Morgunblaðið - 05.09.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.09.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 37 Það er íslenskt mannlíf í sinnifjölbreyttustu mynd sem ber fyrir augu á ljósmyndasýningunni „Augnagaman“ í sýningarsal Orkuveitunnar en hann ber heitið 100°. Þar sýnir nú ljósmyndarinn og blaðamaðurinn Mats Wibe Lund, í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá fæðingu hans í Noregi. Óhætt er að segja að Mats hafi lagt sitt af mörkum til íslenskrar menningarsögu síðan hann kom fyrst hingað til lands á 6. áratugn- um og einkum þó eftir að hann settist hér að.    Mats hefur unnið markvisst aðþví að skrásetja í mynd – einkum úr lofti – þéttbýlisstaði, bújarðir og eyðibýli á Íslandi en myndirnar eru aðgengilegar á www.mats.is. Hann hefur því ferðast geysivíða á Íslandi og kynnst mörgum. Myndirnar sem eru til sýnis nú tók Mats á ferðalögum um landið en margar þeirra hafa áður birst sem landkynningarefni í tímarit- um og blöðum, aðallega erlendis.    Myndirnar eru úrval verka fráHasselblad-tímabili ljós- myndarans (þ.e. þær eru teknar á Hasselblad-myndavél sem skýrir ferningslögun þeirra) á árunum 1956-1974. Þær fela í sér merki- lega og skemmtilega heimild um íslenskt samfélag á þessum tíma og endurspegla næmt auga og hlýju í garð fólksins (og dýralífs) sem er glaðlegt og athafnasamt: heyskapur, sjómennska, vega- vinna, sólböð, flug, síldarvinnsla, sundferðir og samkomur af ýmsu tagi eru meðal þess sem ungir sem aldnir ástunda, vítt og breitt um landið.    Lestur ljósmynda getur falið ísér ákveðna „stúdíu“ með til- liti til þeirra upplýsinga sem þær veita um sögu og stað, tísku eða tíðaranda. Hluti af ánægjunni, sem skoðun mynda Mats veitir, felst einmitt í slíkum lestri og er ekki laust við að nostalgían svífi þar yf- ir vötnum – enda eru þær vitn- isburður um liðna tíð.    Það er því vel til fundið hjáMats að fá rithöfundinn Sjón til samstarfs við sig, en Sjón legg- ur hverri mynd til stuttan sýning- artexta sem sprottinn er af „lestri“ hans á myndunum. Text- arnir birta næma og hug- myndaríka innsýn, þar tvinnast saman íhugun og ímyndun. Mynd- in „Menntskælingar“ (1964) verður t.d. kveikja frásagnar af blekbletti (eftir próftöku) á hanskaklæddum fingri. Samkvæmt texta Sjóns til- heyra drengirnir á hafnarbakk- anum á myndinni „Strákar – Reykjavíkurhöfn“ (1966) veiði- félaginu „Ufsabönum“. Tvíræðni textanna ýtir undir ímyndunarafl sýningargesta: er þetta sannleikur (sem skáldið þekkir af eigin raun) eða tilbúningur?    Merkingarvíddin sem textarnirfela í sér er þannig oft skáldleg – eða í formi skemmti- legra eftirþanka eða athugasemda á borð við „Austræn áhrif í Reykjavík. Enginn varð samur. Hvorki í sinni né í baki“, en sá texti fylgir „Heilsuræktinni“ (1972) þar sem konur sjást standa á haus. Sjón rifjar líka upp gamla siði: vegagerðarmenn fengu „kaffi og franskbrauð með kindakæfu“ í kaffitímanum – hvað annað?    Hér er um sannkallað „augna-gaman“ að ræða – sem einn- ig vekur til umhugsunar. Sýningin stendur til 7. september. Mynd og texti » Sjón rifjar líka uppgamla siði: vegagerð- armenn fengu „kaffi og franskbrauð með kinda- kæfu“ í kaffitímanum – hvað annað? Hvalfjörður „Mats hefur unnið markvisst að því skrásetja í mynd – einkum úr lofti – þéttbýlisstaði, bújarðir og eyðibýli á Íslandi.“ annajoa@simnet.is AF LISTUM Anna Jóa EDDIE Edwards, eða Eddie the Eagle eins og flestir Bretar kalla hann, var fyrsti breski skíðastökkv- arinn sem keppti fyrir hönd Bret- lands á Ólympíuleikunum. Þetta var árið 1988 og skortur á skíðabrekkum í Bretlandi til að æfa sig í var ekki eina hindrunin, öllu verra var loft- hræðsla Eddies sem og nærsýni hans sem þýddi að hann þurfti ávallt að nota gleraugu sem iðulega fylltust móðu þegar á keppni stóð. En þrátt fyrir að stökkva styst allra vann hann hug og hjörtu almennings sem varð kveikjan af skammlífum tónlistarferli (en hann gaf út lagið „Fly Eddie Fly“ og söng einnig finnska útgáfu lagsins sjálfur, „Mun nimeni on Eetu“) og núna er bíómyndin væntanleg en þar mun Steve Coogan leika örninn Ed- die. Eddie er nokkuð sáttur við leik- aravalið en hafði þó reiknað með því þegar kvikmyndarétturinn var seldur að Tom Cruise eða Brad Pitt yrðu ráðnir til verksins. Lofthræddi skíða- stökkvarinn Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ást? Steve Coogan og Jackie Chan ásamt óþekktri stúlku á góðri stund. MEGAS treður upp í Laugardals- höllinni hinn 13. október næstkom- andi ásamt hljómsveitinni Senuþjóf- unum. Frá og með deginum í dag geta áhugasamir fjárfest í miða á herleg- heitin en ekki er ólíklegt að margir láti til leiðast þar sem plata Megasar og félaga, Frágangur, er ein sú vin- sælasta hér á landi um þessar mund- ir. Boðið verður upp á númeruð sæti í Höllinni og miðafjöldi er takmark- aður við 2.500 stykki. Tónleikahaldarar fullyrða að Megas muni flytja nýtt efni í bland við gamalt á tónleikunum og því er á ferðinni viðburður sem enginn aðdá- andi Megasar ætti að láta framhjá sér fara. Megas í Höllinni Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Tónleikar Megas og Senuþjófarnir á Miklatúni á Menningarnótt. Forskot í fasteignaleitinni Fasteignavefurinn Óvitar! Frábær fjölskyldusýning. Forsala hafin! Frumsýning 15. september kl. 20. UPPSELT Áskriftarkortasala hafin! Vertu með! Sunnud. 16/9 kl. 20 UPPSELT Fimmtud. 20/9 kl. 20 örfá sæti Föstud. 21/9 kl. 20 UPPSELT Laugard. 22/9 kl. 20 örfá sæti Fimmtud. 27/9 kl. 20 örfá sæti Föstud. 28/9 kl. 20 sala hafin Laugard. 29/9 kl. 20 sala hafin Fimmtud. 4/10 kl. 20 sala hafin www.leikfelag.is 4 600 200 LÍK Í ÓSKILUM Í kvöld kl. 20 upps. Lau 8/9 kl. 20 upps. Sun 9/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 LADDI 6-TUGUR Fim 6/9 kl. 20 upps. Fös 7/9 kl. 20 upps. Sun 16/9 kl. 20 Fim 20/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Fös 7/9 kl. 20 Lau 8/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 Fim 20/9 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Mið 12/9 kl. 20 Mið 19/9 kl. 20 Mið 26/9 kl. 20 SÖNGLEIKURINN GRETTIR Sun 9/9 kl. 20 Lau 15/9 kl. 20 Lau 22/9 kl. 20 KILLER JOE Fim 6/9 kl. 20 Fim 13/9 kl. 20 DAGUR VONAR Fim 13/9 kl. 20 Fös 14/9 kl. 20 HAUSTSÝNING Íd Sun 9/9 kl. 20 Sun 16/9 kl. 20 POUL KREBS Tónleikar fim 13/9 kl. 21 Miðaverð 3.200 HÖRÐUR TORFA Tónleikar fös 14/9 kl. 19:30 og 22:00 Miðasala 568 8000 - borgarleikhus.is Sinfóníudagurinn Vorblót að hausti Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur nýtt starfsár með sérlega glæsilegum upphafs- tónleikum. Á efnisskránni eru flunkuný Mozart-hylling Atla Heimis Sveins- sonar, fiðlukonsert eftir Mozart sjálfan, þar sem einleikarinn snjalli, Ari Þór Vilhjálmsson, sýnir kúnstir sínar og loks sjálft Vorblótið eftir Stravinskíj, sem með sanni má telja áhrifamesta tónverk 20. aldarinnar. FIMMTUDAGINN 6. SEPTEMBER KL. 19.30 upphafstónleikar í háskólabíói Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikari ::: Ari Þór Vilhjálmsson Atli Heimir Sveinsson ::: Alla turca o.s.frv... Wolfgang Amadeus Mozart ::: Fiðlukonsert nr. 3 Ígor Stravinskíj ::: Vorblót 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarmeðlimir kynna hljóðfæri sín og spjalla við gesti, trúðurinn Barbara leiðir fólk um svæðið og „vitringarnir þrír“ veita ráðgjöf um áskriftaleiðir. Dagskránni lýkur með stuttum, aðgengilegum tónleikum fyrir alla fjölskylduna. Tveir heppnir gestir vinna áskrift að tónleikum Sinfóníunnar í vetur. Fyrsti konsert er frír Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is VIÐ BJÓÐUM ALLA, UNGA SEM ALDNA, VELKOMNA Í HÁSKÓLABÍÓ LAUGARDAGINN 8. SEPTEMBER KL. 13.00. AÐGANGUR ÓKEYPIS. Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 www.heimili.is Vesturberg Endaraðhús - Auðveld kaup Gott 130 fm endaraðhús og sérstandandi 30 fm bílskúr. Húsið er á einni hæð og í því eru þrjú svefnherb., Afgirtur bakgarður í suður og hellulögð verönd. Nýlegt glæsilegt eldhús með vandaðri innréttingu og innbyggð- um góðum tækjum. Áhvílandi rúmlega 21 m. á 4,15%. V. 33,9 m. Nánari upplýsingar veitir Bogi Molby Pétursson fasteignasali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.