Morgunblaðið - 11.09.2007, Page 2

Morgunblaðið - 11.09.2007, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viltu gerast ferðaráðgjafi? Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HEILDARVELTA þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á land- inu til 7. september var tæplega 321 milljarður króna en 269 milljarðar allt árið í fyrra. Fjöldi kaupsamninga var kominn í tæplega 10.500 um helgina en var um 11.700 allt árið 2006. Ýmsar ástæður Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, segir að margir þættir hafi áhrif á mikla fast- eignasölu. Í því sambandi nefnir hann til dæmis fólksfjölgun, mikla at- vinnu, kaupmáttaraukningu, hag- vöxt, bjartsýni og fjölbreytt framboð húsnæðis. Þá segir hann að sumarfrí geti dregið tímabundið úr gerð kaup- samninga og hærri vextir hafi alltaf áhrif í þá átt. Á vef Fasteignamats ríkisins kem- ur fram að 864 kaupsamningum um fasteignir var þinglýst við sýslu- mannsembættin á höfuðborgarsvæð- inu í ágúst 2007. Heildarvelta þeirra nam 25,3 milljörðum króna og með- alupphæð á hvern kaupsamning var 29,3 milljónir króna. Kaupsamning- um fækkaði um 13,5% og veltan minnkaði um 20,4% miðað við júlí 2007. Kaupsamningum fjölgaði um 108,2% og veltan jókst um 110,2% í ágúst samanborið við ágúst 2006. Vakin er athygli á því að ekki sé hægt að túlka meðalupphæð kaup- samnings sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun vegna þess að hver kaup- samningur geti verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir séu misstór- ar, misgamlar og svo framvegis. Fleiri löggiltir fasteignasalar Samfara breyttum lögum 2004 hef- ur löggiltum fasteignasölum fjölgað um 20% og eru nú um 240 í Félagi fasteignasala en hátt í 1.000 manns starfa innan greinarinnar. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að æ fleiri hafi sótt sér menntun á þessu sviði og nú sé til dæmis boðið upp á tilskilið nám við Háskóla Íslands og Háskól- ann í Reykjavík. Lögin leggi líka þá skyldu á þá, sem reki fasteignasölur, að þeir eigi meira en 50% starfsem- innar og það ýti á menn að afla sér til- skilinnar menntunar. „Það er af hinu góða að fólk með þekkingu og mennt- un starfi við þetta fag,“ segir Ingi- björg. Hún bætir við að í Noregi og Svíþjóð séu löggiltir fasteignasalar um 95% starfsliðsins í greininni en hérlendis aðeins um 25%. Ástandið sé þó að batna. Of margir réttindalausir Formaðurinn segir að lögum sam- kvæmt eigi fasteignasali að standa að skjalagerðinni og yfirfara hana. Þannig sé að verki staðið hjá löggilt- um fasteignasölum en sama sé ekki upp á teningnum þar sem byggt sé á sölumönnum án réttinda. Í þessu sambandi nefnir hún til dæmis Re/ max-sölurnar og fleiri og bendir á að þar séu kannski 15 til 20 löggiltir fasteignasalar með samtals hátt í 200 starfsmenn. Á slíkum stöðum sé hætta á að ráðgjöfin sé í molum og þetta sé mikið vandamál, því neyt- endur geri almennt ekki greinarmun á þeim sem hafi sérfræðikunnáttu og hinum sem hafi hana ekki. „Allt of margir réttindalausir starfa við fast- eignasölu og fasteignakaupandi á rétt á að fá þá ráðgjöf sem hann þarf allt ferlið frá fólki með nauðsynlega kunnáttu,“ segir Ingibjörg. Veltan um 52 milljörð- um meiri en síðasta ár Í HNOTSKURN » Aukin umsvif á fast-eignamarkaði eru m.a. rakin til fólksfjölgunar, kaup- máttaraukningar, mikillar at- vinnu og almennrar bjartsýni. » Í Noregi og Svíþjóð eru95% þeirra, sem starfa við fasteignasölu, löggiltir fast- eignasalar en hér á landi að- eins 25%. Ástandið er þó held- ur að skána. SÁLUMESSA til minningar um Luciano Pavarotti var sungin í Dómkirkju Krists konungs í Landa- koti síðdegis í gær. Ítalskir og íslenskir tónlistar- menn fluttu tónlist úr ítölskum óp- erum. Þeirra á meðal voru Sigrún Hjálmtýsdóttir, Pamela De Sensi, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Leone Tinganelli. Italia Azzurra, félag Ítala á Ís- landi, stóð á bak við tónleikana. Fjölmargir vottuðu Luciano Pav- arotti virðingu sína með því að rita nafn sitt í sérstaka minningarbók, sem lá frammi í Landakotskirkju við athöfnina. Næstu daga verður hægt að rita nafn sitt í minning- arbókina í aðalræðisskrifstofu Ítal- íu á Laugavegi 71. Morgunblaðið/Sverrir Til minn- ingar um Pavarotti JÓN Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair Group, sagði eftir fund með flugmönnum í gær að hann ætti ekki von á að það yrði frekari röskun á áætlunum félagsins vegna deilu um forgangsrétt flugmanna. „Menn voru sammála um að finna lausn frekar en að halda áfram að hnýta þetta mál,“ sagði hann eftir fundinn. Annar fundur er fyrirhugaður á morgun. Jón Karl sagði ekki ómögu- legt að reka félagið án þess að unnin væri yfirvinna. Málið snerti bæði skipulagsþætti sem og kjarasamn- ingsatriði. „Við mönnum fyrirtækið miðað við það að sinna þeim flug- áætlunum sem liggja fyrir en þegar breytingar verða, s.s. breytingar á áætlunum, veikindi og fleira, þá get- ur þurft að kalla inn varamenn,“ sagði hann. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, FÍA, sagði, að stjórn- endur Icelandair og FÍA væru sam- mála um að niðurstaða yrði að fást í deilu um hvort forgangsréttar- ákvæði í samningi flugmanna næði til leiguflugsverkefna dótturfyrir- tækja Icelandair. Hann var bjart- sýnn á framhaldið og taldi líklegt að samkomulag næðist í þessari viku sem gilti fram að næstu kjarasamn- ingum. Jóhannes vonaðist til þess að ekki yrði röskun á flugi en benti á að ályktun FÍA um að flugmenn ynnu ekki umfram vinnuskyldu væri í fullu gildi. Á ekki von á frekari röskun Tekið á málinu í næstu kjaraviðræðum ♦♦♦ DEILAN um þau áform Banda- ríkjastjórnar að koma upp eld- flaugavarna- kerfum í Pól- landi og Tékklandi, tengsl Atlants- hafsbandalags- ins við Rússland og deilan um framtíð Kosovo-héraðs verða efst á baugi á ársfundi þingmanna- samtaka NATO í Reykjavík 5.-9. október. Á meðal annarra mála sem rædd verða á fundinum eru aðgerðir NATO í Afganistan, breytingar á skipulagi bandalagsins, tengslin við samstarfsríki og lýðræð- isþróunin í löndum við Svartahaf. Um 340 þingmenn sitja fundinn og alls er búist við hátt í þúsund gestum í tengslum við hann. Á meðal gestanna verða Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, og Sali Berisha, forsætis- ráðherra Albaníu. Sturla Böðv- arsson, forseti Alþingis, og Geir H. Haarde forsætisráðherra ávarpa þingmennina á lokadegi fundarins. Þetta er í fyrsta skipti sem árs- fundur samtakanna er haldinn hér á landi. Ræða deilurnar við Rússland Jaap de Hoop Scheffer „ÞETTA er í fyrsta skipti sem Eystri-Rangá fer yfir fimm þúsund laxa, og í fyrsta skipti sem nokkur laxveiðiá fer yfir þann múr,“ sagði Einar Lúðvíksson, umsjónarmaður Eystri-Rangár, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Áin gruggaðist í gær- dag og veiddust 124 laxar – sem varð til þess að fimm þúsund laxa múrinn var brotinn. Einar sagðist í samtali við Morg- unblaðið í ágústmánuði telja að áin myndi ná fimm þúsund löxum en markið hefur verið sett hærra eftir góða veiði að undanförnu. „Mér sýnist sem Eystri-Rangá fari í það minnsta í sex þúsund laxa, og jafn- vel meira.“ 193 laxar á einum degi Veiðitíminn var framlengdur um tíu daga og verður veitt fram í október. Einar segir að byrjun veiðitímabilsins hafi verið erfið en í kringum 20. júlí hafi laxinn farið að flæða um ána. „Við eigum eftir að veiða í um þrjátíu daga, en við framlengdum vegna þess hversu mikið er af laxi, auk þess sem mikil eftirspurn er eftir veiðileyfum.“ Meðalveiði í Eystri-Rangá er um 2.400 laxar, þannig að veiðin hefur þegar verið tvöfölduð á við með- alár. Mest var veitt á einum degi í síðustu viku, alls 193 laxar. Morgunblaðið/Einar Falur Metveiði Tveir félagar hala inn laxa í Eystri-Rangá. Komin yfir fimm þús- und laxa Nýtt Íslandsmet sett í Eystri-Rangá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.