Morgunblaðið - 05.09.2007, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Börnin okkar eiga betra skilið
JÆJA, nú er komið haust, skólinn er
byrjaður og kennararnir gleðjast
eins og svo oft áður yfir því að þeir
eru taldir vera ein mikilvægasta stétt
þjóðfélagsins. Í flestum fjölmiðlum
birtast slík ummæli, sérlega þegar
erfitt gengur að manna skólana. Og
ráðamennirnir á Íslandi klóra sér á
bak við eyrun og virðast ekki skilja
hvernig stendur á því að of fáir sækja
í uppeldisstörfin.
Skoðum bara launaseðlana svona
til gamans. Grunnskólakennari, 56
ára gamall með yfir 25 ára starfs-
feril, fær fyrir 100% starf 247.810 kr.
Eftir öll gjöld og skatta heldur hann
eftir einungis 177.520 kr. Þetta þykir
samt herramannskaup miðað við lús-
arlaunin sem stuðningsfulltrúar,
skólaliðar, starfsfólk á skóla-
bókasöfnum og þeir sem vinna í frí-
stundastarfinu fá.
Til þess að kennslan geti farið
fram með eðlilegum hætti eru marg-
ir kennarar beðnir um að taka að sér
yfirvinnu. Sumir eru fegnir því að fá
tækifæri til að afla sér aukatekna.
En kennarastarfið er slítandi og
markar sín spor á efri árum og sumir
vilja helst minnka við sig álagið en
eru samt til í að „redda málunum“.
Í sumum skólum verður að hafa
hærri nemendatölu í bekkjunum,
sumstaðar þarf að skera niður
kennslu – og þá aðallega í verklegum
greinum. Sumstaðar er ráðið ófag-
lært fólk í kennslu.
Hvar eru þá þessi háfleygu mark-
mið um einstaklingsmiðað nám? Að
allir eigi að fá kennslu við sitt hæfi?
Allir ættu að sjá það að með vaxandi
nemendafjölda í hverjum hópi fær
hvert barn minni athygli og umönn-
un. Einnig er sorglegt að vita að þau
börn sem hafa sína hæfileika á verk-
legu og listrænu sviði fá sífellt minna
fyrir sinn snúð. Mörg börn með sér-
þarfir fá ekki þann stuðning sem þau
ættu að fá. Í fréttunum var sagt að
skólastjórar hefðu neitað að taka
börn með sérþarfir inn í sinn skóla.
Hvers vegna skyldi það vera? Einn
„erfiður“ nemandi getur nefnilega
„rústað“ allri kennslunni ef ekkert
úrræði er til staðar.
Allir átta sig sennilega á því að
þreyttur kennari sem vinnur miklu
meira en fullt starf er ekki eins góður
kennari og sá sem lætur 100% vinnu
eða jafnvel hlutastarf duga og mætir
hress í skólann. Allir foreldrar vita
þetta: Þegar maður er útkeyrður af
vinnuálagi þá er maður ekki
skemmtilegasti félagi barnanna
sinna. En verst af öllu er sú stað-
reynd að þegar við kennarar förum í
kjarabaráttu þá kemur það okkur í
koll hvað við vorum fúsir við að
bjarga skólastarfinu með því að taka
að okkur yfirvinnu. Þá verða reikn-
aðar út einhverjar meðaltekjur sem
eru langt fyrir ofan það sem við fáum
fyrir 100% vinnu. Þá nefnilega spyr
almenningur: „Hvað eru kenn-
ararnir að væla, þeir eru með svo
góðar tekjur!“ Ég vil að yfirvinna
kennara verði úr sögunni. Að kenn-
arar geti lifað á sínu kaupi í 100%
starfi, geti mætt glaðir og úthvíldir í
vinnu til þess að taka á móti mátu-
lega stórum hópi af börnum. Að það
sé hægt að sinna hverju barni sem
skyldi. Að við fáum nóg af stuðnings-
aðilum með okkur í bekk sem geta
sinnt nemendum með sérþarfir. Þá
myndi ekki bitna á hinum börnunum
hve mikinn tíma sum börn taka frá
kennaranum.
Okkar börn eiga betra skilið en
það neyðarástand sem ríkir í mörg-
um skólum hér á landi ár eftir ár.
Úrsúla Jünemann,
grunnskólakennari.
Drykkja
ALLIR eru agndofa og hræddir út af
drykkjunni og dópinu í borginni og
víðar. Fyrr á tímum voru dansstaðir
opnaðir kl. 21 um helgar og barnum
var lokað kl. 1. Að vísu var mikið um
partý frá 18-20, síðan var skundað á
skemmtistaðina til að vera ekki lok-
aður úti, vegna örtraðar.
Ástandið er orðið svo svakalegt
vegna opnunar kráa til morguns, að
ég sé ekki tilganginn nema að kráar-
eigendur græða meira, illu heilli.
Reynum að bjarga mannslífum og
forðast limlestingar, lokum börum
fyrr. Virðingarfyllst,
Sigríður Björnsdóttir.
Hjólreiðamenn af erlendu bergi brotnir hafa sett svip sinn á Ísland í sumar.
Bráðum heilsar haust og vetur. „Nú fer hver að verða síðastur“, gætu
ferðalangarnir sem hjóluðu eftir Vesturlandsveginum, á leið til Reykjavík-
ur, hafa verið að hugsa.
Morgunblaðið/Kristinn
Ferðamönnum fækkar
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
MÉR
LEIÐIST
ER
ÞAÐ?
ÁÁ! ÞETTA VAR EKKI
SKEMMTILEGT!
ÞETTA VAR
ÞAÐ EINA
SEM MÉR
DATT Í HUG
KALLI, ÉG
ÆTLA AÐ
GEFA
ÞÉR RÁÐ...
BEETHOVEN HLAUT
AÐ
VERA
EF ÞÚ HUGSAR BARA UM
SJÁLFAN ÞIG ÞÁ VERÐUR ÞÚ
ALDREI ÁNÆGÐUR... ÞÚ
VERÐUR AÐ HUGSA UM AÐRA
AÐRA? HVERJIR ERU ÞESSIR
„AÐRIR“? UM HVERN Á ÉG
EIGINLEGA AÐ HUGSA?
Æ, NEI! LOFTÞRÝSTINGURINN
Í HERBERGINU ER
OF HÁR!
LÍFFÆRIN Í KALVIN
ERU Í MIKILLI HÆTTU.
KALVIN GÆTI LENT Í ÞVÍ
AÐ FALLA SAMAN
ÉG VERÐ AÐ
KOMAST ÚT
HÉÐAN! ÞAÐ
ER OF GOTT
ANDRÚMSLOFT
HÉRNA INNI!
KALVIN, VIÐ GETUM
EKKI ALLTAF FARIÐ Á
SKYNDIBITASTAÐI!
FÓLK SEGIR AÐ ÞAÐ
SÉ EKKI HÆGT AÐ KENNA
GÖMLUM HUNDI AÐ SITJA
ÞESS VEGNA PASSAÐI ÉG MIG Á
ÞVÍ AÐ KENNA SNATA NÓGU MIKIÐ
ÞEGAR HANN VAR HVOLPUR
HVAÐ ERUM VIÐ AÐ GERA
VITLAUST? ÉG SKIL EKKI ALVEG
AF HVERJU RÚNSTYKKIN
VERÐA ALLTAF SVONA FLÖT
ÞAÐ ER MIKIÐ
VESEN AÐ
UNDIRBÚA
ÞETTA BOÐ
SAMT EKKI
EINS SLÆMT
OG Í FYRRA
ÞEGAR MAÐUR HEFUR
GERT ÞETTA ÁÐUR ÞÁ LÆRIR
MAÐUR ÝMIS BRÖGÐ...
EINS OG
HVAÐ?
FÁ
HJÁLP!
ÉG ER BÚIN AÐ
FÆGJA SILFRIÐ...
HVAÐ VILTU AÐ ÉG
GERI NÆST?
VILJIÐ ÞIÐ HETJURNAR EKKI
AÐ ÉG TAKI MYND AF YKKUR
MEÐ LEIKKONUNNI
HVAÐ GET
ÉG GERT?
ÞAÐ VORU PETER OG
TED CHAMBERS SEM
BJÖRGUÐU MÉR EN EKKI
ROD RAYMOND
EN EF ÉG
SEGI AÐ
ROD SÉ
LYGARI...
ÞÁ FINNUR HANN
BARA NÝJA LEIKKONU
TIL AÐ LEIKA Á MÓTI
SÉR Í MYNDINNI
dagbók|velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
SÍMI 5 900 800
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali.
TRÖNUHRAUN – HAFNARFIRÐI
AÐEINS TVÆR ÍBÚÐIR EFTIR
Snyrtilega innréttaðar 2ja herbergja ósamþykktar íbúðir á 2 hæð-
um við Trönuhraun í Hfj. Íbúðir eru 40,7 & 47,4 fm og eru opið
rými með eldhúsinnréttingu í enda rýmis, baðherbergi með sturtu,
tengi fyrir þvotttavél, innrétting í kringum vask, svefnherbergi með
glugga á efri hæð. Vandaður frágangur á öllu. Tilvalið sem fyrstu
kaup, mögulegt að fá fjármögnun allt að 9,5 millj. Verð 11,7-12,7
millj.
Uppl. veitir Sveinn Eyland sölumaður Fasteign.is
í gsm: 6-900-820