki við
að bera í þá kex og ís á meðan horft
var á teiknimyndir í sjónvarpinu og
nýjustu leikföngin skoðuð í auglýs-
ingum. Það er ekki sjálfgefið að
eiga eins gott samband við langafa
sinn og strákarnir mínir áttu.
Þín er sárt saknað á mínu heimili,
elsku afi minn. Við áttum alltaf eftir
að fara saman á Old Trafford, það
verður að bíða betri tíma. Ég minn-
ist þín með bros á vör og ætla að
taka í nefið og sporðrenna brauð-
sneið með mysing á afmælisdaginn
þinn héðan í frá, þér til heiðurs.
Páll afastrákur.
Kæri frændi.
Þá er komið að leiðarlokum.
Ég hugsa aftur og man eftir
glettna brosinu þínu. Ég lítil stúlka
og þú alltaf að stríða. Ég man eftir
fallegu konunni þinni, henni Sig-
rúnu. Hún lifir mann sinn sem hún
hugsaði svo vel um. Þið voruð falleg
hjón og ég á góðar minningar um
ykkur.
Kær kveðja til ykkar allra sem
eigið um sárt að binda eftir fráfall
Sigga frænda.
Sólveig Sigurðardóttir.
Hann Sigurdór, traustur vinur og
félagi, er fallinn frá.
Sigurdóri kynntumst við þegar
hann starfaði hjá Íslenska álfélag-
inu sem starfsmaður í kerskála og
er eftirlifandi kona hans Sigrún
Helga Ólafsdóttir, hún Rúrý, vin-
kona okkar og frænka.
Á sínum tíma eða fyrir nærri
þrjátíu árum tóku sig saman nokkr-
ir samstarfsmenn hjá ÍSAL, sem
allir höfðu gaman af að ferðast, og
mynduðu með sér ferðahóp. Hóp-
urinn ferðaðist bæði innanlands og
erlendis. Eftir svona langan tíma er
margs að minnast úr ferðum okkar.
Okkur er þó sérstaklega minnis-
stæð ferð sem við fórum sex saman
til Flórída, hvað gott var að geta
alltaf treyst á minni Sigurdórs og
ratvísi. Minnisstæðar eru einnig all-
ar hálendisferðirnar okkar saman
og kom þá vel í ljós hið góða lund-
arfar Sigurdórs, hann skipti sjaldan
skapi, sama á hverju gekk.
Þau hjón störfuðu bæði í Kiw-
anishreyfingunni og þar kom einnig
vel í ljós samviskusemi hans og trú-
mennska, ásamt því hve minnugur
og talnaglöggur hann var.
Eftir slys, sem Sigurdór varð fyr-
ir í kerskálanum hjá ÍSAL fluttist
hann á vörulager fyrirtækisins og
var þá talið auðveldara að leita til
hans en að fletta upp í tölvu því
hann var alltaf með það alveg á
hreinu hvar viðkomandi vara var
geymd.
Eftirtektarvert var hið góða sam-
band Sigurdórs við dætur Sigrúnar
og þeirra fjölskyldur, sem hann tók
sem sínum og var hann góður afi.
Við kveðjum hann Sigurdór með
söknuði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Rúrý, við sendum þér,
dætrunum, barnabörnunum og öðr-
um ástvinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Magnús og Sylvía.
Í dag verður borinn til grafar fé-
lagi okkar, Sigurdór Hermundar-
son.
Hann gerðist félagi í Kiwanis-
klúbbnum Eldborgu í Hafnarfirði
fyrir um 20 árum. Hann var ætíð
mjög traustur og tryggur félagi,
sem gott var að leita til og þau verk
sem hann tók að sér vann hann af
einstakri kostgæfni og trúmennsku,
sem var ríkur þáttur í hans lífi.
Við fráfall þessa félaga okkar er
höggvið skarð í raðir okkar Eld-
borgarfélaga og mun hans verða
sárt saknað.
Eftirlifandi eiginkona Sigurdórs
er Sigrún Helga Ólafsdóttir, sem er
starfandi í Sinawik, sem er klúbbur
eiginkvenna Kiwanismanna.
Henni og öðrum aðstandendum
Sigurdórs sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.
(Vald. Briem)
Félagar í Kiwanisklúbbnum
Eldborgu í Hafnarfirði
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 29
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
fráfalls elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa,
langafa, og langalangafa,
SIGURGEIRS MAGNÚSSONAR
húsgagnasmiðs.
Sérstakar þakkir til deildar 2B á Hrafnistu í Hafnar-
firði fyrir góða umönnun og yndislegt viðmót.
Bára Sigurgeirsdóttir, Vagn Gunnarsson,
Ægir Fr. Sigurgeirsson,
Hrönn Sigurgeirsdóttir, Hrólfur S. Jóhannesson,
Friðrik Sigurgeirsson, Hólmfríður Karlsdóttir,
Þórdís Sigurgeirsdóttir, Eyjólfur Baldursson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna
fráfalls
HANSÍNU EINARSDÓTTUR,
Ísafirði.
Einar Valur Kristjánsson, Guðrún Aspelund,
Kristinn Þ. Kristjánsson, Berglind Óladóttir,
Steinar Örn Kristjánsson, María Valsdóttir,
Ólöf Jóna Kristjánsdóttir, Björgvin Hjörvarsson,
Guðmundur A. Kristjánsson, Svanhildur Ósk Garðarsdóttir
Birgir Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
NIKÓLÍNU KARLSDÓTTUR,
Blómsturvöllum 39,
Neskaupstað.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heimahjúkr-
unar og Fjórðungssjúkrahúsins í Neskaupstað fyrir
einstaka umönnun.
Karl Birgir Júlíusson, Gerður María Gunnarsdóttir,
Stefanía María Júlíusdóttir, Þórleifur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGVAR BJÖRNSSON,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
áður Nóatúni 30,
lést miðvikudaginn 22. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Björn Ingvarsson, Erla Margrét Sverrisdóttir,
Agnes Ingvarsdóttir, Eiríkur Már Pétursson,
börn og barnabörn.
✝
Maðurinn minn,
FRIÐGEIR KEMP,
Hólavegi 20,
Sauðárkróki,
lést sunnudaginn 2. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Elsa Geirlaugsdóttir.